Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.12.1982, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1982 ■ „Jólatónleikarnir eru á- kveðinn prófsteinn á þann hljómgrunn sem þetta unga félag, Islenska hljómsveitin, á með þjóðinni. Ef tónleikarnir bera sig erum við sloppin fjár- hagslega a.m.k. í bili. Þetta sagði Guðmundur Emilsson, stjórnandi íslensku hljómsveitarinnar og söngsveit- arinnar Fílharmóníu, þegar blaðamaður Tímans hitti hann ásamt Önnu Guðnýju Guömunds- dóttur, píanóleikara, á æfingu söngsveitarinnar í fyrrakvöld. Verið var að æfa fyrir jólatón- leika sem Fflharmonía og ís- lenska hljómsveitin halda sam- eiginlega í Háskólabíói á sunnu- daginn. yfirskrift tónleikanna er: „Hátíðasöngvar“ ■ Guðmundur Emilsson stjórnar. Anna Guðný situr við píanóið. Jólatónleikarnir hljóta að vera stærsta verkefni íslensku hljómsveitarinnar til þessa? „Það eru þeir tvímælalaust," sagði Guðmundur. „Á efnisskránni eru tvö öndvegis háti'ðarverk, kantata númer 140 eftir Jóhann Sebastian Bach, sem við þckkjum undir nafninu „Vakna Síons verðir kalla“, og modetta eftir ítalska tónskáldið Giovanni Gabrieli. Svo verðum við með ákaflega fallegt verk eftir Áskel Másson, sem hann samdi sérstaklega fyrir íslensku hljóm- sveitina og tileinkaði minningu langaafa síns. Þá mun Snorri Örn Snorrason leika einleik á lútu. Hljóðfæri hans er nákvæm Diskótek og Hljómsveit Ingimars Eydals sjá um fjörið frá kl. 20.00 til kl. 03.00 bæði kvöldin. W Gómsætir veisluréttir framreiddir úr eldhúsinu til kl. 22.00. Topp filmur í videoinu. Ingimar Eydal spilar dinnermúsik eins og honum einum er lagið. Borðapantanir í síma (96) 22970. Sjáumst í Sjallanum. feitt glæsileoasta samkomuhús á landinu er á Akurevri ■ í lok tónleikanna mega tónleika- gcstir taka undir í nokkrum jólaiögum sem kórinn syngur. Tímamyndir Kóbert „Sérstakur blær“ „Verkin sem við flytjum á þessum tónleikum eru hreint dásamleg; virkileg hátíðarverk," sagði Anna Guðný. „Mo- dettan eftir Gabrieli hefur aldrei fyrr verið flutt á íslandi. Hún var sérstaklega samin af einhverju mjög hátíðlegu tilefni. í henni eru tveir kórar, fjórar raddir í hvorum. Þeir kallast á og sameinast síðan í hallelúja. Það gefur verkinu mjög sérstakan blæ.“ Einsöngvarar á tónleikunum verða þau John Speight, Sigurður Björnsson og Signý Sæmundsdóttir. Orgelleikari verður Jón Stefánsson. Alls verða rúmlega 130 manns á sviðinu í Háskólabíói, um 100 félagar Fílharmóníu, 30 hljóðfæraleikarar ís- lensku hljómsveitarinnar auk stjórnanda og einleikara. Miðar á tónleikana fást í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti og við innganginn. -Sjó Föstudagur og laugardagur B íslenska hljómsveitin hefur tekið upp þá nýbreytni að fá félaga úr „íslcnskrí grafík“ til þess að gera forsíðu hverrar efnisskrár. Á sunnudaginn verður verk eftir Jóhönnu Bogadóttur á forsiðunni. Myndin er gefin út í takmörkuðu upplagi og verður hún seld á tónleikunum. Verðið verður að öllum líkindum innan við 1000 krónur. * 1 * Akureyri, sími 22770-22970 „FLYTJUM TVÖ ÖNDVEG- VEGIS HÁTfÐARVERK” — Litid á æfingu fyrir jólatónleika íslensku hljómsveitarinnar og Fílharmóníu eftirlíking upprunalegu lútunnar,“ sagði Guðmundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.