Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 1
Hækkun gatnagerdargjalda í Reykjavík 390% - bls. 5 Deilur vegna sölu á raðhúsum í Brekkubyggð í Garðabæ: „LÍTINN BORGA STÓRFÉ UMFRAM LAGAHEIMILD Segir Jóhann ~~ á bilinu 40-100 þús. kr. vegna rangs verðbótaútreiknings tíðindi að Alistair Maclean sé f fyrsta T7 > Páll Valdi- marsson ¦ „Auðvitað vildi ég miklu frekar að við værum að selja góðan íslenskan „literature" f þessum upplögum," sagði Jóhann Páll Valdimarsson fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðunn- ar, þegar Tíminn spurði hann hvað honum þætti um það að bók eins og Dauðafljótið eftir Aiistair Maclean væri söluhæst allra bóka, samkvæmt bóksölukönnunTímans þessa vikuna. „Ég vil þð taka það skýrt fram, að það er aldeílis fjarri því að ég skammist mín fyrir að gefa út bækurn- ar cftir Alistair Maclean, þvf þetfa er maður sem kann sitt fag, og spennu- sögur og afþreyingarbækur eru-bækur sem við öll viljum geta gripið í, þegar við viljum gleyma okkur," sagði Jó- hann Páll. J óhann Páll sagði að þessi mikla sala á Madean ætti sér að sjálfsögðu sínar skýringar. M.a. væri Maclean fyrsti höfundurinn af þessu tagi, sem gefinn hefði verið út á íslandi. Spennusðgur hans hefðu því náð að hasla sér völl áður en aðrir fóru að keppa við hann. „Annars þurfa þetta ekki að vera nein tíðindi að Maclean sé í efsta sæti, því hájm hefur verið mest seldi höfundur- inn hér mörg undanfarin ár," sagði Jóhann Páll, „nema ef til 'vill í einu tilfelli og það var þegar bókin hans Sigurðar A. Magnússonar kom út, Undir kaistjörnu en ég hef það á tilfinningunni að hún hafi slegið hann út, En það varl fýrsta skipti í minni tíð sem einhver sló Maclean út." -AB ¦ Mikið deilumál er nú risið með kaupendum og seljanda nokkurra rað- húsa við Brekkubyggð í Garðabæ. Telja kaupendurnir, sem eru um tíu talsins, að seljandinn, verktakafyrirtækið íbúðaval h/f, halí gert þeim að greiða stórfé umfram það sem eðlilegt geti talist, með röngum verðbótaútreikningi. Kaupendurnir hafa leitað til lögmanna. „Við höfum hvert um sig verið látin ofborga stórfé, frá 40 til 100 þúsund krónum umfram það sem lög gera ráð fyrir", sagði einn kaupendanna í samtali við Tímann. Lögmaður kaupandans sem við var rætt skrifaði Seðlabanka íslands bréf þar sem þar sem hann leitaði eftir áliti bankans á aðferðum verktakafyrirtækis- ins við útreikning verðbóta. í svari Seðlabankans segir m.a.: „Með þessu fæst niðurstaða um of háa verðbót sem skuldara er gert að reiða." í kjölfar þessa máls telur kaupandinn sem Tíminn talaði við sig ekki knúinn til að standa við greiðslur á víxlum sem hann hefur undirritað ," vegna þess einfaldlega að víxilskuldirnar eru lægri en það sem ég hef þegar ofgreitt," segir hann. -Sjó Sjá nánar bls. 4 ; n¦ Krakkamir ¦' Hólabrekkuskóla héldu sín „litlu jól" í gærdag, og brugðu þá m.a. þessari leiksýningu á svið. Tímamynd: Róbert Forsvarsmenn í verkalýðshreyf ingunni óánægdir með láglaunabæturnar: w y „ÞEIR FARA VERST UT UR ÞESSU SEM SÍST SKYLDI" segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sók ¦ „Það er alveg fáránlegt að þeir sem minnst launin hafa skuli lika lá minnstar láglaunabætur og jafnvel engar bætur", sagði Aðalheiður Bjamfreðsdóttir for- maður Sóknar, spurö áiits á fyrirkomu- lagi á útreikningi láglaunabótanna sem nú er verið að útdeila. „í fyrsta lagi hef ég alltaf verið mjög ákveðinn andstæðingur þess hvemig vísitalan er reiknuð - að þeir fái mest sem mest hafa en þeir lægst launuðu minnst, þeir sem þó helst þyrftu að fá dýrn'ðina bætta. Að beita svo sömu aðferðum við útreikning láglaunabót- anna finnst mér alveg fráleitt. Það er mín sannfæring að þeir sem verst fara út úr þessu eru þeir sem síst skyldi, þ.e.a.s. þeir sem hafa Iéleg laun. Áreiðanlegt að þama verða konur mjóg ilia úti, t.d. einstæðar mæður sem ekki geta unnið yfirvinnu og oft ekki nema skerta vinnu. I raun og veru finnst mér það þó óbragð af þessu öllu saman. Það sæmir ekki svo ríkri þjóð sem íslendingum að vera að rétta fólki einhverja ölmusu," sagði Aðalheiður. „Hafi nokkru sinni verið bitið höfuð- ið af skömminni þá er það með þessum láglaunabótum", sagði Bjarnfríður Leósdóttir miðstjórnarmaður ASÍ. „Mér finnst það hreint siðleysi að tala sífellt um að bæta lægstu launin, en reikna þetta síðan þannig að þeir lægst launuðu fá minnstar bætur og jafnvel engar. f>ar að auki er farið eftir skattaskýrslum þannig að þeir sem möguleika hafa á að svíkja undan skatti - sem er viðurkennd íþrótt á íslandi - geta fengið láglaunabætur þótt þeir hafi nar nóg að bíta og brenna. Raunar hef ég verið á móti því að verið sé að rétta einhverja ölmusu að fólki sem vinnur við undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar og ætti því að hafa lífvænleg laun. Ríkisstjórnin á ekki að vera að hringla í samningum og reyna síðan að klóra yfir það með því að rétta fólki svona hungurlús", sagði Bjarn- fríður, sem efaðist ekki um að reiknings- aðferðin bitnaði fyrst og fremst á konum "eins og vant er". -HEI Jakob Magnússon framleiðir kvikmyndina Nickel Mountain vestra: Kostnadar- áætlun er 3 milljónir dollara ¦ Jakob Magnússon tónlistarmaður m.m. mun verða framleiðandi myndar- innar The Nickel Mountain en tökur hennar hcfjast skammt fyrir norðan Los Angeles snemma á næsta ári. í samtali viðTímann sagði Jakob að kostnaðaráætluri hljóðaði upp á einar 3 milljónir dollara, eða nær 50 millj. kr. Fjármagn kemur frá ýmsum aðil- um, m.a. hafa framleiðendur myndar- innar „Sverðið og seiðskrattinn" sýnt málinu áhuga en sú mynd var aðeins dýrari í framleiðslu en hefur hinsvegar skilað inn tæpum 50 millj. dollurum. Leikstjóri The Nickel Mountain mun verða Dru Denbaum en hann gerði m.a. myndina Loves'ick sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna á sfnum tíma. Aðstoðarleikstjóri verður hinsvegar Sigurjón Sighvatsson en þessi mynd verður íslensk/bandarfsk samvinna og verða margir íslendingar sem vinna við hana en Jakob taldi að þetta væri f fyrsta sinn sem samvinna væri á milli fslendinga og Bandaríkja- manna við gerð kvikmyndar f fuílri lengd. Sjá nánar kvikmyndahorn bis 23. -FRl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.