Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 9 Fimmtán skólastjórar Faðir minn - skólastjórinn. Auðunn Bragi Sveinsson bjó til prentunar. Skuggsjá. 247 bls. ■ í upphafi formálsorða fyrir þessari bók segir Auðunn Bragi Sveinsson: „Ahugi á persónusögu mun víst óvíða meiri en hérlendis. Veldur því að sjálfsögðu fleira en eitt, en trúlega vegur mannfæðin það þyngst. Hér er auðveld- ara að kunna skil á fólki en í fjölmennari þjóðfélögum, sem oftast telja milljónir, ef ekki milljónatugi. Allt frá landnáms .tíð hefur persónusagan verið ívaf fræða, vinsælt umræðuefni og ekki síst bókmenntir." Allt eru þetta orð að sönnu, en því má bæta við, að þótt þeir séu margir. sem nú á dögum vilja draga í efa gildi persónusögunnar og persónanna yfirleitt fyrir framrás sögunnar, en telja flesta hluti eiga sér aðrar orsakir en mátt einstaklinga, verður ekki annað séð en persónusagan og umfjöllun utn einstaka nienn haldi enn vinsældum sínum. Sést þetta ef til vill best af bóksölu undan- farinna ár. Eftir því sem margmennið verður meira hér á landi og þéttbýli eykst verður að mörgu leyti erfiðara en áður að halda til haga fróðleik um einstaka menn og mörgum hættir nú til þess að láta sér yfirsjást gildi einstaklingsins, a.m.k. á hinum fjölmennari stöðum. Það mun vera af þessum sökum sem það hefur farið í vöxt á síðustu árum, að út væru gefnar bækur, þar sem fjallað ter um fólk í einstökum starfsstéttum og hefur Skuggsjá þegar gefið út nokkur bindi, þar sem börn greina frá foreldrum sínum. í þessari bók segja 15 skólabörn frá feðrum sínum og er hér um að ræða hvorttveggja í senn, minningar og ágrip af starfssögu. Ekki þarf að taka fram, að allir eru þættirnir í þessari bók hinir fróðlegustu, bæði um einstaka nienn, sem um er fjallað, starf þeirra og viðhorf til starfsins og um skólastjóra sem heimilisfeður. Auk þess má finna í bókinni drjúgmiklar upplýsingar um sögu þeirra skóla, sem viðkomandi skólastjórar störfuðu við. Allir eru þættirnir í þessari bók ágætlega samdir og skemmtilegir af- lestrar. Enginn höfundanna reynir að gera dýrling úr föður sínum, en flestir scgja á þeim kost og löst, og sumir bregða fyrir sig skemmtilegu skopskyni og sýna skólastjórana í öðru Ijósi, en skólabörnin voru vönust. Þetta er fróðleg bók og ekki aö efa að margir munu njóta hennar vel. Jón Þ. Þór Annað bindi af ritsafni Bene- dikts Gröndal Bcnedikt Gröndal Sveinbjarnarson: Rit II. Ritgeröir. Bréf. Gils Guömundsson sá um útgáfuna. Skuggsjá 1982 366 bls. ■ í fyrra gaf Skuggsjá út 1. bindi af ritsafni Benedikts Gröndal. í þessu bindi er að finna ritgerð eftir Huldu skáldkonu, Gröndalsminningu, en hún er með því besta, sem um Gröndal hefur verið skrifað. Þá eru hér allmargar ritgerðir Gröndals og má þar nefna grein hans um Rasmus Kristian Rask, inn- ganginn að Gefn, ritgerð um Napóleon III og stríðið 1870, ýmsar greinar um Hið íslenska náttúrufræðifélag, ritdóma og fleira í þeim dúr. Flestar þessara ritgerða eru fremur stuttar og í ntörgum þeirra er skáldið að gagnrýna eitt að annað, sem honum þótti miðtir fara Þær ritgerðir eru skemmtilegastar aflestrar, en svo hælinn og ljúfur. sem Gröndal gat verið þegar honum líkaði vel, gat hann einnig verið manna hvassyrtastur og hæðnastur þegar honum þótti miður fara. Og vei þeim, sem varð fyrir háði Gröndals. Loks ber að geta brcfa sem skáldið skrifaði vinum sínum, en af þeim eru hér birt 18. Flest þcirra eru til tvcggja manna, Eiríks Magnússonar í Cam- bridge og Jóns Arnasonar þjóðsagna- safnara. en hcr er einnig að finna bréf til Sigurðar Kristjánssonar bóksala, sem var útgefandi Gröndals, til Tryggva Gunnarssonar, Jóns Sigurðssonar for- seta, Konráðs Gíslasonar og til bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Öll eru þessi bréf fróðlegar heimildir um skáldið, viðfangs- efni hans og skoðanir og gefa góða mynd af þeirri tíð er Gröndal lifði og hrærðist á. Það svíkur engan að lcsa vcrk Bene- dikts Gröndal, þau halda fullu gildi enn í dag. Jón Þ. Þór takist best upp í þessari bók er hann fjallar um Þönglabakka. Þar var lífsbar- áttan í senn óblíðari og dramatískari en í þægilegheitunum á Krossi og Borg, náttúrufegurð meiri og mannlífið á margan hátt stórbrotnara þrátt fyrir fátækt og erfiðleika. Af Þönglabakka- sókn má því segja mikla sögu og litríka og hana segir sr. Ágúst svo vart verður mikið betur gert. Lesandinn skynjar sögusviðið næmar en á hinum stööunum tveim. hann á auðveldara með að lifa sig inn í hina hörðu lífsbaráttu fólksins, skilur betur hvert gildi prcstsetrið hafði fyrir sveitina. Og stílsnilldin bregst sr. Ágústi ekki fremur en í fyrri bindum þcssa verks. Hann skrifar litríkt mál og kjarnmikið, hikar ekki við að fyrna stíl sinn þegar svo ber undir, en verður þó aldrei of hátíðlegur. Bókin er prýdd allmörgum myndum. teikningum og Ijósmyndum og í bókar- lok eru nafnaskrá og heimilda. Jón Þ. Þór. Jón Þ. Þór skrifar um bókmenntir á vettvangi dagsins w/ós fargaagskrafa til Alusulsse % 'furheimtar l&Smgreiðslu Suitáaþyrtar tubhnpué Hstmái * m:.\\ w • Vm *:.Sliltliilllt ■ „Á meðan Morgunblaðið getur í einu og öllu yfirboðið „litlu“ blöðin með slíkum hætti í krafiti fjármagnsins, þá gera smxrri blöðin aldrei annað en að klóra í bakkann, komast aldrei með tærnar þar sem Morgunblaðið hefur hælana hvað útbreiðslu snertir. Bolli Héðinsson, hagfrædingur: Hræringar í íslenskum blaðaheimi — hver verður framtíð litlu blaðanna? ■ Hver þróunin verður um „frelsið" á öldum Ijósvakans til að útvarpa þar og sjónvarpa virðist standa mönnum nær í umræöu um fjölmiðla þessa dagana 'neldur en umræða um dagblaðaútgáfu og framtíð hennar, en umbrotatímar á sviði dagblaðaútgáfu gætu veriö fram- undan hér á landi fyrren margan grunar. Ekkert virðist fá ógnað risanum í íslenskum blaðaheimi, Morgunblaöinu, (Mbl.). Sú stækkun og útbreiðsla Mbl. sem stöðugt virðist ágerast á sér stað á kostnað „litlu" blaðanna þriggja, þ.e. Alþýðublaðsins (Alþ.bl.), Þjóðviljans (Þj.v.) og Tímans. í raun er upplag þessara blaða hvcrs um sig ckki nema hlægilega lítið miðað við Morgunblaðið. Eftir sem áður keppa öll blöðin á svipuðum markaði, þ.e. að gegna hlut- verki flokksmálgagns og fréttablaðs hvort tvcggja í senn. Kristinn Finnbogason, hinn þaul- reyndi útgáfuþjarkur, gerði vandamál hinna smærri dagblaða að umtalsefni á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins og lýsti hinum fyrirhuguðu framkvætnd- um á Morgunblaðinu með slíkum hætti að hroll setti að flestum viðstaddra. í deiglunni mun vera að gefa þar út daglega ógnarfjölda blaðsíðna ofan á það sem fyrir er, aukablöð og litmyndir, auk útgáfu á mánudögum. Við slíka 1 þenslu er ekki heiglum hent aö keppa og síst á færi þriggja lítilla blaða er berjast nú þegar í bökkum við að halda úti því, sem út er gefið. Hver verður framtíð þeirra við slíkar aðstæður? Valkostir „litlu“ blaðanna Sé litið til dagblaðsins Tímans má það Ijóst vera að útgefendur hans eiga úr vöndu að ráða og þurfa að gera upp við sig, hvaða stefna skuli ráða við útgáfu hans. Þar er annars vegar um að ræða að breyta blaðinu í hreint flokksmál- gagn, er flytti þá að meginefni tilkynn- ingar og áróður, e.t.v. fyrst og fremst til upplýsingar fyrir flokksmenn. Hins veg- ar þyrfti blaðið að geta keppt við Mbl. í allri útgáfu og fréttaöflun. Þriðja leiðin væri sú að hjakka í sama farinu og berjast eilíflega í bökkum. Að vera ekki nógu lítið blað til að vera einungis flokksmálgagn upp á fáeinar síður daglega og heldur ekki nægjanlega stórt til að geta haldið úti frétta- og greina- skrifum er keppt gætu við Mbl. Menn skyldu athuga að ekki skiptir öllu máli hvernig til tekst við eilífar auglýsinga- og áskrifendaherferðir á Tímanum, þar sem mcira máli skiptir cr, hvað andstæð- ingurinn, sá sem við er keppt, gerir. Á meðan Mbl. getur í einu og öllu yfirboðið „litlu" blöðin mcð slíkum hætti í krafti fjármagnsins, þá gera smærri blöðin aldrci annað en að klóra í bakkann, komast aldrei með tærnar þar sent Mbl. hcfur hælana, hvaö útbreiðslu snertir. Til að forðast allan misskilning skal það tekið fram að álit mitt cr, að eins og Tíminn cr uppbyggður nú, sé hann allgott blað, þ.e. vcl gangi að rata meðalveginn milli stjórnmálaskrifa ann- ars vegar og frétta- og greinaskrifa hins vegar. En mcðan það ástand ríkir á blaðinu cr erfitt að láta cnda ná saman og er Ijóst, að blaðið keppir ekki nema að litlu leyti við Mbl. Ekkert minni blaðanna veitir Mbl. þá samkeppni, sem þó brýna nauðsyn ber til. Ef tekin yröi sú ákvörðun að byggja Tímann upp, svo blaðið vcrði þess umkomið að kcppa við Mbl. þyrfti til slíks geysilegt fjármagn. Morgunblaðið, biað án samkeppni Nú gildir það, að ef rætt er um samkcppnina við Mbl. að hvorki Alþ.bl. né Þjóöviljinn eru þess umkomin aögeta keppt við Mbl. frekar en Tíntinn. Því er ekki út í hött, að rætt sé um nána samvinnu Tímans, Þj.v. og Alþ.bl. eins og Kristinn Finnbogason gat um í fyrrnefndri ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins. Ef samvinna blaö- anna yrði svo náin að um algjöra sameiningu yrði að ræða, mætti hugsa sér afsprengið sem afar óhefðbundið dagblað. Vegna samsetningar þess þyrfti t.d. ekki að vera forystugrein þar heldur gætu hvert hinna þriggja blaða, Þj.v., Alþ.bl. og Tíminn haft þar cigin síður til umráða fyrir forystugreinar sínar og flokkstilkynningar. Við blað þetta vrði ■ Síra Agúsl Sigurðsson að starfa ritstjórn algjörlega óháð þeim þremur öflum, er aö blaðinu standa og rcöu þar fagleg, fréttalcg sjónarmið eingöngu við mat á atburðum. Að sjálfsögðu yrði slíkt blað að vera öllum opið, er í það vildu skriía, og þyrftu þeir aðeins að lúta þcim almcnnu reglum, er um slík greinaskrif gilda. Stór áskrifendahópur Spurning er, hvernig auglýsendur munu bregðast við blaði sem þessu og hvort fjármagnið, er frá þeim streymir, gæti ríðið úrslitum um, hvort það yrði Mbl. eða hið þríeina blað, er yrði ofan á. Þar réði samúð lesendaog þjóðarinnar og enginn vafi væri á, að hið þríeina blað nyti slíks umfram Mbl. Frá byrjun mætti búast við allstórum áskrifcndahópi, scm jafnvel væri reiðu- búinn að kaupa blaðið, a.nt.k. fyrst um sinn, cinungis til að styðja það í viðleitni þess gegn Mbl. En einnig er ekki fráleitt að ætla að rúm sé fyrir tvö stór morgunblöð á íslenskum blaðamarkaði. Með blaði sem þessu væri komið sæmilegt mótvægi við þá hægri pressu sem DV og Mbl. er, og þeirri ógnun við frjálsla skoðanamyndun í landinu sem sjíkt leiðir af sér. Vonlaust er fyrir blöðin þrjú Tíminn, Alþ.bl. og Þj.v eigi reyna að skapa mótvægi gegn þeirri pressu, hvert um sig. Til þess hafa þau ekkert bolmagn. En ef tækist að höggva í þann múr, sem hægri pressan er að verða búin að mynda hér á landi, væri það vel. En í raun skiptir hér engu máli hvort Tíminn, Alþ.bl. og Þj.v. cigi nokkuð annað sameiginlegt en það eitt að vera þrjú blöð, sem berjast í bökkum og geta ekki hvert um sig tekist á við þann, sem er raunverulegur andstæð- ingur þeirra, hægri pressuna, með Mbl. í broddi fylkingar. Bolli Héðinsson hagfræðingur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.