Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 10
ÍO LAUGARDAGUR 18. DKSEMBER 1982 MOMO eftir Micheal Ende. Litla stelpan Mómó sætti sig ekki viö hvaö allir voru uppteknir, þreyttir og streittir. Sagan um hvernig hún bjargar tímalausu fólki frá tímaþjófunum er eins og ævin- týri — börn njóta þess sem ævin- týris — fullorðnir hugsa sitt. JAKOB HÁLFDANARSON Sjálfsævisaga — bernskuór Kaupfélags Þingeyinga. Jónas frá Hriflu kallaöi Jakob „föö- ur samvinnuhreyfingarinnar". Þessi bók er skrifuð um síöustu aldamót og hefur ekki birst fyrr á prenti. Þaö er fróölegt að lesa þessar samtímalýsingar á upphafi sam- vinnuhreyfingarinnar — og ævi Jakobs hefur heldur ekki veriö viöburöasnauö. KÆRI HERRA GUÐ, ÞETTA ER HÚN ANNA eftir Flynn. Saklaus börn eru dásamlegustu verur sem nokkur maöur getur kynnst. Anna litla var einlæg og hreinskilin í athugun sinni á tilver- unni, sem og í samtölum viö Guö. Þessari bók er ekki hægt aö lýsa — hana verður að lesa. (Hún var útvarpssaga í haust). Kr. 395,20 Kr. 444,60 FYNN kæri herra GUÐ hún ANNA Kr. 345,80 ALLI OG HEIÐA Hljómplata og bók 25 barnalög, létt, skemmtileg og fróöleg. Þessi plata er sniöin að þörfum barnanna sjálfra — hún er einföld og skýr. Falleg bók fylgir plötunni. (Ath. Alli og Heiöa eru reiðubúin aö skemmta á samkomum, í af- mælum o.s.frv. Umboössími 17165). ALLIR MENN ERU DAUÐLEGIR eftir hina frægu frönsku skáld- konu Simone de Beauvoir. Skyldi mönnum ekki leiöast þegar þeir eru orðnir mörg hundruö ára gamlir? Bók sem hrífur háa og lága. K«SU4N f- MMiNÚSSON VIÐ í VESTURRÆNUM Kr. 352.- VIÐ í VESTURBÆNUM Stjórnmálamenn, listamenn, at- hafnamenn — raunar hafa allir menn verið börn. En hvernig börn? Er hægt aö segja um þá: Snemma beygist krókurinn. Bók fyrir börn á öllum aldri. Bergsveinn Skúluson Breiðfirskar sagmr í Breiðfirskar sagnir 1 og 2 ■ Víkurútgáfan hefur sent frá sér Breið- firskar sagnir, 1. og 2. bindi, eftir Bergsvein Skúlason. ( formálsorðum segir höfundur: „Breið- firskar sagnir komu út í þremur bindum á árunum 1959-1966. Nú birtast þær aftur í annarri útgáfu í tveimur bindum nokkuð auknar, og vona ég að viðbótin spilli ekki fornum vinsældum þeirra. 1‘etta er tekið fram hér til þess að þeir sem þessi tvö bindi kaupa, þurfi ekki að vænta þess þriðja síðar.“ Bergsveinn Skúlason er fæddur í Hvallátr- um á Breiðafirði. Hann var bóndi í Skáleyjum og Skálmarnesi í Múlasveit, en fluttist síðan suður. Síðan hann kom suður hefur hann safnað saman miklum fróðleik um átthaga sína við Breiðafjörð og ritað fjölda bóka auk ritgerða í tímaritum um þau mál. Valkyrjuáætlunin ■ Bókaforlagið VAKA hefur sent frá sér bókina Valkyrjuáætlunin eftir bandaríska blaðamanninn og rithöfundinn Micahel Kili- an. Valkyrjuáætlunin er hörkuspennandi og sögusviðið ísland. Á bókarkápu segir meðal annars: Val- kyrjuáætlunin er sannkölluð spennusaga, þar sem teflt er um líf og dauða. Hún fjallar um glæpi, njósnir, örlög, ofbeldi og ástríður. Valkyrjuáætlunin gerist að mestu leyti á íslandi, en leikurinn berst einnig til Kremlar í Moskvu og höfuðstöðva CIA í Washington. 1 bókinni eru margar íslenskar persónur kallaðar til sögunnar og staldrað er við víðs vegar um landið. íslensk stjórnmál,orkumál, lögreglan, Landhelgisgæslan, herstöðvarmál- ið, íslenska brennivínið og íslenska kvenfólk- ið koma þar mjög við sögu. Leikurinn berst meðal annars til Egilsstaða, Akureyrar, Grindavíkur. Blönduóss, Hveravalla, Stykk- ishólms og Reykavíkur. Höfundurinn, Micahel Kilian, var hér á landi um skeið meðan á síðasta þorskastríði stóð og skrifaði greinar hliðhollar íslenska málstaðnum í mörg bandarísk stórblöð, þeirra á meðal Chicago Tribune. Meðan á dvöl hans hér stóð kynnti hann sér vel allar aðstæður og er með ólíkindum hve þekking hans á staðháttum og íslensku þjóðlífi er mikil. Valkyrjuáætlunin er um 280 blaðsíður að stærð. Um íslenska þýðingu sá Axel Am- mendrup. Prentstofa G. Benediktssonar annaðist setningu og prentun, en Bókfell hf. bókbandið. „Kökur og kökuskreytingar“ Ný niatrciðslubók frá Iðunni ■ Út er komin á vegum IÐUNNAR matreiðslubókin KÖKUR OG KÖKU- SKREYTINGAR. Höfundur er JILL SPENCER. en Hlaðgerður Laxdal og Mar- grét Ákadóttir þýddu. í inngangi höfundar er komist svo að orði: „Tilgangur þessarar bókar er að spanna sem allra fjölbreyttast svið varðandi kökubakstur. I bókinni er einnig sérstakur kafli um sykurbráð og skreytingar sem sýndar eru á einfaldan hátt í myndröðum. Þar eru birtar uppskriftir af öllum gömlu og góðu tertunum, auk fjöl- margra nýstárlegra og nýrra uppskrifta. Hér eru einnig frumlegar uppskriftir að tertum í barnaboðin, fyrir þá sem hafa gaman af tilbreytingu og óvenjulegum skreytingum." - Bókin skiptist í sex aðalkafla og aftast er skrá yfir kökuheitin.- Hún er sem vænta má prýdd litmyndum af öllum kökunum. Fremst eru ábendingar frá þýðendum til íslenskra notenda bókarinnar. Hún er gefin út í samvinnu við breska útgáfufyrirtækið Hamlyn. Ásetning annaðist setningu en bókin er prentuð í Bretlandi. Hún er 124 blaðsíður. Stormsveipur í stjórnmálum — bók um kvennaframboðið eftir Guðmund Sæmundsson ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Stormsveipur í stjómmálum eftir Guðmund Sæmundsson á Akureyri. Bókin fjallar um kvennaframboðin 1982, aðdranganda þeirra, framkvæmd, árangur og hugsanleg áhrif í framtíðinni. Höfundur bókarinnar „Stormsveipur í stjómmálum," Guðmundur Sæmundsson á Akureyri þekkir mjög vel til framboðsins á Akureyri af eigin raun og safnaði miklum heimildum umþað ogframboðin íReykjavík og á Selfossi. I bókinni rekur hann ítarlega sögu kosningabaráttunnar, segir frá á hvaða nótum kvennaframboðin ráku hana og síðan fjallar hann um kosningaúrslitin og huganleg áhrif kvennaframboðanna í íslenskri pólitík - hvort þau verða stormsveipur sem gengur yfir eða hvort áfram muni gusta um ókomna framtíð. „Stormsveipur í stjómmálum" er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prent- smiðjunni Hólum, en kápu gerði Sigurþór Jakobsson. „Jólasveinaheimilið“ bók eftir Þórarin Eldjárn og Brian Pilkington ■ IÐUNN hefur gefið út bókina JOLA SVEINAHEIMILIÐ. VETTVANGS- KÖNNUN. Höfundar eru ÞÓRARINN ELDJÁRN og BRIAN PILKINGTON. Þórarinn „vann úr gögnum stofnunarinnar og tók viðtöl," en Brian teiknaði myndirnar. Báðir eru þeirvel kunnir fyrirverk sín, Brian fyrir myndskreytingar, meðal annars við Ástarsögu úr fjöllunum og Gilitrutt, Þórarinn fyrir kveðskap og sögur. - JÓLASVEINA- HEIMILIÐ er gamansöm lýsing á lífi jólasveina í nútímanum. Meðal efnis er viðtal við jólaköttinn. meðmæli frá nokkmm atvinnuveitendum Gluggagægis, sjúkdóms- greining frá sálfræðingi Hurðaskellis, lög- regluskýrslur, sakaskrá o.fl. Meðal annars kemur hér fram að jólasveinarnir vilja verja starfssvið sitt fyrir aðvífandi jólasveinum frá útlöndum. Bókin bregður skoplegu ljósi á stöðu hefðarinnar í líki jólasveina andspænis verslunarþjóðfélagi nútímans. - JOLA- SVEINAHEIMILIÐ er um 60 blaðsíður að stærð. Ásetning setti, en Prentsmiðja Frið- riks Jóelssonar prentaði. Hverju svarar læknirinn? ■ Komið er út hjá bókaútgáfunni Iðunni uppslátlarritið Hverju svarar læknirmn? sem Guðsteinn Þengilsson læknir hefur þýtt og endursagt. Höfundur er enskur, Claire Reyner, en höfð er hliðsjón af sænskri gerð bókarinnar í útgáfu Bertil Mártensson. 1 bókinni er lcitað svara við 355 spumingum um heilsufar, læknismeðferð, lyfjanotkun og fleira. Tilgangur bókarinnar er að veita almennan fróðleik og einnig að vera fólki til leiðbeiningar um það, hvenær leita skuli læknis, hvers megi vænta af viðtalinu við hann eða við hverju sé að búast af meðferðinni. Þá er gerð nokkur tilraun til að varpa Ijósi á eðli og orsakir ýmissa kvilla. Liðlega 200 skýringarmyndir eru í bókinni, greinargóð atriðisorðaskrá og skrá um algeng læknisfræðiheiti. Greinargóðir kaflar eru um heila, taugakerfi, sálarlíf, hormóna, maga, meltingu, meltingartruflanir, þvagfæri, kven- sjúkdóma, fæðingarfræði, börn og barna- sjúkdóma, kynlíf og sambúð, lyf, svæfingar og deyftngu, skurðlækningar, sýnatökur og rannsóknir, bráða smitsjúkdóma og fleira. Jafnan er leitast við að svara þeim spurning- um, sem almenningi koma helst að gagni. Bókin er nokkuð á þriðja hundrað blaðsíður í stóm broti, prentuð í Ungverjalandi. Sigmund (með sínu lagi) ■ Fjórða bindi myndverka Sigmund er komið út og heitir að þessu sinni að Sigmund syngi mcð sínu lagi. í formála með skopmyndum Sigmund segir. „Sti'll Sigmund hefur breyst nokkuð með ámnum. Stjórnmálaforingjarnir hafa fitnað sumir hverjir, aðrir orðið iíla tenntir, eða þá að þeir koma fram í kvenmannslíki, þótt enginn efist um óbreyttan status undir pilsunum. En auðvitað eru þessi gervi öll í samræmi við myndefnið hverju sinni, og verður hver og einn að taka því. Það má öllum Ijóst vera, að mikið hugmyndaflug þarf til að skila þessum útgáfum af þjóðfélaginu í daglegri mynd. Sagt er að fiskneysla skerpi gáfurnar og eitthvað mun til af fiski í Eyjum. En við sem þekkjum til Sigmund höldum hins vegar að myndgáfa hans sé meðfædd. Þegar rnikið liggur við stendur maður með hamar í hendi og lemur honum frá sér um leið og hann segir í fyrsta, annað og þriðja sinn. Sigmund er enginn uppboðshaldari, cnda fer hann ekki að leikreglum. Núna hefur hann sagt í fjórða sinn um leið og hann lætur teiknipennann ríða á höfði samfélagsins. Með þeirri skírnarathöfn kveðjum við við- burðaríkt Sigmund-ár og byrjum að sprella okkur og krónunni til gagns á því fimmta. Hundrað fjörtíu og sex myndir eru í „Með sínu lagi“. Hefur sú nýlunda verið tekin upp, að hressa upp á minni lesenda með skýring- artextum með hverri mynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.