Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 11 bækurl Svend Otto S. Börnin við fljótið Börnin viö fljótiö ■ IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir danska teiknarann SVEND OTTO S. Nefnist hún BÖRNIN VIÐ FLJÓTIÐ og segir frá börnum í Kína sem búa í þorpi við fljótið Jangtse Kiang. „Oftast er fljótið kyrrlátt og vinalegt," segir í kynningu forlagsins, „en það á líka til að vaxa um allan helming og getur þá orðið ægilegt fyrir menn og málleysingja." - Eftir Svend Otto S. hafa komið ýmsar bækur með myndum, hann hefur meðal annars myndskreytt Fimm Grimmsævintýri og Pönnukökuna, norska ævintýrið kunna. - Til að undirbúa gerð þessarar bókar var hann í Kína og sá ummerki stórflóðs í Jangtse Kiang 1981, þegar fljótið reis 31 metra á fáum sólarhring- um. - Þorsteinn frá Hamri þýddi Börnin við fljótið. Bókin er gefin út í samvinnu við Gyldendal i Danmörku. Tbktu betri myndir „Taktu betri myndir“ ný Ijósmyndabók frá Iðunni ■ IÐUNN hefur gefið út bókina TAKTU BETRI MYNDIR eftir breska höfundinn MICHAEL LANGFORD. Hún hefur undir- titilinn Allt um Ijósmyndun fyrir byrjendur og reynda ljósmyndara. Bók þessi leiðbeinir ljósmyndaranum stig af stigi svo hann geti þreifað sig áfram og náð æ betri árangri. Hér er fjallað um alla þætti ljósmyndunartækni, bæði litmyndir og svarthvítar. Kaflaheiti eru meðal annars: Frumlögmál ljósmyndunar, Myndavélartækni, Myndbygging, Svart-hvít framköllun og prentun, Fleiri tæki og meiri tækni, Þróuð myrkraherbergistækni, Lit- Ijósmyndun, Litframköllun og prentun, Að þroska eigið markmið. - Einar Erlendsson þýddi bókina á íslensku. Hún er í stóru broti og sem nærri má geta prýdd miklum fjölda mynda. Aftast í bókinni er orðasafn og atriðaskrá. - Höfundur bókarinnar er yfir- kennari í Ijósmyndun við Royal College of Art í Lundúnum. -TAKTU BETRIMYND- IR er prentuð á Italíu, 224 blaðsíður að stærð. Sögusafn heimilanna: I mánaskini ■ 1 Sögusafni heimilanna - grænu skáld- sögunum - hafa komið út nokkrar þekktar þýddar skáldsögur. Fyrsta bókin í þeim flokki var Á hverfanda hveli I og II eftb Margaret Mitchell í þýðingu Arnórs Sigur- jónssonar. Bókin sem kemur út í ár heitir 1 mánaskirí eftir Ruth Willock í þýðingu Steins B. Björnssonar. Tilkynning um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreiðum til fatlaðra. Ráðuneytið tilkynnir hér með, að frestur til að sækja um eftlrgjöf aðfiutningsgjalda af bifreið til fatlaðra skv. 27. tl. 3. gr. tollskrárlaga er til 15. febrúar 1983. Sérstök athygli er vakin á því að sækja skal um eftirgjöf á sérstökum umsóknareyðublöðum og skulu umsóknir ásamt venjulegum fylgigögnum sendast skrifstofu Öryrkjabandalags íslands, Hátúni 10, Reykjavík, á tímabilinu 15. janúar til 15. febrúar 1983. Fjármálaráðuneytið, 15. desember 1982. Ólafsvík - sveitarstjóri Starf sveitarstjóra í Ólafsvík er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. febr. 1983. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Ólafsvíkurhrepps sem veitir allar nánari upplýs- ingar fyrir 7. jan. n.k. Hreppsnefnd Óiafsvíkurhrepps. Þetta gullfallega finnska leðursófasett, aðeins kr. 25.840.- Litir: Dökkbrúnt (Mocca) og rauðbrúnt. 10% staðgreiðsluafsláttur Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Jólatilboð Startarar og Alternatorar Fyrir: Datsun Toyota Mazda Galant Honda Land Rover Cortína Vauxhall Mini Allegro o.fl. enskar bifreiðar Kveikjuhlutir fyrir japanskar bifreiðar. Útvegum með stuttum fyrirvara diselvélar í Bedord c 330 cup Ford D 4 cyl og BMC 4 cyl. með og án gírkassa. Elnnig ýmsa aðra varahluti í enskar vinnuvélar. ÞYRILL SF. Hverfisgötu 84 105 Reykjavík Sími 29080 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði Leitið tilboða. UTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.