Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.12.1982, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. DF.SEMBER 1982 bókatfðindi II. bindi íslenskra sjávarhátta, eftir dr. Lúðvík Kristjánsson, komið út: Saga áraskipanna og verstödvanna ■ Fá rit um íslenska þjóðhætti og atvinnu, hafa vakið jafn mikla athygli og Islenskir sjávarhxttir, eftir Lúðvík Krist- jánsson, ritstjóra, en hann hefur meðal annars hlotið doktorsgráðu fyrir þetta verk, er hann hefur unnið að í rúmlega fjóra áratugi. Er gert ráð fyrir að íslenskir sjávar- hættir, verði 4-5 bindi, að sögn Hrólfs Halldórssonar, forstjóra Menningar- sjóðs, er gefur verkið út. Fyrsta bindið kom út árið 1980, og nú er II. bindið komið, og er það hið veglegasta. Meginkaflar þessa bindis, sem er 516 blaðsíður eru Verstöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertíðir, Verleiðir og ver- ferðir, Verbúðir og Mata og mötulag. Ennfremur hefur bókin að geyma myndaskrá, heimildaskrár, ítarlega atrið- isorðaskrá, eftirmála og efnisútdrátt á ensku þýddan af Jóhanni S. Hannes- syni kennara. Óhætt er að fullyrða, að ekki er síður fengur að þessari bók en hinni fyrri. Benda má á, að í kaflanum um íslenska árabátinn, sem er langstærsti kafli ritsins, er dreginn saman firnmikill fróðleikur um allt, sem að árabátum lýtur, smíði þeirra, lagi og seglum o.s.frv. í bátakaflanum eru 363 myndir, smíðateikningar og yfirlitsteikningar báta, skýringamyndir og Ijósmyndir. Ókunnugt er, að fyrr eða annars staðar hafi því efni verið gerð viðlíka skil. Alls eru í bókinni 482 myndir, þar af milli 50 og 60 litmyndir, flestar af fornum verstöðvum og verminjum. Fjölmargir unnu að gerð bókarinnar Á fréttamannafundi, er Menningar- sjóður hélt þar sem auk höfundar og forstjóra, var fyrir svörum Einar Laxness, formaður menntamálaráðs, kom það fram, að í bókinni er fjöldi loftmynda af útræðum, og einnig teikn- ingar af um það bil 30 verbúðum. Unnn fjölmargir menn að mælingum, teikningu og Ijósmyndun, en margar myndanna eru í lit. Þá unnu ýmsir aðrir fræðimenn að úgáfunni, við atriðisorða- skrár og fl. í eftirmála lýsir höfundur verkinu, og þar getur hann stuðningsmanna og stofnana, er urðu honum að liði. Þar getur hann m.a. ise'rstaklega sem full- tingismanna sinna dr. Kristjáns heitins Eldjárns, Más Elíssonar fiskimálastjóra og Helgu Proppé konu sinnar. Bókahöfundur, Lúðvík Kristjánsson rithöfundur, stundaði lengi kennslu og var ritstjóri Ægis frá ársbyrjun 1937 til ársloka 1954, en hefur síðan unnið að fræðimennsku og ritstörfum. Hann er í hópi kunnustu sagnfræðinga okkar nú á dögum og höfundur margra bóka. Meðal rita hans eru: Við Ijörð og vík og Úr bæ í borg (endurminningar Knud Zimsens), Vestlendingar I-III, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, Úr heimsborg í Gijót- þorp I II (ævisaga Þorláks Ó Johnsons), Islenskir sjávarhættir I og Vestræna. -Lúðvík hefur verið félagi í Vísindafé- lagi íslendinga síðan 1961. Hann hlaut verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright 1980 og var gerður heiðursdoktor Lúðvik Kristjánsson við heimspekideild Háskóla Islands 1981, sem áður sagði. Það kom fram á blaðamannfundinum, að líklega er þessi bók ítarlegasta ritið, sem til er í heiminum um áraskip. Til eru þykkar og vandaðar bækur um skip, þar á meðal á íslensku, en sérbækur um árabáta í sögulegu samhengi, munu ekki áður hafa verið gjörðar. Árarskipið og síðan trillan, var um langa hríð, öldum saman, sálarskip íslendinga. Menn réru opnum skipum til fiskjar og lagðist sá útvegur ekki niður fyrr en á fjórða áratug þessarar aldar. Höfundur telur að þarna hafi tekist að safna flestu, sem unnt er að ná saman um áraskip íslendinga. Auðvitað eru engin rit alveg tæmandi, en það var mál manna, að aldrei hafi áraskipinu og verstöðinni verið gjörð jafn ýtarleg skil og í þessu riti. Kort er af öllum útræðum, er máli skiptu, og verstöðvar eru flokkaðar, eftir notkun þeirra. Sumar voru aðeins útræði, en aðrar voru einkaverstöðvar, er fylgdu bújörð- um. Og svo allt þar á milli. JG ALBERT GUDMUNDSSON FJALLAR UM ÆVINTYRALE^AN FERl'l SINN Kvistir í Iífstrénu Bréfin hans Þórbergs Dauðafljótið í f yrsta Kvistir í Iffstrénu skjótast upp í 4. sæti ðflf ■ Það ber helst til tíðinda í þriðju könnun Tímans á bókasölu að þessu sinni, að Dauðafljótið eftir Alistair Maclean kemst í fyrsta sæti, og bók Árna Johnsen, Kvistir í lífstrénu skýst í fjórða sætið, en hún hefur ekki komist í eit af 10 efstu sætunum áður. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með könnun Tímans fyrir þessi jól, skal frá því greint að haft er samband við 10 verslanir, sem veita upplýsingar um 10 söluhæstu bækurnar þessa vikuna, og númera þær frá 1 til 10, og bók númer eitt hlýtur þar af leiðandi 10 stig og svo koll af kolli. Þær verslanir sem að þessu sinni taka þátt í könnuninni eru: Penninn, Hafnarstræti, Bókadeild Hag- kaupa, Bókabúð Grönfeldts, Borgar- nesi, Gríma, G.arðabæ, Bókabúð Vest- mannaeyja, Bókhlaðan, Glæsibæ, Bóka- búð Fossvogs, Aðalbúðin Siglufirði, Bókabúð Braga, Lækjargötu og Bóka- búð Jónasar Tómassonar, ísafirði. List- inn að þessu sinni lítur þá svona út í sviga er röð bókarinnar í síðustu viku: 1. Duuðafljótið eftir Alistair Madean, (2), Alfheiður Kjartansdóttir þýddi (Iðunn). 76 stig. 2. Æviminningar Kristjáns Sveinssonar, (1), Gylfl Gröndal skráði (Setberg) 61 stig. i. Albert, Gunnar Gunnarsson skráði (3), (Setbcrg) 44 stig. 4. Kvistir í lifstrénu eftir Áma Johnsen, (Var ekki á lista) (Öm og Örlygur ) 37 stig. 5. Bréfin hans Þórbergs, Hjörtur Pálsson bjó til prentunar (7) (Vaka) 29 stig 6. 555 gátur, Sigurveig Jonsdottir þýddi og staðfærði (9) (Vaka) 28 stht. 7. Persónur og leikeodur eftir Pétur Gunnarsson (5) (Punktar) 27 stig. 8. Landið þitt, ísland, eftir Steindór Steindórsson, Þorstein Jósepsson og Pál Lindal (8) (Öm og Örlygur) 22 stig. 9. Hverju svarar læknirinn? eftir Claire Rayner, Bertil Mártenssen og Guðmund Þengilsson. (4) (Iðunn) 21 stig 10. í kvosinni eftir Flosa Ölafsson (6) (Iðunn) 18 stig. Aðrar bækur sem voru nálægt því að komast á listann voru bækur eins og Krydd í tilveruna, sem þeir Axel Ammendrup og Ólafur Ragnarsson tóku saman og Vaka gefur út, en aðeins munaði einu stigi á henni og í kvosinni. Þá var Ljósmyndabókin frá Setberg tfttnefnd, svo og Hlustið þér á Mozart? eftir Auði Haralds. Síðasti bókalisti Tímans fyrir þessi jól verður unnin næsta miðvikudag og kemur hann í blaðinu á fimmtudag, sem er Þorláksmessa. -AB ■ 'T' -’ 'l " \ . ■ ; HB LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 198 Suðumesjamenn! * ^J^aupj^éiacj. .^uÉurneója JC SAMKAUP Höfum opnað stórmarkað og kjötvinnslu við Reykjanesveg, sem hlotið hefurnafnii SftrtKAUP ÞAR VERÐA SELDAR EFTIRTALDAR VÖRUR: Kjötvörur, nýlenduvörur, mjólkurvörur, ávextir, fiskur, brauðvörur. Búsáhöld, raftæki, gjafa- vörur, fatnaður, ferðavörur, leikföng og margt fleira. Unnið er af kappi við undirbúning að opnun stórmarkaðarins. (Ljósmyndastofa Suðumesja) Lærður matreiðslumaður leið- beinir yður um val á kjötvörum, og kjötvinnslan Kjötsel, sér um úrval og gæði. «2r MÁTTUR HINNA MÖRGU KJÓTSEL Nýjar vörur koma daglega fram að jólum. Suðurnesjamenn velkomnirí SAMKAUP. Lágt vöruverð, aukin og betri þjónusta. if ■ „Þurfti að henda þrjátíu síðum þegar Sveindóm- ur eftir Egil Egilsson kom út,“ segir Páll Pálsson, rithöfundur i viðtalinu. „Ef girt væri nid- ur um öldur- húsin...” ■ „Sagan segir frá hluta af lífi nokkurra Reykja víkurunglinga, sem hvorki er hægt að flokka með vandræðaunglingum eða sérstaklega góðum ung- lingum. Hún hefst að morgni föstudags og lýkur tæpum sólarhring síðar. Það er víða komið við; í skólanum, sjoppunni, sagt er frá umstanginu við að útvega bokku fyrir kvöldið, en þá er von á partýi. Um efnið get ég eiginlega ekki meira sagt an þess að eyðileggja fyrir lesandanum, sem verður að fá að upplifa söguna á sinn hátt,“ sagði Páll Pálsson, höfundur bókarinnar „Hallærisplanið“ sem nýlega kom út hjá bókaforlaginu Iðunni, þegar hann var spurður um efni bókarinnar. - Hvað rak þig til að skrifa bók um unglinga? „Ég hef haft áhuga á að skrifa bók um unglinga alllengi. Þegar ég byrjaði var á ég fyrsta ári í félagsfræði í Háskólanum, uppfullur af áhuga á náminu og ég ákvað að gera nokkurs konar félagsfræðilega úttekt á „planinu“. Fljótlega sá ég að mikið skemmtilegra yrði á skrifa sögu, sleppa öllum leiðinlegum félagsfræðilegum útskýringum," sagði Páll. - Hefur þú verið lengi með bókin aí smíðum? „Ég byrjaði fyrir einum fjórum árum. Það má segja að á þessum tíma hafi ég skrifað söguna margsinnis. Þótt grindin hafi í meginatriðum staðið óbreytt hef ég neyðst til að breyta mörgu, sérstaklega því sem varðar tísku. T.d. get ég nefnt að fyrir fjórum árum, var John Travolta goð krakkanna númer 1 og Bubbi Morthens ennþá ekki kominn til sögunnar. Aðrar unglingabækur, sem komu út meðan ég var að skrifa Hallærisplanið, töfðu fyrir mér líka. í því sambandi get ég nefnt að þegar Sveindómur eftir Egil Egilsson kom þurfti ég að henda einum þrjátíu síðum. Á þeim voru hugmyndir sem þegar voru komnar fram hjá Agli. Eins þurfti ég að endurskrifa stóran hluta þegar „Ég um mig frá mér til mín“ eftir Pétur Gunnarsson kom út. „Búið að nota flestar hugmyndir“ „Þegar ég byrjaði að skrifa Hallærisplanið voru unglingabækur í þessum dúr, við getum kallað þær reynslusögur unglinga, nánast ekki til. Núna, fjórum árum seinna, er búið að skrifa svo margar, að ég sárvorkenni þeim manni sem hyggst bæta við. Ég held svei mér þá að búið sé að nota flestar hugmyndir,“ sagði Páll. Unglingspiltur er aðalsöguhetjan í bókinni. Er hann einhver sem þú þekkir? „Ég þekki hann mjög vel. Hins vegar get ég ekki gefið upp heimilisfangið hans, því hann er gerður úr mörgum mönnum; nokkurs konar sambræðingur af sjálfum mér, vinum mínum og þeim unglingum sem ég kynntist meðan ég var að skrifa bókina." - Varðst þú einhvers vísari af að kynna þér líf krakkanna á Hallærisplaninu? „Ég fékk staðfestingu á því, sem raunar var skoðun mín áður, að unglingavandamál er ekki til í þeim skilningi sem oftast er lagður í orðið. Foreldravandamál er nær sanni. Svo komst ég líka að því að skemmtanavenjur unglinga er í engu frábrugðnar skemmtanavenjum fullorðins fólks. Munurinn liggur í því að við, sem fullorðin erum, höfum hús til að sukka í. Ég er viss um að ef girt yrði niðrum öldurhúsin meðan allt er á fullu og það sem fram fer borið saman við það sem fram fer á Hallærisplaninu, yrði samanburður- inn unglingunum mjög í hag,“ sagði Páll. -Sjó. Lokabíndi Ættbókar sögu fslenska hestsins ■ Bókaforlag Odds Björnssonar h/f á Akureyri hefur nú sent frá sér 4. og síðasta bindi af hinu mikla ritverki Gunnars Bjarnasonar ráðunauts, Ætt- bók og saga íslenska hestsins. Bókin hefur að geyma upplýsingar um íslenska stóðhesta og hryssur og ættir þeirra svo og um kynbótahesta erlendis. Bókin er prýdd fjölda mynda. Gunnar Bjarnason sagði á blaða- mannafundi á dögunum að hann hefði ekki unnið þetta verk af skyldurækni, heldur áhuga, samband hests, manns og náttúru hefur verið mitt líf og yndi. íslenski hesturinn er náttúruundur, sagði Gunnar, þetta er einstök skepna og samband þessa sérstæða íslenska bænda- fólks við þennan gáfaða þjon sinn hefur verið mér kært vtðfangsefni og upp- spretta óendanlegrar ánægju. Fyrri bindin verksins eru þegar komin út á þýsku og er þýðing fjórða bindisins þegar hafin. Gunnar sagði að nú myndi hann hefjast handa við nýja útgáfu og væri meiningin að gefa út verk þar sem íslenska hestinum erlendis væru gerð skil, en nú munu vera til milli 30 og 40 þúsund islenskir hestar utan íslands og hefur verið stofnað alþjóðlegt samband áhugamanna um íslenska hestinn. ■ Gunnar Bjarnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.