Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 3 fréttir 36 rafmagnsstaurar brotnudu í fárviðrinu undir Eyjafjöllum: RAFMAGNSLAUST A MORGUM BÆIUM SÍBAN Á LAUGARDAG Fólk hefur hafst við í óupphitudum bæjunum í rúmatvo sólarhringa ■ - Þetta lítur ekki vel út. Það eru a.m.k. 36 rafmagnsstaurar brotnir undir Eyjafjöllum og á sumum svæðum hefur verið rafmagnslaust og símasambands- laust laugardagskvöld. Það er fyrst nú sem okkur er að takast að komast að þeim svæðuin sem mestur veðurofsinn geisaði og það verður unnið sleitulaust þangað til viðgerð verður lokið, sagði Örlygur Jónasson, rafveitustjóri á Hvolsvelli í samtali við Tímann. Að sögn Örlygs Jónassonar brotnuðu einir 28 staurar í stofnlínunni frá Hvolsvelli til Víkur og níu staurar brotnuðu í dreifilínunni undir Austur- Eyjafjöllum við Hrútafell. - Við reyndum að komast að þessum stöðum þegar á aðfaranótt mánudagsins, en það var ekki viðlit. Veðurofsinn var það mikill að það mætti okkur grjóthríð er við fórum austur frá Hvolsvelli og til marks um vindhraðann má nefna að á sumum stöðum fuku bílar af veginum og stórir steinar tókust á loft. Enda brotnuðu margar rúður í bæði bílum og bæjum og þess eru dæmi að grjóthríðin hafi brotið vatnskassa í bílum, sagði Örlygur. Seinni partinn í gær voru viðgerðar- menn famir að reisa nýja staura í stað þeirra sem brotnuðu, en þá var ennþá mikið rok, sérstaklcga undur Austur- Eyjafjöllum. Á svæðinu frá Steinum að Hrútafelli var algjörlega rafmagnslaust og símasambandslaust og þá hafði fólk hafst þar við í óupphituðum bæjunum síðan á laugardagskvöld. - Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þessi viðgerð tekur langan tíma, sagði Örlygur. - Við höfum orðið að keyra á varaaflstöðvum og t.a.m. í Víkurþorpi höfum við aðeins getað haft rafmagn á í tvo og þrjá tíma í senn og það sama á við um Mýrdalinn. - ESE Skreið þrjá kíló- metra í fár- viðrinu — og komst í rútu, sem hafdi orðið að láta fyrir berast ■ Maðurinn var orðinn mjög þrekaður og ég held að það hefði verið útilokað fyrir hann að ná til byggða ef rútan hefði ekki verið til staðar sagði Guðmundur Alberts- son bílstjóri á áætlunarbifreið frá Höfn en hún hefur verið á Ieið frá Reykjavík til Hafnar frá því 9.30 á laugardag. Bifreiðin varð að láta fyrirberast aðfaranótt sunnudagsins u.þ.b. þrjá kílómetra austan við Svínafell í Öræfum. Það mátti hins vegar með réttu kalla lán í óla"hi því að þrem kílómetrum austar hafði maðurorðið að yfirgefa bifreið sína og reyndi hann að skríða til bæja, því ekki var stætt fyrir fárviðrinu. Eftir að hafa skriðið í fjórar klukkustundir náði hann til áætlunar- bifreiðarinnar og var þá skiljanlega orðinn illa á sig kominn. Aætlunarbifreiðin sneri við til Svínafells á sunnudagsmorgun en hélt aftur af stað síðdegis og náði að Hofi í Öræfum en þar höfðu farþegarnir, 21 að tölu hafst við þar til í gærkvöldi, en þá var meiningin að freista þess að komast lengra. JGK Erfid færð ■ í gær var færð Suðvestanlands, allt austur undir Eyjafjöll ágæt, og með kvöldinu gekk veður heldur niður. Glóru- laus hríð á Norðurlandi gerði það að verkum, að ekki var hægt að hreyfa bt'I og allir fjallvegir á Austfjörðum og norðan- verðum Vestfjörðum voru ófærir. Arnkell Jónas Einarsson, vegaeftirlits- maður tjáði Tímanum í gærkveldi að í dag ætti að ryðja með suðurströndinni ef veður leyfði, allt austur að Egilsstöðum, en sú leið var í gær ófær mjög víða. Fært er vestur um Borgarfjörð, Snæfellsnes norðanvert og vestur í Búðardal. í dag er ætlunin að moka vegi á Snæfellsnesi þar sem þarf og vestan Búðardals, allt vestur í Reykhóla- sveit. Þá sagði Arnkell að fært hefði verið frá Patreksfirði út á flugvöll, Kleifarheiði ófær, en fært til Bíidudals. Þá hefst mokstur á vegum á norðanverðum Vest- fjörðum í dag, en þeir eru allir ófærir. Leiðin norður í land, er einungis fær upp í Norðurárdal í Borgarfirði, en þar tók við stórhríð, sem var um allt Norður og Norðausturland, og því hvergi hægt að hreyfa ökutæki. Sagði Arnkell að árla í dag myndi mokstur á leiðinni frá Borgarfirði norður til Húsavíkur hefjast, svo og til Hólmavíkur, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar ef tök verða á. Arnkell sagði jafnframt að Vegagerðin myndi reyna, ef hægt yrði að halda vegum opnum á leiðum eins og til Akureyrar, Húsavíkur og meðsuðurströndinni.austur til Egilsstaða opnum í dag, á morgun og á Þorláksmessu. -AB ■ Fjölmenni var í biðsal Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarlcytið í gær, þegar þrjár Fokkervélar Flugleiða flugu, sem næst í einni bunu til Akureyrar, en þá hafði innanlandsflug legið niðri með öllu frá því sl. laugardagskvöld, og því yfir 2000 manns sem biðu flugs áður en Akureyrarflugið hófst í gærkveldi. Aðrar þrjár flugvélar fóru til Akureyrar seint í gærkveldi, þannig að nú bíða um 17 til 19 hundruð manns eftir flugi. Að sögn Unnar Ketilsdóttur, afgreiðslustjóra þá vcrður reynt að halda uppi flugi til allra áætlanastaða Fluglciða í dag. Tímamynd - Róbert Gífurlegur veðurofsi í Vík: Bílar f uku og rúður brotnuðu Frá Símoni Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vík: ■ Gífurlegt tjón hefur orðið hér í Vík í veðurofsanum sem geisaði um helgina. Muna elstu menn hér ekki eftir öðru eins veðri, en slíkur var ofsinn að bílar fuku út af vegum og rúður brotnuðu í húsum. í Víkurskála einum brotnuðu 38 rúður, en mikið tjón hefur einnig orðið hjá iðnfyrirtækjum og þjónustuaðilum vegna rafmagnsleysisins sem fylgdi í kjölfarið. Það var um klukkan 16 á laugardag að veður byrjaði að ganga í ham. Laust fyrir klukkan 21 um kvöldið fór Sjón- varpið af og FM- sendir útvarpsins fór úr sambandi skömmu síðar og er enn ekki kominn í lag. Rafmagnið fór síðan af á aðfaranótt sunnudags og varð þá um leið símasambandslaust. Er rafmagnið fór af var varaaflstöðin í Vík sett í samband en hún er það léleg að hún annar ekki orkuþörfinni í Vík, hvað þá sveitunum í kring. Hefur því orðið að skammta rafmagn síðan. Er það mönnum hér mikil ráðgáta hvers vegna ekki eru hafðar það stórar vélar í varaalfsstöðinni að hún anni þeirri orkuþörf sem henni er ætlað að sinna. Þess má geta að þegar rafstöðin hér í Vík var lögð niður og Rafmagnsveitur ríkisins tóku við þá skuldbatt Rarik sig til að sjá Víkurbúum ávallt fyrir nægilegri raforku, en það brást illilega nú. Ekki eru enn öll kurl komin til grafar varðandi skemmdirnar hér í Vík, en það er ljóst að björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Víkverja hafa bjarg- að miklum verðmætum frá skaða. Þeir lögðu sig í mikla hættu við björgunar- störfin og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir þátt sinn. - SG, Vík/ESE appelsínu marmelaði á brauðið EFNAGERÐIN FLORA t Lestunar- áætlun Goole: Arnarfell ..............1/3 ’83 Arnarfell ..................17/1 Arnarfell .................31/1 Arnarfell ..................14/2 Rotterdam: Arnarfell.................. 5/1 Arnarfell..................19/1 Arnarfell.................. 2/2 Arnarfell...................16/2 Antwerpen: Arnarfell ................. 6/1 Arnarfell .................20/1 Arnarfell ................. 3/2 Arnarfell .................17/2 Hamborg: Helgafell..................12/1 Helgafell.................. 7/2 Helsinki: Dísarfell .................31/1 Larvik: Hvassafell................. 3/1 Hvassafell.................17/1 Hvassafell.................31/1 Hvassafell.................14/3 Gautaborg: , Hvassafell................. 4/1 Hvassafell.................18/1 Hvassafell................. 1/2 Hvassafell.................15/2 Kaupmannahöfn: Helgafell.................22/12 Hvassafell................ 5/1 Hvassafell.................19/1 Hvassafell................. 2/2 Hvassafell.................16/2 Svendborg: Dísarfell ................27/12 Hvassafell................. 6/1 Helgafell..................14/1 Hvassafell.................20/1 Hvassafell................. 3/2 Árhus: Helgafell .................16/1 Helgafell .................11/2 Gloucester, Mass: Jökulfell.................28/12 Halifax, Canada: Jökulfell.................30/12 Jökulfell..................31/1 ^ * •• ^ *. > ” SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu ’ Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.