Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjori: Gísii Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert ÁgUstsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: SíðumUla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Fríverzlun og gengisskraning ■ Það vekur eðlilega athygli, að gengisfellingar virðast nú fyrsta verkefni flestra nýrra ríkisstjórna. Nú um helgina var t.d. tilkynnt mikil gengisfelling í Mexíkó, en nýr forseti kom þar til valda um mánaðamótin. Rétt áður hafði hin nýja ríkisstjórn á Spáni látið það verða eitt fyrsta verk sitt að fella pesetann í verði. Fáum vikum áður hafði Olof Palme hafið stjórnarferil sinn að nýju með því að fella gengi sænsku krónunnar mjög verulega. Það vekur ekki minni athygli, að það eru nýjar ríkisstjórnir undir forustu jafnaðarmannaflokka, sem eru einna fyrstar til að fella gengið, t.d. í Svíþjóð og á Spáni. Þá hefur Verkamannaflokkurinn í Bretlandi lýst yfir því, að það verði eitt fyrsta verk hans, ef hann sigrar í næstu þingkosningum, að fella gengi sterlingspundsins um 20%. Áður fyrr voru það jafnaðarmannaflokkarnir, sem voru einna andvígastir gengisfellingum. Að sjálfsögðu eru það breyttar aðstæður og tímar, sem ráða mestu um þessa stefnubreytingu. Áður fyrr var beitt ýmsum höftum til að treysta gjaldmiðilinn, ef hann var talinn ótraustur í sessi. Síðan meira var horfið að fríverzlun, hafa sjónarmiðin breytzt. Eigi að búa við fríverzlun, er óhjákvæmilegt að hafa gengisskráninguna þannig, að hún stuðli að útflutningi og sporni gegn innflutningi samkeppnisvara við innlenda framleiðslu. Að öðrum kosti er iðnaðurinn í stórfelldri hættu. Áhyggjur hlýtur það að vekja, hversu mjög hefur hallað að undanförnu á ýmsar íslenzkar iðngreinar í samkeppni á heimamarkaði við aðfluttar iðnaðarvörur. Vafalítið stafar þetta að einhverju leyti af óhagstæðri gengisskrán- ingu. Það er alvörumál mikið, hversu illa gengur hjá íslenzkum iðnaði bæði heima fyrir og út á við. Haldi svo áfram, getur stórfellt atvinnuleysi verið á næstu grösum. Vafalítið er þetta ískyggilegasta vandamálið. Þögn er sama og samþykki ■ Allir kannast við málsháttinn þögn er sama og samþykki. Vissulega á hann mikinn rétt á sér. Það mun vart hafa farið fram hjá neinum, að stjórnarandstaðan hefur mjög hamast í orði gegn bráðabirgðalögunum um efnahagsmálin. Jafnlítið hefur svo borið á kröfum frá henni um að afgreiðslu þeirra yrði hraðað á þingi. Þvert á móti hefur stjórnarandstaðan tafið fyrir afgreiðslu þeirra á margan hátt. Stjórnarandstaðan lét líka afgreiða fjárlögin, án þess að krefjast þess að áður yrði tekin afstaða til þeirrar tekjuöflunar, sem felst í bráðabirgðalögunum. Öðru vísi verður vart litið á þetta en að hún sé bráðabirgðalögunum samþykk á borði, þótt hún mótmæli þcim í orði. -Þ.Þ. menningarmál Tónleikanefnd háskólans fór út á nýja braut á 10. tónleikum vetrarins, þar sem breski sembalsmiðurinn Mark Steven- son flutti erindi með Iitskyggnum um sembala og smíði þeirra. Síðan lék Helga Ingólfsdóttir á hinn nýja sembal sinn (scm Mark Stevenson smíðaði), Franska svítu í G-dúr eftir Bach. Mark Stevenson hefur fengist við sembalsmíði síðan 1963. Hann sagði frá því, að sembalsmiðir haldi árleg mót, þar sem saman koma tónlistarmenn og smiðir með sína nýjustu gripi. Þar hefur orðið fullkomin bylting á einum áratug, því á sýningu 1972 höfðu verið tveir sembalar sem byggðir voru sem eftirlík- ingar af fornum hljóðfærum, en 200 sem byggðir voru sem eftirlíkingar af nútíma flygli. Árið 1978 voru eftirlíkingar fornra hljóðfæra komnar í meirihluta, og nú lætur enginn semballeikari með minnstu sjálfsvirðingu sjá sig í námunda við öðruvísi hljóðfæri. Saga sembalsins er annars sú, að hann HEIMURINN SEM SEMBALL kont fyrst fram í Þýskalandi á 14. öld og þróaðist síðan tiltölulega hratt þar til hann hvarf skyndilega af sjónarsviðinu á síðari hluta 18. aldar-fortepíanó gekk af honum dauðum. Á 20. öld var semballinn endurreistur, fyrst og fremst fyrir tilstilli pólska sembalistans Wöndu Landowsku, og nú er vegui þessa hljóðfæris sívaxandi vegna aukins áhuga á forntónlist með upprunalegum hljóð- færunt. Þær eftirlíkingar fornra hljóðfæra, scm nú eru smíðaðar, taka mið af lunum síðustu sembölum. Því eins og áður sagði þróaðist hljöðfærið hratt: tónborð- iö óx til beggja enda, röddunt var bætt við, og ýmsar „verkfræðilegar" endur- bætur voru gerðar sem stuðluðu að því að halda stillingu, bæta hljóminn o.fl. Stevenson sagði að gömlu hljóðfærin, sem nú eru geymd á söfnum, hafí'hljóm sem sé „engu líkur"; hins vegar sé meiningarlaust að reyna að líkja eftir honum með nýjum hljóðfærum, því gömlu mennirnir hafi yfirleitt spilað á ný eða nýleg hljóðfæri - þeim var alltaf að fara fram - en þessi „engu líki hljómur" stafi einmitt af því hversu gömul hljóðfærin eru, viðurinn uppþornaður og öll spenna úr grindinni. Hins vegar sagði liann, að fiðlarar hafi jafnan sóst eftir gömlum hljóðfærum, en þó sé þess ekki að vænta, að t.d. Slradivarius-fiðlur hafi hljómað í gamla daga eins og þær gera nú. Hinn nýi semball Helgu Ingólfsdóttur er eftirmynd hljóðfæris frá 1745 sem nú er í Smithsonian-safninu í Washington. Það smíðaði Johann Dulcken, þýskætt- aður Hollendingur í Antwerpen. Mark Stevenson kvað hina fornu hljóðfæra- smiði yfirleitt hafa smíðað einungis eina eða tvær gerðir af hljóðfærunt; sveinar lærðu iðnina af meisturum, og héldu henni síðan áfram, e.t.vmeðeinhverjum endurbótum. Nútíma-sembalsmiðir þurfa hins vegar að hafa vald á a.m.k. fimiti „skólum", ár- og síð-ítölskum, frönskum, þýskum og hollenskum, enda er svo að sjá sem smekkur hljóðfæra- leikaranna breytist næstum jafnhratt og veðrið hér í Reykjavík - undanfarin 2 eða 3 ár hafa Dulcken-sembalar verið eftirsóttastir. Mér fannst Franska svítan hljóma dæmalaust fallega þessa dag- stund í Norræna húsinu í flutningi Helgu Ingólfsdóttur. Mitzi Meyerson Að kvöldi sama ntiðvikudags (15. des.) spilaði svo Bostonstúlkan Mitzi Meyerson scmbaltónlist frá 17. og 18. öld í Norræna húsinu, á Dulcken Helgu Ingólfsdóttur. Þarna komu einungis allra harðsnúnustu vinir sembalsins í Reykjavík, 10 að tölu, enda vissi cnginn neitt um hljóðfæraleikarann. Sem reynd- ist vera ntikill sembalsnillingur, svo scm ég frétti á eftir, virtur og eftirsóttur listamaður í sínu heimalandi. En þaðer til ntarks um æsku þessarar listgreinar hér á landi, að Mitzi Meyerson er fyrsti útlendingurinn sem heldur hér sembal- konsert; Hclga Ingólfsdóttir hefur ein haldið því nterki á lofti, þótt þeim fari nú brátt fjölgandi fyrir hennar tilstilli. Fyrst flutti Mitzi Meycrson fimm „Grounds", sem e.t.v. mætti nefna „grunnbössunga", þ.e. lög með einfald- ari og sí-endurtekinni „vendingu" í bassanum. Tónskáldin voru öll 16.-17. aldar Bretar. Næst lék Meyerson Til- brigði eftir Froberger (1616-1667), mjög skemmtilegt verk með pörtum úr Öxar við ána innbyggt, hvar sem hann hefur hcyrt það lag. Þá lék hún sömu Frönsku svítu Bachs sem Helga Ingólfsdóttir hafði flutt fyrr um daginn, síðan Pre- Iúdíu og passaclíu í C-dúr eftir Lousi Couperin (1626-1661) og loks fimm smástykki eftir Forqueray (1671-1745). Eins og fyrr sagði er Mitzi Meycrson gcysilega fínn semballeikari. Snilli henn- ar kemur m.a. fram í ntjög hreinni „fraseringu", tærri skreytingu - þótt undarlegt mcgi virðast eiga semball og sekkjapípa það sameiginlegt að skraut- nóturnar eru afar mikilvægar. En auk þess er framkoma Meyerson við hljóð- ■ Norska sópransöngkonan Anne- Lise Gunnarsjaa söng í Norræna húsinu sunnudaginn 12. desember verk eftir Sibelius (1865-1957) og þrjú norsk tónskáld: Grieg (1843-1907), Björn Fon- gard (f. 1937) og Johan Kvandal (f. 1919) - Norske Stevtoner Op. 40, sem hann samdi sérstaklega fyrir þessa söngkonu. Gunnarsjaa lærði söng í Salzburg auk hcimalands síns, en hefur síðan sérhæft sig í barokk-söng, auk þess sem hún hefur fengist við nútímatónlist. Ekki reyndi þó á barokk-kunnáttu hennar á þessunt tónleikum. heldur meira á hefðbundinn ljóða- eða laga- söng. og satt best að segja er dálítið erfitt að ímynda sér þessa raddsterku og að- því er virðist mögnuðu söngkonu flytja fíngert barokk. En lengi skal manninn reyna. Gunnarsjaa reyndist semsagt vera heilmikil söngkona, sem flutti þessi færið athyglisverð, hvort sem hún er nú náttúrleg eða lærð - hún er næstum því eins og partur af hljóðfærinu, og af tónlistinni. Kannski kemur hún hingað aftur einhvern tíma, og þá ættu fleiri að nota tækifærið til að heyra mjög fínan semballeik. verk af krafti og kynngi. Jónína Gísla- dóttir lék með á píanó, og fórst það vel og örugglega úr hendi. En áheyrendur voru sorglega fáir. Þessari söngskemmtun hafði að vísu verið valinn óheppilegur tími, því um sömu ntundir voru vinir Noregs niðri á Austurvelli að fagna jólatré, en síðan var veisla í Héðinshöfða fyrir marga þeirra. Sem leiðir hugann að því hverjir sækja í rauninni tónleika hér á landi og hvers vegna. Staðreyndin er a.m.k. sú, að yfirleitt fá útlendir listamenn litla sem enga aðsókn nema sá kvittur komist upp að þeir séu frægir. En þeir frægu eru ekki alltaf bestir - þeir voru bestir, en það eru hinir ungu og óþekktu sem annað hvort eru eða verða bestir. 19.12 Sigurður Steir.þórsson 19.12. Sigurður Steinþórsson NORSK SÖNGKONA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.