Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 10
10____________ heimilistfminn ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 umsjón: B.St. og K.L. Piparkökuhús fyrir jólin börnin hjálpa til við baksturinn ■ Ef vel tekst til með baksturinn á þessu piparkökuhúsi er hið mesta skraut að því á jólaborði. Vegna þess að lyktin er svo góð þegar piparkökudeig er bakað og alla langar að smakka þá cr upplagt að stækka uppskriftina og baka úr viðbótinni kökur til að borða með „jólaglöggi“ eða góðuin kaffisopa, ef einhver kemur í heimsókn, eða heimilis- fólk langar til að hvíla sig í jólaönnunum og eiga notalega stund. Auövitað hjálpa börnin til við bakstur- inn, en það þarf þó góðan „byggingar- meistara" við þetta hús sem önnur, svo byggingin verði traust. Það sem þarf í húsið er eftirfarandi: 230 gr. siróp 230 gr. sykur 230 gr. smjör 2- egg 1/2 lesk. engifer 1-2 tcsk. kanill 1/2 tesk. negull 1 tsk matarsódi (natrón) 670 gr. hveiti Hitið saman smjör (eða smjörlíki) og sírópið. Eggin eru þeytt með sykrinum og kryddinu síðan blandað saman við. Natrónið er sett saman við hveitið og síðan síróps-blandan sett út í og því næst cr deigið hnoðað. Deigið er flatt út á smurða en kalda bökunarplötu og snið að húsinu sett ofan á og skorið til. Bakað í um það bil 10 mín. og látið kólna á plötunni. Þegar allir hlutar hússins hafa verið bakaðir er botninn undir það flattur út á plötu og bakaður. Um leið og hann er tekinn út úr ofninum, er þrýst varlega með útveggjunum för ofan í botninn meðan hann er mjúkur. Húshlutarnireru límdir saman með bræddum sykri, en skreyttir með flórsykurmassa (sem gerður er úr þeyttri eggjahvítu og flórsykri). ■ Fallegt piparkökuhús, þakskreytinguna má hafa hvort sem heldur vill sprautaðar þakhellur eða rendur eins og á bárujárni, eða - eins og á myndinni - skreyta það með sælgætismolum. Jólaglögg ■ Þessi uppskrift cr eftir hafnfirska frú, sem hefur margreynt hana ár eftir ár. Hún segir, að jólaglöggið sé einnig mjög gott, þótt „óáfengt vín“, sem fæst í sumum matvöruverslun- um, sé notað í stað venjuiegs rauðvíns. Annars er hin venjulega, uppskrift þannig: 2 flöskur rauðvín 1 dl. vodka 4-5 stengur af kanil 20 negulnaglar smávcgis af engifer (duft eða ~4 stk. heilar kardimommur (má sleppa) 2 dl strásykur ' smávcgis af vanillusykri, rúsínum og möndlum. # Kryddið látið liggja f vodka t 24 tima í lokuðu íláti. Þá er rauðvínið og kryddið hitað (ckki of mikið) í góðum potti og rúsínur og saxaðar. möndlur hitaðar með. Sumir sigta síðan rúsínurnar og möndlurnar frá áður cn jólaglöggið cr sett í ílátið, sem það er borið fram í, en aðrir vilja hafa rúsínurnar og möndlurnar og ef til vill appelsínusneiðar með. Hrært er þá í könounni með stórri stál- eða silfurskeið til þess að fá jafnt af góðgætinu íglösin. Blandanerbester hún,er borin fram mátulega heit, en alK ekki að hita liana um of. Gott er að hafa síróps- eða piparkökur með jóiaglögginu. Þessi uppskrift erætluð handa 4-6, en svo getur auðvitað hver og einn ráðið magninu, og sömuleiðis hversu niiklu sterku víni er blandað saman við. (x,5 CM x u l/> Utidyra tn skyggni Zsvc/ ó ð é ruAAAAAAA/V\AAT(i\AAAru\nAA/Vi^ 1 5 | o J— SO CIM -/■ vwvwwj i . ~]/vwvvnnrí . - \ i i i i i i □ □ i i . i i i i i i i 1— i i i i —i 3 CM Framhlið ■ Sniðin að húsinu eru búin til úr smjörpappír og farið eftir málinu, sem gefið er upp á myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.