Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 12
XXX XWX XXX XXX //// 12 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Hvort sem pakkinn er ^ linur eða harður • • • víðtakandinn lítill eða stór gæti orðið öllum gjöfum verðmætara aö láta endurskinsmerki fylgja. Þau fást nú í apótekum um allt land, í mörgum matvöruverslunum og nokkrum ritfanga- ^JUf^lFERÐAR 'í. \ \ Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunum háskólaáriö 1983-84. Umsóknum skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. og fylgi staöfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. ^ Umsóknareyöublöö fást í ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 14. desember 1982 Styrkur tii háskólanáms eða rannsóknastarfa í Bretlandi Breska sendiráðið í Reykjavik hefur tjáö íslenskum stjórnvöldum aö The British Council bjóöi fram styrk handa íslendingi til náms eöa rannsóknastarfa viö háskóla eða aðra vísindastofnun í Bretlandi háskólaáriö 1983-84. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi og aö ööru jöfnu vera á aldrinum 25-30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. Umsókn skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. - Tilskilin eyöublöð fást í ráðuneytinu og einnig i breska sendiráðinu, Laufásvegi 49, Reykjavik. Menntamálaráöuneytið, 15. desember 1982. Bilaleigan\% CAR RENTAL 29090 mazoa 323 DAIHATSU RÉYJKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063 Startarar og Alternatorar Fyrir: Datsun Toyota Mazda Galant Honda Land Rover Cortína Vauxhall Mini Allegro o.f I. enskar bifreiðar Kveikjuhlutir fyrir japanskar bifreiðar. Útvegum með stuttum fyrirvara diselvélar í Bedord c 330 cup Ford D 4 cyl og BMC 4 cyl. með og án gfrkassa. Einnig ýmsa aðra varahluti í enskar vinnuvélar. KVQII I QC Hvorfisgötu84 K I niLL O■ ■ 105 Reykjavik Sími 29080 bækur ISLENSKIR ATHAFNAMENN Vtðtól víð menn er sett hala avip á íslenskl atvínnulíf íslenskir athafnamenn Þessi bók fjallar um fólk sem sett hefur svip á íslenskt atvinnulíf og er um leið nokkurt innsýni í starf framkvæmdamanna og lýsing á margvíslegu atvinnulífi lands- manna. Þau sem hér er rætt við, hafa öll sett svip á sitt umhverfi, og eru eða hafa verið þátttakendur að uppbyggingu atvinnulífs í jressu landi. Þeir sem rætt er við, eru: Hjóni Guðni Kristinsson, bóndi og Sig- ríður Theódóra Sæmundsdóttir, húsfreyja, Skarði, Landsveit. ' Oddur Kristjánsson frá Hjarðarbóli í Kolgrafarfirði. Sigurbjörn Ólafsson frá Arnkötludal, raf- virkjameistari (Skiparadíó) Reykjavík Snorri Halldórsson frá Magnússkógum, Dal, húsasmíðameistari Reykjavík, (Húsa- smiðjan). Vigfús Jónsson, trésmíðameistari, fyrrver- andi oddviti með meiru, Eyrarbakka. Útgefandi er Ægisútgáfan. Maðurinn frá St. Pétursborg Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri, gefur út skáldsöguna Maðurinn frá St. Pétursborg eftir Ken Follett. f frétt frá forlaginu segir: „Maðurinn frá St. Pétursborg gerist eins og fyrri bækur höfundar, sem út hafa komið á íslensku, á tímum, sem skiptu sköpum og styðst við sögulegar staðreyndir. Núna er það rússneski stjórnleysinginn Feliks, kalinn á hjarta, sem vill koma í veg fyrir að heimstyrjöld brjótisl út 1914. Hann reynirað myrða samningamann rússnesku keisara- stjórnarinnar, sem er kominn til að ræða við hinn unga Churchill og breska aðalsmenn. Þar hittir Feliks óvænt konur, sem hvor á sinn hátt mýkja skap hansográða úrslitum.'- Maðurinn frá St. Pétursborg er 314 bls. Hersteinn Pálsson þýddi bókina, sem er sett, prentuð og bundin hjá Prentverki Odds Björnssonar, Akureyri. Valtýr Guðmundsson, Sandi: Vinjar - Ijóð ■ Bókaforlag Odds Björnssonar hefur sent frá sér póðabók eftir Valtýr Guðmundsson, Sandi. í bókinni eru bæði rímuð og órímuð Ijóð um samtíð og fortíð. Náttúran og umhverfi eru helstu yrkisefnin, en Valtýr yrkir líka um liðinn tíma, svo sem Reynistað- arbræður, þunga dóma á Lögbergi o.fl. í nútímanum beinir skáldið sjónum sínum að rauðsokkum, sjónvarpi og verðbólgu og einnig er þarna að finna nokkur tæki- færisljóð. 1 Vinjum eru 93 Ijóð. Stjörnuróman: Endurfundir „Endurfundir‘; er í bókaflokknum STJÖRNU RÓMAN, en áður hafa komið út 7 bækur eftir erlenda höfunda í þeim bókaflokki. Nú kemur bók eftir íslenskan höfund Ingibjörgu Jónsdóttur, sem erþekkt- ur skáldsagnahöfundur. Ingibjörg hefur skrifað skáldsögur, barna og unglingasögur auk fjölda þýðinga. Sagan fjalíar um Ernu, 16 ára Reykjavík- urstúlku, sem verður barnshafandi eftir kvæntan mann. Hann vill ekkert með hana hafa eftir að hún segir honum, að hún eigi von á barni og móðir hennar er drykkfelld, svo að heimilisástæður Ernu eru slæmar. En hjálpin berst út þeirri átt, sem hennar er síst von.... Það telst til nýmælis að gefin er út frumsamin i íslensk skáldsaga eingöngu í vasabrotsformi. „Aðalréttir“ ný matreiðslubók ■ IÐUNN hefur gefið út matreiðslubókina AÐALRÉTTIR eftir CAROL BOWEN. Bók þessi er bresk að uppruna. en Elín Káradóttir og Hilmar B. Jónsson þýddu og hafa lagað að íslenskum aðstæðum eftir því scm þurfa þótti. Bókin skiptist í nokkra kafla: Hraðréttir, Fjölskyldumáltíðir, Salöt og grænmeti, Fyrirfram lagaöir réttir, Inn- bakaðir réttir, Grænmetisréttir, Máltíðir undir beru lofti og Gestaboð. í bókinni eru rúmlega 150 uppskriftir, allar prófaðar af höfundi og Bridget Jones, hússtjórnarfræð- ingi Hamlyn-útgáfufyrirtækisins, hins breska frumútgefanda bókarinnar. Aftast er skrá um heiti réttanna. Bókin er sett og filmuunn- in í Prisma, en prentuð á Spáni. Félagi orð ■ Hjá Bókaútgáfunni Þjóðsögu er komin út bókin Félagi orð eftir Matthías Johannes- sen. Á bókarkápu segir: ( þessari bók, Félagi orð, eru greinar, samtöl og ljóð frá ýmsum tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Sumt af þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ckki. í bókinni eru greinar um bókmenntir og stjórnmál og m.a. áður óbirtar frásagnir af sovésku andófs- mönnunum Brodský, Búkovský og Rostro- povits, sem allir hafa komið hingað til lands, en eru heimsþekktir hvcr á sínu sviði. Fjölmargir íslenskir og eriendir menningar- og stjórnmálamenn koma við sögu í bókinni, Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um verkið: Af mönnum og málefnum, Undir „smásjá hugans" (af Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fyrrum alþing- ismanns sem vöktu mikla athygli á sínum tíma), Andóf og öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt Ijóð Matthíasar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökuin hætti. Setning bókarinnar fór fram í Prentsmiðju Morgunblaðsins, um útlit sá Kristján G. Bergþórsson. prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi. Tvær slóðir í dögginni heitir Ijóðabók eftir Valdimar Hólm Hallstað nýkomin út á vegum bókaútgáfunn- ar Þjóðsögu. I bókinni eru 34 Ijóð ort á síðustu áratugum af ýmsu tilefni. Áður hafa komið út eftirValdimar Hólm fjórar Ijóða- bækur og barnaljóð, Komdu út í kvöldrökkr- ið 1933, Hlustið þið krakkar 1944 Syngið sólskinsbörn 1949, og Sagan af Loðinbarða, söngljóð barna 1967. Valdimar Hólm hefur einnig ort fjölda söngtexta er sungnir hafa verið á liðnum árum. Bókni er prentuð f Odda, en Hafsteinn Guðmundsson hefur ráðið útliti. Hestar í óskilum í Ölfushreppi eru í óskilum 2 hestar rauöblesóttur og rauður m/stjörnu, glófextur. Hestamir verða seldir á uppboði frá Ölfusrétt 30. des. 1982 kl. 3 síðdegis hafi eigendur ekki gefið sig fram fyrir þann tíma. Hreppstjóri Ölfushrepps Staða verksmiðjustjóra við Graskögglaverksmiðju Vallhólms h.f. í Seylu- hreppi Skagafirði er laus til umsóknar frá 1. mars. 1983. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfs- reynslu og þekkingu í landbúnaði, í véltækni og verkstjórn. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1983. Umsóknir sendist til Landnáms ríkisins Laugavegi 120 Reykjavík sími 25444 sem jafnframt gefur nánari upplýsingar um starfið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.