Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 17 bækur Dvergurinn Daði Myndabókaútgáfan hefur sent frá sér barnabókina Dvergurinn Daði. Hersteinn Pálsson þýddi. í bókinni eru tvær sögur. Önnur segir frá dvergurinn Daða, sem átti stóra græna húfu, sem var þeim ósköpum gædd, að þegar hann dró hana niður að skóm, varð hann ósýni- legur. Sú saga er eftir Katharinu og Wolfgang Scháfer í máli og myndum. Hin sagan heitir Gamla eikin og er eftir W. Gúther. Michelle Emblem myndskreytti. Hún segir frá gamalli eik, sem hefur veitt mörgum húsaskjól, en svo bregður svo við einn góðan veðurdag, að stórt og grimmt rándýr kemur í skóginn og líst svo vel á eikina, að það sest þar að, en flæmir um teið aðra íbúa eikarinnar í burtu. Ævintýri Kettlinganna Myndabókaútgáfan hefur sent frá sér bókina Ævintýri kettlinganna eftir Evu Larsson. f bókinni eru tvær sögur. Önnur þeirra segir frá afmæli Maju kettlings, en hin er um lítinn tígur. Bókin er prýdd mörgum fallegum myndum. Hún er prentuð í V-Þýskalandi. Hvar er Depill? Bókaforlag Odds Björnssonar byrjar nú útgáfu lyfti-flipa-bókanna um hvolpinn Depil, eftir Eric Hill. Þetta eru eins konar leikfangabækur fyrir 2-5 ára börn, þar sem hægt er að leita fyrir sér að földum hlutum með því að lyfta flipum á myndunum. Fyrstu tvær bækumar heita Hvar er Depill? og Depill fer á flakk. Eins og nöfnin gefa til kynna er Depill dálítið óstýrlátur og full þörf á því að krakkarnir hjálpi til með því að lyfta flipunum og uppgötva það, sem ekki blasir við í fljótu bragði. Bækurnar eru í hörðum spjöldum og með afar stóm og skýru letri. Þær em settar hjá Prenlverki Odds Bjöms- sonar, en prentaðar og bundnar erlendis. Marco Mo 'Richani Humble Marco Polo - ný bók í bókaflokknum um frömuði sögunnar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina Marco Polo eftir Richard Humble í íslenskri þýðingu Dags Þorleifsson- ar. Bókin er í bókaflokki er fjallar um frömuði landafunda og frömuði sögunnar og hafa Örn og Örlygur hf. áður gefið út átta bækur í þessum flokki. Marco Polo var tvímælalaust einn af helstu frömuðum sögunnar og för hans til Kína og margra annarra landa sem tók næstum aldarfjórðung var að vonurn fræg. Ferðasaga hans hefur um langan aldur verði talin meðal sígildra verka í ferðasagnagerð, en í ferðasögu sinni fjallar þó Marco Polo furðu lítið um sjálfan sig. ( bók Richard Humble er hins vegar lögð áhersla á að kynna Marco Polo sjálfan, persónuleika hans og skapgerð. Þykir Humble hafa tekist sérlega vel til að skýra sögu Polosog greina frá svaðilförum hans og ævintýrum. í bókinni segir frá ástæðum til leiðangursins mikla í austurveg, skelfilegum vonbrigðum og mis- tökum Ieiðangursmanna, stöðugum mann- raunum og lífshættum sem eltu þá á röndum svo að segja alla leiðina til hirðar Kúbilaís stórkans í Peking. Einnig segir í bókinni frá einstökum frama og starfsferli Marcos Polos í þjónustu stórkansins og ferðinni til Evrópu, sem varð ekki síður erfið og hættuleg en austurferðin. Þegar heim kom, höfðu ættingj- ar Marcos þar fyrir löngu talið hann af. Bókin Marco Polo er ríkulega myndskreytt og gefa myndimar henni aukið gildi. Eru í bókinni fjölmargar litmyndir og um eitt hundrað svarthvítar myndir. Marco Polo er sett, umbrotin og filmuunn- in í Prentstofu G. Benediktssonar er prentun og band er unnið á Bretlandi. Rauðu bœkurnar Bókaflokkurinn „íslensk rit“. Sjöunda bindi er bókin „Upplýsing og saga“. Sýnisbók sagnaritunar íslendinga á upplýsingaröld. Bókaúfgáfa /MENNING4RSJÓÐS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík /6 Þrjár kjörbækur frá Leiftri Oi FRÆNDGARÐUR NIOJATÖt Kó*u llrynjólfwlöltur, Jóoa Salómon»»<»n«r, 0,1.1. Iljainar~,,nar. Sólrúnar J'órflardóltur, >,*;urðar Sí|tur<Ww>iutr MriJ bókarauka ríllr Rjama Jónto«»n Handbók um hlunnindajarðir á ísiandi ettir Lárus Ág. Gislason Höfundur bókarinnar hefur um 20 ára skeið unnið við fasteignamat, fyrst í Rangárvaliasýslu og síðan við landnám ríkisins í Reykjavík. Hann er því manna kunnastur um allar hlunnindajarðir á landinu. Hér er saman kominn fróðleikur, sem ekki er annars staðar tiltækur í heild. Eftirfarandi hlunnindi eru talin upp: Æðarvarp, selveiði, lax, silungur, hrognkelsi, fuglatekja, eggjataka, skógur, jarðhiti, reki, malartekja, hellar, útræði. Skeldýrafána Islands eftir Ingimar Óskarsson Ingimar Óskarsson hóf skeldýra- rannsóknir sínar skömmu eftir 1920. Hann safnaði skeljum og kuðungum í fjörunni eða hann fékk senda ýsu- maga til rannsóknar, en ýsan étur feiknin öll af skeldýrum og gleypir þau í heilu lagi. Þannig náðist i margar fágætar tegundir. En Ingi- mar hafði þennan einstaka fróðleik ekki eingöngu fyrir sjálfan sig. Um árabil flutti hann erindi i útvarp um fjölmargar dýrategundir bæði í sjó og á landi. Skeldýrafána hans kem ur nú í fyrsta sinn út í heild. Frændgarður Björn Magnússon tók saman Þessi bók geymir í senn niðjatöl og framættir. Taldir eru niðjar fimm manna, formæðra og forfeðra höf- undar. Meðal niðja má nefna Egils- staðamenn, Hólamenn í Nesjum, niðja Þórarins Guðmundssonar á Seyðisfiröi og fjölmargra annarra, Barðstrendinga, Bjarnasensfólk úr Vestm.eyjum, Eyfirðinga og Akur- eyringa komna af séra Jakobi í Saur- bæ og Oddi á Maröarnúpi. Ritgerð Bjarna Jónassonar um húnvetnskar ættir birtast hér í fyrsta sinn á prenti. LEIFTUR HF. Höfðatúni 12 - Sími 17554 < > V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.