Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 27 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús ÍGNBOGir aio ooo Heimsfrumsýning: Grasekkjumennirnir Sprenghlaagileg og Ijörug ný gam- anmynd í litum um tvo ólika grasekkjumenn sem lenda í furöu- legustu ævintýrum, með Gusta Ekman og Janne Carlsson Leikstjóri: Hans Iveberg. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. Kvennabærinn FELLINI MARŒLLO MASTROIANNI ANNA PRUCNAL BERNICE STEGERS mí Hafiö þið oft séö 2664 konur, af öllum gerðum, samankomnar á einum stað? Sennilega ekki, en nú er tækifærið í nýjasta snilldar- verki meistara Fellini. - Stórkost- leg, furðuleg ný litmynd, með Marcello Mastroianni. Ásamt öllu kvenfólkinu. Höfundur og leikstjóri: Federico Fellini. islenskur texti Sýnd kl. 3.05,6.05 og 9.05 Hækkað verð Papillon Hin afar spennandi Panavislon- litmynd, byggð á samnefndri sögu sem komið hefur út á íslensku, með Steve McQueen - Dustin Hoffman. Islenskur texti - Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9.10 Ef ég væri ríkur _ T>i—. w Hörkuspennandi og fjörug grin- og slagsmálamynd í litum og Pana- vision. islenskur texti Endursýnd kl. 3.10,5.10 og 7.10 Smoky og dómarinn ^ / Sprenghlægiieg og fjörug gaman- mynd í litum um ævintýri Smoky og Dalla dómara, með Gene Price - Wayde Preston. islenskur texti sýndk. 3.15,5^15, 7.15, 9.15 og 11.15 Tonabíó T3-I 1-82 Tónabió frumsýnir jólamyndina 1982 Geimskutlan (Moonraker) Bond 007, færasti njósnari bresku leyniþjónustunnar! Bond, í Rio de Janeiro! Bond í Feneyjum! Bond, i heimi framtíðarinnar! Bond í „Moonraker", trygging fyrir góðri skemmtun! Leikstjóri: Lewis Gilberg. Aðalhlutverk: Roger Mo- ore, Lois Chiles, Richard Kiel (Stálkjafturinn) Michael Long- dale. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Myndin er tekin upp í Dolby. Sýnd í 4ra rása Starscope Stereo. Ath. hækkað verð. 3*1-13-84 Jólamyndin 1982 „Oscars-verðlaunamyndin" Arthur DudleyMoore Ein hiægílegasta og besta gaman- mynd seinni ára, bandarisk i litum, varð önnur besl sótta kvikmyndin i heiminum sl. ár. Aðalhlutverkið leikur: Dudley Moore (úr „10") sem er einn vinsælasti gaman- leikarinn um þessar mundir. Enn- fremur Liza Minelli og John Gielgud, en hann fékk „Oscarinn" fyrir leik sinn i myndinni. Lagið „Best That You Can Do“ fékk „Oscarinn" sem besta frumsamda lagið i kvikmynd. ísl. texti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Hækkað verð ,3*1-15-44 Hjartaþjófnaðir A black trwk Ný bandarískur „þriller". Stórað- gerðir, svo sem hjartaigræðsla er staðreynd sem hefur átt sér stað um árabil, en vandinn er m.a. sá, að hjartaþeginn fái hjarta sem hentar hverju sinni. Er möguleiki á, að menn féist til að fremja stórglæþi á við morð til að hagnast á sölu liffæra. Aðalhlutverk:Garry Goodrow, Mike Chan. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5,7 og 9 3*1-89-36 A-salur Jólamyndin 1982 Snargeggjað 11» fuiwÍMt comedy team oo the somi... Heimsfræg ný amerisk gaman- mynd í litum. Gene Wilder og Richard Pryor fara svo sannarlega á kostum i þessari stórkosllegu j gamanmynd - jólamynd Stjörnu- bíós i ár. Hafirðu hlegið að | „Blazing Saddles", Smokey and the Bandit", og The Odd Couple", hlærðu enn meira nú. Myndin er | hreint Irábær. Leikstjóri: Sindney Poitier. Sýnd kl. 5,7.05, 9.10 og 11.15 Hækkað verð islenskur texti B-salur Heavy Metal Viðfræg og spennandi ný amerísk [ kvikmynd. Dularfull - töfrandi -1 ólýsanleg. islensku texti Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Siðasta sinn iil 3*3-20-75 E. T. Jólamynd 1982 Frumsýning í Evrópu I EX Ný bandarísk mynd gerð af snill- ingnum Steven Spielberg. Myndin ,| segir frá litilli geimveru sem kemur til jarðar og er tekin í umsjá unglinga og barna. Með þessari veru og börnunum skapast „Ein- lægt Traust" E. T. Mynd þessi hefur slegið öll aðsóknarmet i Bndarikjunum fyrr og síðar. Mynd fyrir allatjölskylduna. Aðalhlutverk: Henry Thomas sem Elliott. Leik- [ stjóri: Steven Spielberg. Hljómlist: John Williams. Myndin er tekin upp og sýnd i Dolby Stereo. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 Hækkað verð Vinsamlega athugið að bila- stæði Laugarásbíós er við Kleppsveg. # ÞJ0DLK1KHÚS1D Jómfrú Ragnheiður eftír Guðmund Kamban í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ljós: David Walters Leikmynd: Sigutjón Jóhannsson Tónlist: Jón Þórarinsson Leikstjórn: Briet Héðinsdóttir Frumsýning á annan i jólum kl. 20 2. sýning þriðjudag 28. des. 3. sýning miðvikudag 29. des. 4. sýning fimmtudag 30. des. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200 ISLENSKAl ÓPERANp Töfraflautan Næstu sýningar fimmtudag 30. des. sunnudag 2. janúar. Minnum á gjafakort isl. óperunnar í jólapakkann. Miðasalan er opin virka daga milli kl. 15 og 18 fram til jóla. Simi 11475. c":-3mnn IX 2-21-40 Með allt á hreinu •■.-■■■. •. Ný kostuleg og kátbrosleg islensk gaman- og söngvamynd, sem Ijallar á raunsannan og nærgætinn hátt um mál sem varða okkur öll. Myndin sem kvikmyndaeftirlitið gat ekki bannað. Leikstjóri:ÁgústGuðmundsson, Myndin er bæði í Dolby og Stereo Frumsýning kl. 2. Órfáir miðar fáanlegir. Sýnd kl. 5,7 og 9 kvikmyndahornið gledimynd Háskólabíó. Með allt á hreinu. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Aðalhlut- verk: Stuðinenn, Grýlurnar, Eggert Þorleifsson, Flosi Ólafsson, Anna Björnsdóttir. Tónlist: Stuðmenn, Grýlurnar. Hljóð: Gunnar Smári, Júlíus Agnarsson. ■ Það vakti nokkra athygli í menntalífinu hérlendis árið 1980 að Stuðmenn ætluðu að gera söngva- mynd sem hefði gamla tívolíið að baksviði. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og myndin tekið nokkrum stökkbreytingum en birtist nú okkur sem kvikmyndin „Með allt á hreinu“ og verður jólamynd Háskólabíós í ár. Stuðmenn fengu Grýlurnar til liðs við sig og fyrir þá sem gaman hafa af tónlist þessara tveggja hljómsveita er „Með allt á hreinu“ eiginlega ómiss- andi mynd. Söguþráðurinn er fremur einfald- ur, enda fyrst og fremst ætlaður sem rammi um tónlistina, til að tengja lögin hvert öðru þannig að úr verður nokkuð samstæð og skipuleg heild. Þau Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir leika tvo söngvara hvorn með sinni hljómsveitinni, hann er Krist- inn Styrkárson Proppé eða Stinni stuð hjá Stuðmönnum og hún er Harpa Sjöfn Hermundardóttir hjá Gærunum (Grýlunum), Þau eru ást- fangin eins og gengur og gerist en síðan kemur upp tónlistarlegur á- greiningur á milli þeirra, henni finnst tónlist hans púkó og leiðinleg þannig að leiðir skilja. Þetta kemur sér nokkuð illa því sveitirnar voru búnar að bóka sig saman á nokkra tónleika úti á Iandi en úr verður að sú sveit sem fyrst kemur á staðinn fær tónleikana. Gærurnar hafa fengið í lið með sér harðsoðinn umboðsmann, Heklu, sem Anna Björnsdóttir leikur og gengur því mun betur en Stuð- mönnum. Fer svo að samið er um málin og eiga þessar tvær sveitir að koma saman á þjóðhátíð í Eyjúm. Stinni stuð og Harpa eru farin að fíla hvort annað aftur og allt virðist í lukkunar velstandi... babb kemur svo í bátinn, „Með allt á hreinu“ er einkum ætlað að vera afþreyingarmynd og ekki er annað hægt að segja en á köflum hafi vel tekist til enda okkar fremsti leikstjóri Ágúst Guðmunds- son við stýrið. Myndin hefur á yfirborðinu engan annan boðskap en að þótt stundum sé gaman að vera í hljómsveit getur það líka verið' hrotta bömmer.. á stundum. Leikar- ar hafa greinilega gaman af að taka þátt í þessari mynd, afslappaðir og komast flestir nokkuð vel frá sínu en eins vil ég sérstaklega geta og það er Eggert Þorleifsson í hlutverki sínu sem Dúddi rótari, fjöregg Stuð- manna. Hann er hreint frábær í hlutverki sínu, sem upphaflega var víst mjög lítið en óx í meðförum hans óg til að sjá ástæðu þess nægir að nefna hæfileikakeppni þar sem hann er í flestum hlutverkum, einu sem eru skyggnilýsingar alveg óborgan- lega fyndnu. Ekki er hægt að sleppa hér umfjöllun um tónlist þeirra Stuð- manna og Grýlanna í myndinni því að myndin stendur og fellur með henni að sjálfsögðu. Fyrir þá sem gaman hafa af tónlistinni, og þar með talinn er undirritaður, er gaman hafði af myndinni. Fyrir aðra er hætt við að flest atriðin missi marks, einkum þau sem sniðin eru að efninu eins og þegar Stuðmenn koma í einhverja fitubúlluna út á landi að fá sér hinn „þjóðlega rétt“ franskar, sósu og salat. Eitt atriði sem tengist tónlistinni og rétt er að taka fram hér er það að engin vandræði eru með liljóð myndarinnar, þessum Akkilesar hæl íslenskrar kvikmyndagerðar og nýtur tónlistin sín því vel í Dolbyinu í Háskólabíó. Að lokum má geta þess að sviðsmynd og búningar eru oft bráðskemmtileg. Friörik Indriðason skrifar um kvikmyndir ★★ Með allt á hreinu ★★★ Snargeggjað ★★ Eftirförin ★★★★ E.T. ★★ Snákurinn ★★ Heavy Metal ★★ BritanniaHospital ★★★ Dýragarðsbörnin ★★★ Being There ★★★ AtlanticCity Stjömugjöf Tímans * * * * frábær • * * * mjflg göö ■ * * góö ■ * sæmlleg • O léleg > i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.