Tíminn - 21.12.1982, Síða 1

Tíminn - 21.12.1982, Síða 1
Umsjón: Sigurður Helgason ARNOR VAR REKINN ÚTAF Missti stjórn á sér eitt augnablik ■ Arnór Guðjohnsen, knattspyrnu- maðurinn snjalli hjá Lokeren í Belgíu var rekinn af leikveili er lið hans tapaði á útivelli gegn Lierse. Var það fyrrver- andi samherji Arnórs hjá Lokeren sem átti hvað mestan þátt í þessum atburði. Hann hafði það hlutverk í liði Lierse að hafa gætur á Arnóri. Lenti þeim saman með þeim afleiðingum að Arnór spark- aði til hins, sem heitir Snelders. Fyrir það var Arnóri eðlilega vísað af leikvelli. Áreiðanlegt er að Arnór fer í leik- bann, en ekki er ljóst hversu langt. Hann hefur sýnt mjög góða leiki á þessu keppnistímabili og hætt er við, að það veiki lið Lokeren að missa hann úr slagnum. Ekki tókst leikmönnum Lokeren að jafna eftir að þeir voru orðnir 10, en þeir sóttu stíft að marki Lierse. Lið Sævars Jónssonar og Ragnars Margeirssonar lék gegn Tongeren og sigraði CS Brugge nreð þremur mörkum gegn einu. Sævar lék með að vanda, en Ragnar sat á varamannabekknum. Önnur úrslit í Belgíu urðu sem hér segir: Beveren - Searing 3-3 Anlwerpen - Anderl. 1-3 FC Liege - FC Brugge 2-2 Molenbeck - Beerschot 0-0 Kortrijk - Waterschei 2-0 Gent - Waregem 0-0 Winterslag - Standard 1-1 Fjórar þjóðir vilja HM 1986 ■ l’au lönd sem hafa í hyggju að sjá um HIVI í knattspvrnu árið 1986 þurfa að senda tilkynningar þar að lútandi til FIFA fyrir 10. januar n.k. Fjórar þjóðir hafa sýnt því áhuga að halda keppnina, eftir að Columbia heltist úr lestinni. Það eru Bandarík- in, Kanada, Mexikó og Brasilía. Mestar líkur eru á að það verði Brasilíumenn sem fái keppnina til sín. Fer Þorsteinn til Akureyrar? Björn Arnason mun þjálfa Þórsara ■ Ardiles er hér á myndinni með framkvæmdastjóra Tottenham og félaga sínum Ricky Villa. ARDILES FER TIL ENGLANDS Fer ad leika með Tottenham í janúar á næsta ári ■ 1. deildarlið Þórs Akureyri í knatt- spyrnu hefur nýlega gengið frá ráðningu Björns Árnasonar sem þjálfara liðsins á næsta keppnistímabili. Björn lék á árum ■ Þorsteinn Ólafsson. áður með KR og var í íslandsmeistaraliði félagsins 1968. Hann hefur fengist mikið við þjálfun bæði yngri flokka og meistaraflokka. Hann hefur m.a. verið á Norðflrði og eins í Olafsvík. Síðustu árin hefur hann þjálfað færeyskt lið, Götu, með ágætum árangri. Þær raddir heyrðust fyrir skömmu að Árni Stefánsson, sem verið hefur þjálfari á Sauðárkróki eftir að hann sneri aftur frá Svíþjóð hygðist leika með liði Þórs, en þær raddir hafa þagnað að undan- förnu, en á hinn bóginn hefur Þorsteinn Ólafsson markvörður, sem leikið hefur í Svíþjóð og er væntanlegur hingað til fslands innan skamms verið orðaður við lið Þórs. Talsverðar líkur eru á að Árni verði áfram á Sauðarkróki, cn mikill hugur er í mönnum þar að koma liði Tindastóls í 2. deild, en síðustu árin hefur oft munað litlu að liðið næði þeim árangri. Síðast nú í haust. sh Kínverji með landslidinu í badminton ■ í kvöld klukkan 21.15 leika A og B landslið íslands í badminton æf- ingaleik í TBR-húsinu við Gnoðar- vog. Með Il-liðinu leikur Kínverjinn You Zou Rong en hann er þjálfari liðs TBR, sem komst í 8 liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í badminton í Belgíu á dögunum. Fyrir þá sem áhuga hafa á badmin- toníþróttinni er þetta tilvalið tæki- færi til að sjá snjallan leikmann í keppni. ■ Ákveðið cr að Argentínumaðurinn Osvaldo Ardiles fari aftur til Lundúna og leiki þar með liði Tottenham Hotspurs í upphafí næsta árs. Ardiles hefur leikið með frönsku liði Paris St. Germain og stóð til að lána kappann til Barcclona. Það vildu forráðamenn Tottenham ekki og fóru til fundar við Frakkana og niðurstaðan varð sú, að Ardiles fcr aftur til síns gamla félags. Eins og kunnugt er var ákveðið að hann færi frá félaginu vegna Falklands- eyjadeilunnar á síðastliðnu vori, en það mál er ekki eins í sviðsljósinu í Englandi nú og þá og víst er að áhorfendur þar munu taka þessum snjalla leikmanni með fögnuði er hann snýr aftur. Verði hann heill þá niun hann að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik fyrir Spurs að nýju, gegn Southampton í bikar- keppninni 9. janúar á næsta ári. Stórsigur Hollend- inga á Möltubúum Sigruðu þá 6-0 í AACHEN Mikill gróði af HM á Spáni í sumar ■ Það var mikið peningamagn sem tengdist á einn eða annan hátt heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu á Spáni í sumar. Nú liggur fyrir hver heildarhagnaðurinn af keppninni 'var og hefur Alþjóða- knattspyrnusambandið í sínum hönd- um tæplega 31 milljón Bandaríkja- dala, sem þátttökuþjóðir munu njóta og fá þær sinn hlut í lok þessa árs. Þetta fé kemur fyrir aðgöngumiða, sölu á sjónvarpsréttindum og einnig fyrir sölu á minjagripum og fleiru þess háttar. ■ HoUendingar gjörsigruðu Möltu í landsleik þjóðanna í knattspyrnu um helgina. Leikurinn var heimaleikur Möltu, en þeir mega ekki leika á heimavelli sínum frekar en í júní er þeir mættu Islendingum á Sikiley. Leikið var í Aachen í Vestur-Þýskalandi sem er mjög skammt frá hollensku landamær- unum. Hollendingar sigruðu með 6 mörkum gegn engu og með sigrinum náðu Hollendingar forystu í 7. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Hafa þeir aðeins tapað einu stigi, gegn íslendingum í Reykjavik. Mörk Hollendinga skoruðu Kess van Kooten (2), Dick Schoenaker (2), Hogo Hovenkamp og Edo Ophof. Hollendingar hefðu átt að geta skorað helmingi fleiri mörk ef ekki hefði getað komið til góð markvarsla Bonello mark- varðar Möltu. Hollendingar greiddu Knattspyrnu- sambandi Möltu 42.000 dollara fyrir að leika í Aachen, en þetta var seinni leikurinn af tveimur sem Malta varð að leika annars staðar en á sínum venjulega heimavelli í Valetta. Staðan í 7. riðli eftir leikinn milli Möltu og Hollands er sem hér segir: Holland 3 2 1 0 9:2 S írland 3 1 1 1 6:5 3 Spánn 2 110 4:3 3 Malta 2 1 0 1 2:7 2 ísland 4 0 1 3 2:6 1 Næsti leikur er milli Spánverja og Hollendinga 16. febrúar n.k. Liðsauki til Grindavíkur ■ Mikill hugur er í knattspymu- mönnum í Grindavík um þessar mundir og hafa þeir fengið aftur heim ýmsa sterka leikmenn sem leikið hafa með öðrum félögum. Nú hafa þeir fengið leikmenn úr liði Reynis Sandgerði, sem var í toppbar- áttunni í 2. deild í sumar. Það er Ari H. Arason og einnig hefur Guð- mundur Erlingsson, sem lék með ÍBV fyrir nokkmm ámm og lék í Færeyjum með liði Bjöms Ámason- ar Götu í fyrrasumar í hyggju að leika í Grindavík í sumar. Grindvík- ingar hafa ráðið Kjartan Másson sem þjálfara liðsins, en hann hefur þjálfaö lið í 3. deild með góðum árangri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.