Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.12.1982, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 íþróttir enska knattspyrnan LIVERPOOL ER MEÐ 5 STIGA FOR- YSTU EFTIR SIGUR Á ASTON VILLA Everton sigradi Luton með fimm mörkum gegn engu. Sunderland sigraði Arsenal 3-0. ■ Af lcikjunum í 1. deildinni ensku vakti viðureign Aslon Villa og Liverpool á Villa Park í Biriningham hvað mesta athygli. Leikmenn Liverpool byrjuðu mjög vel og á fyrsta hálftímanum skoruðu þeir þrjú mörk, en Aston Villa tókst ekki að skora fyrr en á 34. mínútu er Gary Shaw kom liði sínu á blað. Staöan 3-1 og ekki liöu margar inínútur áður en Peter VVitlie var búinn að bæta öðru marki við og nmnurinn aðeins citt mark. Og rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks varð Bruee Grobbelaar að taka á honum stóra sínum til að verja hörkuskot Gary Shaw. Hodgeson, Ualg- lish og Kenncdy höfðu skorað fyrir Liverpool. í síðari hálfleiknum höfðu leikmenn heimaliðsins öll völd á vellinum, en ■ Kevin Sheedy skoraði eitt mark fyrir Everton gegn Luton. markvörður Liverpool var þeim óþægur Ijár í þúfu og ekki tókst þeim að skora, hins vegar tókst lan Rush að skora fjórða mark leiksins er fáeinar mínútur voru til loka leiksins. 4-2 Liverpool í hag og þar með hefur liðið 5 stiga forystu áður en jólatörnin byrjar hjá knatt- spyrnumönnum í Englandi. Stórsigur Everton Luton varð að lúta í lægra haldi gegn Everton á Goodison Park í Liverpool. Sigurinn var í stærra lagi eða fimm mörk eða jafnmörg og þeir fengu á sig á dögunum gegn nágrönnunum Liverpool. Adrian Heath skoraöi tvö mörk fyrir Everton, John Bauley, Kevin Sheedy og Terry Curran eitt hver. Coventry eru ekki langt á eftir toppliðunum og á laugardag léku þeir gegn , Stoke á heimavelli sínum í Coventry. Heimaliðið sigraði með tveimur mörkum gegn engu og skoraði Mark Hateley bæði mörkin. Mabbutt skoraði tvisvar Liði Tottenham hefur ekki vegnað ýkja vel að undanförnu og á laugardag- inn fengu þeir Birmingham í heimsókn. Heimaliðið sigraði með tveimur mörkum gegn einu og sá Gary Mabbutt um að skora bæði mörk Tottenham. Tók hann við stöðu Steve Archibald sem ekki lék með. Sunderland sem er í einu af neðstu sætunum í 1. deild gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan og óvæntan stórsigur á Arsenal. Leikið var í Sunderland og sá Gary Rowell um að skora öll þrjú mörkin fyrir Sunderland. Eitt í fyrri hálfleik og tvö í þeim síðari. Og loks sigraði Watford aftur Watford fengu Ipswich í heimsókn og sigraði Watford með tvcimur mörkum gcgn einu. Fyrra markið skoraði Ross Jcnkins með skalla eftir sendingu John Barnes, en hið síðara skoraði Les Taylor einnig með skalla. Það var svo landsliðs- miðherjinn Paul Mariner sem skoraði eina mark Ipswich 9 mín. fyrir leikslok. Nottingham Forest sigraði Norwich á útivelli með einu marki gegn engu. Eftir innan við hálfa mínútu skoraði Steve Hodges mark, sem var er upp var staðið eina mark leiksins. BRIAN SHIN MARKAHÆSTUR ■ Brian Stein hjá Luton er nú markahæstur leikmanna í 1. dcildinni ensku, en hann hefur skorað 14 mörk í 19 leikjum. Næstur honum kemur Liverpoolleikmaðurinn lan Rush sem skorað hefur 13 og landsliðs- maðurinn Luther Blisset frá Watford hefur skorað 11 mörk. Þá kemur Norwich leikmaðurinn John Deehan með 10 mörk, en Bob Latchford, Swansea og Jolin Wark, Ipswich hafa skorað níu mörk hvor. Stein mun ekki skora mikið á næstunni, því hann meiddist í dög- unum í lcik gegn Man. City og verður frá keppni í mánaðartíma. ■ Brian Stein er nú markahæstur leikmanna í ensku 1. deildinni. ■ Gary Mabbutt skoraði bæð mörk Tottenham gegn Birmingham á laugardaginn. varnarmanna Notts County skoraði því- næst sjálfsmark og því var staðan orðin 2-0. Nigel Worthington minnkaði mun- inn og síðan var mark Justin Fashanu dæmt af, þannig að West Ham slapp með skrekkinn. Úr 2. deildinni er það einna helst fréttnæmt, að Alan Simonsen'skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Charlton ^egn B a.rnsley í leik þar sem Charlton sigraði með þremur mörkum gegn tveimur. 1 3. deild vann Lincoln stóran sigur á liði Bournemouth. Lincoln skoraði níu mörk gegn engu. Sjaldgæft að sjá slíkar tölur í ensku knattspyrnunni. ■ Alan Simonsen skorar í hverjum leik með Charlton. Stórsigur Dýrlinganna ..Dýrlingarnir frá Southampton sigr- uðu W.B.A. stórt á heimavelli sínum The Dell. Mörkin urðu fimm í leiknum og þar af skoraði heimaliðið fjögur. Danny Wallace skoraði fyrsta mark leiksins og kom Southampton í 1-0. Cyrille Regis jafnaði fyrir W.B.A. En síðan sáu leikmenn W.B.A. ekki til sólar og David Armstrong, Steve Moran og David Puckett skoruðu eitt mark hver. Góður sigur hjá Southampton, sem virðast vera heldur að rétta úr kútnum nú að undanförnu. Lið West Ham átti í erfiðleikum gegn Notts County. en tókst þó að sigra með tveimur mörkum gegn einu. Það var nýliði hjá West Ham sem skoraði fyrsta mark leiksins. Alan Dickins heitir hann og skoraði hann eftir sendingu belgíska landsliðsmannsins van der Elst. Einn ■ Ross Jenkins skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Watford gegn Ipswich. Úrslit ■ Úrslit leikja í 1. deild urðu sem hér segir: Aston Villa-Liverpool .........2-4 Coventry-Stoke..................2-0 Everton-Luton ..................5-0 Man. City-Brighton..............1-1 Norwich-Nott. For...............0-1 Notts County-West Ham..........1-2 Southampton-W.B.A...............4-1 Sunderland-Arsenal..............3-0 Swansea-Man. Utd................0-0 Tottenham-Birmingham............2-1 Watford-Ipswich.................2-1 í 2. deild kom stórsigur Úlfanna á toppliðinu Q.P.R. mjög á óvart og einnig sigraði Carlisle Fulham með þremur mörkum gegn tveimur. Annars urðu úrslit í 2. deild sem hér segir: Blackburn-Rotherham ............3-0 Carlisle-Fulham.................3-2 Charlton-Barnsley...............3-2 Chelsea-Bolton..................2-1 Derby-C. Palace.................1-1 Grimsby-Burnley.................3-2 Leeds-Shrewsbury................1-1 Leicester-Oldham ...............2-1 Sheff. Wed.-Newcastle...........1-1 Wolves-Q.P.R....................4-0 Á föstudag léku Cambridge og Middlesbro og sigraði fyrrnefnda liðið í þeirri viðureign með tveimur mörkum gegn engu. Samtals voru skoruð 36 mörk í 2. deild. og 33 í þeirri fyrstu, þannig að leikmenn virðast vera venju fremur með skotskóna vel stillta. S1 FAÐAN, 1. deild | Liverpool . . . . . 19 12 4 3 45-17 40 Man. Utd. . . . . 19 10 5 4 23-14 35 Nott. For. . . . . 19 11 2 6 33-25 35 Watford . 10 10 3 6 37-22 33 Aston Villa . . . 10 10 1 8 30-24 31 West Ham . . . . 19 10 1 8 33-28 31 Coventry . . . . . 20 9 4 7 25-24 31 W.B.A . 19 9 3 7 31-28 30 Man. City . . . . 19 8 4 7 23-26 28 Ipswich . 20 7 6 7 32-24 27 Tottenham . . . . 10 8 3 8 30-27 27 Everton . 19 7 5 7 32-26 26 Southampton . . 19 7 4 8 24-32 25 Stoke . 19 7 3 9 32-31 24 Notts C . 19 7 3 9 24-34 24 Arsenal . 19 6 5 8 21-26 23 Swansea . . . . . 19 6 4 9 26-30 22 Brighton . . . . . 19 6 4 9 19-37 22 Luton . 19 4 8 7 36-43 20 Sunderland . . . . 19 4 5 10 24-37 17 Norwich . . . . . 19 4 5 10 20-33 17 Birmingham . . . 19 3 8 8 12-29 17 2. deild Q.P.R .20 12 4 4 31-17 40 Wolves .... . 19 11 4 4 36-19 37 Fulham .... . 19 11 3 5 41-27 36 Sheff. Wed. . 19 9 5 5 32-22 32 Grimsby . . . . 19 9 3 7 30-31 30 Leicester . . . . 19 9 2 8 35-23 29 Oldham .... . 19 7 8 4 32-24 29 Leeds . 19 7 8 4 23-18 29 Shrewsbury . . 19 8 5 6 24-24 29 Barnsley . . . . 19 6 8 5 27-25 26 Blackburn . . . 19 7 5 7 31-30 26 C. Palace . . . . 19 6 7 6 23-23 25 Charlisle . . . . 19 7 4 8 38-39 25 Chelsea .... . 19 6 6 7 23-23 24 Newcastle . . . 19 6 6 7 27-28 24 Charlton . . . . 19 7 3 9 28-39 24 Rotherham . . . 19 5 7 7 22-30 22 Middlesb. . . . 19 5 6 8 22-39 21 Bolton . 19 4 5 10 19-28 17 Cambridge . . . 20 4 5 11 21-33 17 Burnley .... . 19 4 3 12 27-38 15 Derby . 19 2 9 8 18-30 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.