Tíminn - 22.12.1982, Síða 1

Tíminn - 22.12.1982, Síða 1
Deilur um verdbotaútreikninga vegna raðhúsa í Garöabæ — bls. 4-5 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ Miðvikudagur 22. desember 1982 292. tölublað - 66. árgangur Láglaunabæturnar einn allsherjar skrípaleikur, segir Þórdur Ólafsson, formaður Verkalýdsfélagsins í Þorlákshöfn: „HÆSD SKATTGREIÐANDINN FÉKK NÆR HÆSTU BÆTURNAR” — „ á meðan fjöldi af fólki sem bráðvantar þetta núna fær lítid og jafnvel ekkert,T ■ „Hér er mikið rætt um láglaunabæt- urnar, en fólk nánast gerir grín að þessu. Þetta er einn alsherjar skrípaleikur,“ sagði Þórður Ólafsson, form. Verkalýðs- félagsins í Þorlákshöfn, spurður um viðbrögð manna þar við láglaunabótun- um. „Það er ótrúlegasta fólk sem er að fá þetta - oft því sjálfu til stórrar furðu. T.d. fékk hæsti skattgreiðandinn hér í einu nágrannasveitarfélaganna nærri því þær hæstu láglaunabætur sem unnt er að fá. I annan stað er töluverður fjöldi af fólki sem bráðvantar þetta núna, en fær lítið og jafnvel ekkerrt. Auk þess er ég sannfærður um að skattsvikarar fá þessar bætur í stórum stíl. Þetta cr því sannárlega ekki gert fyrir láglaunafólk- ið“, sagði Þórður. Sjálfur sat Þórður í samráðsnefndinni sem fjallaði um útdeilingu bótanna. Gerðir þú ekki athugascmd þar Þóröur? „Ég mótmælti þessu harkalega, var kannski of orðljótur til að þeir tækju inark á mér. Á síðasta fundinum niður í fjármálaráðuneyti lagði ég til að þessi upphæð yrði t'rekar látin renna til Krabbameinsfélagsins en að útdeila henni á þennan hátl, til að koma í veg íyrir þessa skömm. Allir hefðu geta sætt sig viö gott málefni. Að mínu áliti cr þetta ríkisstjórninni til stórskammar og raunar furðulegt að þetta skuli geta siglt svona í gegn um Alþingi. Mér cr því orðið til efs að þcssir blessaðir þingmenn og aðrir sem um þetta fjalla hafi nóg vit og þekkingu á hvað þeir voru að gera. Þeir settu líka lögin í ágúst en fóru síðan ekkert að vinna í þessu fyrr en komið var langt fram í nóvember. Með því var málið sett í svo mikinn hnút að menn sem höfðu þekkingu á málum höfðu ekki tima til að bjarga neinu. ■ Þessi frambyggði jeppi sem er í eigu björgunarsveitarmanns í Vík fauk um koll í óveðrinu er verið var að nota hann við b jörgunarstörfín.Mestamildi var að ekki skyldu verða slys á mönnum, því bílstjórinn féll ót úr bílnum og annar björgunarsveitarmaður úr Víkverja varð með annan fótinn undir bílnum. Er talið að jöklastígvél sem hann var í hafi bjargað fætinum Tímamynd Símon Gunnarsson, Vík Gífurlegt tjón undir Eyjafjöllum af völdum óveðursins: „LfKAST AD HVIRFILBYL- UR HEFÐI FARIÐ YFIR” — segir Vigfús Andrésson, bóndi f Berjanesi SKJALA- FALSARI B0DART1L ÖLTEITIS HJÁSTÖR- TEMPLARA! ■ Beiðni um rannsókn á all sérstæðu skjalafalsmáli barst nýlega inn á borð hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík. Starfsmaður í Skipasmíðastöð Njarð- víkur, Valur Guðmundsson, biður um að gengið verði úr skugga um það, hver, í hans nafni, með falskri undir- skrift, hengdi upp á veggi í skipasmíða- stöðinni fundarboð, þar sem skorað er á starfsfúlk, að mæta á heimili móður Vals og því boðið upp á áfengi. „Án þess að ég viiji greina frá því nánar tcl ég mig hafa ástæðu til að ætla að ákveðnir aðilar hafi sett fundarboð- ið upp mér til háðungar,11 sagði Vaiur Guðmundsson, starfsmaðurinn sem kærir. t samtali við Tímann. „í fundarboðinu var tekið fram að áfengi yrði haft um Itönd, en móðir mín er stórtemplari, og þótt einhvcrjir vilji koma höggi á mig er ástæðulaust að blanda henni í málið. Það sýnir í rauninni bara svart á hvítu hvað sá sem svona gerir er á lágu plani.“ - Það mætti enginn heim til móður þinnar? „Nei. Sem betur fcr tökst að koma í veg fyrir það. Enda hcfði fólk þá einfaldlega verið vísa frá“, sagði Valur. - Sjó ■ - Það er hér allt á rúi og stúi og það er líkast því að hér hafí hvirfílbylur farið yfír eða órðið jarðskjálftar og tjónið er alveg gífurlegt, sagði Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum í samtali við Tímann skömmu eftir að símasamband komst á að nýju við bæina sem verst urðu úti í óveðrinu sem geisaði við suðurströndina. Vigfús sagði að í Berjanesi hefðu þök fokið af fjárhúshlöðu og fjóshlöðu, járnbentir steinveggir hefðu lagst niður undan veðurofsanum og bílar, traktorar og annað lauslegt hefði fokið unt koll. Rúður og hurðir hefðu brotnað, rafmagn farið af og símasambandslaust hefði verið. Hitinn í íbúðarhúsinu hefði farið niður í fjórar gráður og þannig hefði fólk orðið að þrauka í rúma tvo sólarhringa, þangað til rafmagn komst á að nýju fyrir tilstilli díselrafstöðvar um hádegisbilið í gær. Sjá nánar frásögn Vigfúsar Andrés- sonar á bls. 6 - ESE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.