Tíminn - 22.12.1982, Page 2

Tíminn - 22.12.1982, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 í spegli tímans Umsjón: B.St. oa K.L. HRYUINGS- I Virginia varð að fara út á bílaplan til þess að allir ljósmyndararnir kæmust að tii að ná góðum myndum af henni í snákakjólnum :v ■ Það hlýtur að hafa verið erfítt fyrir sýningar- dömuna Virginiu Hey að snúa sig út úr þessum kjól. Það var hönnuður í London, sem nefnist Polly Hope, sem datt í huga að búa til þennan snákakjól - ef kjól skyldi kalla Virginia sýndi kjólinn svo á listasýningu í Collingwood, nálægt Melbourne í Astraliu. Kjóllinn vakti óskipta athygli sýningargesta, en líklega hafa ekki komið fram pantanir í kjólinn, því að þó að allir rækju upp stór augu, þá fór hryllingur um áhorfendur, jafnvel þótt þeir væru öruggir um að snákarnir væru úr silki og uppstoppaðir með vatti. *• \ ,, - ,7'X'Í: l ~V’ "’fá K.’’ % ■ í w Debbie Moore segist ekki vita tölu á skóm sínum i | ' | \ ■. . ■ skórinn kreppir ad ■ Þau eiga til skiptanna, þessi bresku ungmenni hér á myndunum, en þau eiga það sameiginlegt að vera öll „skó- safnarar". BRIDGET WOODS, tísku- teiknari, liggur ofan á skó- geymslunni sinni, en hún á annan skóskáp fullan. Hún segist eiga um 100 pör af skóm, en segist ekki hafa talið það nákvæmlega nýlega. „Ég hef algjöra skódellu. Ég kaupi og kaupi mér nýja skó, ef ég sé eitthvað nýtt eða sniðugt í skóbúðargluggunum. Ég hugsa aldrei um að kaupa skó við einhver sérstök föt, en ég er hér um bil alltaf örugg um að finna eitthvað scm er við hæfi þegar úr svona mörgu er að velja.“ Bridget segist líka vera farin að stunda það að fara á fornsölur og kíkja þar eftir gömlum skóm. „Líka hef ég beðið vini og kunningja sem fara til Parísar eða Ameríku að kaupa sérstæða skó fyrir mig. Einu sinni fékk ég skó frá Hollywood með glærum plasthæl, og inn í hann höfðu verið sett lítil blóm, sem eru enn eins og lifandi. Skórnir eru bara svo ferlega óþægilegir, að ég get ekki gengið í þeim, en ég hef látið taka mýnd af mér sitjandi í þeim (svo blómin sáust). Líklega hafa þeir verið gerðir fyrir einhverja leik- stjörnuna í Hollywood til þess að sitja í þeim fyrir á mynd, en ekki til þess að ganga í.“ DEBBIE MOORE, sem er eigandi að dans- og æfmgastöð (líkamsrækt) í London, hætti að kasta notuðum skóm á 7. áratugnum. Þá var Debbie mjög eftirsótt fyrirsæta, eink- um vegna sinna löngu leggja. Hún var því oft mynduð til að auglýsa sokkabuxur, nærföt eða skó, og þá byrjuðu að hrúgast upp hjá henni óteljandi skópör. Eftir því sein hún eignaðist fleiri skó jókst ákaf- inn í að safna fleiri, svo hún gerðist nú kappsfullur skósafn- ari. Debbie segist hafa lagt áherslu á það í safni sínu, að eignast sérkennilega skó og stígvél. Flestir myndu líklega álíta, að safnið hennar væri fyrst og fremst samansafn af ónothæfum skóm. Þar ber mest á skóm með pallíettum, rínarsteinum og 15 sentimetra háum hælum, og í skærum og óvenjulegum litum, einnig plast-stígvélum í öllum regn- bogans litum. Innan um þetta safn má þó sjá lághælaða skó, svo sem íþróttaskó í grænum, fjólubláum og bleikum litum, É Bridget Woods kaupir skó á fornsöíum jafnt og í tískubúðum. skóm mínum“, sagði Debbie „og ég held áfram að kaupa.“ bandaskó og allra handa sand- ala. „Nei, ég veit ekki tölu á STEVE STRANGE, sem er áberandi í tískuheiminum í London, segist áreiðanlega eiga tvö hin sérkennilegustu skópör sem fyrirfínnist í London. Þessa skó fékk hann í fyrirtæki sem nefnist World's End á King’s Road í London. Aðrir skórnir eru með smábjöllum á hælunum, sem klingja við þeg- ar hann greikkar sporið, eða hleypur upp stigann að íbúð sinni í Holland Park. Hinir skrýtnu skórnir hans eru úr aprikósulituðu leðri með op- inni tá, líkt og hefði verið klippt framan af yfirleðrinu. Skórnir eru svo bryddaðir að ofan með gylltu kögri. Þessir skór eru hannaðir af Vivienne Westwood og eru sérsmíðaðir fyrir Steve. „Það á enginn svona skó nema ég“, segir hann hreyk- inn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.