Tíminn - 22.12.1982, Side 3

Tíminn - 22.12.1982, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Kvennaframboðskonur óhressar með bók Guðmundar Sæmundssonar um þær: „VOTTUR AF NASISMA - BERJ- AST UNDIR FÖLSKU FIAGGI” — segir Örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi um gagnrýnina ■ „Kvennaframboðið í Kcykjavík mótmælir hér með þcim ómerkilegu skrifum sem hcr eru á ferð og bendir á að vinnubrögð sem þessi, það er að karlar úti í bæ taki sér það bessaleyfi að túlka og leggja dóm á frelsisbaráttu kvenna, er einmitt birtingarmynd þeirra viðhorfa sem Kvennaframboðið í Reykjavík berst gegn,“ segir í frétt frá Kvennafrantboðinu í Reykjavík vegna útkomu bókar Guðmundar Sæmunds- sonar hjá Erni og Örlygi uin kvenna- framboðin í Reykjavík og á Akureyri til sveitarstjórnarkosninganna sl. vor, og í fréttabréfi sínu leggur Kvennaframboðið í Reykjavík mikla áherslu á að bók þessi sé því algerlega óviðkomandi. Tíminn hafði af þessu tilefni samband við fulltrúa Kvennaframboðsins í Reykj- avík, en Kvennaframboðið vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið. „Berjast undir fölsku flaggi - sýna vott af nasisma“ Örlygur Hálfdánarson, útgefandi bókarinnar, en Örn og Örlygur gefa hana út hafði þetta um afstöðu kvenna- framboðsins í Reykjavík að segja: „Ég verð nú að segja eins og er, ef að kvennaframboðið ætlar að einoka það hverjir skrifa um slíka starfsemi sem þess, þá berst það undir fölsku flaggi og mér sýnist það bara vera vottur af nasisma.Mér kemur á óvart að þær skuli álíta að þær geti stjórnað því, í landi okkar, sem á að heita að sé frjálst, hverjir skrifi um hvað í landinu. Ég veit ekki betur en Guðmundur Sæmundsson hafi verið á kafi í kvennaframboðinu fyrir norðan - og þar af leiðandi enginn karl úti í bæ á þcim slóðum." „Stórt upp í sig tekið“ segir höfundurinn Guðmundur Sæmundsson Tíminn hafði í gær samband við Guðmund Sæmundsson á Akureyri og spurði hann álits á afstöðu kvennafram- boðsins í Reykjavík: „Mér finnst nú svolítið stórt upp í sig tekið að tala um ómerkileg skrif, þegar þær hafa ekki séð bókina eins og hún liggur fyrir í sinni endanlegu mynd og ég held að það sé nú svolítill einstrengisháttur að ætla að banna karlmönnum að fjalla unt þetta þjóðfélagslega fyrirbæri, kvennafram- boð. Þær verða bara að sætta sig við að „karl úti í bæ" ákveði að skrifa um kvennaframboð því það er jú prentfrelsi á íslandi og allir hafa leyfi til að láta sitt álit í Ijósi. Ég skil hinsvegar mjög vel að saga kvennaframboðanna verður ekki skrifuð af öðrum en konunum sjálfum. Þetta er ekki saga þeirra, heldur frétta- skýring - pólitísk umfjöllun um þessi kvennaframboð og slíka pólitíska um- ræðu er ekki hægt að banna einum eða ncinum." „Ýmislegt rangtúlkað“ og rangt farið með“ Afstaða Kvennaframboðsins á Akur- eyri er að mörgu leyti sú hin sama og hjá Kvennaframboðinu í Reykjavík," sagði Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrsta kona á lista Kvennaframboðsins á Akureyri og forseti bæjarstjórnar í samtali við Tímann í gær. „Það er að *'/'■ || ■ Örlygur Hálfdánarson. ■ Bókin sem deilunum veldur. ■ Guðmundur Sæmundsson. segja, að við erum ekki í neinum tengslum við þessa bók og stöndum ekki á neinn hátt á bak við hana: Það scm ég hef séð af henni. tel ég að þar sér ýmislegt sem er rangtúlkað og rangt farið með, og ég veit að hún er byggð meira og minna á sögusögnum. en ekki staðreyndum og traustum heimildum. Annars hef ég sem minnst viljað segja um þessa bók, því ég vil ekki gera neitt til þess að auglýsa hana upp. Auðvitað er ekki hægt aö banna einum eða neinum að skrifa um Kvenna- framboðið á Akureyri, frekar en nokkuð annað, enda er Guðntundi jafnfrjálst og öðrum að skrifa um það. Hins vegar, þá er þessi bók ekki byggð á öruggum heimildum, enda að mjög litlu leyti, eða að því ntarki, sem Guðmundur var sjálfur meö í undirbúningnum," sagði Valgcrður. -AB .. ELECTROLUX ORBYLGJUOFNINN Það þart ekki að hita ujðp örbylgjuofninn. Fullur styrkur næst á broti úr sekúrftiu. Hinn eiginlegi hiti myndast í matnum sjálfum og ekkert bretinur í örbylgjuofni. ” 0 ■ Örbylgjuofninn eyðir rafmagni á við eina meðal ljósajðeru. Öll venjuleg matreiðsla tekur skemmri tíma og þú uppgötvar nýjar víddir í matreiðslu möguleikum. " o Ef þú villt vita enn meira pantarðu þér upplýsingablað í síina 32107 milli 10—12. Já, þessi örbylgjuofn er alveg ótrúlegur hvað verður það næst...! Sælkermatur á iMuhragS- n MÉtimTTmH og nraoameti i raftækjadeild - sími 86117 microwave oven ■ t ■ O

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.