Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 fréttir viðskipta, hvorki er varðar vexti né verðtryggingu. Hins vegar getum vér reynt að svara frarnlögðum þremur spurningum yðar á eftirfarandi hátt og í sömu röð og þær eru settar fram í áminnstu bréfi yðar". í lok bréfsins segir: „ítrekað skal, að bankinn er ekki úrskurðaraðili um viðskipti einstakra aðila, og er hér ekki tekin bein afstaða til þeirra kaup- samninga, sem þér ræðið um í bréfi yðar." 5. Mikið er gert úr því í greindri blaðagrein að verðbætur eru reiknaðar miðað við þann dag sem greiðslur eru inntar af hendi þ.e. jafnaðarvísitala. Rétt hefði verið að blaðamaður hefði kynnt sér þessi mál en mjög algengt er að reikna vísitölu þannig við húsbygging- ar eða jafnvel reikna miðað við breyting- ar á verðum á vinnulaunum og bygging- arefnum hverju sinni. 6. Við afhendingu húss á seljandi eftir að framkvæma hluta af verki. M.a. að ganga frá húsi að utan, malbika götur o.fl. Er því síður en svo óeðlilegt að verðbætur séu greiddar eftir að hús hefur verið afhent vegna þess að þá er verkframkvæmd ekki lokið. Ef verðbæt- ur ættu að falla niður þegar hús eru afhent er ljóst að ekkert hús yrði afhent fyrr en öllum framkvæmdum er að fullu lokið. Nú í dag á eftir að malbika aðalgötuna að hluta og steypa gangstétt meðfram henni og leggja gangstíg með lýsingu milli Hlíðarbyggðar og Brekku- byggðar. Vissulega falla verðbætur niður í hvaða tilfelli sem er þegar greiðsla hefur verið innt af hendi. 7. Þegar verðbólga geysar eins og á íslandi er ljóst að óframkvæmanlegt er að reisa byggingingar á föstu verði nema áætla verðbólgu inn í verð. Eins og áður segir var sú leið ekki fari heldur greiddu kaupendur raunverulega hækkun. Lögð hefur verið á það áhersla að allir sætu við sama borð. Reynt hefur verið að koma til móts við óskir kaupenda. Þannig er augljóst að þeir sem haf a greitt húsverð mjög fljótlega eftir kaup greiða lágar verðbætur. Hinir sem greiða seint greiða hærri verðbætur. Þannig eru allir jafnir. Það hefur verið stefna fyrir- tækisins að gefa fólki kost á að semja um greiðslur eins og heppilegast er fyrir það og jafnframt er kaupendum ávallt heimilt að greiða fyrr en samningur segir til um og þar með lækka verðbóta- greiðslur að þeim hluta. T.d. má geta þess að munur á verðbótum eftir eitt ár á tveimur nákvæmlega sambærilegum eignum hefur numið rúmum 100%. 8. Því fer víðsfjarri að einhver hús- kaupandi hafi greitt kr. 400.000.00 í verðbætur eins og segir í blaðagreininni. Er hér um eina rangfærsluna enn að ræða. Það vekur furðu að dagblað eins og Tíminn skuli slá upp svo rækilega frétt með fullyrðingum sem fyrirsögn án þess að hafa samband við hlutaðeigandi fyrst. Ekki getur hafa legið svo á. Það er rétt að deilt er um verðbætur við tvo kaupendur en engin niðurstaða hefur fengist í þeim málum enda barst bréf frá lögmanni kaupanda að Brekkubyggð 20 með kröfugerð fyrst s.l. fimmtudag og hefur því enginn tími unnist til að fjalla um málið. íbúðaval h.f. telur sig hafa faríð eftir lögum í hvívetna sbr. það seni að framan segir. 9. Um þá hlið málsins að kaupandi, sá sem ræddi við blaðamann Tímans, hafi samþykkt víxla til greiðslu hjá fyrirtæk- inu er það að segja að þeir eru gjaldfallnir. Hefur verið stefnt fyrir þessum víxlum. Ekkert er ólöglegt við stefnu víxlanna en staðfest er að víxl- arnir eru í eigu íbúðarvals h.f. Ibúðaval h.f. vonar að samskipti við núverandi og væntanlega kaupendur verði jafn ánægjuleg og hingað til í hvaða tilliti sem er og að þessi æsiskrif Tímans og upphlaup eins af kaupendum íbúðavals h.f. að Brekkubyggð 20, spilli ekki þeim ánægjulegu samskiptum sem ávallt hafa ríkt milli kaupenda og seljanda. Að lokum vill íbúðaval h.f. taka fram að þar sem yéfengt er lögmæti kaup- samntnga sem fyrirtækið hefur gert er ekki um annað að ræða en láta dómstóla skera um þau mál en fyrirtækið telur að löglega hafi verið farið að í öllum málum. Á meðan dómstólar fjalla um þessi mál verður ekki frekar af blaðaskrifum af hálfu fyrirtækisins varðandi það sem að framan er sagt. Reykjavík, 20. desember 1982 Sigurður Pálsson Húskaupendur við Brekku- byggð ekki óánægðir með aö byggingarkostnaður skuli uppreiknaður með vísitölu: ff KAUPENDUR VILDU BARA RÉTTA VÍSI- TÖUIHÆKKUr — segir í athugasemd frá hús- kaupandanumaðBrekkuhyggð 20 ¦ Tilefni þessararblaðagreinar varða útreikninga íbúðavals h/f á hækkun byggingarvísitölu á alls níu kaupsamn- ingum, sem allir hafa verið birtir forráðamanni fyrirtækisins, vegna söiu á húsum og íbúðum við Brekkubyggð i' Garðabæ. Samkvæmt öllum þessum kaupsamningum er „söluverð hinnar keyptu eignar háð byggingarvísitölu frá Hagstofu íslands." Um lögform og vísitöluviðmiðun í hverjum samningi verður ekki fjallað hér. Hins vegar mun svoköliuð „jafnað- arvísitala" f útreikningum íbúðavals h/f vera fyrirbæri, sem er með öllu óþekkt' stærðfræðieining við fram- reikning á vfsitölu, hverju nafni sem sú vísitaia nefnist. Örlítið dæmi um „frjálsræði" og nákvæmni íbúðavats h/f er að finna í 3. gr., en þar segir að hækkun vfsitðtu fyrir tímabilið 1. júm" til l.okt.,sé 16,8%-hiöréttaer 16,75 samkvæmt heimildum Hagstofunnar- og áfram 5,6% á mánuði - hið rétta 5,58 - en því míður; svona er vísitala ekki mæld. Sorgtegt er til þess að vita að forráðama,nni íbúðavals h/f, sé það ekki tjóst að Ifnulega er hægt að verðbæta samninga fram í ttmann til að mæta hækkun byggingarkostnaðar og honum til nánari glöggvunar skat þess getið að dæmið má reikna þrepalega á eftir, þ.e.a.s.. þegar ný vísitala hefur verið gefin út, en með því fæst rétt niðurstaða um hækkun á ársgrundvelli, og ekki eitt vísitölutíma- bil í kaupbæti. Ofgreiddur eða vangreiddur mis- munur er venjuiega verðbættur með lánskjaravísítölu, svona nú til að koma í veg fyrirað nokkuð tapist. AIHr vildu kaupendur vísitöluhækkun; bara rétta vísitöluhækkun. „J afn aðarvísi töl uken n ing" þessi mun aðöllum líkindum sótt t'dómsnið- urstööu Hæstaréttar frá 12.01, 1978, þótt skilgreiningin „jafnaðarvt'sitala" finnist þar ekki. Rétt er að geta þess tit uppiýsingar að umræddir níu kaup- samningar eru allir gerðir eftir 07.04. 1979, þegar lög ntímer 13 - Ólafslðg - voru í gildi gengin. ,Jafnaðarv(sitöIukenningu" íbúða- vals h/f, er þó beitt áfram af fullum þunga, saman ber gr. 2 í svari íbúðavals h/f, undir Ægishjálmi Hæstaréttardóms fyrir fáfróða. Að niðurstöðum þessarar „jafnaðar"- reikningsfærslu verður vikið síðar. Gera verðtír þá kröfu tit fbúðavals h/f, sem notið hefur velvilja bæjar- stjórnar Garðakaupstaðar um lóðar- úthlutun, að rétt sé farið að útreikning- um á vísitötuhækkunum og þær útfærð- ar samkvæmt þeim tögum og reglum, sem i' gildi eru, en ekki eftir tðgum, sem fallin eru úr gildi, og áfram er beitt svo sem fram kemur í svari íbúðavals h/f, 2. gr. - síðustu málsgreinar. Þessum staðreyndum var komið á framfæri við forráðamann íbúðavals h/f 12.05. 1982, en ekki stðasttiðinn fimmtudag. Hann var'ekki til viðræðu um máiið. Að gefnu tiiefni skat forráðamanni íbúðarvals h/f hér og nú gerð grein fyrir hvað vísitöluhækkun í raun ér. Stærð- fræðilega er vtsitala háð veidisvísi. Það eitt segir nóg um hvað vanda þarf tit vísitölureikninga. 1 lögum númer 13 frá 07.04 1979, er reynt að dcyfa þessi áhrif með sérstakri lagaskilgreiningu og er Seðtabanka íslands faiíð að semja reglugerðir þar að iútandí. Lagaskilgreíning þessi nær þó ekki til byggingarvísitöiu, en er þó ætlað að mæla fatlandi gengi krónu, gagnvart hækkun byggingarkostnaðar. Það er því fallandi gengi krónu sem skat verðbæta og gefur því rétta mynd af endurfjárfestingu fjármuna. „JafnaðaA'ísÍtötukenningin", sem í raun er etnföld deiling og margföldun tit skiptis, á sér enga htiðstæðu í mælingu á vísitölu, en fræðin eru trúiega sótt í „Litlu grænu reiknings- bókina", og gefa eftirfarandi niður- stöðu: Dæmi Brekkubyggð 20. Hækk- un byggingarvísitötu frá Ot .01, '82 á ársgrundvelli 45,20%, samkvæmt heimitdum Hagstofunnar. A: Höfuðstótt vcrðbættur mcð hlið- sjón af failandi krónu gagnvart bygg- ingarkostnaði kr. 113.501 = 45,20% hækkun. B: Sami höfuðstóll „Jafnaðarvtsi- tölubættur" krafa íbúðavals h/f kr. 190.232 = 75,75% á ársgrundvelli - aurum er sleppt. Þessar tötur eru því míður stað- reynd, sem blaðamaður Tímans kynnti sér rækilega eftiryfirliti og reikningum íbúðavals h/f, og undírritaðir eru af forráðamanni fyrirtækisins. Því miður varð of seínt séð við þessu; víxilskuldbindingar vegna „jafnaðarvísitölu" höfðu verið sam- þykktar ti! íbúðavals h/f, enda fast eftir þeím gengið. Stefna í víxilmáli var útgefin 25.11. 1982 og þingfest í bæjarþingi 16.12. 1982. Og viti menn. stefna er útgefin persónulega f.h. Sigurðar Pálssonar nnr. 7892-1404, Kambsvegi 32 í Reykjavík, forráða- manni íbúðavais h/f, nnr. 4496-4708. Stcfnu þessari verður svarað á viðeig- andi hátt. Ekki verður fjallað hér um svör Seðlabanka íslands í þessu máli, bankinn mun fær um þaö sjálfur, en hitt er vfst, að ekki kvað bankinn upp neinn „dóm" í málinu, því væntanlega hefði hann kært áður! Því miður hefur enginn ánægður „jafnaðarvísitölugreiðandi" gcfið sig á tal við upphlaupsmanninn í Brekku- byggð 20. Aftur á móti eru þeir orðnir fleiri en tíu, að ættingjum undan- skitdum, sem knúið hafa dyra vegna þeirra vandræða er þeir hafa komist í vegna þessa máls. Fleira verður ekki rifjað upp að sinni í þessu máii þótt af nægu sé að taka, gefist tilefni. Rétt er að geta þess að tokum að hús þessi eru vel útfærð yfirleitt og þeim hefur undahtekning- artau'st verið skiiað á réttum tt'ma. En kaupsamningurínn af Brekkubyggð 20 er þverbrotinn samkvæmt 18, grein, sem fjallar ekki um vi'sitöluálag. Virðingarfyllst Kaupsamningseigandi á Brekkubyggð 20. ¦ Frá blaðamannafundinum. Talið frá vinstri: Þorsteinn Jónsson, verslunarstjóri, Þorsteinn Matthíasson, Iðunn Steinsdóttir, Guðmundur Jónsson og Eyjólfur Sigurðsson, eigandi Bókhlöðunnar. Tímamynd: G E Bókhlaðan h.f.: Hef ur aukið umsvif sín á síðustu árum Guðmundur Jónsson fyrrum skóla- stjóri bændaskólans á Hvanneyri hefur séð um útgáfu á bókinni Bóndj er bústólpi, en í henni eru frásagnir af 12 látnum góðbændum skrifaðar af jafn- mörgum höfundum. Þá gefur Bókhlaðan nú út barnabók- ina Knáir krakkar eftir nýjan höfund, Iðunni, Steinsdóttur, en hún er barna- kennari við Laugarnesskólann. Áður hefur verið getið bókar Guðmundar Jakobssonar. Af þýddum bókum sem koma nú út á vegum Bókhlöðunnar skal hér getið tveggja, Innflytjendurnir, fyrsta bók af þrem úr sagnabálki hins fræga banda- ríska höfundar Howard Fast. Þessi bálkur hefur vakið mikla athygli og hafa verið gerðir framhaldsþættir fyrir sjón- varp byggðir á honum. Ásgeir Ingólfsson er þýðandi þessa verks. Áður hefur komið út á íslensku eftir Howard Fast skáldsagan Fimm synir, í þýðingu Jó- hannesar úr Kötlum. Ennfremur gefur Bókhlaðan út sér- stætt kvcr ævintýra frá Víet Nam og eru ævintýrin í bókinni prentuð bæði á víet nömsku og íslensku. Fjöldi mynda prýða bókina. ¦ FyrirtækiðBókhlaðanh/fhefurmjög aukið umsvif sín á síðustu árum bæði hvað varðar bókasölu og bókaútgáfu. Það rekur nú bókabúð, með allstæðu sniði, þar er reynt að hafa á boðstótum á hverjum tíma allar fáanlegar bækur á íslenskum markaði gamlar og nýjar, Þá keypti Bókhlaðan á þessu ári bókafor- lagið Ægisútgáfuna af Guðmundi Jak- obssyni, en hann hefur rekið þá útgáfu í fjölmörg ár. Guðmundur hefur í útgáfustarfsemi sinni lagt áherslu á bækur um sjómenn og sjómensku á íslandi og hann er höfundur einnar af þeim bókum sem Bókhlaðan gefur út í ár, „Nú er fleytan í Nausti," héitir hún og inniheldur frásagnir þriggja erlendra skipstjóra. Á blaðamannafundi á dögunum voru kynntir þeir íslenskir höfundar sem gefa út hjá Bókhlöðunni, og bækur þeirra. Þorsteinn Matthíasson hefur skráð tvær bækur sem koma út hjá forlaginu að þesu sinni, íslenskir athafnamenn, viðtöl við menn sem hafa látið að sér kveða í atvinnulífinu, og í dagsins önn, viðtöl við fólk úr alþýðustétt, og er það fjórða bókin í þeim flokki. „Kunni mætavel stíl þjóðsagna" — segir Óskar Halldórsson, ritstjóri nýrrar útgáfu af íslenskum þjóðsögum og sögnum, skráðum af Sigfúsi Sigfússyni ¦ „Ég hygg aö þetta sé heldur stærra safn, að minnsta kosti cf tekið er tillit til fjðlda sagna. Hjá Jóni Árnasyni má finna margar gcrðir af sömu sögunni, cn Sigfús aftur á móti scgir sömu söguna sjaldan oftar en cinu sinni," sagði Óskar Halldórsson, dóscnt, en hann er ritstjóri nýrrar útgáfu af íslenskum þjóðsögum og sögnum, skráðum af Sigfúsi Sigfús- syni, sem bókaútgáfan Þjóðsaga hyggst gefa út í 9 bindum, fjögur fyrstu bindin eru reyndar komin út þcgar. „Sigfús var mjög góður að segja frá," sagði Óskar á blaðamannafundi sem haldinn var vegna útgáfunnar. „Hann kunni mæta vel stíl þjöðsagna og fomsagna, enda mun hann hafa skráð allt safnið með eigin hcndi að hcita má." - Nú hafa þjóðsögur og sagnir Sigfúsar verið gefnar út áður. „Sigfús Sigfússon tvískrifaði allt sitt safn. Það gerði hann meðal annars til öryggis meðan enn var nokkur óvissa um útgáfu þess. Þessi handrit eru öll geymd á Landsbókasafninu. Sigfús skrifaði ekki orðrétt upp eftir sjálfum sér í seinna skiptið. Það var seinni uppskriftin, sem notuð var við eldri útgáfuna. Nú er notað fyrra eintakið," sagði Hafsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þjóð- sögu, á blaðamannafundinum. - Eru ckki þjóðsógur yfirleitt fullar af alla vega hindurvitnunum og oftast ósannar? „Þctta cr bæði og." sagði Óskar. „í þjóðsögum og sögnum er margt um frásagnir með sannsögulegum kjarna, sem þó hefur og er smátt og smátt að brcytast í skáldskap. En jafnvel þótt viðurkennt sé að kjarni sögunnar og fyrirburðirnir séu ckki af þessum heim heldur draumakyns.ellegarmengaðir af skynvillu, þá er þar samt að finna Iýsingu á lífi fólks og högum sem hvergi er til annars staðar, sem sagnfræðin hefur aldrei náð til. hvernig voru til dæmis húsakynnin þegar sagan gerðist? Hvern- ig bjó fólkið? hvernig var atvikum háttað þeim er sagan greinir frá?" Á blaðamannafundinum kom fram að Sigfús safnaði flestum sínum sögum á Austfjörðum, en þar flæktist hann um í mörg ár og stundaði m.a. farkennslu og sjómcnnsku. Talið erað heimildarmenn hans í flestum tilvikum hafi verið gamlar konur. Einnig kom fram á fundinum að Sigfús var ákaflega trúaður sjálfur og að menn telji líklegt að hann hafi sjálfur trúað mörgum þeim sögum er - hann skráði. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.