Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 9 mennmgarmál Almenna Bókafélagið: Nína í krafti og birtu Listaverkabók og ævisaga. Texti: Halldór Laxness og Hrafnhildur Schram. Útlit: Auglýsingastofan hf. Ljósmyndir af listaverkum: Kristján P. Guðnason, Oddur Ólafsson og Robert Rubic 96 bls. AB1982 Málverk og vísnaskýringar ¦ Eitt það leiðinlegasta er tengist skáldskap, ef frá eru talin sum kvæði, eru vísnaskýringar. Þá er vísan svo vond, að heilmikið mál verður að fylgja, svo unnt sé að fá einhvern botn í ferskeytluna, eða kvæðið. Og ef kveð- skapur kemst á enn hærra plan, þá versna skýringarnar að sama skapi. Til er nefnilega á íslandi svo torráðinn kveðskapur, að menn verða að kunna mikil fræði, til að geta notið ljóðanna. Enda standa mál þannig, þegar upp er Ljóðastef Baráttunnar ína í kraf ti og birtu staðið, að auðveldara er að viðurkenna alheimsskáldið, án athugasemda, en að fá vísnaskýringar um það hjá mönnum, sem hafa þær til við alla hentugleika. Sú staðreynd að kvæðið eigi að rúmast í vísunni, er sem sé ekki einhlít, enda fer oft svo, að innan nokkurs tíma, vita aðrir menn meira um það, hvað um var ort, en skáldið. Það sama hefur reyndar borið fyrir skáldsöguna, Aðrir menn en höfundur- inn, þykjast vita betur en skáldið, hvað í bókinni stendur, og réttarhöld og lögbannsmál, þar sem banna á að lesa ákveðnar bækur, eru ekki óþekkt, t.d. á íslandi. Hefur hæstiréttur þannig orðið að ákveða, það endanlega oftar en einu sinni hvað stendur í bók og hvað ekki. Mér verður oft hugsað til slíkra skáldskapar skýringa, þegar listaverka- bækur ber á góma, eða eru gefnar út. Ekki vegna þess að það geti ekki verið fróðlegt að lesa ævisögur málara, eða myndhöggvara, Og fá líka af smámynd- um að sjá brot af lífsverki, sem annars er ekki við höndina. Sprengvitrir menn og lærðir eiga það nefnilega til að gjöra einföld málverk óskiljanleg, með miklum skýringum, og jafnvel svo átakanlega að fólk lætur sitt eigið vit, fremur en að eiga það á hættu að menn haldi að þeir meti ekki aukaatriði myndlistar meira, en list- averkið sjálft. Af þessu leiðir, að það er oft viss . skelfing því samfara að taka málverka- bók úr umbúðum. Bæði vegna óttans við aukaatriðin, og eins vegna gruns um oflof og annan útblástur, sem kemur svona bókum annars ekkert við. Auðvitað eiga listastefnur, sem slíkar rétt á sér. Án þeirra er eigi unnt að skilgreina list, sem er forsenda listasög- unnar. Þar eru einstakar myndir notaðar sem sýni. En eins og mjög fáir prestar, jafnvel á betri brauðum, eru sjaldan efni í guðsorðabækur, þá eru mjög fáir myndlitstarmenn efni í sálmabækur um listina. Nína Nína Tryggvadóttir ( 1913 - 1968 ) skipar öruggt sæti í íslenskri myndlist og um nafn hennar leikur dularfullur ljómi, ens og títt er um þá listamenn, er framast mikið erlendis. Hún tilheyrir tímabili er við gjarnan nefnum aðra kynslóð mynd- listarmanna, í þeim reikningi, sem við notum við samhangandi íslenska mynd- listarsögu, er hófst á síðari hluta 19. aldar. Þannig teljum við Ásgrím, Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur og Kristínu Jónsdóttur vera af fyrstu kyn- slóð nútímamálara, og eru þá ekki örfáir, enn eldri, lærðir myndlistarmenn taldir með. Er þetta sagt^ , eða sett fram til einföldunar. En það sem gjörir höfuð- muninn er það, að Nína starfar meðan akademisk málning er í stórstraumsfjöru á Norðurlöndum og yfir vofir flóðbylgja, er sópar burtu öllum fyrri sannindum um málverk, liti og form. Talmyndir eru að taka við þöglum. Myndir sem æpa á fólk að taka við af dimmbrúnum matarlit og trésmíðafernis, þar sem skírskotað var einkum til fegurðar og sorgar. Allt í einu var málverkið gefið frjálst. Og þótt það út af fyrir sig væri mikill munaður, kallaði það líka á nýjan vanda. Menn sem höfðu verið árum saman á fangafæði listaskólanna urðu nú að finna sér annað viðurværi. Mála nýja mynd. Nína Tryggvadóttir var fljót að ti- leinka sér þetta frelsi. Hún fór þó varlega. Byrjaði á stílfærslum ogeinföld- un , bæði í línu og lit. Portrett verður fyrst og fremst málverk. Allt verður málverk, og að lokum verður málverkið að málverki og af öngvu öðru. Listaverkabókin í bókinni um Nínu Tryggvadóttur, eru tvær greinar um Nínu. Sú fyrri er gamalkunn , en hún er komin . úr bók Halldórs Laxness, „yfirskyggðir staðir." „Nína Tryggvadóttir. í minningarskyni" er yfirskrift hennar. Hin síðari er lífhlaup Nínu, samið af Hrafnhildi Schram, sem einnig valdi allar myndirn- ar, sem sýndar eru, eða birtar í bókinni. Halldór skrifar þarna áhugaverða mannlýsingu, sem passar við hugmyndir almennings um þessa konu, og þarf ekki að fara mörgum orðum um það. Hrafnhildur rekur ævisöguna ítarlega. Vitanlega blandast ýmsar vangaveltur inn í þá sögu. En ekki þó svo að til baga verði. Alþjóðlegur listamaður Við lestur bókarinnar sjáum við þennan listamann í nýju ljósi. Flestir, er með myndlist fylgjast, vissu að vísu að hún starfaði mestan part erlendis, en þó ekki alla sögu hennar. Nína giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Alfred L. Copley, lækni, er sérhæft hafði sig á sviði blóðrannsókna og æðakerfis. Copley, var auk þess liðtækur málar og aðdáandi frammúr- stefnu. Þau hittust fyrst í New York, og giftu sig árið 1949. Þau bjuggu í Bandaríkjunum, Frakk- landi, Englandi og á íslandi. Fram kemur að Nínu var neitað um dvalarleyfi í Bandaríkjunum um tíma, vegna þess að hún hafði gefið Þjóðviljan- um málverk og skrifað einhverja grein um herstöðvar. Þá var McCarty-isminn allsráðandi í Bandarfkjunum, én það virðist séreðli stórvelda að skilja ekki myndlist. , Alfred Copley segir þá rannsókna- stöðu sinni lausri, og þau flytjast til Parísar með unga dóttur sína. Á þessum árum voru viðsjár í heiminum. En ástandið átti eftir að skána og Bandaríkin opnuðust. Árið 1964 keypti Nína íbúð við Fálkagötu og hafði þar vinnustofu til dauðadags, en hún Iést í New York árið 1968, 18. júní, 55 ára að aldri. Listferill Nínu er vandlega rakinn. Og það kemur í ljós, að hún hefur skilað miklu verki í myndlist. Hún varð í senn heimsborgari og alþjóðlegur myndlist- armaður, en þó með rætur í heima- högum. ísland fór aldrei úr myndunum, þótt róið væri á ný mið. Myndir hennar prýða nú vegleg hús í mörgum löndum og þær prýða söfn og heimili víðsvegar um heiminn. Hrafnhildur gerir listamanninum góð skil að þessu leyti. Föng virðist hún hafa haft næg, og göngum við frá því sem vísu, að þeirra sé aflað með samstarfi við ættingja og ástvini, og ritaðar heimildir eru lesnar. Hún gjörir einnig skrá yfir heimildir, þar sem ritað er um listakonuna. Greinar, sýningarskrár og bækur. Að lokum er svo merk grein eftir Michel Seuphor, þótt hann sjái aukatriði þá hittir hann naglann á höfuðið, er hann segir: „Hún er látlaus, rósöm og hreinskilin". Það má margt gott segja um verk Hrafnhildar. Og þótt hún sökkvi dálítið í keldur fræðanna og dragist þar með aftur úr í spennandi lífssögu fyrirgefum við það. Sér í lagi vil ég lofa myndaval hennar, sem ég hygg að hafi tekist afbragðsvel. Ef að einhverju skal finna, þá er abstrakthlutinn af lífsverkinu þarna ef til vill of stór, eða of fyrirferðamikill, miðað við annað. En þetta eru allt dásamlega.r myndir og mikið má maður þakka fyrir að þær skuli fá að vera í friði fyrir texta. 2. des. Jónas Guðmundsson JOHANN J.E. KULD: LJÓÐSTEF BARÁTTUNNAR Ljóð. 117 bls. LETUR Bókaútgáfa Reykjavík 1982 Jóhann J.E. Kúld ¦ Úti er stormur, og maður seni verið hefur á sjó er þar oft öðrum þræði í vondu. Verður hugsað til skipa, þá ekki síst með kvæðabókina Ljóðstef barátt- unnar, eftir Jóhann J.E. Kúld, fyrrum sjómann, í höndum. en hann telur nú fáa daga, þar til hann verður áttræður. Það verður hann á gamlársdag ef ég fer rétt með, en hann hefur haldið því leyndu fyrir ellinni hingaðtil, og er léttur í spori. Og enn stígur Jóhann ölduna. en nú í grænni bók', er hefur að geyma, það scm auðnast hefur að hafa til af kvæðum síðan gefin voru út Ijóð hans seinast, en það var árið 1955, er út kom ljóðabókin „Upp skal faldinn draga". í nýju Ijóðabókinni eru um þaö bil 80 kvæði og þótt þau scu ólík um margt, þá kalla þau nú ósjálfrátt fram ýmsar myndir af öðru hjá þeim, er lesið hafa margar bækur Jóhanns, þar sem hann lýsir m.a. sjómannsævi sinni og ýmsum hörmungum. er við var að fást í allsleysi fyrstu áratuga þessarar aldar. Ljóðin standa því ekki aðeins cin, hcldur eru þau einnig önnur og á stundum dýpri skýring á því sem á undan er gcngiö. Þau lýsa viðhorfí hðtundar og hugar- heimi. Jóhann, sem er Mýramaður, hóf snemm;'. sjómennsku og fó'r víða. Bjó í Noregi', en fluttist svo noröur, þar scm hann bjó og stundaði sjóinn, cn frá þessu er sagt til aö skýra frá því, aö öðruvísi er aflað í þessi kvæði, en hjá þeim er sitja til borðs meö lífsgátunni á kaffihús- um, svo að segja upp á hvern dag. Ljóðastef baráttunnar I Ijóðstcfum baráttunnar cr víða komið við, eins og í Kúlds-ævintýrum. Ort er um útsog og um úthafsins sjó, um fiskimanninn, bóndann, sjómannsþraut og margt annað úr vondri atvinnu, og þeirri baráttu, cr atvinnulífinu fylgir úti í lífinu sjálfu. Hann yrkir um landið, um Eyjafjörð og um örlög (slands. Þá er merkilcgt kvæði um Jón Arason, bæði um Hólastól og Skáiholt, þar er kvæðið eintal biskupsins og aftökuna. Já, og líka um hefndina. Síðan taka við önnur kvæði. Ort er um Victnam, því ranglætið nær nú um allari heinjinn, Um vorið, söguna og lahdnemana. Og svo mætti lengi tel]a. Jóhann J. E. Kúld er lífsreyndur maður. Hann hcfurfastmótaðarskoðan- ir, cr socialist upp á gamla mátann, eins og sagt er, og hann breytir ekki trú sinni, þótt bæði sé vinna og yfirvinna í boði. Það er örðugt að birta sýni, til að gefa hugmynd um efnistök höfundar. Honum cr létt um að yrkja. Hann er kvæðamað- ur, en notar scr þó nýrri Ijóðform, ef svo ber undir. Ef til vill lýsir þó kvæðið Húmar að kvöldi viðhorfum hans best, og cr þá lífsgangan með. Þar segir: Það húmar að kvöldi hauströkkrið færist yfir t'ins og hitamóða eftir sólríkan dag. Man ég morgun lífsins miklir voru draumar. Hátt kvað þá í eyrum óskabyrsins lag. Barátta er að baki við brotsjó og storma. Við allt er ég nú sáttur eftir (angan dag. Mætti ég nú velja um mína ferð að nýju. Mundi það mín freista að kjósa sama brag. 1981. Það cr talið að kvæði, er þurfa skýringar við, sem birt er þá á öðrum stöðum en í Ijóðinu sjálfu, sé að vissu leyti ófullburða. En fyrir þá er lesið hafa fyrri bækur Jóhanns, lýsir þetta kvæði mun mciru en í því stendur við fyrstu sýn. 19/12 Jónas Guðmundsson Hringhenda BALDUR OSKARSSON: HRINGHENDA Ljóð Útgáfa: Ljóðhús Reykjavík 1982 Hringhenda ¦ Til eru tvær hentugar aðferðir til að týna bókum. Önnur er sú að skrásetja bækur og raða af bókfræðilegri konst, hin er sú að leggja þær í hillu af handahófi. Hvor er betri skal ég ekki um segja, en hin síðarnefnda gefst vel. Það fékk ég að reyna, er ég reyndi að hafa upp á eldri bókum Baldurs Óskars- sonar hjá mér, og hafa þær til, svo unnt væri að bera saman við Hringhcndu hans, er nýverið kom út hjá Ljóðhúsum. Að vísu er það regla, þegar ritað er um bækur, að halda sig, svona að mestu, innan þeirrar bókar, sem kreista á úr safann hverju sinni. En þó er það svo, að oft hjálpa aðrar bækur sama höfund- ar, nokkuð við lesturinn, einkum þegar um þungar, eða torskildar ljóðabækur er að ræða, en það vilja bækur Baldurs Óskarssonar gjarnan verða. Steinaríki, hét sú síðasta, cf mig mimsinnir ckki og lcsandinn fær þar að vclta þungum stcinum og sjalfur og að gá undir þá að fjársjóðum. Hringhenda virðist líka gjörð af sama fáorða þunga, eða af hljóðu valdi, líkt og lýst er í einu kvæðanna, er skáldið nefnir Stef.: Valdið er eins á alla vegu- líkt og múrsteinn. ...þú skalt hlýða en hlýðni er ekki nóg, þú skalt hlýða, en ekki af eigin hvötum., Valdið er eins á alla vegu- líkt og múrsteinn. Ef til vill er þessi vísa dæmigcrð fyrir efnistök Baldurs Óskarssonar í Ijóðinu. Þau eru fáorð, hljóð og þau bifast ekki. Að taka bók eins og hún er Fyrst ljóða bókarinnar, Steinn'ki II, endar á þessari hendingu: Tak þessa bók og et hana eins og hún er Þessa línu verða menn auðvitað að skilja, hver fyrir sig. Flestir munu þó ekki gleypa hana í sig eins og smárétt á skyndibitastað. Þessi Ijóð krefja lesand- ann. Ilann sleppur ekki við að yrkja líka, dvelja í steinþögn. En svo vill til að í kvæðinu Garðlag er cf til vill nokkur lýsing á áhrifum þessara kvæða. Þar segir. I'ii leggur garð svo háan að enginn sér og livlm þig skugga.- Þú rýfur garð svo háan... Hæfilegt starf, segir þú, hærdegt starf að venjast birtunni Það er eru nú'líklega liðnir rúmlega tveir áratugir síðan Baldur Óskarsson hóf að senda frá sér bækur. Það voru skáldsögur. Síðan hefur Baldur snúið sér æ meira að Ijóðinu og því myndmáli, er þar á fast heimili. Hann fer þar ekki troðnar slóðir, en með undarlegum hætti ánetjast þú þessum hljóðu draumsýnum, í heimi, þar sem þögnin er eini teljandi hávaðinn. 16.des. Jónas Guðmundsson Jónas 0 Guðmundsson \ t ^Æjj skrifar um ^¦kifÉ^^I bókmenntir ¦H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.