Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Leikrit Shakespeares í 8 bindum í þýðingu Helga Hálfdanarssonar Fyrsta bindið komið út Almenna bókafélagið hefur sent frá sér fyrsta bindið af Leikritum Williams Shake- sperares í þýðingu Helga Hálídanarsonar. Óll leikrit Shakespeares munu koma út hjá forlaginu á næstu árum í þýðingu Helga, alls 8 bindi sem hvert verður tæpar 500 bls. og veröa þau í bókaflokknum „Urvalsrit heims- bókmenntanna", sem AB hcfur nýlega hafið útgáfu á. I þessu fyrsta bindi leikritanna eru fjögur af konungaleikritum Shakespeares, Rík- arður annar, Hinrik 4, fyrra leikritið og síðara leikritið og Hinrik 5. Fyrir útgáfunni er rækileg inngangsritgerð eftir þýðandann sem hann nefnir Fáein orð um Shakespeare og samtíð hans. Útgáfan er mjög vönduð - með línutali og athugasemdum og skýringum í bókarlok. Útlit bókarinnar hefur Hafsteinn Guð- mundsson annast. Lcikrit I er 471 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Að heiman síðari hluti Nýlega hefur verið gefinn út seinni hluti ljóðabókarinnar Að heiman, eftir Þórarin Sveinsson frá Kílakoti Þar er að finna m.a. nokkra ljóðaflokka um íbúana og mannlífið í Kelduneshreppi, á fystu áratugum 20. aldarinnar. Má þar nefna: Bændavísur, - Húsmæðrakveðju, Kappatal, Kvennaslag, Skáldatal ogTíðavísur ógleymdu kvæðinu Strokkur, sem mikla athygli vakti á sínum tíma. Úm bændavtsunar fórust Karli Kristjáns- syni, fyrrum alþm. svo orð: „Bændavísur Þórarins flugu víða um nágrannasveitir. Skiptust á í vísunum öfugmæli, sannmæli og margvísleg gagnsemi, sem gerði skilning manna á þeim, fyrst í stað, hálf áttavilltan. Man ég, þegar vísur þessar bárust í mína sveit, þá skemmtu menn sér við þær eins og nokkurs konar felumyndir eða gátur.“ og má raunar segja það um hina Ijóðaflokkana líka. Við lestur þessa Ijóðakvers opnast ■ Hjónin Ingveldur Bjömsdóttir og Þórar- inn Sveinsson frá Kílakoti. Myndin tekin um síöustu uldamót. mönnum sýn inn í hugarhem aldamótakyn- slóðarinnar í Kelduneshreppi og viðhorfa hennar til lífsins, sem að sjálfsögðu mótaðist af harðri lífsbaráttu og margháttuðum erfið- leikum, en einkenndist þó af góðvild til nágranna og sveitunga, og ekki sízt af hjálpsemi við þá, sem stóðu höllum fæti í samkeppninni um þessa heims gæði. Bókin er unnin í Prentstofu G. Benedikts- sonar, Bolholti 6. Rv. en útgefandi er Björn Þórarinsson, st'mi 16957, og gefur hann upplýsingar unt útsölustaði. I5LENSKÍÍ Bergsveinn Skúlason er löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf sín. Hann hefur ritað fjölda bóka sem allar eru tengdar átthögum hans, Breiðafirði. Fjalla þær um mannlíf og atvinnuhætti á æskuslóðum höfundarins. Er þar samankominn mikill fróðleikur um hina fyrri menn og þjóðhætti, sem nú eru sem óðast að hverfa eða horfnir eru úr sögunni. Á árunum 1959—1966 komu BREIÐFIRSKAR SAGNIR út í þremur bindum, en sú útgáfa er löngu uppseld. Nú eru bindin tvö, en allt það efni sem var í fyrri útgáfunni er að finna í þeirri nýju, auk þess sem höfundur bætir talsverðu við sem ekki hefur birst áður á prenti. Geymdar stundir Frásagnir af Austurlandi Þessi hók er annað bindi frásagnaþátta af Austur- landi, sögusvið að mestu milli Langaness og Lónsheið- ar. Elstu atburðir sem fjallað er um, gerðust á sögu- öld, aðrir á 18., 19. og 20. öld. í þessu bindi eru 22 þættir eftir jafnmarga höfunda og einn eftir þrjá. Einn höfundanna er færeyskur en hinir íslenskir, flestir Austfírðingar. Á síðastliðnu ári kom út fyrsta bindi þessa safnrits. Ármann Halldórsson hefur valið efnið og búið til prentunar. Það er trygging fyrir góðu vali og vönd- uðum vinnubrögðum. HELGIMYNDIR I NÁLARAUGA Trúarljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Athyglisverð ljóða- bók, sem enginn ljóðavinur getur látið fram hjá sér fara. ✓ ✓ Afgreiðsla: Reynimel 60 VIKURUTGAFAN Símar: 27714 og 36384 Pósthólfl214 . 121 Reykjavík Geymdar stundir í-rúsaftxiraf/histurlaiuii 2. bindi íslenskir málarar saga og málaratal Út er komin bókin „íslenskir málarar." í ritinu eru rakin í stórum dráttum saga málarahandverksins hér á landi frá upphafí ásamt æviskrám þeirra manna sem frá öndverðu hafa lagt stund á málaraiðn, þeirra sem máluðu hús og búnað þeirra, kirkjur og klaustur. Getið er trésmiðanna, frumherja íslenskra iðnmálara, á öldinni sem leið, mannanna, sem lögðu grunn að nýrri iðngrein í landinu, allra þeirra, sem hófu störf við málaraiðn og Penelope Leach Bamiðokkar iðunn Fyrstu sex árin „Barnið okkar“, stórt leiðbeiningarit handa foreldrum ■ IÐUNN hefur gefið út bókina BARNIÐ OKKAR. FYRSTU SEX ÁRIN. Höfundur er PENELOPE LEACH, breskur sálfræð- ingur. Sigurður Thorlacius læknir og Jón Sig. Karlsson sálfræðingur þýddu. í bókinni er mikill fjöldi mynda. BARNIÐ OKKAR skiptist í sex aðalkafla þar sem þroska barnsins er fylgt frá fæðingu og fram á forskólaaldur. í hverjum kafla er fjallað um margbreytileg atriði sem varða andlega og líkamlega líðan barnsins og samskipti þess við foreldrana á þessu skeiði: líkamsþroska, heilsufar, svefn, grát, mál- töku, leik, nám, aðlögun að umhvcrfinu yfirleitt. Aftast er rækilegur uppflettikafli með hagnýtum ábendingum. Myndir eru rúmlega fimm hundruð, teikningar, Ijós- myndir og línurit. BARNIÐ OKKAR er rúmlega 500 blað- síður, sett í Korpus en prentuð á Ítalíu. Allir menn eru dauðlegir ■ Bókaforlag ísafoldar hefur sent frá sér bókina „Allir menn eru dauðlegir" eftir frönsku skáldkonuna Simone de Beauvoir, sem er einn virtasti kvenrithöfundur Frakka. Grunntónninn í öllum hennar verkum er gagnrýni á samfélag okkarogvöld karlmanna gerðu hana aðævistarfi, öðluðust iðnréttindi, fengu iðnbréf, borgarabréf, og að lokum þeirra, sem lærðu iðnina hjá meisturum og í skólum, luku sveinsprófum, fengu sveinsbréf og meirstarabréf. Bókin er í tveim bindum alls rúmar sex hundruð blaðsíður, með um 1000 myndum. Sögusviðið spannar allt frá landnámi til vorra daga. Dreifingu bókarinnar annast Prenthúsið sf., Barónsstíg lla, Reykjavík. Sími 26380 Bókin er einnig fáanleg í skrifstofu Málarameistarafélags Reykjavíkur, Skipholti 70. Sími 81165. innan þess. í bókinni sem er ein merkasta skáldsaga Simone de Beauvoir, er sagt frá leikkonu sem ætlar að brjótast til frægðar, það er takmark hennar í lífinu að hljóta lof og tilbeiðslu. En hún kynnist manni sem verður örlagavaldur í lífi hennar. Það er enginn venjulegur maður, því hann er búinn að lifa allt frá þrettándu öld. Hann segir leikkonunni sögu sína, en í hans augum er líf þeirra sem lifa til að deyja, sífelld endurtckning á því sem hann hefur séð og lifað. Sagan er skarpleg athugun á vegferð mannkyns allt frá miðöldum til nútímans. Jón Óskar rithöfundur þýddi bókina úr frummálinu, káputeikningu gerði Ingahild Grathmer. Bókin er 328 bls. að stærð prentuð og bundin í ísafoldarprentsmiðju. Frelsi aö leiöarljósi - Úr ræðum og ritum Gunnar Thoroddsen Frelsi að leiðarljósi heitir bók, sem var að koma út hjá bókaútgáfunni Vöku með úrvali efnis út ritgerðum, ræðum og greinum dr. Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra. Þar birtast skoðanir Gunnars á margvís- legum málum og málaflokkum auk lýsinga hans á ýmsum samferðamönnum sínum. Ólafur Ragnarsson hefur valið efnið í samráði við Gunnar, búið það til birtingar og tekið saman skýringar, sem því fylgja í bókinni. Tugir mynda eru í bókinni. í kynningu forlagsins á bókarkápu segir: „Gunnar Thoroddsen hefur sem alþingis- maður, borgarstjóri og ráðherra látið fjöl- breytilegustu mál til sín taka á löngum ferli eins og sést í þessari bók. Einstakur málsmekkur hans, málfimi og stíll speglast í þessu efni og vald hans á íslenskri tungu er jafn mikið, hvort sem hann ræðir hin alvarlegurstu mál eða slær á léttari strengi. Enda eru jafnt fylgismenn Gunnars sem andstæðingar hans sammmála um að hann sé einn snjallasti ræðumaður þjóðarinnar um þessar mundir.“ Bókin með greinum og ræðum Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra er á þriðja hundrað síður að stærð, í allstóru broti og að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.