Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 mmm 11 bsekurl Jón t). HjálmjrMWi: úr Sudurlands Irttóguþantir Sögur úr byggðum Suðurlands ¦ Suðurlandsútgáfan Selfossi hefur sent frá sér bókina Sögur úr byggöum Suöurlands, fjórtán frásöguþættir, eftir Jón R. Hjálmars- son. Á bókarkápu segir: Þessi nýja bók Jóns R. Hjálmarssonar er sú fimmta í röð hliðstæðra bóka, þar: sem hann skráir áhugaverða sagnaþætti eftir viðtölum við fólk á ýmsum stöðum. Það sem einkennir þessar bækur sérstaklega er fjölbreytileiki efnisins og rík frásagnargleði sögumanna. Sögur úr byggðum Suðurlands eru þar engin undantekning, nema ef síður væri. Jón R. Hjálmarsson er fundvís á fólk sem vel kann að segja frá og sögumenn hans segja aðeins frá því, sem raunverulega er í frásögu færandi. Þetta á þó alveg sérstaklega við um þessa nýju bók, því að hún er ekki aðeins stórfróðleg, heldur jafnframt bráðskemmti- leg. Bókin er 220 bls. að stærð, prentuð / Prentsmiðju Suðurlands. jíí/aáifemnénn wf iiíd^ian tob a Kísvitjjflía. „Jólasveinninn á Korvafjalli" ¦ IÐUNN hefur gefið út bókina JÖLA- SVEINNINN. Undirtitill: Sagan af jóla- sveininum og búálfum hans á Korvafjalli. Höfundar eru MAURl KUNNAS og TARJA KUNNAS, en Vilborg Dagbjarts- dóttir þýddi. - Saga þessi er finnsk að uppruna og fjallar um jólasveininn sem býr á Korvafjalli nyrst í Finnlandi, Hér segir líka frá búálfunum hans og við fáum að fylgjast með þeim á njósnaferðum þeirra út um víða veröld, sjáum fjallháa bréfabunkana hlaðast upp í pósthúsinu á Korvafjalli þegar jólin fara að nálgast", segir (kynningu á kápubaki. „Við kynnumst margvíslegum jólaundirbún- ingnum og loks þegar stóri dagurinn rennur upp, sjálfur aðfangadagur jóla og jólasveinn- inn og búálfarnir aka með hreindýrum sínum til allra heimsins barna og færa þeim jólagjafnirnar." - JÓLASVEINNINN er tæpar 50 blaðsíður í stóru broti. Ásetning annaðist setningu, en bókin er prentuð i Finnlandi. 'GuMn R BdgaMit Hratt flýgur stíuid Hratt flýgur stund - Ijóðabók ci'tir Guðrúnu P. Helgadóttur Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út Hratt flýgur stund, ljóðabók eftir Guðrúnu P. Helgadóttur, fyrrv. skólastjóra Kvennaskól- ans í Reykjavík. í formála segir höfundur m.a.: „Sumarið 1976 fórum við hjónin í ferðalag til Þýskalands, yfir Alpafjöíl og til ítalíu, en til þessara landa hafði ég aldrei komið. Við höfðum ágætan farastjóra, Árna G. Stefánsson fil mag. sem fræddi okkur um héruðin, sem við ókum um, og sögu þeirra. Áður en ég vissi af hafði ég tekið upp blað og blýant og hripað upp ferðasögu í eins konar ljóðformi." Bókin skiptist í kaflana Ferð um Þýska- landi og Ítalíu sumarið 1976, Grikklandsferð sumarið 1978, Á páskum á Mallorca 1979, Mínir nánustu, í Lundi og Klitterbyn sumarið 1982 og Hugdettur. jsár. -fflyiptfgaf LYFJAFRÆÐINGATAL LYEIAFRÆOiNGAR A fSLANDI 1760-1982 Lyfjafræðingatal I tilefni 50 ára afmælis Lyfjafræðingafélags fslands 5. des. s.l. hefur félagið nú gefið út Lyfjafræðingatal. Unnið hefur verið að bókinni nokkur undanfarin ár, en ritnefnd hennar skipuðu þau: Axel Sigurðsson, Aslaug Hafliðadóttur og Ingibjörg Böðvars- dóttir. Þetta er vönduð bók og er ómissandi fyrir alla lyfjafræðinga og þá sem áhuga hafa á ættfræði. í bókinni eru taldir þeir íslenskir og erlendir lyfjafræðingar og aðstoðarlyfja- fræðingar, sem starfað hafa hér á landi frá 1760-1982. Bókinni er skipt í fjóra kafla: Lyfjafræðingar á fslandi Erlendir lyfjafræðingar á fslandi Prófár lyfjafræðinga Lyfjabúðir á fslandi - Aftast í bókinni er nafnaskrá. Bókin er 378 blaðsíður og er prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. Bókin fæst í helstu bóka- búðunum og á skrifstofu Lyfjafræðingafélags fslands. Dagurinn þegar Óli borðaði sósuna með skeiðinni. ¦ Bókaútgáfan Frjálst orð hefur gefið út bókina Dagurinn þegar Óli borðaði sósuna með skeiðinni eftir Ásgeir Þórhallsson. 1 bókinni eru 5 smásögur, allar sagðar í fyrstu persónu, Á bókakápu segir höfundur m.a.: Ég nenni ekki lengur að hlusta á bókmennta- fræðinga og kerlingabækur. Ég vil bara gera þetta eftir mínu höfði. Það er ekki hvernig maður skrifar, heldur hvað. Þessi bók er ekki skrifuð til að vera snilldarverk, einungis til að vekja ánægju. Dagurinn þegar Óli borðaði sósuna með skeiðinni er 74 bls., prentuð í Steindórs- prenti. Dynskógar ¦ Út er komið í fyrsta sinn ritið Dynskógar - rit Vestur-Skaftfellinga. Ritinu er ætlað að flytja þætti og greinar um vestur-skaftfellska sögu og menningu, og verður, eins og segir í formála, „reynt að forða frá gleymsku mörgu því, sem drifið hefur á daga héraðsins og íbúa þess". í fyrsta hefti Dynskóga ritar Jón Thor Haraldsson um Vík í Mýrdal, myndun þorpsins og þróun, Sveinbjörg Jónsdóttir ritar greinina Eftir Kötlu, séra Björn Magnússon ritar greinina Smávegis um Prestbakkakirkju og aðdraganda að smíði hennar, Eyjólfur Eyjólfsson ritar um jarðar- fararsiði í Meðallandi á ofanverðri 19 öld og öndverðri hinni 20. og Sigþór Sigurðsson ritar um Dyrhólahöfn. Ennfremur eru í ritinu annálar úr öllum hreppum sýslunnar frá árinu 1980 og enn fleira efni er í því. Það er innbundið og ríkulega prýtt gömlum og nýjum myndum, meöal annars eru í því nokkrar litmyndir. 1 ritnefnd Dynskóga eru Björgvin Saló- monsson skólastjóri, Helgi Magnússon bóka- vörður og séra Sigurjón Einarsson. Útgef- andi er Vestur-Skaftafellssýsla. Dynskógum er ætlað að koma út á tveggja ára fresti en næsta hefti veröur þó gefið út þegar á næsta ári, í tilefni 200 ára afmælis Skaftárelda. Dynskógar fást á almennum markaði í nokkrum bókaverslunum, en einnig má fá ritið í áskrift hjá Björgvin Salómonssyni, Skeiðarvogi 29 (sími 81827) og hjá Sögufé- laginu. Garðastræti I3b (sími 14620), Reykjavík. Tvær nýjar bækur frá Bókaútgáfunni Björk ¦ Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér 2 barnabækur í safninu: Skemmtilegu smá- barnabækurnar, sem hafa verið sígildar barnabækur í áratugi og átt miklum vinsæld- um að fagna. Bækur þessar eru: 1. Dísa litla, endursögð úr dönsku af Stcfanj Júlíussyni, rithöfundi og kemur nti út í fyrsta sinn. Hún er 13. bókin í safninu. Dísa litla er prentuö í 4 litum. bráðskemmtileg og mjög vel til hennar vandað. Bókin er unnin ( Prentsmiðjunni Odda h/f. 2. Kata er 10. bókin iþessum llokki í þýðingu Vilbergs Júlíussonar skólastjóra. Hún hefur komið út áður, en verið ófáanleg í mörg ár. Hún er einnig prentuð í litum í Prentverki Akraness h/'f. Aörat bækur í þessum bókaflokki heila: Bangsi litli, Benni og Bára, Bláa kannan, Græni hatturinn, Láki, Leikföngin hans Bangsa litla. Skoppa. Stubbur. Stúlur. Svarta kisa og Tralli. Valur og leikhúsið Arnartak hefur sent frá sér bókina „Valur Gíslason - og leikhúsið" eftir Jóhannes Helga. Það er tuttugasta verkið sem Jóhann- es sendir frá sér. Valur Gíslason hefur framar öðrum núlifandi mönnum varpað ljóma á íslenskt leikhús og um leið sett svip á samtíð okkar. Hann rekur í bókinni æviferi) sinn hógværum orðum, áttræður að aldri - og fimm þjóðkunnir leikhúsmenn fjalla í samvinnu við Jóhannes Helga vítt og breitt um listamanninn og manninn - í heimi leikhúss- ins og utan hans. Það eru þau Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Klemenz Jónsson, Gunnar Eyjólfsson og Sveinn Einarsson. Bókin hefur að auki að geyma einstætt myndefni sem sýnir persónusköpun Vals, svo til öll gervi hans og hlutverk á sviði og í sjónvarpi á meira en hálfrar aldar leikferli, á þriðja hundrað talsins. Valur hefur alla tíð gert gerfi sín sjálfur af miklum hagleik og er myndefnið því, auk leiksögu- og upprifjunargildisins, merkileg heimild í nútíð og framtíð. Bókin er 232 Waðsíður í stóru broti. Hún er unni í Odda h.f. Matthías Ólafsson gerði kápumynd. :??, >SOGUR SIGFUSAR SIGHlSSONAR Út eru komin 4bindi nýrrar útgáfu af hinu mikla og merka safni Sigfúsar Sigfússonar: íslensk^r þjóðsögur og sagnir. Flestar sögurnar skráði Sigfús eftir lólki á Austur- landi kringum síðustu aldamót. Ymsar þeirra hafa ekki birst ádur, en flestar hinna eru hér i eldri gerð og upphaf- legri en i fyrri útgáfu. Óskar Halldórsson dósent býr þjóðsögurnar til prentun- ar og skrifar formála. Hér er komiö stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem skráð hefur verið. Þessi fjögur bindi eru kringum 1600 blaðsíður. Fyrri útgáfa þessara þjóðsagna er löngu uppseld. ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.