Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 12
12 mmm MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 heimilistíminn umsjón: B.St. ogK.I Fljótgert jólaföndur fyrir unga sem aldna ¦ Sífellt verður styttra, þar til hátíðin stóra gengur í garð. Skólamir eru búnir að gefa jólafrí, veðrið er hryssingslegt og unga fólkið er að verða viðþolslaust af tilhlökkun og spenningi: Eirðarleysi grípur um sig meðal þess, og þá getur stundum orðið stutt í vont skap, ef ekki er hægt að finna sér verkefni sem dreifa huganum. Sá siður hefur færst í vöxt á undanförnum árum, að fólk hefur skapað sitt jólaskraut sjálft að meira eða minna leyti. Eins og gefur að skilja eru mönnum mjög misjafnlega lagðar hendur til þess starfs, eins og flestra annarra, en þó má oftast nær finna einhver verkefni við allra hæfi. Hér á síðunni eru þrjár hugmyndir að jólaföndri, sem er á allra færi að vinna. Efniviðurinn er ódýr.og einfaldur og við óskum ykkur góðrar skemmtunar. svemar úr ská- skormim viðar- bútum ¦ Á mörgum stöðum, t.d. hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi, má fá fyrir lítið verð skáskorna viðarbúta, sem einfah er að gera úr hina glæsilegustu jólasveina. Þetta er létt og skemmti.egt verk, sem jafnvel yngstu börnin í fjölskyldunni geta dundað sér við að búa til án mikillar utanaðkomandi hjálpar. í rauninni þarf ekki annan efnivið en trjábútana og málningu, en ef vill má nota fjölbreyttara efnisval. En þá er hætt við að yngstu börnin komist í erfiðleika með skreytingarnar. Engla- hljóm- sveit Efnið: Gullmálmpappír, tréperlur 1,5 cm ¦' þvermál (í náttúrlegum lit), föndurlím, fingerð gullsnúra (hár), gullborðar og eldspýtur. Kjóllinn er klipptur sem hringur með 11 cm þvermál. Klippið hann nú í sundur í tvo helminga, þá hafið þið efni í tvo kjóla. Límið nú stykkin saman á samskeytunum hvort í sínu lagi, en skiljið eftir lítið gat efst. Stingið eldspýtu í perluna og límið nú hófuðið á með örlitlu lími. Fíngerða gullsnúran er klippt í 7 cm langa búta, sem eru límdir á höfuðið frá miðju, borðarnir eru límdir yfír samskeytin og á kjólfaldinn. Handleggir og vængir límdir á sinn stað. Klippið hljóðfærin út og límið þau á handleggina, sem eru lagaðir til með því að beygla þá aðeins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.