Tíminn - 22.12.1982, Qupperneq 12

Tíminn - 22.12.1982, Qupperneq 12
12____________ heimilistíminn MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 Lampa dúkur Það gæti verið skemmtilegt að eiga sérstakan skerm, sem bregða má yfir Ijósið í eldhús- króknum yfir jólin. Sá, sem við sýnum hér með, er mjög einfald- ur að gerð og fljótlegur, en minnir vel á hátíðina, semígarð fer. Klippið niður léreftsbút 55x55 cm. Sniðið er lagt á, þannig að oddurinn vísi að miðju. Klippið 4 eins stykki. Faldið kantinn með skábandi. Bjöllurnar eru saumar með kontórsting og flatsaumi. ekki er reiknað með saumfari á sniðinu. Jóla- sveinar Fljótgert jólaföndur fyrir unga sem aldna ■ Sífellt verður styttra, þar til hátíðin stóra gengur í garð. Skólarnir eru búnir að gefa jólafrí, veðrið er hryssingslegt og unga fólkið er að verða viðþolslaust af tilhlökkun og spenningi: Eirðarleysi grípur um sig meðal þess, og þá getur stundum orðið stutt í vont skap, ef ekki er hægt að finna sér vcrkefni sem dreifa huganum. Sá siður hefur færst í vöxt á undanförnum árum, að fólk hefur skapað sitt jólaskraut sjálft að meira eða minna leyti. Eins og gefur að skilja eru mönnum mjög misjafnlega lagðar hendur til þess starfs, eins og flcstra annarra, en þó má oftast nær fínna einhver verkefni við allra hæfi. Hér á síðunni eru þrjár hugmyndir að jólaföndri, sem er á alira færi að vinna. Efniviðurinn er ódýr og einfaldur og við óskum ykkur góðrar skemmtunar. Jóla króknum úr ská- skornum viðar- bútum ■ Á mörgum stöðum, t.d. hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi, má fá fyrir lítið verð skáskorna viðarbúta, sem einfalt er að gera úr hina glæsilegustu jólasveina. Þetta er létt og skemmti.egt verk, sem jafnvel yngstu börnin í fjölskyldunni geta dundað sér við að búa til án mikillar utanaðkomandi hjálpar. í rauninni þarf ekki annan cfnivið en trjábútana og málningu, en ef vill má nota fjölbreyttara efnisval. En þá er hætt við að yngstu börnin komist í erfiðleika með skreytingarnar. Efnið: Gullmálmpappír, trépcrlur 1,5 cm í þvermál (í náttúrlegum lit), föndurlím, fíngerð gullsnúra (hár), gullborðar og eldspýtur. Kjóllinn er klipptur sem hringur með 11 cm þvermál. Klippið hann nú í sundur í tvo helminga, þá hafið þið efni í tvo kjóla. Límið nú stykkin saman á samskeytunum hvort í sínu lagi, en skiljið eftir lítið gat efst. Stingið eldspýtu í perluna og límið nú höfuðið á með örlitlu lími. Fíngerða gullsnúran er Sl i <\ b ö- Q oc Z \ < U \l' VZ klippt í 7 cm langa búta, sem eru límdir á höfuðið frá miðju, borðarnir eru límdir yfir samskeytin og á kjólfaldinn. Handleggir og vængir límdir á sinn stað. Klippið hljóðfærin út og límið þau á handleggina, sem eru lagaðir til með því að beygla þá aðeins. Engla- hljóm- sveit

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.