Tíminn - 22.12.1982, Page 13

Tíminn - 22.12.1982, Page 13
menningarmál A fákspori: Mjög að- gengileg bók um hesta Um læpu- skaps- ódyggðir „Á fákspori“ / Sigurbjörn Bárðarson - Bók um hesta fyrir hestamenn. ■ Á fákspori eftir Sigurbjörn Bárðar- son er ný bók í útgáfuröð Eiðfaxa. Með þessari bók má segja að áfanga sé lokið við það þarfa verk að festa á bækur það helsta sem máli skiptir í daglegri umgengni manna við hesta. Bækurnar þrjár „Á hestbaki", „Að temja“ og „Á fákspori“ vinna saman og á milli höfunda þeirra er augljós verka- skipting. I einstaka tilfellum fjalla þeir um sama efni, en einmitt þar má sjá að í heimi hesta og manna eru áhersluatriði misjöfn og skoðanir skiptar. Ljóst er að Sigurbjörn Bárðarson, þótt ungur sé, býr yfir geysilegri reynslu í samskiptum við hesta og honum tekst í bókinni svo sannarlega að koma þessari þekkingu til skila. Skrif hans eru skýr og greinargóð, laus við allt flúr og orðalengingar. Bókin er mjög aðgengileg, ýtarleg og kaflaskil eru mjög greinileg. Auðvelt er að fletta upp á einstökum atriðum og þannig gagnar bókin sem uppflettirit t.d. ef vanda ber að höndum eða ieita þarf að ráðum sem að gagni mega koma. Ýmsar athyglisverðar kenningar eru settar fram í bókinni og áhersla lögð á þætti er margir hestamenn leggja e.t.v. of litla rækt við. T.d. færir Sigurbjörn hvað eftir annað rök fyrir og minnir á þýðingu fetgangs bæði fyrir hestinn og ekki síður fyrir knapann, tökum dæmi. Hann segir: „Athyglisvert er hversu menn nota lítið fetgang í útreiðartúrum. Þar komast þeir í mjög náið samband við hestinn og umhverfið, einkum þeir sem eru að flýja streituna í hinu daglega amstri lífsins, og bregða sér á bak sér til heilsubótar. Mönnum hættir oft til að taka streituna með sér á bak og ríða út eins og þeir séu ennþá undir fullu vinnuálagi. Þeir keppa bæði við klukkuna og nærstadda, í stað þess að ríða öðru hverju á fetgangi, slaka á, hugleiða gildi þess að vera til og í samvistum við hest sinn. Álag á fætur er það sem þarf sérstaklega að fylgjast með. Verndun fóta er mjög mikilvæg og allt of lítið er fylgst með ástandi þeirra. Algengt er að sjá bólgna, fótalúna hesta sem eru nánast búnir að vera, þó á besta aldri séu. Alltof oft liggur sökin hjá knapan- um. Taka verður tillit til aðstæðna, þ.e.a.s. hvernig reiðgötum er háttað. Varast skal að beita hestum á hörðum götum og ís, þó það sé freistandi. Oft láta menn blekkjast þegar þeir ríða á hörðum.götum, þegar hesturinn verður jafnvel viljugri og fer að leggjast meira og meira í tauminn. Þetta getur þýtt að hesturinn finni til, hann harðnar í viðmóti fyrir bragðið. Auðvelt getur verið að misskilja slíka hluti. Rúmir ganghestar, sem riðið er ótæpilega við ofangreindar aðstæður, verða nær undantekningarlaust kvíðnir í einhverj- um mæli eða bila í fótum. í þéttbýli eru aðstæður oftast þannig að lítið er um mjúkar reiðgötur, heldur glerharðir vegir. Þarna þarf sérstakrar aðgæslu við. Á vetrum, þegar frost er og snjórinn mýkir ekki reiðgötuna, er hættan mikil. Ættu menn að reyna að hlífa hestum sínum yfir þennan tíma meðan aðstæður eru slíkar, ríða gætilega og forðast að beita þeim.“ Skcmmtilegt er einnig að kynnast kenningum Sigurbjarnar um notkun raddarinnar og mikilvægi þess að tala til hestsins, þama em áhersluþættir sem margir hestamenn gætu örugglega til- einkað sér. Mörg þörf ráð gefur hann hvað varðar undirbúning og hegðun á ferðalögum. Þessi þáttur bókarinnar er gott framlag í þá umræðu sem nú á sér stað um ferðalög á hestum, t.d. um hálendið. Eins og við mátti búast fjallar Sigur- björn all mikið um meðferð keppnis- hesta, en lofsvert er hversu vel honum tekst að gera þann þátt aðgengilegan fyrir hinn almenna hestamann. Skeiði og skeiðhestum eru gerð sérstaklega góð skil og ýmis sérstök vandamál skýrð og ráð gefin til lausnar, fróðlegt er að lesa um þjálfunaráætlanir fyrir hin ýmsu viðfangsefni á sviði hestaíþrótta. Bókin skiptist í meginatriðum í þrjá kafla, fyrsti kaflinn fjallar um reiðhest- inn, annar um keppnishesta og sá síðasti um umhirðu og meðferð hesta almennt. Sá kafli bókarinnar er mjög þarfur og aðgengilegur, kaflafyrirsagnirnar þar sem fjallað er um hesthús segja m.a. nokkuð um þennan þátt. Þar er sérstak- lega tekin fyrir einangrun, vatnslagnir, eldvarnir, hlaðan, gluggar, lýsing, niður- föll, lofthæð, loftræsting, básar, stallar, gólf í básum og stíum, stíur, járningar- aðstaða, viðrunarsvæði hesta. Sérstakur kafli með undirfyrirsögnum fjallar um fóðrun, næsti um járningar og sá síðasti um helstu sjúkdóma. Sigurður Haraldsson í Kirkjubæ á Rangárvöllum skrifar aðfaraorð bókar- innar í upphafi þess kafla kemst hann svo að orði. „Sú kynslóð núlifandi íslenskra hesta- manna, sem tók út þroska sinn á fyrrihluta líðandi aldar, hafði á sama hátt og allar gengnar kynslóðir öðlast kunnáttu sína og leikni á hestbaki, við dagleg störf og samlíf með hestunum, sem voru bæði leik- og vinnufélagar fólksins. Ennfremur var það ungu fólki góður og heillaríkur skóli, að taka þá sem eldri voru sér til fyrirmyndar, einkum ef fólk var svo heppið að kynnast snjöllum reiðmönnum. Allt féll þetta Ijúflega saman við hið daglega líf og fáir munu hafa leitt hugann að nauðsyn á sérstökum skóla fyrir reiðmenn eða hestafólk. Við þá stórfelldu þjóðfélagsbyltingu, sem átti sér stað í og eftir síðustu heimsstyrjöld, þegar hesturinn hvarf úr hinu daglega amstri fólksins, má segja að tengslin við skóla reynslunnar hafi rofnað. Því er það, að ungur maður eða kona, sem fær áhuga á því nú til dags, að kynnast hestum og læra að njóta sem flestra snillikosta þeirra, finnur fáar leiðir aðrar en leita hjálpar fræðibóka og námskeiða í einhverri mynd.“ Síðar segir hann: „Stærsti kostur bókarinnar er máske einmitt þessi fjölskrúðuga upptalning ólíkustu tilvika og smáatriða í sam- skiptum við hestinn og leiðsögu höfund- ar við að finna ávallt réttu ráðin til úrlausnar. Öll orðræða og tilsögn höfundar hnígur að því að hesturinn komi ávallt „með frelsi í fasi" og óbrotið sjálf úr hverri ferð og frá hverjum leik. Að skapa gæðing, á hvaða sviði hestamennskunnar sem er, verður ekki gert með því að beita þurrum formúlum eða þröngum fastbundnum aðferðum. Sífrjór og opinn hugur rciðmannsins, sem alltaf kann að láta sér detta í hug ráð við hverju því sem að höndum ber, er reiðmannsins besti fylginautur. Persónuleg kynni mín af höfundi bókarinnar gera alla framsetningu hans og tilsögn mjög svo trúverðuga fyrir mér og auka á gildi hennar sem kennslubókar í hestamennsku almennt, að mínu mati.“ Þessi orð hins snjalla hestamanns, Sigurðar á Kirkjubæ lýsa e.t.v. best bókinni og höfundi hennar. Eins og í fyrri bókum Eiðfaxa þá er mjög svo vandað til bókarinnar, fag- menn á öllum sviðum hafa unnið að því að gera hana sem best úr garði, yfir eitthundrað ljósmyndir og teikningar eru í bókinni mest allt efni sem fellur beint að texta hennar. Bókin er prentuð á hinn besta pappír og virkilega eigulegur gripur, fyrir utan áður sögð orð um innihald textans. Það er virkilega ástæða til að fagna þessu framtaki aðstandenda Eiðfaxaút- gáfunnar. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Nína Björk Ámadóttir, Svartur hestur í myrkrinu Ljöð 1982 Mál og menning Reykjavík 1982. ■ Þessu kveri er skipt í tvo flokka og nefnist hinn fyrri: Með kórónu úr skýi en hinn síðari: Fugl óttans. í fyrri hlutanum eru tækifærisljóð á víð og dreif og byrjar t.d. með afmælis- Ijóði til Tómasar Guðmundssonar. Það heitir Leyndarmál vorsins, og er svona: Vorið hefur hlegið og dansað yflr borgina hversu kátleg varð skammsýni mín borgin strax orðin rjóð og geislandi vorið faðmaði hana og faðmaði ég spurði hvar hefurðu verið í allan vetur og hlæjandi og dansandi sagði vorið ég svaf í allan vetur innst í hjarta unnusta míns tvö af bláum blómunum mínum vaka þó alltaf vaka í augunum hans. Eins og sjá má er hér fylgt þeirri tísku að hafa hvorki greinarmerki né upphafs- staf fyrr en Ijóði lýkur og sé ég ekki að það út af fyrir sig lyfti listinni til muna. Síðasta Ijóðið í fyrri hlutanum heitir: Fugl óttans breytir sífellt um lögun. Það ;r svona: Fugl óttans er stór hann tekur manneskjuna í klærnar og flýgur með hana langt svo langt frá gleðinni en hann er líka lítill þá flýgur hann inn í brjóstin og veinar og veinar þar. Svo fer því ekki fjarri að í seinni hlutanum, sem ber nafn þessa fugls, Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum Hver einn bær á sína sögu. Hörpuútgáfan. Ljárskógar í Dölum. Frásagnir af fólki og atburðum. Þjóðsögur, örnefna- sögur og annar fróðleikur. Svo er upptalið á bókarkápu. Þar er líka tekið upp úr formála höfundar: „Ég var eini maðurinn í heiminum, er kunni allar þjóðsögurnar, örncfnasög- urnar og annan fróðleik er ófst utan um þennan einstaka bæ í Dölunum." Sjálfsagt er þetta rétt, en þó eru sumar þessar sögur finnanlegar í annarri nýrri bók á þessari vertíð. En sleppum því. Sumum kann að virðast ofraun að skrifa heila bók um einn bæ. Hallgrímur lýsir hér æskustöðvum og heimili og segir margt af Ljárskógamönnum. Hann er ritfær vel, segir frá ljóst og skipulega en kannski nokkuð hátíðlega stundum er hann vandar sig. Þetta verður læsileg bók og það skiptir mestu. Og eflaust munu Dalamenn fagna því að fá hér svo myndarlegt framlag til héraðssögu og héraðslýsinga. veini hann linnulaust og er það ófagur söngur. Sviðið er einhvers konar geð- veikrahæli eða heimili þar sem stopult er að fólk sé með rétu ráði. Því segir í Ijóðinu Doddi: Ég vil ekki trúa þ ví að ég hafl gert þetta barði ég hana virkilega Hins vegar þurfti sjö til að koma spennitreyjunni á Jónu. Óstöðvandi grátköst og krampakenndur skjálfti koma við sögu og Lolla drakk frá sér vitið í sólarlandaferð „eins gott að loka sig bara inni heima hjá sér með kassa af brennivíni." Nokkrum sinnum kemur svartur hest- ur við sögu. Hann kemur til mín í myrkri og sorg hans er söngur um gleymsku þjóðar sem hefur gleymt að standa vörð um frelsið. Tár hans eru eins og hnífsoddar í nóttinni, augu hans vildu vera vopn þjóðarinnar en enginn sat hann og hófatak hans skall eins og ekki á veginn. Svarti hesturinn sér sterkar hendur og flmar slíta net gleymskunnar og veit að þjóð hans mun mæta honum við heiðina og þá þeysir hann með hana inn í daginn inn í bláan - bjartan daginn. Þessi svarti hestur er þannig einhvers konar þjóðlegt tákn. Kannske er dálítið erfitt að rökstyðja það til hlítar. Ein- hvers staðar sá ég að hann væri landið, en fremur væri það eitthvað sem stundum er nefnt þjóðarsál, andlegir eiginleikar og tilfinning sem gerir lands- fólkið að þjóð. Eflaust ber okkur margt á milli, þegar við förum að rökræða gleymsku um að standa vörð um frelsi landsins. Sumir hugsa þá fyrst um erlendan her. Aðrir tala um dáðleysi og að gera ekki kröfur til sjálfra sín, leggjast heldur í drykkjuskap og þess háttar og á það minnir þessi skáldskapur rækilega. Ætli það séu ekki læpuskaps- ódyggðirnar sem eru okkur hættulegast- ar? Og hér er vissulega talað um þær. H. Kr. En skrýtið finnst mér það að nefna Sturlu Þórðarson lögmann meðal bænda í Hvammi á Sturlungaöld. Hann dreymdi að vísu fyrir Örlygsstaðabar- daga, að hann væri heima á föðurleiíð sinni í Hvammi og skriða hlypi úr fjallinu. Og oft hefur hann komið að Hvammi til föður síns eða Ólafs bróður síns eftir að hann var sjálfur tekinn við búi á Hallbjarnareyri eða kominn að Staðarhóli. En þetta er nánast að hengja sig í orðalag. Hallgrímur hefur bjargað mörgu um föðurleifð sína frá glatkistunni og náð tilgangi sínum. H.Kr. ■ Halldór Kristjánsson skrifar um bækur. 1 j Fjölbreytt úrval af skrifborðum Tilvaldar jólagjafir Verð frá kr. 1.985.- Húsgögn og . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi se 900 Lýsing og saga Ljárskóga

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.