Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 ■ Það hlýtur að verða að teljast til tíðinda að meðal bóka sem streyma á mark- aðinn um þetta er heim- spekirit eftir prófessor Pál S. Árdal, frumsamið á íslensku, en Páll er cinn af þekktustu fræðimönnum heims um siðfræðikenn- ingar breska heimspek- ingsins David Humes og raunar um siðfræði almennt. Þetta er fyrsta bók Páls á íslensku, en henn hefur skrifað fjölda greina í tímarit erlendis um heimspeki auk þess sem hann hefur eina af þekktustu bókum nútíma heimspeki um verk Humes, en það er bókin Passion and value in Hum- e’s treatise, Ástríður og gildi i ritgerð Humes, sem út kom í Edinborg árið 1966. Bók Páls er hin fyrsta í ritröð á vegum Ilins íslenska bókmennta- Páll S. Árdal, Jón Þ. Þór, Sigurður Líndal, Þorstcinn Gylfason, Eyjólfur Kolbeins og Kjartan Ragnars. Tímamynd Ella. félags, sem ber heitið ís- lensk heimspeki. Páll S Árdal starfaði um árabil scm háskólakcnnari í Edinborg, en er nú prófessor við Oueens University í Kingston Ontario. Hann er nú staddur hérleridis og var viðstakkur blaðamanna- tund, þar sem útgáfubækur Bókmennta- félagsins voru kynntar, Hann kvað rit sitt fjalla um siðfræðikenningar Humes að nokkru leyti og jafnframt um siðfræði almennt á okkar dögum og andsvör við llume. Hann kvaðstþóþeirrarskoðunar að röksemdir Humes stæðu á traustari grundvelli en margir heimspekingar Humes vildu vera láta og hin nýja bók væri að hluta til vörn fyrir málstað hans. Tvær aðrar bækur koma nú út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags, önnur í flokknum Lærdómsrit og hin í flokknum Safn til sögu íslands. Kjartan Ragnars sendiráðunautur hefur þýtt bókina um ellina eftir Cicero eitt víðlesnasta verk hins rómverska mæl- skusnillings og stjórnvitrings. Um ellina er skrifuð í samræðustíl að hætti hinna gömlu grísku sprekinga , Cicero hefur RANGVELLI Saga jarða og ábúðar í Rangárvallahreppi VALGEIH SIGURÐSSON Oddurog Helga, HeiAi Rangvellingabók er bók um byggðarsögu, ætt- fræði og persónusögu. Þar eru taldir allir bæir sem vitað er um að verið hafa í Rangárvallahreppi, rakin saga þeirra, getið eigenda, sagt frá landa- merkjum og ítökum, og birtar lýsingar jarðanna frá ýmsum tímum. Skráðar eru æviskrár allra bænda sem vitað er um að verið hafi á jörðunum frá landnámsöld til vorra daga. Þar er getið ættar þeirra og greint frá maka og börnum. Sagt er frá helstu æviatriðum þeirra og lýsing er á allmörg- um. Myndir eru af öllum þeim bændum og hús- freyjum sem hægt hefur verið að fá myndir af, alls á fimmta hundrað manns. Rangvellingabók er bók allra þeirra sem kunn- ugir eru Rangárvallahreppi og íbúum hans og annara þeirra sem fræðast vilja um Rangárvelli. Rangvellingabók er einnig bók allra sem áhuga hafa á byggðarsögu, ættfræði og persónusögu. Höfundur: X’algcir Jón og 01()f , Selalirk Sr. Arngrímur, Odda Guðmundur, Stóra-Hofi Sigurður H., Kirkjubæ Einar, Geldingalæk Jóna, Keldum Páll Sv., Gunnarsholti landsmið 1889-1916. Það er greint frá fyrstu tilraunum Breta til botnfisksveiða við íslandsstrendur og veiðirsaga þeirra og gerð grein fyrir fiskveiðideilum íslendinga og Breta á árunum 1895-1901, sjötta þorskastríðinu sem dr. Björn Þorsteinsson hefur nefnt svo. Langur kafli er um landhelgisgæslu Dana við ísland og sagt frá samningum danskra og breskra stjórnvalda um landhelgi íslands 1901 JGK ÓtOF KDUWUN ftARfAAROOTTIR ■ fcRiK WERSA verið lesinn á íslandi um ára og alda bil á latínu, en þetta er fyrsta sinn sem rit eftir hann kemur út á íslensku. Þetta er 17. bókin í ritröðinni Lærdómsrit Bók- menntafélagsins. Útgáfa bókarinnar er helguð minningu dr. Kristjáns Eldjárns, sem lét sér alla tíð afar annt um viðgang hins íslenska bókmettafélags og eitt af síðustu verkum hans var að lesa yfir þýðingu bókarinnar í handriti. Inngang og skýringar ritar Eyjólfur Kolbeins. Loks kemur nú út hjá hinu íslenska bókmenntafélagi bók eftir Jón Þ.Þór sagnfræðing, Breskir togarar og ís- Ljóda- kvöld Hljómplata með Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við undirleik Erik Werba ■ Ljóðakvöld, hljómplata með lögum eftir Schubert, Schumann, Brahms, Sibelius Mozart og Beethoven, sungnum af Ólöfu K. Harðardóttur er komin út. Það þarf ekki að kynna Ólöfu fyrir tóniistarunnendum, og sömu sögu má reyndar segja um undirleikara hennar á þessari plötu, Erik Werba, sem er Austurríkismaður og einn kunnasti undirleikari við ljóðasöng sem nú er uppi. Werba er jafnframt prófessor við Tónlistarháskólann í Vín og Múnchen og kennir þar túlkun sönglaga. Ljóðalögin á þessari plötu eru gjarnan sögð vera perlur klassískrar Ijóðatónlist- ar, ss. lög við ljóð Goethes, sem eru tileinkuð konum, þar sem konur syngja um líf sitt og ást. Það var Ríkisútvarpið sem tók þessa hljómplötu upp í september í fyrra, nú er hún gefin út af íslensku óperunni, að frumkvæði listamannanna tveggja, sem hafa gefið alla sína vinnu. - AB ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN (^dcL Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Nýjar bækur frá Hinu íslenska bókmenntafélagi: Nýtt heimspekirit Páls S. Árdal frumsamið á íslensku — þýtt rit eftir Cicero og bók um veiðisögu Breta á íslandsmiðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.