Tíminn - 22.12.1982, Síða 15

Tíminn - 22.12.1982, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 19 bækur teryGLaqy ÞárirEinaræcii . -. * • ■ Ensk-íslensk viðskiptaorðabók - Um 9000 orð og orðasambönd ■ Bókaútgáfan Örn og Öriygur hf. hefur gefið út bókina „Ensk-íslensk viðskiptaorða- bók" eftir Terry C. Lacy og Þóri Einarsson prófessor. ( bókinni eru um 90(10 orð og orðasambönd sem oft koma fyrir í viðskipta- lífinu, en sem kunnugt er þá er enska það mál sem langmest er notað í alþjóðlegum viðskiptum. Höfundarnir Terry G. Lacy og Þórir Einarsson hafa bæði mikla reynslu og þekkingu í enskumáli og kennslu. Terry G. Lacy er doktor í félagsfræði. Hún hefur kennt bæði ensku og félagsfræðigreinar við Háskóla (slands. Þórir Einarsson er prófessor í stjórnun og skyldum greinum við viðskipta- deild Háskóla Islands. Ensk-íslenska viðskiptaorðabókin er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli hf. Sigurþór Jakobsson hannaði kápu bókarinnar. Nokkrar vísur um veðrið og fleira Mál og menning hefur sent frá sér Ijóðabókina Nokkrar vísur um veðrið og fleira eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þetta er ný og aukin útgáfa fyrstu Ijóðabókar skáldsins, en fyrsta útgáfa hennar kom út 1952 og er löngu ófáanleg. í eftirmála höfundar kemur fram að velflest kvæði þessarar bókar hefur hann ort um og innan við tvítugt, þ.e.a.s. 1937-1943, og verið síðan að krukka í annað slagið. Að nokkru leyti má því segja að Ólafur Jóhann Sigurðsson hafi hafið feril sinn sem ljóðskáld, og er forvitnilegt að skoða kvæði bókarinnar í því ljósi.Eins ogkunnugt er hlaut Ólafur Jóhann bókmenntaverðlaun Norðurlandráðs fyrir aðra og þriðju Ijóðabók sína, Að laufferjum og Að brunnum. Þessari útgáfu fylgir viðauki með fáienum kvæðum sem kveðin voru á áunum 1934-1940 og birtust um svipað leyti í blöðum og tímaritum en höfðu ekki verið tekin í fyrstu útgáfu. Nokkrar vísur um veðrið og fleira er tíunda bókin í Ritsafni Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Bókin er 95 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Hólum. Kápumynd gerði Valgarð Gunnarsson. 5. stóra bókin um Morgan Kane: Leiðin til Santa Fe Leiðin til Santa Fe er 5. stóra bókin um Morgan Kane en áður hafa komið út 35 bækur í númeraröð og 4 stórar. Nú eru liðin rúm 6 ár síðan fyrsta bókin í þessum vinsæla bókaflokki kom út hér á landi. Hraustmennið og ofurhuginn Morgan Kane eyddi unglingsárum á Santa Fe-vagna- slóðinni, þar sem mannlífið einkenndist af grimmd, hrottaskap og mannvígum, og hlaut hann því að mótast í deiglu stríðlyndis og ofsa, enda var náttúran sjálf sem tilvalin umgjörð um slíkt mannlíf, þar sem skiptust á steikjandi hiti helvítis og nákuldi undir- heima'. Alþjóðlega kvikmyndahand- bókin komin Kvikmyndahandbókin International fllm guidc 1983 er nú komin út. í þessari alþjóðlegu handbók er að finna allar þær upplýsingar um kvikmyndagerð sem nauð- synlegar eru áhugamönnum á sviði kvik- mynda, svo sem heimilisföng starfandi kvik- myndaskóla um víða veröld og kynningu á þeim, skrá yfir allar helstu kvikmyndahátíðir í heimi, tímarit og fræðibækur. Stærsti hluti bókarinnar er þó eins og venjulega helgaður kvikmyndagerð í hinum ýmsu þjóðlöndum heims. Allt frá íslenska kvikmyndasumrinu 1978 hafa birst greinar í þessari árbók um kvikmyndagerð á (slandi. Að þessu sinni ritar Thor Vilhjálmsson rithöfundur kaflann um (sland og hefur hlutur (slands í þessari bók ekki verið stærri til þessa. Meðal efnis í grein Thors er hugleiðing um stöðu kvik- myndagerðarinnar í dag og hugsanlega þróun, ritdómur um Útlagann og fleiri myndir. Skólar og bókasöfn úti á landi geta fengið bókina beint frá dreifingaraðila á íslandi, sem er F.I.L.M. hf. sími 28810, pósthólf 7103. ísafold íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili - cndurprcntaðir - ■ (safoldarprentsmiðja hefur sent frá sér endurprentun íslenskra þjóðhátta eftir Jónas frá Hrafnagili. Bókin hefur verið uppseld á forlaginu síðan í vor. Stöðugar fyrirspurnir um bókina þennan stutta tíma sýna vinsældir hennar, enda gefur bókin heildaryfirlit yfir íslenska þjóðhætti á síðari öldum og hefur jafnan verið leitað til þessarar bókar þegar mönnum hefur leikið hugur á að fá vitneskju um siði, hætti og trú þjóðarinnar. Bókin „íslenskir þjóðhættir" kostar 494,- kr. Sagan um ísfólkið: Vonin „Vonin“ er fjórða bókin í bókaflokknum sagan um ísfólkið eftir Margit Sandemo, sem Prenthúsið hefur útgáfurétt á hér á landi. Yrja Matthíasdóttir var þung, klunnaleg og vansköpuð eftir veikindi. Fólkið hló að fátæklingum og kallaði hana Þistilinn. Annað var það þó sem hryggði Yrju meira. Hún bar heita en vonlausa ást í brjósti til Taralds, sem var bæði fallegur og ríkur. Hann var sonur Dags Meiden baróns og konu hans, Líf af ætt ísfólksins. Tarald sá ekkert nema Sunnivu, fallegu frænkuna sína, en í æðum þeirra beggja var hinn illi arfur, svo að hjónaband þeirra gat haft örlagaríkar af- leiðingar... Bókaflokkurinn sagan um ísfólkið hóf göngu sína á þessu ári og hefur hann fengið mjög góðar viðtökur enda Margit Sandemo einn vinsælasti rithöfundur á Norðurlöndum. Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Óðum líður að næstu alþingiskosningum, sem óhjákvæmi- lega munu kosta mikil fjárútlát, umfram annan reksturs kostnað flokksins og kjördæmissambandanna. Verður því að leggja mikla áherslu á þýðingu happdrættisins. JÓLAHAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS 1982 Vinningaskrá: 1. APPLE II tölva frá Kadióbúðinni Kr. 40.000,00 2. YAMAHA skemmtari frá Hjóðfærav. Pouls Bernburg hf. — 12.500,00 3. -7. METABO handverkfæri frá Þýsk.-ísl. hf. kr. 6.500 hv. vinn. — 32.500,00 8.-10. SPORTVÖRUR frá Versl. Sportval. Kr. 5 þús. hv. vinn. — 15.000,00 11.-15. SEIKO tölvuúr frá Þýsk.-ísl. hf. kr. 3.250 hver. vinn. — 16.250,00 16.-25. TAKKASÍMAR frá Rafiðjunni hf. Kr. 2 þús. hv. vinn. — 20.000,00 Kr. 136.250,00 DREGIÐ 23. DESEMBER Nr. 007831 Útgefnir miðar alls 25 þús. Verð hvers mlða kr. 40,00 Vinningsmiðum skal fram- vísað innan árs Uppl. Rauðarárstíg 18 — sími 24483 Dregið verður 23. desember n.k. og drætti ekki frestað. Eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli í næstu peningastofnun eða á pósthúsi. Einnig á Skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Austurstrœti 8 — sími 13707 GLÆSILEGT ÚRV AF DÚKKUV ÖGNUM OGKERRUM VAGNAR Verð frá kr. 1.095,00 KERRUR Verð frá kr. 402,00 PÓSTSENDUM LEIKFANGAVERSLUNIN JÓJÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.