Tíminn - 22.12.1982, Side 17

Tíminn - 22.12.1982, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1982 21 fþróttfr Umsjón: Samúel Örn Erlingsson Borð- tennis hjá KR ■ Borðtennisdeild KR heldur á sunnu- daginn 26.desember forgjafarmót KR í gamla KR húsinu. Þetta er í þriðja sinn sem deildin heldur þetta mót, og er það því að verða árviss viðburður. Styrkleiki keppenda er metinn eftir punktakerfi BTI, og er því þeim sem ekki hafa hæfni á við toppfólkið gert auðveldari sú þraut að vinna. Oft hefur verið erfitt að spá um úrslit í þessum mótum. Þátttökugjald verður 70 krónur fyrir fullorðna, en 50 krónur fyrir börn, en áhorfendur geta horft á ókeypis. Húsið verður opnað klukkan 13.00 en mótið hefst klukkan 13.30 stundvíslega. — Stenmark varð annar ■ Stig Strand frá Svíþjóð sigraði í svigmóti á Madonna di Campiglio á Ítalíu í gær. Stig Strand er æskufélagi Ingemars Stenmark sem er frægastur Svía sem skíðamaður. Stenmark lenti í öðru sæti á Ítalíu í gær, en aðalkeppi- nautur Stenmarks, Phil Mahre frá Bandaríkjunum varð í þriðja sæti. Þrátt fyrir snjókomu og lélegt skyggni náði Strand tímanum einni mínútu 38,99 sekúndum samanlagt, 0,24 sekúndum á undan Stenmark og 0,27 sekúndum á undan Mahre. Þessi sama þrenning varð í þremur fyrstu sætum í svigi í Courmay- eur á Ítalíu í síðustu viku, en þá sigraði Stenmark og Strand varð í öðru sæti. Phil Mahre sem sigraði í heimsbikar- keppninni í fyrra og náði bestum árangri ■ Kínverski badmintónkappinn You Zou Rong í leik í gærkvöld. Þá var xfingamót hjá TBR fyrir ferð badmintonmanna til Sviss í janúar. You Zou Rong hefur þjálfað hér frá því í september í fyrra. Hann er einnig liðtxkur badinintonleikari svo ekki sé meira sagt, varð Kínameistari árið 1977. Mikið að gerast í körfubolta ■ Unglingalandsliðið í körfuknattleik er nú nýkomið frá Bandaríkjunum þar sem það keppti við háskólalið, æfði við frábærar aðstæður og horfði á leik í NBA keppninni. Liðið tapaði naumlega öllum leikjunum en stóð sig mjög vel að sögn Einars Bollasonar þjálfara liðsins. „Menn voru virkilega með í öllum leikjunum og það sem best er við þetta allt saman er að okkur stendur til boða að koma aftur þarna út“ sagði Einar. „Við gælum nú við þá hugmynd að fara með unglingalandsliðið átján ára og yngri í svona ferð til Bandaríkjanna á næsta ári. Mesta ævintýrið í ferðinni var að okkur var boðið á æfingu hjá Chicago Bulls, sem er eitt aðal atvinnuliðið í NBA. Það var stórt ævintýri fyrir strákana, og reyndar mig líka, að hafa tækifæri til að spjalla við leikmenn og þjálfara liðsins eftir æfingu osfrv. Við æfðum í Loyola University, en það er skóli sem sigraði 1963 í háskólakeppninni. Við hefðum með smáheppni getað unnið einn leikinn og það er virkilega góður árangur. Við æfðum þarna alla daga, og ég er ánægðastur með hvernig liðið kom út." Mikið er nú um að vera hjá körfu- knattleiksmönnum. Eftir þessa ferð er verkefnum landsliðsins 21 árs og yngri lokið í bili.cn núeru þrjú landslið á fullri ferð við æfingar. Drengjalandsliðið og unglingalandsliðið æfa á hverjum degi frá klukkan 14-18, og síðan tekur karlalandsliðið við frá klukkan 18-20. Karlalandsliðið æfir að krafti fyrir lands- leikina við Dani í janúar hér heima, unglingalandsliðið æfir fyrir Norður- landamótið í Danmörku 6.-10. janúar, og verið var að bjóða drengjalandsliðinu 15-16 ára til Hollands í lok janúar, en það lið verður með í Evrópukeppninni hér um páskana. Þjálfarar drengjalandsliðsiris eru Einar Bollason og Torfi Magnússon, en þjálf- ari karlalandsliðsins er James Dooley sem þjálfar hjá ÍR. ■ Ingemar Stenmark brosir breitt á þessari mynd; skyldi hann hafa brosað eins í gxr? í bæði svigi og stórsvigi í þeirri keppni, hefur ekki tekist að sigra Stenmark enn á þessu keppnistímabili, og reyndar heldur ekki Stig Strand. Mahre ætlar ekki að keppa meir fyrr en í næsta mánuði, ætlar í jólafrí, og mun sjálfsagt einbeita ser að því að sigra þessa Svía yfir jólasteikinni. Fyrir Strand sem var að sigra sfora keppni í fyrsta sinn í gær voru úrslitin eins og draumur. „Ég stefndi á eitt af fyrstu þremur sætunum sagði hann, og besta tímanum í seinni ferðinni, en ég hélt að ég gæti ekki sigrað bæði Stenmark og Mahre“ sagði Strand. Mahre var ekki ánægður með frammi- stöðuna. „Ég var ekki nógu ákveðinn" sagði hann, „andlega var ég hreint ekki á staðnum." Meðal þeirra fyrstu sem óskuðu Strand til hamingju voru Ingemar Sten- mark og kappaksturshetjan Patrick Tambay, en hann er fyrrum brunakappi úr franska unglingalandsliðinu. „Ég veit að Strand lagði sig mjög fram um að vinna í dag,“ sagði Stenmark, sem var vanur að tapa fyrir Strand á yngri árum þar til að hann fór að láta að sér kveða fyrir átta árum. „Hann hefur þurft að æfa mikið og breyta tækninni, svo var ég bara ekki nógu góður í seinni ferðinni" sagði Stenmark. Stenmark og Strand eru nú jafnir í sjötta sæti í heimsbikarkeppninni. Brunkóngarnir frá Austurríki og Sviss, Peter Mueller, Harti Weirather og Frans Klammer hafa ennþá töluverða forystu, enda hafa þeir verið sigursælir undanfar- ið. Asgeir orðinn hress — byrjar að æfa á fullu eftir áramót ■ „Ég er orðinn braðhrcss", sagði Ásgeir Sigurvinsson í samtali við Tímann í gxr. „Ég var búinn að xfa í hálfan mánuð áður en ég kom heim á sunnudaginn. Maður varð að sjálf- sögðu að fara rólega af stað, en þetta kemur allt saman.“ Ásgeir kom til íslands í jólafrt' á sunnudaginn var. Hann mun dveljast hér á landi hjá sínum nánustu fram yfir hátíðar, en fer aftur til Vestur-Þýska- lands 2. janúar. Ásgeir segist munu æfa á fullu eftir áramótin, en þá fer félag hans Stuttgart í keppnis og æfingaferð til Frakklands. Liðið mun æfa af krafti þar til „Bundesligan", fyrsta deildin í Vestur-Þýskalandi hefst aftur í lok janúar. Stuttgart er komið í átta liða úrslit vestu-þýsku bikar- keppninnar og er í fimmta sæti í deildinni, fjórum stigum á eftir topp- liðinu Hamburger Spirtsverein. Þegar Ásgeir var spurður hvort hann teldi ekki að það yrði erfitt að komast í liðið þar sem því gengi svo vel sem raun ber vitni sagði hann: „Það verður ekkert vandamál".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.