Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 22.12.1982, Blaðsíða 24
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi S.mar (91)7-75.51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niöurrifs Gagnkvæmt tryggingafélag M labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 Fórnuðu Danir islenskum hagsmunum ísamningum við Breta árið 1901? „HEF EKKI FUNDIÐ NEin SEM BENDIR TIL ÞESS — segir Jón Þ. Þór, höf undur nýrrar bókar um sögu togveiða Breta á íslandsmiðum ¦ Upphaflega var hugmyndin hjá mér mi að skrifa um eliii frá hagsögulegum sjónarhóli, reyna að gera mér grein fyrir efnahagslegri þýðingu togveiða Breta hér við laml, afrakstri þeirra af veiðun- um o.s. frv. En ég komst fljótt að því að það yrði illvinmtnlegt verk, heimildir lágu ekki á lausu um bókhald og afkomu fyrirtækja. Ég komst líka að því að þótt ýmsir hafi vikið að þessum veiðum Breta í sagnfræðiritum, þá hafði málunum ekki verið fylgt eftir alla leið ef svo má segja, Ég tók því þann kostinn að rekjá sögu togveiða Breta á íslandsmiðum og greina frá þeim pólitísku átökum sem fylgdu þeim. Ég segi frá fiskveiðideilun- um milli Breta og Islendinga á árunum 1895-1901. og rek aðdragandann að samningum Dana og Breta um landhelgi íslands sem gerðir voru 1901, með hliðsjón af því sem var að gerast í landhelgismálum í Evrópu á þeim liiua. Þannig greinir Jón Þ. Þór sagnfræðingur í stuttu mali frá innihaldi nýrrar bókar sinnar, Breskir togarar og íslandsmið 188*) - 1916, en hún er nýkomin út á vegum Hins íslenska Bókmenntafélags. Þaö er upp úr 1870 scm gufuskipaöldin hefst í breskum útvcgi og árið 1889 taka þcir að lcita á íslandsmið til vciða með botnvórpu. Þessar vciðar urður fljótlega þyrnir í augum íslendinga, en þá framfylgdu Danir þiggja mílna landhelgi viö ísland, þótt formlega séð væri íslcnska landhclgin fjórar mílur. Það var svo áriö 1894, scm alþingi Islendinga afgreiddi lög, scm konungur samþykkti um togvciðar á íslandsmið- um. Þetta vcrður að tcljast afar merkileg lagaselning. þar cð það cr í fyrsta sinn scm alþingi samþykkti að eigin frum- kva'ði Iðg um samskipti íslands við aðrar þjóðir. Sú grein þcssara laga scm mest fór fyrir brjóstið á Brctum var, þriðja grcinin, en hún kvað á um það að togurum væri bannað að sigla um íslandsmið, mcð vörpu innan borðs, þótt ckki væri verið að vciðum. Þetta töldu Bretar stangast algjörlega á við allar alþjóðareglur og hafa vafalaust haft rétt fyrir scr í því efni. Bentu þeir á að ef þessi lög giltu til að mynda um veiðar þýskra togara við Grænland, þá mætti samkvæmt þeim færa þá til hafnaref þcir H*K *¦*!?"*¦ m iHF ¦¦-'-.¦'--- Wmm Wsgtt& w IB --•--¦-'--...¦ -¦'¦¦- - -£35*3a* BlE [. jx? .loii Þ. Þór sagnfræðingur. Tímamynd Ella sigldu með veiðarfæri sín um Pentlands- fjörð. Þegar farið var að framfylgja þessum lögum, þá kvörtuðu breskir útgerðar- menn við stjórnvöld sín vegna framferðis landhelgisgæslu Dana við ísland og fóru fram á að flotadeild yrði send á vettvang. Þess ber strax að geta í þessu sambandi að bresk stjórnvöld trúðu ekki meir en svo kvörtunum útgerðarmanna. Þegar flotadeild var send á vettvang var það fyrst og fremst gert í því skyni að afla upplýsinga um ástandið og svo er að sjá sem Danir hafi fagnað komu flotans hingað enda virðist flotinn ekki hafa haft afskipti af dönsku landhelgis- gæslunni en á hinn bóginn varað breska togara yið landhelgisbrotum. Nú gerist það að Bretar gera nokkurs konar munnlegt samkomulag við Magn- ús Stephensen landshöfðingja um að veiða ekki í Faxaflóa innan línu sem hugsaðist dregin frá Ýlunípu í Þormóðs- sker á Mýrum. 1894. Var sú tillaga stjónarinnar hugsuð sem skref í þá átt að skapa grundvöll að samningum við Breta. Máttu breskir togarar eftir þetta leifa til hafnar hvar sem þeim sýndist og sækja vistir og kol, hefðu þeir veiðarfæri sín í búlka. Eftir sem áður héldu Bretar fram kröfum um að fá önnur mið við ísland. Settu þeir fram kröfur sem fólu í sér að þeir fengju að veiða uppi í fjörusteinum allt frá Vestmannaeyjum til Papeyjar gegn því að þeir hyrfu úr Faxaflóa. Landhelgissamningur Breta og Dana frá 1901 hefur fengið heldur slæmt umtal í íslandssögunni og því hefur verið haldið fram að þar hafi Danir fórnað hagsmunum íslands fyrir eigin markaðs- hagsmuni í Bretlandi. Ég hef ekki fundið neitt sem bendir til þess. Þvert á móti voru það Bretar sem létu undan hverri kröfu Dana á fætur annarri og landhelgissamningnum var fagnað á íslandi er hann var gerður, enda var hann í fullu samræmi við það sem tíðkaðist í hafréttarmálum í N-Evrópu á þeim tíma. Ég tel að ég geti sýnt fram á að andstaða gegn samningnum kom ekki fram hérlendis fyrr en löngu síðar þegar sýnt þótti að samningurinn væri úreltur. Þá var líka staðan í þjóðernis- málum hér á Iandi á þann veg að það kann að hafa þótt vænlegt til pólitískra vinsælda að gera hríð að Dönum fyrir frammistöðu þeirra í hagsmunamálum íslendinga. Ég tel einnig að ég hafi sýnt fram á að landhelgisgæsla Dana hér við land var hreint ekki svo slæleg sem haldið hefur verið fram. Hún var 1 vanbúin að skipum en þeir sem við hana störfuðu lögðu sig alla fram um að leysa gæsluna sem best af hendi.. Bók Jóns Þ. Þór er 237 bls. að stærð og hefur hann leitað fanga í heimildum sem fram til þessa hafa verið lítt kunnar. Auk þeirrar pólitísku sögu sem hér hefur verið drepið á greinir hann frá aflabrögðum Breta hér við land, svó og helstu veiðisvæðum þeirra. JGK w MIÐVIKUDAGUR 22. DES-1982 fréttir Leitað að nýju húsnæði fyrir Bifreiða- eftírlit ríkisins í Hafnarfírði ¦ Nú er unnið að útvegun nýs húsnæðis fyrir Bifreiðaeftirlit ríkisins í Hafnarfirði, vegna þess að Vinnueftirlit ríkisins hefur úrskurða að núverandi húsnæði eftirlitsins sé þannig að ekki sé talið unnt að lagfæra vinnu- aðstóðu þannig að viðun- andi teljist, og því þurfi að útvega nýtt húsnæði. Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur í bréfi til Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins staðfest að úttekt Vinnu- eftirlits ríkisins á starfsað- stöðu stofnunarinnar í Hafnarfirði sé rétt, og vinnur ráðuneytið því að útvegun nýs húsnæðis. Guðmundur Jónsson skipaður hæstaréttar- dómari ¦ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir skipaði í gær, að tillögu dómsmála- ráðherra Guðmund Jónsson, borgardómara og settan hæstaréttardómara, í embætti dómara í Hæsta- rétti íslands frá l. janúar 1983 að telja. dagar lil jóla dropar Aðalverktakar flottir á því ¦ Hálfkringlan sciii Islenskir aðalverktakar hafa undanfarin ár verið að byggja uppi á Ártúns- höfða liefur væntanlega ekki fariö framhjá ncinum vegfaranda sem lcið hefur átt um Suðurlandsveg. Undanfarna mánuði hefur hús- næðiA verið tckið í notkun, og eins og gcngur og gerist verður að kaupa innréttingar í nýbygging- una. Vitaskuld verða innréttingarnar að vcra nýjar, og þá keypt raðhús- gögn í stni'iiiii stil. Það er hin.s vegar ekki nógu gott fyrir aðal- vcrktakana sjálfa, að því er heim- ildir Dropa herma, því í þann hluta húsnæðisins sem verður helgaður þeim dugar htorki meira né minna en skraddarasaumuð húsgögn, sem sérstaklega eru teiknuð fyrir þelta tilefni, eitt stykki húsgagn samkvæmt hverri teikningu. Vitaskuld hleypur kostnaðurinn upp ú tillii valdi við þetta, en auðvitað skiptir það ekki máli, þegar spurningin snýst um það að hafa stólana, hillurnar og borðin af réttrí lögun og stærð. Hrafn og hinir snillingarnir ¦ Sjónvarpsglápararumlandallt varpa nú öndinni léttar, þvi endemislanglokuvitleysunni, „Þættir úr félagsheimili" er lokið og glápararnir eiga það ekki yfir höfði sér að þurfa að þrauka cinn þáttinn enn, þegar þeir hafa hreiðrað um sig fyrir framan imbann eða limbann (lit-imbi) á stormasömu laugardagskvöldi. Þátturinn síðastliðið iaugardags- kvöld var sama óbragðbætta nagla súpan og fyrírrennarar hans, Iiðin laugardagskvöld. Þó kenndi þar ánægjulegra undantekninga, en þær voru Sigurður Sigurjónsson, sem gerði hvað hann gat úr sinni rullu, Gísli Baldur, sem alltof lítið iiflur sést áskjánum, ogsvo Flosi, sem var að vanda trúr sínu forheimskaöa barnakcnnara- hlutverki. Tilefni þess að Dropar drjupa Félagsheimilinu til dýrðar, er ann- ars það hafí nánast verið furðulegt að Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri óskapanna skyldi nú ekki hafa notað tækifæríð sem honum bauðst, til þess að koma sjálfur fram i einum þætti eða svo, því það er alkunna að Hrafn gengur með stjömukomplexa mikla, og hefði því átt að feta í fótspor snillinga eins og Hitchcock, Ag- ústs Guðmundssonar og TrufTaut, sem alltaf sást bregða fyrir eins og i'inii sinni ímvndurnsínum. Dropa kunninginn átti hér við tækifærið fyrir Hrafn, að vera einn af loðna fólkinu. Heldur kunninginn því m.a.s. fram að Hrafn eigi pels einn svo mikinn og ioðinn, að hann hefði ekki þurft að fara í bleikan loðbúning, eins og sumir leikar- anna þurftu. Krummi ... ... Iifliir hcvrt að skattyfírvöld halí ráðið því að þeir hærra- launuðu fengju meirí láglaunabæt- ur en þeir sem minna hafa, til að fá sem mest aftur í kassann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.