Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 1
Hverjir fá láglaunabætur—Fréttaskýring bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 23. desember 1982 293. tölubiað - 66. árgangur L__________________I___i_____ Idnadarrádherra kynnir tillögur sfnar í álmálinu, ádur en ríkisstjórnin hefur fjallad um þær: Gómuð í sturturmi! — bls. 2 Ástkona Bogarts: Bóka gagnrýni — bls. 8-9 Sauma- klubbur föndra — bls. 12 'I „BUBAMANNAFUNDUR HJOR- LEIFS KEMUR MÉR A ÖVARTl 1 segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ■ „Það kemur mér á óvarl að búið sé að halda blaðamannafund um þetta mál áður en Alusuisse og íslensk stjómvöld hafa kynnt sér tillögur Hjörleifs gaumgæfilega," sagði Stein- grímur Hermannsson, sjávarútvcgs- ráðherra þegar Tíminn spurði hanri í gær álits á tillögum þeim scm Hjör- leifur Guttormsson hefur sent Alu- suisse varðandi gmndvöll að áfram- haldandi samningaviðræðum. Iðnaðarráðherra sendi í fyrradag tillögur sínar til Alusuisse og hann kynnti þær á fundi með fréttamönnum í gær. Þær eru m.a. í því fólgnar að ágreiningsefni verði sett í íslenskan gerðardóm, raforkuverð hækki frá 1. jan. nk. í 10 mills úr 6.5 mills á kílówattstundina og aftur I. apríl í 12.5 mills nema samningar um annað hafi áður náðst, þegar í stað verði teknir upp samningar um endurskoðun á leiðréttingu á rafmagnsreikningi, og samtímis hefjist viðræður um endur- skoðun á aðalsamningi um álverið í Straumsvík. Skal samkvæmt tillögum iðnaðarráðherra stefnt að því að ljúka samningum fyrir 31. mars nk. „Mér sýnist þetta sami grauturinn úr sömu skálinni," sagði Ragnar Hall- dórsson, forstjóri ÍSAL, er Tíminn innti hann álits á tillögum iðnaðarráð- . herra. „Mér finnst fremur ólíklegt að Alusuisse muni sætta sig við að gerðardómurinn til þess að útkljágöm- ul ágreiningsefni, verði skipaður ís- lendingum eingöngu, því slíkt berekki vott um að aðilar séu jafnréttháir", sagði Ragnar. „Mér finnst einkennilega að samningnum staðið, að gera Alusuisse tilboð og halda um það blaðamanna- fund, áður en rætt hefur verið við Alusuisse, eða Alusuisse fengið tæki- færi til að svara,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, er hann var spurður álits á tillögunum. AB/Sjó. Sjá nánar bls. 5 FMIwlBFffl iljlliiftfflWHUIIHIIFiiiSMM—WBBH— ■ Fjöldinn allur af hressum krökkum var samankominn í Laugardalshöllinni í gærkvöldi við undirbúning að ióladansleiknum stóra. sem Æskulýðsráð gengst þar fyrir á annan í jólum með aðstoð Stuðmanna. Ekki vitum við nafnið á bessum risava- na jólásveini sem þam-. er að líta dagsin; Jjós, cn hann prýðir Höllina ásamt lleiru a sunnudagskvöldið. Tunamynd EUa Margir verslun- areigendur með opidígærkveldi: LÖGREGIAN MED ENGIN flFSWPTl! ■ - Það er út af fyrir sig afar athyglisvcrt, ef lögreglan ákveður að hafa ekki afskipti af því hvort faríð er að lögum eða ekki, - sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur í gær er Tíminn spurði hann álits á þeirri ákvörðun lögreglu stjóraembættisins í Rcykjavík að veita ekki undanþágu frá rcglugcrð um lokunartíma verslana í gær, en hafa ekki afskipti af því hvort kaupmenn færu eftir henni eða ekki. Kaupmenn við Laugaveg höfðu sótt um að fá að hafa opnar verslanir til Id. 22.00, en samkvæmt reglugerð bar þeim að loka kl. 18.00. Rökstuddu kaupmenn beiðni srna um undanþágu einkum með því að vegna óveðurs hefðu neytcndur ekki getað nýtt sér rýmkun á opnunaitíma s.l. laugardag. Vildu kaupmenn gefa starfsfólki sínu frí frá vinnu á mánudaginn þriðja í jólum í staðinn fyrir aukið vinnuálag síðustu kvöld fyrir jól. Verslunarmannafélag Reykjavíkur féllst ekki á þessi sjónarmiö kaupmanna og byggði afstöðu sína á því að gífúrlegt vinnuálag væri á afgreiðslufólki nú fyrir jól og segði opnunartíminn ekki alla söguna því af- greiðslufólk þyrfti að vinna bæði fyrir og eftir opnunartíma verslananna. Auk þess hefði fólk ekki tryggingu fyrir að staðið væri við að veita frf þriðja í jólum. Borgarstjóri samþykkti fyrir sitt leyti við lögreglustjóraembættið að undanþágan væri veitt, en þegar sýnt þótti að ekki næðist samkomulag kvað William Th. Möller upp þann úrskurð að undanþága yrði ekki geftn, en hins vegar myndi lögreglan ekki hafa afskipti af kaupmönnum sem hefðu opið eftir kl. 18.00. f krafti þessa úrskurðar og þrátt fyrir mótmæli Verslunarmannafélagsins voru flestar verslanir við Laugaveg opnar til kl. 22.00 í gærkvöldi. Afgreiðslufólk í verslunum sem blaðið talaði við í gærkvöldi var undantekningalaust ánægt, með þessi úrslit málsins. Allmikil ös var á Laugaveginum í gærkveldi, en ekki kom til neinna átaka, enda rcyndu hvorki lógregla né fulltrúar V erslunaunannafélagsins að skipta sé; aí kaupmönnum. JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.