Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 6 ftttárai ■ Rcfir í búri að Snjallslcinshöfða Landmannahreppi. ■ „Það verður að viðurkenna að sá áróður sem rekinn hefur verið fyrir refaræktinni hér hefur verið ákaflega bjartsýnn og bláeygur í mörgum tilvik- um“, sagði Jón R. Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. loðdýra- ræktenda er Tíminn spurði hann hvort ekki væri hætta á að menn fari heldur geyst í þá fjölgun refabúa sem nú á sér stað og sem enn fleiri vilja þó stofna. Þótt góður aögangur að fóðri sé t.d talinn afar mikilvægur berast samt fréttir af refabúum óravegu frá öllum sjávar- plássum. „Menn hafa verið of gjarnir á að halda að málið sé fyrst og fremst það að ná sér í nokkra refi og svo megi henda í þá nánast hverju því sem fyrir hendi er. Byrji kannski með litla hakkavél og steypu- hrærivél og svo sé bara að bíða eftir peningunum. En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Þetta er alvörubúgrein, og sé hún ekki rekin af fyllstu hagkvæmni, þá stendur hún einfaldlega ekki undir sér. Þaö er einfalt mál. Meðalbú þarf 40-50 tonn af fóðri Ef við lítum t.d. nánar á fóðurþörfina þá þarf læða ásamt 7-8'hvolpum sínum og hennar hluta af högna, um 700-900 kíló af fóðri á ári. Fimmtíu læðu bú þarf því um 45-50 tonn af fóðri á ári, sem vcrður ekki framleitt af neinu viti við ófullkomnar aðstæður. Á hinn bóginn er það alveg rétt að við höfum forskot fram yfir aðrar þjóðir vegna þess að við eigum aðgang að „VERIÐ ÁKAFLEGA BJARTSÝNN 0G BLAEYGUR (MÖRGUM T1LVIKUM” — segir Jón R. Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. loðdýraræktenda ■ Jón R. Björnsson, frumkvæmdastjóri SÍL. geysilega miklum og ódýrum fiskúr- gangi, sem vcrður alltaf uppistaðan í fóðrinu - eða um 60-70% af því. Þegar ég segir ódýr þá á ég við ódýr í fiskvinnslustöðvunum, en það þýðir hins vegar ekki að hægt sé að flytja það fóður hvert sem er. í fóðurstöðvum hefur kílóið kostað um 2.20 krónur miðað við t.d. um 4,25 krónur hjá Finnum, sem eru stærstu framleiðendur heimsins. Hjá okkur eru hins ycgar aðrir hlutir, t.d. byggingar, miklu dýrari. Okkur er því alger nauðsyn að hafa fóðrið all verulega ódýrara en það er á hinum Norðurlöndunum og menn verða þar af leiðandi að forðast að setja á stofn refabú fjarri fiskvinnslustöðvunum scm útvegað geta fóður allan ársins hring. Ætlum við að lifa á þessari grein á erfiðum tímum verðum ■ við að hafa töluvert olnbogarými fram yfir aðra“, sagði Jón. Um 25% verðlækkun á desemberuppboðunum Hinn mikla áróður fyrir refaræktinni telur Jón kannski fyrst og fremst hafa byggst á því að verð á refaskinnum hafi verið gott undanfarin ár og farið hækk- andi. Á fyrstu uppboðunum nú í descmber hafi verð á bláref hins vegar lækkað um 25%, enda sé það staðreynd að verð á refaskinnum hafi ávallt verið töluvert sveiflukennt. Markaður fyrir minkaskinn hafi á hinn bóginn verið töluvert jafnari. Þrátt fyrir t.d. mjög mikla framlciðslu að undanförnu og þar í ofanálag almennan samdrátt í efna- hagslífi heimsins hafi verð minka- skinna hækkað nú á fyrstu vetrarupp- boðunum. Hinn vestræna loðdýramarkað hvað Jón nú aftur kominn í um 25 millj. minkaskinn, eða álíka og hann var 1974 fyrir verðlækkunina þá. Eftir hana hættu mörg stórbú t.d. í Bandaríkjunum, svo skinnum fækkaði niður í 17-18 millj. Síðan hafi framleiðslan aukist á ný, mest á Norðurlöndum, og hefur nú náð fyrra hámarki, sem fyrr segir. (Álitið er að Rússar framleiði um 8-10 millj., mink- askinn en aðeins 2-3 millj., þeirra koma á vestrænan markað). Framboð á refaskinnum er nú komið í um 3 millj., skinna). Japanir hafa keypt um fjórðung refaskinna Eitt af því neikvæða við refaskinna- markaðinn segir Jón vera það hve einn einstakur kaupandi er stór, þ.e. Japanir. Stutt sé síðan þeir hófu að nota pelsavöru og aðallega sé þar um að ræða skreytingar á tískuflíkum. Nú þykjast menn sjá þess merki að sú tíska sé að dala T.d. hafi þeir átt um fjórðunginn af keyptum skinnum í birgðum nú í haust, sem virðist hafa haft áhrif á markaðinn nú á fyrstu desemberuppboðunum, sem fyrr segir, hvert sem framhaldið verði á uppboðum í vetur. Ætluðu menn ekki líka að græða einhver ósköp á minknum? Er þó ekki staðreyndin sú að af 8 minkabúum sem stofnuð voru um 1970 eru einungis þrjú eftir í rekstri? Fyrir þessu segir Jón ýmsar ástæður. Menn hafi - sem oft vill verða - farið út í þetta af óhóflegri bjartsýni. Hins vegar hafi þá bæði vantað meiri þekkingu og reynslu og einnig hafi búin orðið að vera svo stór - vegna þágildandi laga - að vinnukrafturinn varð dýrari en þegar um fjölskyldubú er að ræða. Þá hafi og verðhækkunin 1974 komið illa við menn hér sem annarsstaðar. „En sé vel að minkarækt staðið er hún arðsöm. Menn þurfa nú heldur ekki lengur að byggja eins stórar einingar, enda hefur það allsstaðar sýnt sig að loðdýrabúskapur gengur best þar sem fjölskyldan kemst yfir að sjá um hann án mikils aðkeypts vinnuafls." Fræðslustarfsemi meginmálið Þú minntist á að skort hafi á kunnátt- una við stofnun minkabúanna hér á árunum. En hvað þá með þau hundruð manna sem vil ja nú gerast refabændur? - Loðdýrarækt er landbúnaður, þ.e. umhirða dýra, sem ég held að íslenskir bændur kunni mjög vel margir hverjir. Óneitanlega er loðdýraræktin þó tölu- vert frábrugðin öðrum búgreinum, þar sem með henni er verið að sækjast eftir góðum skinnum en ekki matvælum. Það er því ljóst að það er ótalmargt nýtt sem menn verða að læra. Hvað þetta varðar sýnist mérbúnaðar- skólarnir standa sig mjög vel. Þar geta menn nú lært loðdýrarækt og þar hafa verið tekin upp námskeið sem hafa verið vel sótt. Einnig hefur verið töluvert um það að menn sem hyggja á loðdýrarækt hafi fengið sér vinnu á búum sem komin eru af stað, sérstaklega á stærri búunum sem möguleika hafa á aðkeyptu vinnu- afli. Þá er leiðbeiningaþjónusta Búnað- arfélagsins mjög vaxandi. Síðast en ekki síst var Samband ísl. loðdýraframleið- enda stofnað til að aðstoða menn á allan mögulegan máta. Fræðslustarfsemi er meginmálið núna. Með samstarfi SÍL við hin Norðurlöndin hafa okkur einnig opnast ótal möguleikar til að sækja þangað margskonar fróðleik, sem sparað gæti okkur áratuga reynslu ef við höfum vit á að færa okkur hann í nyt. Að lokum spurðum við Jón um verðsamanburð á refaskinnum á skinna- mörkuðum t.d. undanfarin ár. Verð hlýtur að segja töluvert um hvernig til hefur tekist? Meðalverð á blárefaskinnum frá því í desember 1981 til sept. 1982 kvað Jón eftirfarandi - í dönskum krónum: Nor- egur 558 kr., Finnland 527 kr., Danmörk 504 kr., Island 495 kr., og Svíþjóð 486 kr. Við þennan samanburð er rétt að hafa í huga að vegna mikillar fjölgunar refabúa hér á landi hafi bestu dýrin verið seld til undaneldis sem ætla má að dragi meðaltalsgæðin nokkuð niður á íslensku skinnunum. - HEl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.