Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 12
Wimhm 12 heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. ■ Þegar við gengum inn í húsið, mætti okkur ylur, matarilmur, glaðvært skraf og hlátrasköll. Þar var greinilega glatt á hjalla. Við stefndum á hljóðið og stóðum innan stundar inni í borðstofunni og trufluðum 9 kátar konur, sem þar sátu að snæðingi. „Skilurðu nú hvers vegna klúbburinn heitir „Glymjandi“? spurði ein þeirra blaðamann kankvís- lcga. Saumaklúhburinn Glymjandier kom- inn til ára sinna, þó að hann beri aldurinn með eindæmum vel. Hann stofnuðu unglingsstúlkur í Hafnarfirði á sínum tíma, en það varð að samkomu- lagi að vera ekkert að flíka nákvæmum aldri klúbbsins, enda skiptir hann fekki máli, Klúbburinn er nefnilega greinilega síungur! Einu sinni í mánuði kemur klúbburinn saman og konurnar sitja* síður en svo auðum höndum á þeim fundum, heldur vinna kappsamlega að handavinnu sinni. En það eru ekki bara hendurnar, sem eru önnum kafnar. Á þessum fundum verður til framhaldssaga og klykkt er út ■ Saumaklúbburinn Glymjandi cr sestur við föndurgerðina eftir að hafa neytt IjúfTengra kræsinga. Nú skal láta hendur standa fram úr ermum, en jafnframt halda gleöi hátt á loft. Talið frá vinstri: Herdís Þorvaldsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Minna Breiðfjörð, Ásthildur Magnúsdóttir, Rut Guðmundsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Aslaug Magnúsdóttir, Margrét Flygenring og Kristhjörg Guðmundsdóttir. Hjartað, sem liangir niður úr Ijósahjálminum, er annað verkefni þessa árs. Það verður síðan skreytt með greni og borðum. saumaklUbburinn GLYMJANDIJÓLAFÖNDRAR ■ Það er ekki að furða, þó að gömul hjúin séu hálfniðurdregin á svipinn. Athyglin beinist nefnilega ekki fyrst og fremst að þeim í ár, licldur englinum, sem við hlið þeirra stendur. Hann cr hitt verkefni jólanna 1982. með því, að ortar eru stökur! Þessu er öllu haldið til haga á bók. Konurnar fara saman í ferðalög vors og hausts. Og þær halda sérstaka jóla- og páskafundi, þar sem þær föndra eitthvað í tilefni hátíðar- innar. Það er á jólafundinum, sem við fengum að heilsa upp á þær. Verkefnið ákveðið með 1-2 mánaða fyrirvara Á jólafundunum vinna konurnar viss verkefni, sem ákveðin eru með 1-2 mánaða fyrirvara. Hugmyndirnar að föndrinu eru ýmist aðfengnar eða úr eigin hópi. Þegar búið er að komast að niðurstöðu um verkefnaval, tekur ein þeirra að sér að búa til fyrsta eintakið, svo að hún geti leiðbeint hinum, þegar á hólminn er komið. Fundurinn hefst með sameiginlegum málsverði og líflegum samræðum til að vera vel undir átökin búnar, því að kvennanna bíður ströng vinna! Þeirra kappsmál er nefnilega að ljúka við sína hluti á fundinum og þá þýðir ekki annað en að taka til hendinni. Að þessu sinni höfðu orðið fyrir valinu heklaður engill, sem hengja má upp eða láta standa, og hnýtt hjarta, sem hengja má upp hvar sem er. Það tekur um 1 - 1 1/2 klst, að hekla engilinn, svo að það er eins gott að láta hendur standa fram úr ernium. Það er því ekki laust við, að blm. Heimilistím- ans hafi samviskubit af því að tefja þessar hressu konur, en þegar við kvöddum þær um 10-leytið, voru þær í óðaönn að hekla englana sína og leitandi ráð-hver hjá annarri varðandi vinnuna. ■ F.inn fyrsti hluturinn, sem þær stöllur gerðu á jólafundi, var þessi virðulega gamla dama. Sem sjá má á myndinni er heilmikið verk á henni og þurfti því að vinna talsverða undirbúningsvinnu, t.d. að prjóna húfuna, og sjalið, nóg var eftir sunt. s.s. að vinda hendur og búa til ándlit. Undirstaðan er gamaldags skyr- dollur, þessar ávölu. Kerlingin gerði slíka lukku, að sjálfsagt þótti að gefa henni karl, svo að hún yrði ekki einmana! ■ Frumlegt og sértætt hurðarskraut. (Tímamyndir Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.