Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H hedd Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafé/ag HÖGGDEYFAR QJvarahlutir áíTSsw FIMMTUDAGUR 23. DES.19S2 ■ - Þessi árlega flugelda- sala hefur verið okkar eina tekjulind og það má því segja að við stöndum og föllum með því hvernig salan gengur. Við verðum bara að vona að þetta dæmi gangi upp því annars lendum við í verulegum rekstrarerfiðleikum, sagði Benedikt Þ. Gröndal, sveitarforingi Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík er hann var inntur eftir undirbúningi fyrir hina ár- legu flugeldasölu hjálpar- sveitarinnar. Að sögn Benedikts þá liggur gífurleg Gífurlegt undirbúningsstarf hefur verið unuið vegna flugeldasölunnar. Hér er verið að flokka flugelda, en um 30 manns a ir.mu: nn nm tioinnv ■> muAan ó hoccarí vínnu ctóð Xímamyndi Róbert undirbúningsvinna í flugeldasölunni. mættu á hverju kvöldi og um helgar á meöan á þessari vinnu stóð ytÐ STONDUM 0G F0LLUM MEÐ FLUGELDASÖLUNNI” segir Benedikt Þ. Gröndal, sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík Sjálfboöaliðar hafa nú um tveggja vikna skeið unnið öll kvöld og helgar við að pakka og flokka flugelda og bara í Reykjavíkurdeildinni hafa um 30 manns mætt í þessa sjálfboðavinnu á hverju kvöldi. Þaö er Landssamband Hjálpar- sveita skáta sem flytur flugeldana inn, en hinar ýmsu deildir sjá svo um söluna. - Ég býst við því að það verði a.m.k. 40 manns í vinnu við að selja flugeldana, en við verðum með fimm útsölustaði, segir Benedikt, en þessir staðir eru Skátaheimilið við Snorrabraut, Volvo- salurinn, Ford-húsið í Skeifunni, Alaska í Breiðholti og Seglagerðin Ægir á Grandagarði. Fjölskyldupakkar á 350-1300 krónur Sem fyrr verða hinir vinsælu fjölskyldupakkar á hoðstólum hjá Hjálp- arsveitinni, en pakkar þessir hafa að geyma fjölskrúðugt úrval hinna fjöl- mörgu flugelda- og blystegunda. Að sögn Benedikts verður Hjálparsveitin með fjórar stærðir af fjölskyldupökkum nú í ár sem endranær og kosta þessir pakkar 390 krónur þeir minnstu, 490 krónur og 690 krónur og þeir stærstu kosta svo 1300 krónur. Sagði Benedikt að þessir pakkar gæfu góða mynd af því úrvali sem væri til af þessum vörum, en því væri ekki að neita að þeir stærstu hefðu jafnframt upp á mesta fjölbreytn- ina að bjóða. „Lífsnauðsyn að vel gangi,, Á síðasta ári mun andvirði flugelda- • sölu Hjálparsveitarinnar hafa numið um einni og hálfri milljón króna. Við ■ Benedikt Þ. Gröndal, sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Timamynd Ella spuröum Benedikt hvaða vonir væru bundnar við flugeldasöluna í ár. - Því fer fjarri að það hafi verið um nokkra magnaukningu að ræða hjá okkur í sölu undanfarin ár. Við höfum komist upp að ákveðnu marki og þar höfum við haldið okkur. Það má vel vera að við þurfum að leggja harðar að okkur að þessu sinni en oft áður til að halda okkar markaðshlut, þar sem við höfum frétt að við megum eiga von á aukinni samkeppni í ár. En eins og ég gat um þá er það okkur lífsnauðsyn að vel gangi. Við höfum náð endum saman með þessari flugeldasölu, þannig að dugað hefur fyrir endumýjun tækja og daglegum rekstri. Við eigum von á mjög fullkomnum björgunarbíl til landsins næsta ár, en það verður svo bara að koma í ljós hvað við getum gert á öðrum sviðum, sagði Benedikt Þ. Gröndal. - ESE fréttir Friðarblysför ■ Samtök herstöðva- andstæðinga gangast fyrir friðarblysför í dag kl. 17.30. Göngufólk kem- ur saman á Hlemmi, þar sem Atli Gíslason flytur stutta hvatningu. Að því búnu verður blysum brugð- ið á loft og gengið niður Laugaveg í Lækjargötu þar sem staldrað verður við og hlýtt á ávarp Guðrúnar Ólafsdóttur Iektors í landa- fræði. Með í för verður Pershing 2 eldflaug, ein þeirra 572 sem íslendingar ásamt öðrum NATO þjóð- um hyggjast koma upp í V-Evrópu eins og segir í frétt frá Samtökum her- stöðvaandstæðinga. Verð- ur eldflaugin reist í skot- stöðu við Lækjargötu", „sem tákn þess friðar sem íslendingar boða öðrum þjóðum heims um þessi jó!“ segir ennfremur í fréttinni. Fundarstjóri á fundinum í miðbænum verður Pétur Reimarsson. Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar ■ Umnæstuáramótlætur Logi 'Einarsson af störfum sem forseti Hæstaréttar. Hefur Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari verið kosinn forseti í hans stað frá 1 .janúar 1983 til ársloka 1984. Þá hefur Magnús Þ. Torfason hæstaréttadóm- ari verið kjörinn varafor- seti Hæstaréttar til sama tíma. dagur til jóla dropar Er ég að koma eða fara? ■ Þessum er stolið úr Sjó- mannablaðinu Víkingur: Daníval bóndi á Litla-Vatns- skarði var drykkfelldur og oft skrítinn í tilsvörum. Einu sinni kom hann drukkinn að Stóra- Vatnsskarði. Hann þáði þar góðgerðir, og er hann hafði dvalið alllengi fvlgdi Guðrún hnsfreyja homim Fl dyra. Danival fer nú á bak hcsti sínum, situr nokkra stund þegjandi á hestbaki, snýr sér síðan að húsfrcyju og segir: „Segðu mér nú eins og er, Guðrún mín, Er ég að koma eða fara? Bara eftir að undirrita samninginn ■ Ekki er úr vegi að drjúpa örlítið í tilefni eins af maraþon- fundum Hjörleifs Guttorms- sonar iðnaðarráðherra um ál- málin, sem eru farin að heyra undir klassísk mál í íslenskri stjórnmálaumræðu. Ráðherra hélt sem sé einn slíkan fund í gær með fréttamönnum fjöl- miðlanna þar sem hann kynnti það sem hann sjáifur kallar ,,Samkomulagsgrundvöll“ sem hann héfur lagt fyrir erlenda anðhringinn Alusuisse, en eins og kunnugt er hafa viðræður verið í strandi um nokkurt skeið. Þegar menn fóru svo að glugga í samkomulagsgrund- völlinn svonefnda, hvað sáu þeir þá? Jú, þarna var komið samningsuppkast, að vísu óundirritað. Varð mönnum að orði að hjálpsemi og Ijúf- mennska ráðherrans væri ein- stök, því hann tæki í rauninni allt ómakið af Svisslendingum og væri búinn að semja næsta álsamning, og nú þurfa Alu- suissemenn aðeins að koma einu sinni enn til landsins, en það verður að sjálfsögðu til þess eins að undirrita samning- inn hans Hjörleifs. Krummi ... ...er hissa á Hjörleifi að hann skuli ekki óska eftir umboði frá Svisslendingum og heimiid tií að ganga trá deiiuatriðunum i eiu skipti týnr öll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.