Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 5 jólaleikritin Jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur: FORSETAHEIMSOKNIN ■ „Við frumsýnum gamanleikritið Forsetaheimsókn, eftir frönsku höfund- ana Luis Rego og Philipp Bruneau, þann 29. þessa mánaðar hér í Iðnó,“ sagði Stefán Baldursson, leikstjóri jóla- stykkis Leikfélags Rcykjavíkur í viðtali við Tímann,. Þeir Rego og Bruneau eru báðir leikarar og nokkuð þekktir sem slíkir í heimalandi sínu, Frakklandi. Stefán tjáði blaðamanni að þeir Rego og Bruneau hefðu báðir samið gamanleiki áður, nokkra hvor, en hvor í sínu lagi. Stefán var spurður að því um hvað Forsetaheimsóknin fjallaði: „Nú, eins og nafnið á leikritinu bendir til, þá fjallar leirkitið um heimsókn forseta.Leikritið gerist á heimili venjulegrar alþýðufjöl- skyldu, sem hefur ákveðið að bjóða forsetanum í heimsókn, því hann hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til þess að heimsækja alþýðuna. Verkið er að vísu skrifað á meðan að Giscard d’Estaing var í embætti, en það þarf ekki að hafa nokkur áhrif, því verkið er almenns eðlis. Það er sem sagt kvenpeningurinn á þessu heimili sem hefur ákveðið þetta heimboð, án þess að húsbóndanum sé kunnugt um það. Húsbóndinn er á hinn bóginn mjög róttækur og andstæðingur forsetans í lífsviðhorfum. Honum er því af skiljanlegum ástæðum ekkert um þetta gefið,. Fyrri hluti leiksins snýst því um það að forða því að húsbóndinn komist að þessari fyrirætlun. Síðan er farið að æfa, undir leiðsögn nágranna í húsinu sem er áhugaleikari og kennari en hann segist allt vita um það hvemig eigi að haga sér við svona kringumstæður. Hann tekur þau sem sagt í þjálfun í öðrum þætti leiksins, og þriðji þátturinn snýst svo um sjálfa forsetaheimsóknina. Ég held að ég fari nú ekkert nánar inn á efnið, en þetta er allt svona á léttari nótunum.“ ■ Það verður ugglaust hægt að hlæja og það mikið á jólaleikriti Leikfélags Reykjavíkur. Hér eru þau Soflía Jakobsdóttir, Guðmundur Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Sigríður Hagalín í hlutverkum sínum. -Er þetta þá eingöngu gamanverk, eða finnst ef til vill einhver broddur. „Það er alveg óhætt að svara því játandi að það felist broddur í verkinu. Það má alltaf inn á milli finna ádeilu- hluta, þar sem verið er að senda alls lags pillur, en í smáatriðum vil ég ekki segja frá á hvaða hátt þær eru. Það er verið að grínast að báðum aðilum - þ.e. þeim sem eru að snobba fyrir fína fólkinu, og fína fólkinu sem er að snobba niður á við, ef svo má að orði komast. Verkið er bæði skemmtilegt í texta og tilsvörum, og svo náttúrlega í „situasjón- um“.“ Það er Þórarinn Eldjárn sem þýddi leikritið, Ivan Török gerði leikmynd og búninga, og leikstjórn er eins og áður segir í höndum ' annars leikhússtjórans, Stefáns Baldurssonar. Hlutverkin í leikritinu eru tólf: Kjartan Ragnarsson leikur húsbóndann róttæka og Soffía Jakobsdóttir leikur konu hans. Sigríður Hagalín er tengdamóðir húsbóndans og Hanna María Karlsdóttir er mágkona hans, búsett á heimili hans. Þá eru það nágrannarnir, og ber þar fyrst að nefna kennarann, en hann leikur Guðmundur Pálsson, og húsvarðarfrú sem Guðrún Ásmundsdóttir leikur. Forsetahjónin eru leikin af þeim Gísla Halldórssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Aðrir sem koma við sögu í Forsetaheimsókn- inni eru Steindór Hjörleifsson, Harald G. Haralds, Karl Guðmundsson og Aðalsteinn Bergdal. - AB. Leikrit úr samtímanum, eftir Nínu Björk Árnadóttur frumsýnt 30. desember nk. á Litla sviðinu: yySúkkulaði handa Silju ■ „Súkkulaði handa Silju“ nefnist leikrítið sem frumsýnt verður á Litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum þann 30. desember næstkomandi og höfundur verksins er Nína Björk Amadóttir. Verkið er raunsæisverk sem geríst í íslenskum samtíma. Um það er ofinn Ijóðrænn rammi, og Ijóð og söngvar undirstrika andstæðurnar við líf þeirra sem verkið fjallar um. Söguþráður leiksins er í grófum dráttum á þessa leið: Anna, 35 ára gömul kona sem vinnur í verksmiðju og dóttir hennar, Silja, er 15 ára unghngur í uppsreisnarhug. Greint er frá vonlítilli lífsbaráttu þeirra, hvemig og hversvegna Anna missir tök á lífi sínu og gerir hluti sem eru langt frá því sem hún helst vildi gera. Tíminn hafði samband við höfundinn, Nínu Björk, til þess að reyna að forvitnast örlítið nánar um Súkkulaðið hennar Silju. Var Nína Björk fyrst spurð hvað hefði vakað fyrir henni, þegar hún skrifaði leikritið: „Mál þessara mæðgna sem ég skrifa um brennur á mér. Fyrst þróaðist Anna í huga mér, en síðan komu aðrar persónur. Fólk eins og það sem ég skrifa um í þessu verki er mjög nálægt mér, en það er engin raunveruleg fyrirmynd til að neinni persónu í leikritinu. Það sem kemur fyrir Önnu í þessu verki og það sem gerist í leikritinu, er auðvitað bein mynd úr lífinu, en þó ekki þannig að neitt þessu líkt hafi komið fyrir nokkurn mann sem ég þekki. Anna varð mjög sterk í mér þegar ég var að skrifa verkið og Silja dóttir hennar einnig síðar. Þær og aðrar persónur leiksins tóku smám saman á sig líf í huga mínum.“ Hefur þú fylgst með æfingum á verkinu? „Já, ég fylgist alltaf náið með æfingum. Ég breyti ekki leikritum eftir að þau fara í vinnslu, en ég bæti þau, eða reyni að bæta þau og mér finnst mér takast það, eftir að leikstjórinn og leikarinn fara að skapa persónuna. Nú persónurnar sem koma við sögu, hafa orðið enn meir lifandi eftir að æfingar hófust.“ Það er María Kristjánsdóttir sem leiksýrir verkinu, tónlistin er eftir Egil Ólafsson, sem tekur jafnframt þátt .í sýningunni og stærstu hlutverkin eru í höndum þeirra Þórunnar Magneu Magnúsdóttur, Önnu Kristínar Am- grímsdóttur, Báru Magnúsdóttur (Silja) og Ingu Bjamason. Áður hefur Egill Ólafsson verið nefndur, en auk hans leika í þessu stykki, þeir Þórhallur Sigurðsson, Sigurður Skúlason, Guðjón Pedersen, Ellert A. Ingimundarson og Jón Gunnarsson. Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og ljósamaður er Sveinn Benediktsson. Nína Björk er sþurð hver Bára Magnúsdóttir, sem leikur Silju sé: „Hún er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Það er mjög gaman að hafa svona ekta ungling í hlutverki Silju. Hún er mjög lifandi, opin og skemmtileg stelpa og stendur sig alveg með prýði í hlutverki Silju.“ - Ertu ánægð með tónlist Egils Ólafssonar og finnst þér hún falla vel að verkinu? „Ég er mjög ánægð með hana, og mér finnst hún falla alveg sérstaklega vel að verkinu. Egiil og Inga Bjamason Anna (Þórunn Magnea Magnúsdóttir) og Jóhann (Sigurður Skúlason) ræðast við, í „Heitt súkkulaði handa SHju“. syngja emmg songvana sem eru i leikritinu, og þau gera það mjög vel, þannig að ég er mjög ánægð með músikina í verkinu." - Nú á ég bágt með að skilja titil verksins - getur þú skýrt hann fyrir mér? „Það skýrist svo sannarlega í verkinu hvað felst í orðunum „Súkkulaði handa Silju“, en ég held að ég láti það ógert að skýra titilinn nú. Þó er óhætt að segja að þessi titill er alls ekki neitt léttmeti eða grín - þegar fólk hefur séð sýning- una, þá sér það að titilinn er jafnvel með angistarfulla meiningu." - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.