Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Óskum bændum og búaliði svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar M'sfrávss ÍBSMgga G/obusn LAGMÚLI 5. SlMI 81555 EDITORS’ CHOICE The Best Books of 1982 h'ourteen yecirs u&o, ut aboul this time of veur. thc edilors of the Book Review, who 'wrp usetí to thinktnf! of themselves as the helpmeets of criticism, moved front for one week antí picUed u hat they considered the besl books of the yeur. Pickinu the best be- come a habit, unc: in this Christmas issue we offerour 15th annuul choice. Like last year’s choice, it contains 12 titles, five ficlion and seven nonfiction, with one book, "Schindler’s List," a factual account done with fictional techniques. There are two childhood memoirs, one volume of political memoirs, one book of history, one biography and one volume of passionate exposition and argument. If this last, "The Fate of the Earth," achieves its purpose of making us rr.ore aware of our peril in this nuclear age, it will prove to be the most important book pub- lished this year. Everyone who rcud Alice Walker’s "The Color Purple,” which did not muke the list, agreed thut its first 75 puges contained prob- that one’s anger may overwhelm and destroy one’s fiction. About all these matters J. M. Coetzee, a South African writer in his early 40’s, has evidently thought deeply, and in his new novel he has found a narrative strategy for controlling the tension between subject and author. He tells the story of an imaginary Empire, set in an unspecified place and time, yet recognizable as a “universalized” ver- sion of South Africa. At the Empire’s edge live barbarian tribes, which the so-called Third Bureau claims are preparing to muti- ny. Troops are sent; first there are reports of victory; but finally they retum, dazed and bedraggled. The Empire fades; the barbar- ians remain. A power of historical imme- diacy gives this novel its thmst, its larger and, if you wish, universal value. TUMULTUOUS YEARS By Robert J. Donovan. W. W. Norton & Co. This second volume of Robert J. Ddnovan’s YEARS OF UPHEAVAL ByHenryA. Kissinger. Little, Brown&Co. In the second volume of his interminable yet endlessly fascinating memoirs, Henry A. Kissinger moums the burden of carrying a crippled President, but still cannot help cele- brating his own incomparable feats of surviv- al. As Richard Nixon’s Presidency expired, Mr. Kissinger’s already great influence soared. This volume recounts that incredible year between the summers of 1973 ánd 1974, in which the refugee from Nazi Germany be- came the most glamorous and probably the most powerful man in America. The book begins with his baptism as Secretary of State by a grudging President floating in a swim- ming pool in San Clemente and ends with the President on his knees at the doör of the Lin- coln Bedroom in the White House. In between are many brilliant personal portraits of American and world leaders and some vivid lAccnns in Hinlnmníir clratAou Bestn bæknr ársins í Bandaríkjunum ’82 ✓ A.RSLOK HVERJU SINNl ERU TÍMITIL AÐ GERA UPP LIÐNA ÁRIÐ MEÐ ÝMSUM HÆTTI. Meðal annars er það föst venja hjá mörgum fjölmiðlum að reyna, að setja saman yfirlit um það besta, sem gerst hefur á árinu á sviði margháttaðrar menningarstarfsemi. Sumir eru fyrri til í þessu en aðrir. Þannig tóku ritstjórar bandaríska bókmenntablaðsins New York Book Review (NYTBR) sig til snemma í desember og völdu - fimmtánda árið í röð - „Bestu bækur ársins 1982“ í Bandaríkjunum. Niðurstaðan hjá þeim var listi með 12 bókum, sem þeir voru sammála um að ættu heima á þessum lista. Þar eru fimm skáldsögur en sjö verk af öðrum toga. Ritstjórarnir segja í greinargerð sinni, að um sumar bækurnar á listanum hafi verið allmiklar deilur þeirra á milli, einkum þó hvort annað bindið í ítarlegum æfiminningum Henry Kissingers ætti þar heima. Þá komu að sjálfsögðu mjög margar bækur til greina, sem ekki eru með á listanum yfir bestu bækurnar. Sérstaklega var þar bent á skáldsöguna „The Color Purple" eftir Alice Walker, en um hana segja ritstjórarnir m.a., að þeir hafi verið sammála um að fyrstu 75 blaðsíðurnar í þeirri bók væru sennilega það besta, sem skrifað hefði verið í Bandaríkjunum á árinu sem er að líða, en hins vegar hafi höfundinum ekki tekist að halda bókinni áfram til loka með sama hætti og því teldist hún ekki til bestu bóka ársins. Við skulum nú líta nokkuð nánar á þennan lista. Fyrst er best að telja upp bækurnar og höfunda þeirra, en þær eru skráðar í stafrófsröð miðað við eftirnöfn höfunda í hinu bandaríska blaði: „The Burning House“ eftir Ann Beattie. „Waiting for the Barbarians“ eftir J.M. Coetzee, „Tumultuous Years“ eftir Robert J. Donovan. „Schindler’s List“ eftir Thomas Keneally. „Years of Upheaval" eftir Henry A. Kissinger. „The Fate of the Earth“ eftir Jonathan Schell. „Bronx Primitive" eftir Kate Simon. „Ake“ eftir Wole Soyinka. „Isak Dinesen“ eftir Judith Thurman. „Dinner at the Homesick Restaurant" eftir Anne Tyler. „Beck is Back“ eftir John Updike. „Aunt Julia and the Scriptwriter“ eftir Mario Vargas Llosa. Nokkurra ÞESSARA BESTU BÓKA ÁRSINS AÐ MATI RITSTJÓRA NYTBR HEFUR ÁÐUR VERIÐ GETIÐ HÉR í BLAÐINU. Nú síðast var t.d. fjallað í Skuggsjá um hina merku æfisögu Karen Blixens, eða Isak Dinesen eins og rithöfundarnafn hennar var, eftir unga bandaríska konu, Judith Thurman, en hún varði sjö árum æfinnar til að safna efni í þessa æfisögu og skrifa hans. Einnig hefur áður verið sagt frá nýjustu bók perúnska rithöfundarins Vargas Llosa í Skuggsjánni, en bók Jonathan Schells um ógnir kjarnorkuvopnanna var sérstaklega kynnt í Helgar-Tímanum fyrr á árinu. En lítum örlítið nánar á hinar bækurnar, sem á listanum eru. „The Buming House“ (Húsið sem brennur) er þriðja smásagnasafnið, sem Ann Beattie sendir frá sér á átta árum. Ritstjórar NYTBR segja, að ný bók eftir hana sé nánast eins og nýtt fréttaskeyti frá vígstöðvunum; menn hrifsi hana til sín áfjáðir í að komast að því, hvað sé að gerast þar við jaðar þess einskismannslands, sem mannleg samskipti geta verið. Beattie fjallar um fólk sem bjargar sér frá degi til dags, frá einum elskhuganum til annars, og yfir þessum nýjustu sögum hennar hvílir einhver tregablær. J.M. Coetzee er suður-afrískur rithöfundur, og saga hans, „Waiting for the Barbarians“ (Beðið eftir villimönnunum) er dæmisaga um heimaland höfundarins, en þjóðlíf þar einkennist af kynþáttamisrétti og hatri á milli ólíkra kynþátta. Hann segir hér frá ímynduðu heimsveldi, sem er ljóslega mótað eftir suður-afrískum veruleika. Við jaðar heimsveldis- ins búa villimennirnir, sem hin svokallaða „Þriðja deild“ (öryggislögreglan) fullyrðir að séu að undirbúa uppreisn. Hermenn eru sendir á vettvang, og í fyrstunni berast fréttir af miklum sigrum. En tíminn líður og loks löngu síðar snúa hermennimir til baka bugaðir og vankaðir. Heimsveldið hverfur með tímanum en villimennirnir lifa áfram. Skáldsaga, sem hefur boðskap að flytja langt út fyrir raðir suður-afrískra lesenda, segja ritstjórar NYTBR. „Schindler’s List“ (Listi Schindlers) eftir Thomas Keneally er það sem kallað er heimildarskáldsaga. Höfundurinn lýsir þar í skáldsöguformi raunverulegum persónum og raunveru- legum atburðum. Höfuðpersónan er Þjóðverji að nafni Oskar Schindler, sem var einn þeirra sem fylgdu í kjölfar þýska hersins inn í Pólland árið 1939. Þar tók hann við stórri verksmiðju sem hernámsliðið rændi af Gyðingum, sem settir voru í fangabúðir. Schindler hafði fram af þessu verið skemmtanafíkinn glaumgosi, en reynsla hans í Póllandi gjörbreytti honum og hann lagði sig fram um að bjarga Gyðingum frá útrýmingu. Honum tókst að ná 1300 þeirra lifandi úr dauðabúðunum. Keneally, sem er Ástralíumaður, kynnti sér rækilega feril Schindlers eftir að honum hafði verið bent á sérstæðan feril Þjóðverjans, og skrifaði síðan sögu hans í skáldsagnarformi. Tvær af þeim 12 bókum, sem hér er sagt frá, fjalla um bandarísk stjórnmál og alveg sérstaklega um lífið í Hvíta húsinu, önnur á valdatíma Harry S. Trumans en hin á Nixon-árunum. Robert J. Donovan, blaðamaður og sagn- fræðingur, hefur undanfarin ár verið að skrifa æfisögu Trumans, og „Tumultuous Years“ er annað bindi þess verks og fjallar um árin 1949-1953, sem vissulega voru viðburðarík ár á sviði alþjóðamála. í bókinni er ítarlega fjallað um Kóreustyrjöldina og í því sambandi um þá harkalegu árekstra, sem urðu á milli Trumans og Douglas MacArthurs, hershöfð- ingja, sem leiddi til þess að Truman setti MacArthur af. Einnig er fjallað um aðra mikilvéega atburði svo sem stofnun NATO, byltinguna í Kína, Joseph McCarthy og kommúnistaofsókn- irnar í Bandaríkjunum, og marga þekkta stjómmálamenn bandaríska. Hin bókin er að sjálfsögðu annað bindi endurminninga Henry A. Kissingers, og fjallar hann þar um síðasta ár Richards Nixons í Hvíta húsinu og baráttu sína til að halda utanríkisstefnu Bandaríkjanna gangandi á sama tíma og forsetaembættið var máttvana vegna vonlausra tilrauna Nixons til að halda völdum eftir að lögbrot hans og spilling varð öllum kunn. Kissinger fjallar um atburði þessa tíma í smáatriðum, en sumir telja það galla á bókinni að nánast eina hetjan í henni er Kissinger sjálfur. Kate Simon er þekkt fyrir athyglisverðar ferðabækur sínar, en í„Bronx Primitive“ er hún ekki að fjalla um fjarlægar heimsborgir heldur rekur hún æsku sína í Gyðingahverfinu í Bronx. Wole Soyinka er tvímælalaust þekktasti og að ýmsra áliti besti afríski rithöfundurinn. Hann er fjölhæfur í meira lagi; hefur skrifað leikrit, ljóð, skáldsögur, ritgerðir, og nú sjálfsæfisöguna „Ake“, þar sem hann lýsir bernskuárum sínum í vesturhluta Nígeríu. Bók sem verður sígild afrísk æfisaga, segja ritstjórar NYTBR. „Dinner at the Homesick Restaurant“ er níunda skáldsaga Anne Tyler, „skemmtileg, vitur bók, sem yljar um hjartaræt- urnar“. Sagan gerist í borginni Baltimore og segir frá 85 ára gamalli konu, Pearl Tull, sem er að deyja og rifjar upp ýmis atriði úr lífi sínu. „Einstaklega falleg bók“ segja þeir í NYTBR. Og þá er það að lokum John Updike, sem telja má í fremsta flokki bandarískra rithöfunda um þessar mundir. „Bech is Back“ segir frá rithöfundinum Beck, sem Updike hefur áður skrifað um og er persónugerfingur höfundarins sjálfs. Þegar bókin hefst hefur skáldleg uppspretta Becks verið þurr í 13 ár, en í lokin hefur hann sent frá sér metsöluskáldsögu, kvænst ástkonu sinni og orðið að eins konar menningarvita. „Beck“-bækur Updikes eru að mörgu leyti ekki síðri en skáldsögur hans um Harry „Rabbit“, sem nokkuð hefur verið dvalist við í þessum þáttum fyrr á árinu. -ESJ Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.