Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 13 Rætt við Þráin Valdimarsson, sem nú lætur af starfi fr amkvæmdastj ór a Framsóknarflokks- ins eftir 36 ára starl skyldi ekki koma fyrir að skólinn þyrfti að hafa neina vanvirðu af þessum samkomum og eftirlitsmenn nemenda voru jafnan viðstaddir. Þá var og annað ágreiningsefni og var það viðvíkjandi því að til orða hafði komið að vísa einum eða tveimur nemendum úr skólanum, vegna þess að þeir þóttu sækja iila tíma. Út af þessu öllu var haldinn sérstakur fundur. Ég hafði einsett mér að skipta mér ekkert af félagsmálum í Samvinnu- skólanum, - hafði fengið mig fullsaddan af félagsmálastarfi í þrjú ár á Laugar- vatni. En einhvern veginn fór það nú svo að formaður skólafélagsins hætti ekki fyrr en ég gaf eftir og hét að hafa framsögu um þessi mál af hálfu nem- enda. Jónas hélt svo aðra ræðu. Samdi ég fyrri partinn af þessari ræðu og á hann enn í fórum mínum, en síðari hlutann flutti ég upp úr mér. Skal ég að vísu viðurkenna að í dag hefði ég ekki flutt þennan ræðustúf, en þó var ég ekki svo tannhvass að ég teldi mig geta átt von á því frá Jónasi, sem ég svo mátti reyna. Risu öldur all hátt á fundinum, en þó ekki hærra en svo að þegar fundi lauk fannst mér sem sættir væru komnar á, því Jónas sagði í lok sinnar ræðu að vafalaust hefðum við báðir sagt hitt og .annað sem betur hefði verið ósagt, en stæðum þó nær því að skilja hvern annan en í upphafi, þetta fannst mér vera sáttaboð og flutti eitthvað hliðstæða tölu á eftir. En þegar ég kem í tíma daginn eftir, þá bregður svo við að nær allur kennslutíminn fór í það hjá honum að hann reyndi að ná sér niður á mér og segja eitt og annað sem mér þótti miður gott að hlusta á. Ég hafði vit á að þegja, en spyr um leið og hann lýkur kennslu- stundinni hvort ég megi segja við hann nokkur orð. „Alveg sjálfsagt, Þráinn," segir Jónas þá, afskaplega hlýlega og vingjarnlega, tekur undir handlegginn á mér og leiðir mig út að glugganum við stigann. Þá sagði ég orð sem ég hefði ekki átt að segja, en skapið var nú ekki þjálla í þá daga: „Erindið við þig var nú nánast að spyrja hvort ég ætti að vænta framhalds á þessum fræðslutímum um mig í kennslustundum?" Við þessi orð varð Jónas ákaflega reiður, hrinti mér niður stigann hvað þá annað, og kallaði á eftir mér að ég skyldi ekki láta sjá mig ■ Tillögur Framsóknarflokksins til lausnar yfirstandandi vanda kynntar í júní 1979 (Tímamynd G.E.) í skólanum framar. Það hafði hann að vísu sagt þrívegis á fundinum kvöldið áður. Eftir þetta þóttist ég sjá að það mundi verða ómögulegt fyrir mig að vera í skólanum áfram. En Jónas hafði líklega einhvernveginn fengið það inn í sig, - sem ég fæ aldrei skilið, því ég var einlægur aðdáandi hans, - að ég væri sendur inn í Samvinnuskólann af Ey- steini og Hermanni, til þess að gera uppistand. Um þetta leyti var skilið á milli flokksins og Jónasar. Hefur hann eflaust hugsað sem svo að með því móti ætti ég að vinna að því að hann yrði settur af sem skólastjóri. Ég þekkti hvorki Hermann né Eystein þá og eini stjórnmálamaðurinn sem ég þekkti eitthvað og hafði óbilandi dálæti á og hef enn, var Jónas og Bjarni skólastjóri á Laugarvatni, einlægur fylgismaður hans. Guðlaugur Rósinkrans var yfirkennari um þetta leyti og hann bað mig eindregið um að halda áfram í skólanum og hætta við þessa fyrirætlun. „Þú mátt alls ekki taka skólastjórann alvarlega,“ sagði Guðlaugur, „því hann getur gert svona í reiðikasti. Hann kann að sjá eftir þessu og verða þér þakklátur, ef hér gæti gróið um heilt.“ En það var komin í þetta stífni og vist minni í skólanum var lokið. Þótt Jónas væri ekki formaður í Framsóknarflokknum á þeim tíma er ég starfaði fyrir flokkinn, þá var hann ætíð í mínum huga sem margra annarra feiknalegur risi í íslenskum stjórnmál- um, sem bæði hafði stofnað pólitíska flokka og hreyfingar, sem orðið hafa íslenskri alþýðu gífurlega mikilvægar, svo sem ASÍ, Alþýðuflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og fleira. En það er ljóst að geðið hefur verið ríkt og bæði sú mikla aðdáun sem var á Jónasi annars vegar og hatrið á honum hins vegar, hefur gert hann harðari og um leið ráðríkari. Starfsmaður flokksins Hjá Framsóknarflokknum byrjaði ég í byrjun árs 1947 og atvikin höguðu því svo til að mjög skömmu eftir að ég byrjaði var ég sendur út á land í erindagjörðum flokksins. í þessum ferðalögum var ég svo meira og minna næstu tvö árin og það verð ég að segja að þetta var einskonar framhald á þeirri skólun sem ég hafði fengið á Laugar- vatni. Ég kom á mikinn fjölda heimila í sveitum og þorpum og kynntist óskap- lega mörgum. En einkum voru það bændurnir á mörgum sveitaheimilunum sem heilluðu mig með þeim dæmalausa fróðleik og margvíslegu þekkingu sem þeir höfðu yfir að búa. Ef til vill ætti ég að láta fljóta hér með tvær sögur sem til marks um þetta: Einu sinni þurfti ég að hitta bónda í Mýrasýslu. Það hafði verið mikill rosi og rigningartíð og ég kem í þann mund sem ég sé að fólk er að fara heim af engjum og í matinn. Þar sem mér fannst það óviðeigandi að koma heim á bæinn einmitt í matartímanum, þá sneri ég frá og fór eitthvað meðan þessi klukkutími var að líða. En þá fór ég út á engi til fólksins og hitti bónda, kveð erindi mitt ekki mikið og bið um að mega spjalla við hann, þarna sem við stóðum. En hann kvað það ekki hægt og segir að ég verði að koma heim og þiggja góðgerðir. Ég þverneitaði því og því til staðfestu setti ég mig niður á þúfu og sagði að við gætum sem best afgreitt málin hér. Ég sagðist gera mér ljóst að svona daga veitti ekki af að nota sem best við heyskapinn. Hann lét sem hann heyrði ekki neitt af því sem ég sagði, heldur kallar til konu sinnar og segir að þau skuli labba heim með gestinum sem kominn sé. Hér talaði sá sem valdið hafði og ekki annað að gera en að hlýða. Þegar heim kom setti bóndi koníaks- flösku á borðið og við dreyptum á þessu í hófi og ég lauk erindi mínu og fór að sýna á mér fararsnið. Bóndi sagði að mér lægi ekkert á, - við ættum margt órætt. Skömmu síðar fór að berast inn í stofuna ilmur af angandi hangikjöti. Það þarf ekki að orðlengja það að þarna sat ég hina dýrðlegustu matarveislu og átti lærdómsríka og eftirminnilega stund með þessum gáfaða og gestrisna bónda. Klukkan var að ganga átta um kvöldið þegar ég loks fékk að þakka fyrir mig og kveðja. Sjá næstu sídu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.