Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.12.1982, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 17 Sagan um Gyðinginn gangandi rifjuð upp: „GAKK ÞtJ HRAÐAR JESÚS, HVAÐ ERTU AÐ SLÓRA?” sagði Ahasverus við Krist á leiðinni til krossfestingar á Golgata og var dæmdur til að ■ Flestir hafa heyrt getið um Gyðing- inn gangandi, manninn sem dæmdur var til að vera á sífelldu flakki fram að Dómsdegi vegna þess að hann smánaði Krist og stjakaði við honum á leiðinni til krossfestingarinnar á Golgata. Aftur á móti vita sennilega færri út á hvað sagan gengur og hver uppruni hennar er. Við ætlum að rifja það upp hér á eftir. Sagan um Gyðinginn gangandi birtist fyrst í ritlingi sem hét Stutt lýsing og frásögn af einum Gyðingi að nafni Ahasverus, og út kom í Leyden í Þýskalandi árið 1602. Þar segir stúdent nokkur frá því sem lærifaðir hans Paulus von Eitzen biskup í Slésvík (d. 1598) hafi sagt sér og öðrum af Gyðingnum gangandi. Paulus þessi von Eitzen hafði árið 1542 verið á ferð í Hamborg og var þá við guðsþjónustu. Sá hann þá mann innarlega í kirkjunni; var hann furðulega stór, með hár á herðar niður og bólginn á fótum. Hann hlýddi prédikuninni með mikilli athygli og í hvert sinn sem Jesús Kristur var nefndur beygði hann kné sín, barði sér á brjóst og andvarpaði þungan. Af því að Pauls von Ejtzen undraðist útlit þessa manns grennslaðist hann eftir hver hann væri; var honum þá sagt að þetta væri aðkomumaður sem hefði dvalist í Hamborg nokkrar vikur og að hann hefði látið á sér heyra að hann væri fæddur í Jerúsalem og hefði sjálfur verið við krossfestingu Krists, en síðan hefði hann farið um mörg lönd og konungs- ríki, og jafnvel til Tyrkjanna, og sagðist hann heita Assverus. Sérstaklega kynni hann að segja frá mörgu um pínu og dauða Krists sem hvorki guðspjallamenn eða sagnameistarar hermdu frá, og eins kynni hann að segja frá mörgum þeim atburðum sem orðið hefðu í austurálfu heims nokkrum hundruðum árum eftir Krists pínu, svo og af postulunum, hvar þeir hefðu lifað og kennt, og hvernig þeir að lokum hefðu verið líflátnir. Harla undarleg saga Þetta þótti Paulus von Eitzen að vonum harla undarleg saga, og hann leitaði því færis að ná tali af Gyðingnum sem honum líka tókst. Sagði Gyðingur- inn honum að hann hefði búið í Jerúsalem á dögum Krists og verið einna fremstur í flokki andstæðinga hans og ofsóknarmanna, því að hann hefði haldið að hann væri svikari, eins og Farísearnir og hinir skriftlærðu hefðu haldið fram, og að hann hefði því og lagt hið mesta kapp á að hann væri ráðinn af dögum. Hann kvaðst hafa verið einn í hópi þeirra manna sem handsömuðu Krist og leiddu hann fyrir Pílatus og höfuðprestana, og hann sagðist líka hafa hrópað: „Krossfestu hann, en gef oss Barrabas lausan.“ Þegar búið var að dæma Krist af lífi kvaðst hann hafa hlaupið heim til sín og sagt fólki sínu hvernig farið hefði og skipað því að fara út í dyrnar og sjá þegar Kristur væri til aftöku leiddur því að hann átti einmitt að fara um götuna þar sem Gyðingurinn Assverus bjó. Sjálfur stóð Assverus úti á götu með barn á handlegg. Er Kristur með krosstréð á herðunum var leiddur fram hjá húsinu þá staldraði hann við og sluddist upp við húsvegginn, en Gyðing- urinn kvaðst þá hafa hrundið honum frá og sagt að hann skyldi í burtu þaðan og í gálgann sem honum til heyrði. Þá hefði Kristur litið á hann fastlega og mælt til hans þessum orðum; „Ég vil hvílast, en þú skalt ganga.“ Þá sagðist Gyðingurinn þegar hafa látið frá sér barnið, farið að heiman og ekki getað komið þangað aftur, heldur hafi hann farið á aftöku- staðinn og horft á þegar Kristur var krossfestur. En þegar allt var tullkomn- að hafi hann ekki getað komist inn í borgina aftur og aldrei séð konu sína og börn upp frá því, heldur hafi hann farið um fjarlæg lönd, hvert af öðru, og aldrei haldið kyrru fyrir alveg fram á þennan dag. Mörg hundruð árum eftir pínu og dauða Krists kvaðst hann hafa komið aftur til Gyðingalands og Jerúsalem, en þá hafi þar allt verið umturnað, niður- brotið og foreytt, svo að hann hafi ekki þekkt þar neitt, en ekkert kvaðst hann vita hvað Guð áformaði með sig fram- vegis og ekki hví hann léti sig svo lengi hjara í þessu lífi. Lítillátur maður Gyðingurinn gangandi Eftir Paulus von Eitzen er haft í ritlingnum að Gyðingurinn hafi verið fáorður og kyrrlátur í dagfari og talaði ekki nema á hann væri yrt. Væri honum þoðið til máltíðar borðaði hann lítið og drakk, en væri honum gefið fé þáði hann það með lítillæti en þó ekki meira en tvo eða þrjá skildinga, og hann gaf þá jafnharðar fátækum því að hann sagði að Guð myndi ala önn fyrir sér. Hann brosti aldrei né hló og talaði tungu hvers lands sem hann kom í en þýsku talaði hann sem innborinn maður. Blót og formælingar mátti hann ekki heyra og sagði þá með gremju og reiðisvip. „Þú aumur maður, átt þú svo að brúka nafn Guðs og pínu og dauða sonar hans? Hefðir þú heyrt og séð eins og ég, hversu þung og erfið herranum Jesú var hans pína þá mundir þú ekki tala svona herfilega.“ Metsölubók Ritlingurinn sem sagði frá kynnum Slésvíkurbiskupsins og Gyðingsins gang- andi kom sem fyrr sagði út árið 1602. Hann hlaut feykilega góðar undirtektir og átta útgáfur sáu dagsins Ijós sama ár. Fyrir aldamót höfðu 40 útgáfur verið prentaðar í Þýskalandi. Bæklingurinn var þýddur á hollensku og flæmsku mjög fljótlega og voru undirtektir álíka og í Þýskalandi. Fyrsta franska útgáfan kom 1609, og vitað er að sagan er þekkt á Englandi fyrir 1625 þegar skopleikur um Gyðinginn var saminn og settur á svið. Um svipað leyti er einnig talað um Gyðinginn í Svíþjóð og Danmörku, og orðtakið „hinn eilífi Gyðingur" er til í tékknesku þessara ára. Hvarvetna þar sem mótmælendur voru fjölmennir breiddist sagan út. í Suður-Evrópu, vígi katólskra, var sagan hinsvegar vart til í þeirri mynd er hér hefur verið greint frá. Gyðingurinn klífur Matterhorn Vinsældir ritlingsins urðu brátt til þess að fregnir fóru að berast um að fleiri en Paulus von Eitzen biskup hefðu séð Gyðinginn og haft af honum tal. Hann átti að hafa sést víða í Þýskalandi. 1 Naumburg er sagt að hann hafi komist í kast við lögregluna og sloppið naum- lega undan henni og 1602 sást hann í Lúbeck. Hann fór um Ungverjaland, Holland og England og 1575 sást hann í Madrid á Spáni. Til Svisslands kom hann líka og sást þar meðal annars í fjallskarði einu sem Furka heitir og liggur í fylkinu Wallis. Þar á hann að hafa gerst fjallgöngumaður og klifið fjallstindinn Matterhorn sem liggur á landamærum Sviss og Ítalíu, en það þykir sem kunnugt er ekki heiglum hent, því talið er að engum hafi, að honum frágengnum, tekist að klífa þann tind þar til 1835. Á Frakklandi sást hann einnig alloft og meðal annars var hann f Tournay 1613. Varð hann þar það frægur að gerð var af honum mynd sem var prentuð þar í bænum þremur árum síðar; hún er nú að vísu sögð fágæt, en er til í nokkrum eldri söfnum í Evrópu. Svona er Gyðingurinn alltaf við og við að skjóta upp kollinum alveg fram á 18. öld, en síðan hefur hann ekki sést, nema hvað Mormónablað eitt í Utah hefur sagt frá því að bóndi í því fylki hafi séð hann 1868. Nafn Gyðingsins er nokkuð á reiki eins og hann var sjálfur; stundum og oftast er hann nefndur Ahasverus, stundum Gregor, stundum Buttadeusog ýmsum öðrum nöfnum. Það fer og mörgum sögum af því hverrar stéttar hann hafi verið; sumir segja að hann hafi verið réttarþjónn í Jerúsalem, aðrir að hann hafi verið sútari, og enn aðrir að hann hafi verið skóari og eru þeir flestir. Ábatasamt að leika Gyðinginn Það er til hver frásögnin eftir aðra um það að maður þessi hafi sést á ýmsum stöðum og þær frásagnir eru í sjálfu sér ekki að efa. Það eru vafalaust frásagnir af raunverulegum atburðum, eins og mönnum hafa þótt þeir horfa við. Utan um þá hefur síðan auðvitað hlaðist aragrúi af sögnum - þjóðsögum - úti um öll lönd og tala þeirra er legíó svo að út í þær er ógerningur að fara. En um frásögurnar af því þegar Gyðingurinn hefur látið sjá sig virðist allt vera auðskilið; þangað sem það hefur borið við hefur vitanlega komið Gyðingur og sagt söguna af sér og pínu og dauða Krists. Það er vafalaust að fólk hefur trúað honum og þarf ekki að efa að það hefur verið ábatasöm koma fyrir Gyðinginn sem sjálfsagt hefur kunnað að snúa svo snældunni að hann hefur ekkert sýnst bera úr býtum, þó að hann hafi í raun réttri farið á burtu aftur allmiklu fjáðari en hann kom. Það þarf heldur ekki að efa að fólk hefur sárkennt í brjósti um þennan margþjáða aumingja sem að vísu hrakti Krist og hrjáði, en nú reikaði iðrandi og sanntrúaður um álfur heims. Því síður þarf að efast um það að Gyðingurinn hvar sem hann sást var svikari sem var að reyna að hagnýta sér einfeldni og trúgirni manna, og það er jafnauðvitað að það var sjaldnast sami svikarinn sem var á ferðinni í öll þau skipti sem Gyðingurinn sást. Það mun að jafnaði hafa verið sinn hver maðurinn í hvert skiptið og það má jafnvel svo segja að það hafi um skeið orðið, að vísu heldur lítill, en þó fjarska öruggur atvinnuvegur að taka á sig gervi Gyðingsins gangandi. Uppruni í guðspjöllunum? Sagan af Gyðingnum gangandi var til löngu áður en hann fór að láta sjá sig. Það er jafnvel ekki óhugsandi að nokkrir staðir í Nýja testamentinu hafi getað gefið tilefni til sögunnar, enda þótt óbeinlínis sé. í Mattheusar guðspjalli 16. kap. 28. versi eru Kristi lögð þessi orð í munn: „Sannlega segi ég yður að nokkrir af þeim er hér standa munu ails eigi smakka dauðann fyrr en þeir sjá mannssoninn koma í ríki sínu.“ Áf þessurn stað mætti vel álykta að einhverj- um væri það fyrirbúið að lifa til efsta dags og andast fyrst þá. í Jóhannesar- guðspjalli segir ennfremur í 21. kap. 22. og 23. versi: „Jesús segir við hann (þ.e. Símon Pétur): „Ef ég vil að hann (þe. Jóhannes) lifi þangað til ég kem; hvað tekur það til þín? Fylg þú mér.“ Því barst sú saga út til bræðranna að þessi lærisveinn mundi ekki deyja.“ Það er auðvitað ekki hægt að sýna neitt sam- band milli sögunnar af Gyðingnum gangandi og þessara ritningarstaða, en þeir sýna það Ijóslega að kristninni hefur ekki verið sú hugsun fjarri að menn gætu verið látnir lifa fram til efsta dags og gætu staðirnar því að einhverju leyti hafa styrkt söguna til að myndast. Enginn veit hvað sagan um Gyðinginn gangandi er eiginlega gömul. en á Vesturlöndum er hún fyrst nefnd í Englasögu Matthæusar Parisiensis, Benediktsmunks, sem uppi var á 13. öld. Hermir hann frá því að armenskur erkibiskup sem var á ferð á Englandi hafi sagt þá sögu að hann hefði kynnst manni nokkrum eystra sem hafi heitið Josephus og verið uppi um það leyti sem Kristur var krossfestur, og sem hafi talað við hann. Josephus þessi hafi uppruna- lega heitið Cartaphilus, og verið dyra- vörður í höllu Pontiusar Pílatusar. Þegar Kristur var leiddur úr höllu landstjórans hafi þessi maður veist aftan að honum og greitt honum hnefahögg og sagt við hann: „Gakk þú hraðar Jesús, gakk þú; hvað ertu að slóra?“, en þá hafi Jesús litið til hans með alvörusvip og sagt: „Ég geng, en þú skalt bíða uns ég kem aftur". Síðan ráfi þessi maður um allar álfur og sé hann í Armeníu þegar sagan er sögð. Á hverjum hundrað ára fresti veikist hann og rísi ungur aftur af sóttarsæng- inni, en þegar hann verði þrítugur aftur verði hann gamalmenni á ný, því að hann var einmitt á þeim aldri er hann hrakti Krist, og svo gangi koll af kolli. Úr austurlenskum ævintýraheimi Það er greinilegur svipur með þessari sögu og sögunni af Gyðingnum gang- andi, eins og hún er sögð í ritlingnum frá upphafi 17. aldar. Það er í raun ekki að efa að þær séu af sömu rótum runnar. En hún er miklu eldri á Austurlöndum en frá 13. öld því að með Aröbum er svipað ævintýr til úr grárri fyrnd. Álykta má því að sagan um Gyðinginn gangandi sé að uppruna til forn austurlensk helgisögn sem einhvern veginn hefur flust til Vesturlanda og smám saman tekið á sig þá mynd sem álfunni hæfir. Loks hefur hún orðið svo lífræn að Gyðingurinn gat tekið á sig sýnilega mynd, enda þótt gervið væri ekki merkilegra en það var, - gervi nokkurra brellinna hrappa. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.