Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 ___________7 menningarmál Skeldýrafána Islands INGIMAR ÓSKARSSON: SKELDÝRAFÁNA ÍSLANDS Samlokur í sjó, Sæsniglar með skel. Óskar Ingimarsson sá um útgáfuna. 351 bls. Fjöldi mynda. PRENTSMIÐJAN LEIFTUR HF REYKJAVIK 1982 Gengið í fjöru ■ Þótt hið merka rit íslenskir sjávar- hættir, 1. bindi, eftir Lúðvík Kristjáns- son, hafi fengið flesta, sem annars varðaði ekkert um fjörur, svona í sjálfu sér, ofan af því sem aðalskoðun, að fjörur væru einkum staður þar sem menn gengju á reka, ellegar til skemmtunar, það er að segja þeir sem ekki voru að fyrirfara sér þá stundina. Fjörur eru aftur orðnar að miklu lífríki, þótt fáir borði söl af efnahungri. Fjaran var nefnilega matarkista íslendinga um langar aldir, þó nú sé hún aðallega falleg. Bók Ingimars Óskarssonar, náttúru- fræðings (1982-1981) um samlokur í sjó og sæsnigla með skel, kemur því á alveg réttum tíma í nýrri sameinaðri útgáfu, en bók eftir Ingimar um Samlokur í sjó kom út árið 1952 og í 2. úgáfu 1964. En af sæsniglum með skel hefur komið eins bók, er út kom árið 1962. Báðar báru þessar uppseldu bækur heitið Skeldýra- fána íslands. Og því er svo við að bæta að mjög lítið hefur verið ritað af íslendingum um þessa dýrafræði, þótt tegundaheiti megi finna í skólabókum. án allra skýringa. Skeldýrafána íslands er því undirstöðurit, sem líkja má við Flóru íslands, eftir Stefán Stefánsson og Fiskana og dýrafræðibækur dr. Bjarna Sæmundssonar. fiskifræðings. Ekki veit ég hvers vegna þessu lífríki héfur verið svo seint sýndur sómi, en líkast til stafar það af því, að íslendingar lögðu sér ekki skelfisk til munns, fremur en karfa. ekki einu sinni í hallærum. Skelfiskur var að vísu hafður í beitu, og beitu átu ekki einu sinni svengstu menn. á íslandi fremur en orma. Á hinn bóginn er þessi dýrategund, eða viss hluti hennar, undirstöðufæða fjölmargra nytjafiska við strendur landsins. Ingimar Óskarsson hóf sínar undur samlegu skeldýrarannsóknir skömmu eftir 1920. Hann var sjálflærður í grasafræði. og einhver gleggsti smásjár- greiningamaður landsins um sína daga, og nú viðurkenndur sem einn mesti náttúrufræðingur þjóðarinnar. Ingimar var mikill fræðari, flutti áheyrileg og einkar fróðleg erindi í útvarp, svo eitthvað sé nefnt. í huga hans var náttúran leyndarmál, en þekk- ingin á henni opinbert mál, og með árunum vann þessi hægláti maður lífstarf, sem allir dáðu, bæði lærðir menn og leikir. Grasafræðingur gengur til sjávar í eftirmála segir svo um Ingimar Óskarsson. Hann „fæddist 27. nóvembcr .1892 á Klængshóli í Skíðadal, sem gengur inn úr Svarfaðardal við utanverð- an Eyjafjörð. Þar er landslag stórbrotið, há fjöll á báða vegu og jökull fyrir botni dalsins. Gróðursæld er mikil,. enda komst Ingimar þegar á barnsaldri í náin kynni við ríki plantnanna. Áhugi lians á náttúrufræði vaknaði þó verulega þegar hann naut kennslu Stefáns Stefánssonar skólameistara í Gagnfræðaskólanum á Akureyri veturna 1910-13. Það var eina skólamenntunin sem hann hlaut í þessum fræðum, en því meira lærði hann í skóla reynslunnar. Og slíkur var áhugi hans að'hann læröi þýsku af sjálfum sér til að geta lesið fræðibækur á því máli. Framan af ævi tekkst lngimar við kennslu. skrifstofustörf og búskap, en gerðist starfsmaður á Atvinnudeild Hskólans. Fiskideild (nú Hafrannsókna- stofnun) hálfsextugur að aldri. Þá fékk hann að mörgu leyti betri aðstöðu til skcldýrarannsókna, því ekki fór hjá því að ýmislegt „ræki á fjörurnar" í leiðöngr- um stofnunarinnar. sem hann naut góðs af. Hann birti niðurstöður sínar í mörgum ritgerðum í Náttúrufræð- ingnum, auk þess sem hann skrifaði Skeldýrafánuna, sem má teljast grund- vallarrit í þessari grein náttúrufræðinnar á íslensku. Gróðurrannsóknir voru þó aðalvið- fangsefni Ingimars. Hann fcrðaðist um landið flest sumur í áratugi og safnaði plöntum. Seinni árin fékkst hann einkum við rannsóknir á undafíflum (Hieracia), sem eru mjög erfiðir í nafngreiningu, og skrifaði sitthvað um þá, m.a. í rit Vísindafélags íslendinga. Hann þýddi einnig allmargar bækur um náttúrufræði. ■ Ingimar Óskarsson. birti greinar í blöðum, flutti fræðslu- erindi í útvarp o.s.frv. Þá samdi hann bökina Garðagróður ásamt Ingólfi Davíðssyni grasafræðingi, en hún er nýkomin út í 3. útgáfu. Allt þetta vann hann í hjáverkum eða í sumarleyfum. Hver stund var notuð, því hann var cinn þcirra manna sem fella ekki penna úr hendi fyrr en í síöustu lög." Svo mörg voru þau orö, en því er hins vegar við að bæta, að rannsóknir, sem liggja þessu riti til grundvallar, eru aðcins taldar vcra á færi færustu líffræð- inga og vísindamanna. Skeldýrafána íslands Skeldýrafána íslands er í þrem köflum. Fyrstu tveir kaflarnir skiptast í lnngang, Fræðiorðaskýringar, Helstu skammstafanir, síðan koma ætta- og tegundalýsingar og loks nafanskrá, þ.e. íslensk og latnesk tegundaheiti. Mynd fylgir hverju dýri til glöggvunar, og líffæri eru skýrð með myndum. III. kaflinn er viðbætir. Heimildarrita er svo að sjálfsögðu getið. Við lestur þessarar bókar, þá hefur látlaus stíll höfundar þá náttúru að hún vekur áhuga. Að vísu má segja sem svo, að áhugi á skel og fjöru hafi aukist, eftir að menn vissu að hægt að að brjóta skel og sclja ríkum útlendingum, búa til þangmjöl með jarðhita og tl. þessháttar. Skeljar lifa á mjög mismunandi svæð- um og hafdýpi. Sumar í sjóskorpunni aðrar á mörg hundruð rhetra dýpi. Spammerkt á þessi heimur, að hafa verið Islendingum framandi. Nú er ekki lengur ástæða til þess, ef áhugi er fyrir hendi, því við eigum okkar fánu á einum stað. 18. des. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson skrifar um bókmenntir Jöfur ís- lenskrar leiklistar Jóhannes Helgi: Valur og leikhúsið. Arnartak 1982. 225 bls. Valur Gíslason leikari hefur auðgað íslenskt menningarlíf með list sinni lengur en flestir aðrir núlifandi lista- menn íslenskir. Hann varð áttræður fyrr á þessu ári, þótt ekki beri hann þann aldur utan á sér, hefur senn leikið í sex áratugi og skilað mörg hundruð hlut- verkum ef allt er talið sem hann hefur leikið í Iðnó, Þjóðleikhúsinu, útvarpi og sjónvarpi. Auk þessa hefur Valur lengur verið í fylkingabrjósti í félagsmálum íslenskra leikara og annarra listamanna, setið í Þjóðleikhúsráði, auk þess sem hann stundaði lengi borgaraleg störf ásamt leiklistinni. I þessari bók rekur Valur stuttlega ævi- og listferil sinn í samtali við Jóhannes Helga, en síðan greina nokkrir samstarfsmenn hans út leikhúsinu, þau Helga Bachmann og Helgi Skúlason, Klemenz Jónsson, Gunnar Eyjólfsson og Sveinn Einarsson frá kynnum sínum af Val og viðhorfum til hans sem manns og listamanns. Ölium ber þeim saman um frábært framlag Vals til listarinnar, en þó er þeim sýnilega öllum ofar í huga hvern mann hafi að geyma, ljúflingurinn og öðlingsmaðurinn skyggir á hinn mikla leikara í hugum þeirra allra og reyna þau öll að gæta hófs í orðum, bera ekki oflof á Val, enda væri honum sjálfum fátt minna að skapi. Þetta viðhorf samstarfs- mannanna þarf engum að koma á óvart, en er þó í sjálfu sér merkilegt þegar þess er gætt að oft heyrist meira um annað en náungakærleik úr röðum listamanna. Sýnir það best hvern mann Valur Gíslason hefur að geyma. Að þessum þáttum slepptum eru í bókinni fjölmargar myndir frá leikferli Vals, myndir af honum í hinum ýmsu hlutverkum og er bókin að því leyti hin ágætasta heimild. Einnig eru í bókarlok birtar skrár yfir öll hlutverk Vals og er það ærið löng upptalning. Öll er þessi bók hin glæsilegasta, prentuð á vandaðan pappír og sett með fallegu letri. Jón Þ. Þór, Mömmustrákur Mömmustrákur Höfundur: Guðni Kolbeinsson Útgefandi: Vaka ■ Helgi er' lítill drengur, sonur ein- stæðrar móður. Þau mæðgin eru í sveit, þegar sagan byrjar, en meginhluti sög- unnar gerist í Keflavík, þar sem afi og amma Helga búa. Móðir Helga fékk líka vinnu í búð í Keflavík. Helgi lcndir í ýmsum ævintýrum með nýjum vinum. sem eru nærri búnir að brenna hann á báli. En þá kemur Steinar honum til bjargar, en það var kærasti mömmu hans. Helgi litli hugsar mikið um pabba sinn og veit að hann á heima í ■ Anna K. Brynjúlfsdóttir skrifarumbækur Rcykjavík. Ekki vill samt mamma scgja honum néitt um hann og Hclgi gerir árangurslausar tilraunir til aö finna pabba í Reykjavík, þegar hann var staddur hjá frændfólki sínu þar. Helgi á dúkku, sem heitir Gunna, og henni trúir hann fyrir öllum sínum áhyggjum og Gunna dúkka er þolinmóð- ur hlustandi. Það kemur að því að mamma Helga giftist Steinari og litlu síðar eignast Helgi Iftinrr bróður, sem hann er í fyrstu glaður yfir og hlakkar til að leika sér við. En ánægjan breytist í afbrýðiscmi. er Hclgi fær þá trú að mömmu hans sé alveg orðið sama um hann, en vilji bara hugsa um litla bróður. Helgi leggur af stað einn út í hciminn, cn Steinar kcmur á cftir honum og leiðir hann hcim. Hclgi hefur fundið annan pabba. Sagan um Helga litla mömmustrák cr sönn og skemmtileg. Helgi er góður og blíður drcngur sem þykir ákaflega vænt um mömmu sína. Sagan er tekin úr raunveruleikanum frá upphafi til enda og öll samskipti Helga viö mömmu sína og aðra, sem við sögu koma, eölilég og trúverðug. Notaleg kíntni er í sögunni, scm er frásögn Helga litla. ■ Guðni Kolbeinsson Orlagaþættir úr íslenskri sögu Séra Ágúst Sigurðsson Forn frægðarsetur í ljósi liðinnar sögu IV Bókaútgáfan Örn og Örlygur. f þessu bindi ræðir séra Ágúst um Kross í Landeyjum, Borg á Mýrum og Þönglabakka. Margt kemur fram í þessum frá- sögnum og liggur mikil vinna að baki slíkri bók. Hér eru vitanlega ekki tök á að rita sagnfræðilega um bókina en yfirleitt virðist hún unnin samviskusam- lega. Séra Ágúst kemur víða við og víkur að ýmsu í framhjáhlaupi og þannig má finna mörg umræðuefni við lesturinn. T.d. segir hann í sambandi við Skúla Þorsteinsson á Borg: „Menn báru ekki aðeins virðingu fyrir svo skörulegri og harðri framgöngu, en stóð einnig af henni ótti. Öruggasta varnarvirki friðar- ins þá sem endranær". Það hefur löngum gefist illa að vernda friðinn með ótta. hræðslan vekur hatur og grimmd og þá kemur fram heims- myndin sem Tegnér lýsir í upphafserindi Sáttmála sinna: Ofbeldið kúgar og þrællinn bruggar banaráð. Varlega skyldum við alhæfa. En af þekkingu minni á mönnum og nautum fullyrði ég að sá friður sem byggður er á ótta er ekki tryggur. Mér virðist að geti aðeins komið fyrir að höfundur leyfi sér að tala ógætilega. Hef ég þá í huga er hanns-egir að Smiður Andrésson hafi verið „taumlaus í svalli og saurlífi11. Ég held að við vitum svo fátt um Smið að þetta séu ógætileg ummæli. Grundarbardagi er í dimmu rökkri fyrir sjónum okkar og sr. Ágúst glímir ekki við þá hulu sem naumast er von þar sem hann ræðir um Kross í Landeyjum. Þegar systkini áttu samnefnt er ekki víst að það hafi verið gert til þess að eiga fyrir vanhöldum svo að nafninu yrði fremur komið upp. Hitt mun stundum hafa valdið að fólki fannst að ekki gæti barnið í einu borið ncfn tveggja Guð- rúna t.d.. Lengi mun hafa eimt eftir af þeirri fornu trú að barnið hlyti meira en nafnið tómt frá þeirri persónu sem nafnið var frá. Þönglabakkaprestar þjónuðu einu því kalli sem mest var mótað af vetrarríki og torsóttum vegum innbyrð- is. Sr. Ágúst tekur stundum skáldlega spretti þar sem hann leyfir hugarfluginu að fylla upp í stopular heimildir um ytri staðreyndir. Greindur nærri getur en þó að erfitt reynist að sanna í hverju einu tilfelli hvað mönnum bjó í brjósti gerir þetta bókina læsilegri og vegna þess grípur hún lesandann fastari tökum. Þannig verða þessar bækur sr. Ágústs miklar örlagasögur úr lífsbaráttu ís- lenskrar þjóðar á liðnum öldum. H. Kr. > | Halldór Krist- Í '- jánsson skrifar um bækur. wkJf'Wí Ein lítil athuga- semd ■ I Tímanum 27. nóv. sl. cr smágrein, sem má kallast furöulega orðuð. Þar er sagt frá fundi í Rannsóknarráði ríkisins. Fyrsta fyrirsögn „Þáttaskil framundan í atvinnulífi okkar Islcndinga". Já rétt er nú það. Svo kemur önnur fyrirsögn meö þrisvar sinnum stærra le'tri: „Iðnað- ur veröur aö taka við af landbúnaði og fiskvciöum." Það munar um það. Er þegar hætt að stunda landbúnað og fiskveiðar á Islandi? Nei, nú kemur það fram síðar í grcininni, að svo sé ekki og megi svo vcra, ef ekki sé um svokallaða offram- lciöslu að ræða í landhúnaði eða ofnytjun fiskimiöa. Þið virðulcgu menntamenn ættuð að læra svolítið bctur íslcnskt mál. Nú kem ég að tilefni þessa greina- korns, og þá er mér full alvara. í nefndri frétt af fundi Rannsóknarráðs er vitnað í skýrslu ráðsins til ríkisstjórnarinnar. Þar segir m.a.: „Á það er cinnig bent að hefðbundinn landbúnaður hér á landi, sé genginn sér til húðar." Tilvitnun lýkur. Þó framhald- ið cigi á margan hátt rétt á sér, þá gerir það fyrirsögnina og hvað þá þessi síöasttöldu ummæli ennþá vitlausari. Genginn sér til húðar þýddi og þýðir áreiðanlega enn afsláttar hross, sem búið var að útnýða svo, að einsýnt var að hlutverki þess var lokið, og því ekkert áhorfsmál að gefa því skot í ennið. Er þetta vísvitandi sneið til bænda og þeirra sem stunda landbúnað, eða er þetta klúður allt fyrir klaufaskap? Nú bið ég ykkur, elskulegu vinir, formann Rannsóknarráðs ríkisins og blaðamann Tímans að hirða hvor sitt og senda svar í sama blaði. Mættuð reyndar biðjast afsökunar. Laxárdal á jólaföstu 1982 Eggert Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.