Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 3 fréttir Norðlensk hraustmenni láta ekki „smá snjóföl” hefta för sína: HANDMOKUÐU SIG YFIR VATNSSKARÐ UM JÓUN ■ „Snjódýpt hcfur í dag mxlst hér frá 23 til 32 sentimetrar. Það er að vísu með því mesta sem hér gerist, en þó ekki hægt að segja að hún sé óvenjuleg", svaraöi Markús Á. Einarsson, veður- fræðingur á Veðurstofunni í gær. Til samanburðar gat hann þess að snjódýpt varð mest 38 cm. í nóv. 1978 og 39 cm. í janúar 1979, en veturinn 1978/79 var mikill snjóavetur eins og menn væntan- lega muna. Um jólin mun einna mest hafa snjóað á Norð-Austurlandi. í gær var snjórinn þar t.d. um tvöfalt dýpri en í Reykjavík, eða um 60 cm. Á aðfangadagskvöld og jóladag varð víða ófært um Vestfirði, á Norðurlandi austanverðu og á Austur- landi. í gær var víða byrjað að moka, en þó ófært enn t.d. um Siglufjarðar og Oxnadalsheiðina. En hugmyndin var að ryðja hana í dag þannig að fært yrði milli Akureyrar og Reykjavíkur. Vegagerðar- menn sem Tíminn ræddi við í gær vissu ekki til að nein óhöpp hafi orðið, ellegar að nokkrir hafi lent í hrakningum. í gær var unnið að því að opna Breiðadalsheiði, frá ísafirði til Önund- arfjarðar og ráðgert að opna Botnsheiði í dag ef veður leyfði. Sæmileg færð var innan sveitar í Önundarfirði, en ófært yfir Geirdalsheiði og í Dýrafirði. Gísli Felixson á Sauðárkróki sagði í gær að ófært hafi verið úr Fljótum til Siglufjarðar frá því á aðfangadag og einnig yfir Vatnsskarðið. Aðrir hafi komist leiðar sinnar á jeppum og dráttarvélum, m.a. á ball sem haldið var á Ketilási á annan í jólum. . Norðlensk hraustmenni láta heldur ekki „smá snjóföl" hefta för sína, t.d. lögðu nokkur slík í Vatnsskarðið á 3-4 jeppum á annan jóladag og handmokuðu sig yfir. Björn Brynjólfsson á Akureyri sagði allt hafa verið meira og minna illfært og ófært í gærmorgun á austanverðu Norðurlandi. í gær var opnað til Húsa- víkur, til Ólafsfjarðar svo og ýmsir byggðavegir. í dag sagði hann áætlað að ryðja Öxnadalsheiði og leiðina til Reykjavíkur. Karl Ferdinandsson á Reyðarfirði sagði menn þar í góðu jólaskapi þótt ófærð hafi að vísu hindrað ferðir fólks milli Egilsstaða og fjarðanna, og til Neskaupstaðar, þar sem ófært var um Oddsskarð. Suður með fjörðum hafi hins vegar verið fært fyrir stóra bíla og jeppa. Síðast sagði hann hafa verið farið yfir Fagradal kl. hálf þrjú á jólanótt þegar símamenn frá Egilsstöðum komu til að gera við bilun. Á Vesturlandi og Suðurlandi sögðu menn þæfingsfærð sums staðar, en enga teljandi ófærð. -HEl ■ Stormsvalan á strandstað. Innfellda myndin er af Gunnari Guðjónssyni. Ljósmynd DV GVA, Fedgar í hrakningum á Skerjafirði: Faðirinn fórst en sonurinn komst af ■ Banaslys varð á Skerjafírði aðfaranótt aðfangadags. Tæplega sextugur vélsmiður, Gunnar Guðjónsson, til heimilis að Blikahólum 2 í Reykjavík, fórst er hann var ásamt syni sínum Baldri að ná skútu, Stormsvölunni, af strandstað nyrst á Lönguskerjum. Ætluðu feðgarnir að flytja Storm- svöluna af Skerjafirði að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn. Lögðu þeir upp um klukkan 21 á Þorláksmessu og tæpri klukkustund síðar kenndi Stormsvalan grunns á Lönguskerjum og sat föst. Gekk þá á með hríðarbyljum og skyggni var afar slæmt. Settu feðgarnir út léttbát. Gunnar fór út í hann með dreka og ætlaði að freista þess að láta léttbátinn reka frá skútunni. Var ætlunin að koma drekanum í botnfestu og síðan reyna að hífa skútuna af strandstað á spili sem er um borð. Meðan Gunnar var að afhafna sig reið ólag yfir léttbátinn svo honum hvolfdi. Gunnar lenti í sjónum, en tókst fljótlega að koma sér upp að hlið skútunnar. Tókst að koma á hann böndum, en Baldur náði ekki að lyfta honum um borð. Þegar Stormsvalan var ekki komin að Ægisgarði um klukkan 03.30 aðfaranótt aðfangadags var Slysavarnarfélagið látið, vita af ferðum hennar. Björgunarbátur- inn, Gísli J. Johnsen, var sendur til1 leitar, en leitarveður varslæmt. Klukkan i átta að morgni aðfangadags voru björg- unarsveitir kallaðar út og þyrla landhelg- isgæslunnar. Úr þyrlunni sást svo til Stormsvölunnar og var þá Gísli J. Johnsen sendur á vettvang. Tókst að bjarga Baldri köldum og hröktum um borð í hann. Sjó Lestunar- áætlun Goole: Amarfell ................1/3 ’83 Amarfell ...................17/1 Arnarfell ..................31/1 Arnarfell ...................14/2 Rotterdam: Amarfell.................... 5/1 Amarfell....................19/1 Amarfell..........'......... 2/2 Arnarfell....................16/2 Antwerpen: Arnarfell .................. 6/1 Arnarfell ..................20/1 Arnarfell ................... 3/2 Arnarfell ...................17/2 Hamborg: Helgafell...................12/1 Helgafell.................... 7/2 Helsinki: Dísarfell ..................31/1 Larvik: Hvassafell..... Hvassafell..... Hvassafell..... Hvassafell..... Gautaborg: Hvassafell...... Hvassafell...... Hvassafell...... Hvassafell...... Kaupmannahöfn: Helgafell...... Hvassafell..... Hvassafell..... Hvassafell..... Hvassafell..... Svendborg: Hvassafell............. Helgafell ............. Hvassafell............. Hvassafell............. Árhus: Helgafell............. Helgafell ............. Gloucester, Mass: Jökulfell............. Haiifax, Canada: Jökulfell.............. Jökulfell.............. . 3/1 . 17/1 . 31/1 . 14/3 . 4/1 . 18/1 . 1/2 . 15/2 22/12 . 5/1 . 19/1 . 2/2 . 16/2 .. 6/1 .. 14/1 .. 20/1 .. 3/2 .. 16/1 .. 11/2 . 28/12 .. 30/12 ... 31/1 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambándshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Hefur það bjargað þér -----yu^iWW, ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN (^dclt Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SIMI 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.