Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 Alusuisse svarar „sam- komulags- grundvelli” Hjörleifs: HÆKKUN ARAFORKUVERDI KEMUR EKKI TIL GREINA — nema ad uppfylltum ákvednum skilyrðum ■ „Ég mun kynna þessi viðbrögð Alusuisse á ríkisstjórnarfundi á morgun, og jafnframt verða þar til athugunar næstu skref af íslands hálfu í Ijósi hinnar neikvæðu afstöðu Alusuisse," sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra í viðtali við Tímann í gær, er hann var spurður um afstöðu hans til svar- skeytis Alusuisse sem barst iðnaðarráðu- neytinu seint á Þorláksmessu en þar kom frain að Alusuisse er með lokaðar skrifstofur sínar til 3. janúar næstkom- andi og dr. Miiller, sem verið hefur aðalsamningamaður fyrirtækisins við ís- lensk stjórnvöld verður vestanhafs allan janúarmánuð, þannig að Alusuisse segist ekki geta komið á næsta viðræðu- fund við íslensk stjórnvöld fyrr en í febrúarmánuði, en stingur upp á að fyrirtækið sendi hingað seinni hluta janúarmánaðar sérfræðinga sem ræða muni við íslenska sérfræðinga málefni varðandi verðlagningu raforku og sam- kcppnisaðstöðu Islands innan áliðnaðar- ins. í skeyti Alusuisse segir jafnframt að fyrirtækið lýsi vonbrigðum sínum með tillögur iðnaðarráðherra um „Samkomu- lagsgrundvöll", og greint frá því að aðeins komi til greina af hálfu Alusuisse að taka upp viðræður um endurskoðun samninga um álverið, að samkomulag hafi áður verið gert um að setja ágreining um skattgreiðslur ísal í sér- staka gerðardómsmeðferð samkvæmt þeirra tillögum. Jafnframt er frá því greint að byrjunarhækkun á raforku- verði komi ekki til greina, nema gegn ákveðnum skilyrðum. „Ég met þetta svar Alusuisse sem mjög skýrt,“ sagði Hjörleifur, „þeir virðast telja að þeir geti boðið okkur nánast hvað sem er og ég hef ástæðu til að ætla að þeir brestir sem fram hafa komið hér að undanfömu hafi áhrif á þetta mat þeirra. Hinsvegar vænti ég þess að það takist að berja í þessa bresti - ég að minnsta kosti mun gera mitt til þess. Ég hef kynnt ríkisstjórninni leiðir og rök fyrir einhliða aðgerðir af okkar hálfu til hækkunar á raforkuverði og þau mál eru nú inni á borði ríkisstjórnar, án þess að ég hafi gert tillögu um ákveðna leið.“ -AB Arnarflug með nýja þjónustu: Skídamenn á eigin vegum til 5 landa ■ Arnarflug hefur nú hafið kynningu og sölu á skíðaferðum til Sviss, Austur- ríkis, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, þar sem boðið er upp á tugi áfangastaða og hundruðgististaða.Er þessi þjónusta Arnarflugs veitt, í samvinnu við ferða- skrifstofuna ARNE í Amsterdam. Er meiningin að hópar eða einstaklingar fari í þessar ferðir á eigin vegum, og má segja að möguleikarnir á ferðatilhögun séu nánast jafnmargir og áfangastaðirn- ir. Lengd ferða er frjáls og hægt að bæta við viðbótardvöl í Amsterdam eða öðrum borgum á undan eða eftir dvöl í skíðalöndunum. Til þess að gefa ein- hverja verðhugmynd, má nefna að ferð til Haute Nendaz í Sviss sem varir í tvær vikur kostar 9.235 krónur, og er þá miðað við að fjórir séu saman í íbúð. í slíku verði er innifalið flug til Amster- dam og heim aftur, bílaleigubíll allan tímann, 4 gistinætur í Amsterdam, og svo að sjálfsögðu gistingin í Haute Nendaz. Er markmið Arnarflugs með þessari nýju þjónustu að auka svigrúm það sem íslenskir skíðamenn hafa, þegar þeir ferðast til annarra landa til þess að iðka íþrótt sína, en með þessari tilhögun fá þeir möguleika til sjálfstæðra skíðaferða eigin vegum. AB ■ | ~ k Skeide fiskþvottavéiar SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA @ Sjávarafurðadeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200 ■ Á annan jóladag var mikið um að vera í íþróttahöllinni í Laugardal. Um daginn var haldin jólatrésskemmtun og sóttu hana um 600 manns. Um kvöldið var unglingadansleikur og léku Stuðmenn fyrir dansi. Túkst skemmtunin afar vel og var unglingunum til mikils sóma. Báðar skemmtanirnar voru á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar. Tímamynd: Róbert íbúar á norð-austurlandi misstu af sjónvarpi vegna fannfergis um hátfdarnar: Glugginn var viða eina útgönguleiðin ■ Á Raufarhöfn var 20 cm djúpur snjór á aðfangadag og 40 cm bættust síðan við yfir hátíðamar, þannig að þar var í gær um 60 cm þykkur snjór að sögn Hafliða Jónssonar á Veðurstofunni. Að sögn Gunnars Hilmarssonar, sveit- arstjóra á Raufarhöfn var einnig tölu- verður skafrenningur frá því á aðfanga- dagskvöld og fram á annan, þannig að snjórinn er þar víða upp í þakskegg á húsunum. Nágranni Gunnars varð að skríða út um glugga á húsi sínu til að komast út og uppi undir ásnum kvað hann menn hafa farið út um efri hæðimar beint út á skaflana. „Mönnum fannst það þó öllu verra - þar sem allir þurftu að halda sig heima - að missa alveg af sjónvarpsdagskránni bæði á jóladag og á annan dag jóla“, sagði Gunnar. Vegna ísingar á endur- varpsstöðinni á Heiðarfjalli á Langanesi höfðu menn ekkert sjónvarp séð á Raufarhöfn frá því a‘ aðfangadagskvöld. Kvaðst Gunnar halda að það sama ætti við um Þórshöfn og Bakkafjörð. Ekkert sjónvarp var heldur á þessum stöðum sunnudags- og mánudagskvöldið síðustu helgina fyrir jól. - HEI. Berjast fyrir betri skil- yrðum til náms og þroska ■ Stofnuð hafa verið ný samtök, SÁUM, en það er skammstöfun á hinu eiginlega heiti: Samtök áhugafólks um uppeldis- og menntamál. Formlegur stofnfundur samtakanna var haldinn að Hótel Heklu 6. nóvember sl. Stjórn SÁUM skipa: Ólafur Proppé (formað- ur), Hafþór Guðjónsson (varaformað- ur), Bogi Arnar Finnbogason, Bjarni Ólafsson, Kristrún ísaksdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Magnús J. Magnússon, Kristín S. Kvaran og Sigrún Aðalbjarn- ardóttir. Stofnfélagar SÁUM eru um 150 manns, aðallega foreldrar, kennarar og fóstrur. Markmið SÁUM er að virkja sem flesta sem hafa áhuga á uppeldis- og menntamálum í því skyni að berjast fyrir betri skilyrðum til náms og þroska, bæði innan uppeldis- og menntastofnana og utan þeirra. Samtökin eru opin öllum sem áhuga hafa á uppeldis- og menntamálum. í lögum samtakanna er gert ráð fyrir að féiagsmenn sem búa úti á landi, geti stofnað sérdeildir í tengslum við samtök- in. Fyrsti almenni félagsfundur SÁUM verður haldinn í Sjómannaskólanum laugardaginn 11. desember nk. kl. 14. Meginefni þessa fundar verða skipulags- og útgáfumál samtakanna en þó einkum starfsemistarfshópa. Barnagæsla verður á staðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.