Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.12.1982, Blaðsíða 8
8 Wmftni Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Elrfksson, Fri&rik Indriðason, Hei&ur Helgadóttir, Sigurður Heigason (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Gu&ni Kristjánsson, Kristfn Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: GunnarTrausti Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sími: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setnlng: Tæknideild Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Bann viðofbeld- iskvikmyndum ■ Að tilhlutan Ingvars Gíslasonar menntamálaráð- herra hefur verið lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um bann við ofbeldiskvikmyndum. Samkvæmt frumvarpinu er bannað að framleiða í landinu eða flytja til landsins ofbeldiskvikmyndir. Sala, dreifing og sýning mynda af þessu tagi er bönnuð í íslenzkri lögsögu frá gildistöku laganna. „Ofbeldiskvikmynd“ merkir kvikmynd, þar sem sérstaklega er sótzt eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrottalegar drápsaðferðir. Bannið tekur ekki til kvikmynda, þar sem sýning ofbeldis telst eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis kvikmyndarinnar eða vegna listræns gildis hennar. „Kvikmynd“ merkir í frumvarpinu myndefni af hvaða tæknibúnaði sem er, hvort sem ætlað er til sýningar í kvikmyndahúsum, sjónvarpi eða öðrum myndflutningstækj um. Skoðunarmenn kvikmynda, sbr. VI. kafla laga nr. 53/1966, leggja mat á sýningarhæfi kvikmynda. Innflytjendur, framleiðendur eða dreifingaraðilar og sýnendur kvikmynda greiða kostnað við skoðun þeirra samkvæmt reglum, sem ráðherra setur. Brot gegn ákvæðum þessum skal varða sektum eða varðhaldi allt að 12 mánuðum. Gera skal upptækar ólöglegar kvikmyndir. í athugasemdum við frv. segir, að það sé unnið á vegum menntamálaráðuneytisins og flutt vegna þess að brýn þörf er á að herða reglur og eftirlit með því efni, sem tekið er að berast til landsins á myndbönd- um. Ad versla á útsölu — eftir Hákon Sigurgrímsson ■ Fyrir nokkru birtust í DV þrír leiðarar um landbúnaðarmál eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra. Skrif Jónasar nú eru í beinu framhaldi af skrifum hans um sama efni á undanförnum árum og staðhæfingar að mestu þær sömu. Það er algeng aðferð að mála það sterkum lit sem menn vilja að tekið sé eftir, en sjaldgæft er að menn gangi svo langt að hvolfa öllu úr málingardósinni og sletta á báða bóga eins og Jónas gerir. í upphafi skrifa sinna kvartar hann yfir því að nokkrar röksemdir gangi sífellt aftur þegar brugðist er til varnar landbúnaðinum. „I hvert sinn sem þær eru slegnar í kaf, koma þær jafnskjótt upp á yfirborð- ið“ segir Jónas. Það hljóta að vera nokkuð veigamikil rök sem slíka með- ferð þola eða er skýringin e.t.v. sú að gagnrök Jónasar og skoðanabræðra hans séu fremur léttvæg og þoli illa nákvæma skoðun. Mataröryggið Alvarlegasta og háskalegasta fullyrð- ing Jónasar er að við getum að mestu hætt framleiðslu mjólkur og kindakjöts en í staðinn keypt þessar vörur á útsölu í nágrannalöndunum. Hér er vegið að einni helstu röksemd- inni fyrir því að vegna öryggis þjóðarinar þurfi að halda hér uppi öflugum landbún- aði sem séð geti þjóðinni fyrir flestum þeim búvörum sem hér er hægt að framleiða. Mataröryggið er undirstöðuatriði í öryggismálum flestra þjóða og fyrir eyþjóð eins og íslendinga er það nánast lífsskilyrði. Ef fallist væri á skoðun Jónasar, þyrfti þá ekki að skoða fleiri atriði sem tilvera okkar sem sjálfstæðrar þjóðar byggist á og væri ekki auðvelt að færa rök fyrir því að rekstur þjóðfélagsins alls sé óhagkvæmur? Eru nokkur skynsamleg rök fyrir því ef grannt er skoðað að halda hér uppi sjálfstæðri þjóðmenningu með tungumáli sem fáir skilja og prenta á því bækur og blöð sem aðeins fáir geta lesið? Og hvað með útvarp og sjónvarp. Það getum við hvort tveggja fengið sent hingað um gerfihnött frá einhverri nágrannaþjóð- inni, á útsöluverði. ísland er að sönnu ekki besta landbún- aðarland í heimi en landbúnaðinn hér verður auðvitað að meta út frá því efnahagslega samhengi sem hann stend- ur í. Það er að vísu rétt hjá Jónasi að mikill matarforði er jafnan í frystigeymslum fiskivinnslustöðvanna og mætti lengi draga fram lífið af þeim birgðum, en hætt er við að það þætti fábreyttur kostur til lengdar. Tímabundiö ástand í greinum Jónasar kemur fram að hann telur að offramleiðsla búvara og þar með útsalan góða séu og „verði um ófyrirsjáanlega framtíð eitt af einkenn- um iðnríkja Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku.“ Það er í meira lagi hæpið að gera ráð fyrir að hér sé um varanlegt ástand að ræða. Um fátt er nú meira rætt á vettvangi landbúnaðarmála í þessum löndum en leiðir til þess að hafa stjórn á framleiðsl- unni. Jafnvel í Bandaríkjunum eru bændur farnir að tala um aðhald í þessum efnum. Offramleiðsluvanda Efnahagsbanda- lagsins verður að skoða sem tímabundið vandamál, einskonar vaxtaverki þeirrar efnahagslegu sameiningar Vestur-Evr- ópu sem nú fer fram. Landbúnaður bandalagsþjóðanna var mjög misjafn- lega á vegi staddur tæknilega og aðstaða bænda ójöfn. Til þess að gera sameining- una mögulega varð því að gera ráðstaf- anir til þess að jafna þennan aðstöðumun meðan landbúnaðurinn aðlagaðist breyttum aðstæðum. Þessi þróun mun vafalaust taka all langan fima enn, en þegar sjást þó nokkur merki breytinga. Háværar raddir eru um það í löndum Efnahagsbandalagsins að draga úr stuðningi við landbúnaðinn, og ráðstaf- anir hafa verið gerðar til þess að draga úr mjólkurframleiðslunni með því að gera bændur að hluta ábyrga fyrir þeim halla sem offramleiðslan skapar. Það kemur raunar fram hjá Jónasi að honum er ljóst að hér er um tímabundið ástand að ræða á einum stað segir hann: „Meðan iðnríki jarðar fylgja offram- leiðslustefnu í landbúnaði er skynsam- legra að vera kaupandi heldur en seljandi á undirboðsmarkaði alþjóðavið- skipta.“ Hann lætur því hins vegar ósvarað hvað við eigum að gera við landbúnaðinn á meðan við hagnýtum okkur þessi vildarkjör og hvemig bregðast á við þegar útsölunni lýkur. Landbúnaður er fjárfesting, ræktun, þekking og verkmenntun sem halda verður við og endurnýja og sem ekki verður komið upp á skömmum tíma sé hann lagður niður eða stórlega úr honum dregið. Það er ekki hægt að fara með landbúnaðinn eins og niðursuðudós sem menn geyma í hillu og opna þegar á þarf að halda. Möguleikar okkar til þess að versla á útsölunni eru því mjög takmarkaðir ef við viljum jafnframt gæta öryggis okkar og sjálfstæðis. Framleiöslustjórnunin Eitt af því sem einkennir skrif Jónasár og málflutning margra annarra sem alþingi (Með þessu orði er átt við það, sem á ensku er kallað „videotape“ og á dönsku „videoband“, en einnig er til erlenda heitið „videogram“ og táknar það efni, sem varðveitt er á myndbandspólu eða snældu „video-ka- sette“ eða myndplötur ,,videodisc“). Áteknar myndbandasnældur eru seldar eða leigðar hverjum, sem hafa vill, og virðist rekstur myndbanda- leiga vera eftirsóknarverður atvinnuvegur, ef dæma má af þeim mikla fjölda slíkra fyrirtækja, sem upp hefur risið víða um land á síðustu misserum. Margt af þvf efni, sem þar er á boðstólum, er af því tagi, sem sjá má í venjulegum kvikmyndahúsum, enda mjög oft um að ræða myndir, sem áður hafa verið sýndar hér á landi. Ásamt þessu efni virðast vera veruleg brögð að því að boðnar séu til leigu myndbandasnældur, sem hafa að geyma efni með gegndarlausu ofbeldi gagnvart körlum, konum, börnum og dýrum. Ofbeldi þetta er með slíkum raunveruleikablæ að hinum smæstu atriðum er komið til skila, og jafnvel munu á stundum vera töluverð áhöld um, hvort ekki hafi verið framdar raunverulegar misþyrmingar og jafnvel morð fyrir framan upptökuvélarnar. Ekki er að finna í núgildandi lögum ákvæði, er dugi til að stemma stigu við dreifingu ofbeldiskvikmynda af því tagi, sem hér hefur verið lýst. Verður ekki hjá því komizt að gera ráðstafanir í þá átt. Lög um þetta efni hafa verið sett í ýmsum löndum undanfarið, m.a. í Noregi og Svíþjóð. Slík lagasetning má ekki lengur dragast hér. Þ.Þ. Gjaldskrársvædi síma verði stækkuð ■ Davíð Aðalsteinsson er fyrsti flutn- ingsmaður þingsályktunartillögu um breytt gjaldskrársvæði Póst- og símamála- stofnunarinnar, þar sem lagt er til að gjaldskrársvæði símans verði stækkuð þannig að í meginatriðum gildi sami gjaldflokkur innan sérhvers athafna- eða greinistöðvarsvæðis. Meðflutnings- menn eru Jón Helgason, Jóhann Ein- varðsson, Guðmundur Bjarnason, Páll Pétursson, Stefán Valgeirsson, Ingólfur Guðnason, Alexander Stefánsson, Sig- urgeir Bóasson og Stefán Guðmunds- son. í greinargerð segir: Póst- og símamálastofnun gegnirmjög þýðingarmiklu hlutverki í okkar þjóð- félagi. Góð símaþjónusta er einn af undirstöðuþáttum nútímasamfélags. Framþróun í póst- og símamálaum hefur orðið ör á seinni árum, þótt fæstum þyki nóg að gert. í 11. gr. laga um stjórn og starfrækslu póst- og símamála frá 2. maf 1977 er ákvæði um að stefnt verði að því við gjaldskrárgerð, að sömu gjöld gildi innan hvers svæðisnúmers, og skal ákveðið í reglúgerð hvenær framkvæmd þessa ákvæðis kemst á. Svo sem kunnugt er vantar mikið á að áðurnefnt ákvæði laganna sé framkvæmt til fullnustu, og ráða þar mestu tæknilegar hindranir, en einnig fjárhagslegar. Segja má að tillaga sú, sem hér er lögð fram, fari bil beggja með tilliti til fjárhagslegra og tæknilegra forsendna annars vegar og bættrar þjón- ustu við símnotendur hins vegar. Meðfylgjandi kort yfir sjálfvirkar sím- stöðvar sýna að landinu er skipt í 20 greinistöðvarsvæði og svæðisstöðina í Vestmannaeyjum og í mörgum tilfellum fara svæði greinistöðvanna saman við athafna- og viðskiptasvæði. Sú upptaln- ing, sem hér fer á eftir, sýnir aðeins hugmynd að gjaldskrársvæðum á grund- velli þessarar þingsályktunartillögu. 1. Reykjavík - Kópavogur - Hafnar- fjörður - Varmá. 2. Akranes-Lambhagi-Hvalfjörður. 3. Borgarnes-Hvanneyri-Kljáfoss- Hreðavatn. 4. Stykkishólmur - Búðardalur - Grundarfjörður - Ólafsvík - Hellis- sandur - Saurbær - Reykhólar. 5. Patreksfjörður - Bíldudalur - Tálknafjörður - Krossholt. 6. ísafjörður - Bolungarvík - Flateyri - Súðavík - Suðureyri - Þingeyri. 7. Brú - Hólmavík - Hvammstangi - Laugarbakki - Reykir. 8. Blönduós - Bólstaðarhlíð - Skaga- strönd. SJALFVIRKAH SÍMSTOOVAR llOtiÍMÞÍ* 1111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.