Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 1
islendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 29. desember 1982 296. tölublað - 66. árgangur Síðumúla15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn86300-Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Samkomulag með hagsmunaaðilum um þorskveiðistefnu næsta árs: Heiníilis- tíminn: Flug- eldar - bls. 20-21 Bfla- sfmar — bls. 4 JóSagjöf ársins! —" bls. 9 ÞORSKAFUNN NÆSTA AR VERÐUR 370 HJS. TONN — sem er 20 þús. tonnum meira en fiskifræðingar mæla með ¦ „Tíllögur iníiiur í þorskveiðistefnu næsta árs eru á þann veg að hámarks- afli verði 370 þúsund lestir og gert er ráð fyrir því að sú tala verði endur- skoðuð eftir vertíðina og fylgst ná- kvæmlega með því hvort '76 árgangur- inn finnst," sagði Steingrímur Her- mannsson, sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann í gærkveldi, en Steingrímur kynnir þessar tillögur sínar í ríkisstjórninm á morgun. „Gert er ráð fyrir að aflanum verði skipt jafnt á milli báta og togara," sagði Steingrímur, „og í takmörkunum er fylgt því sama og á þessu ári. Um þessar tillögur mínar, er full samstaða við hagsmunaaðila, enda í samræmi við tillögur þeirra." „í meginatriðum eru þessar tillögur gerðar í fullu samkomulagi við okkur - þessa hagsmunaaðila sem þarna hafa verið kvaddir til," sagði Kristján Ragnarsson, formaðurL.Í.Ú. ísamtali við Tímann, „en að vísu er þarna um að ræða að lagt er til að leyft verði að veiða 370 þúsund lestir, en fiskifræð- ingarnir hafa lagt til 350 þúsund tonn, þannig að okkur sýnist sem þarna sé telft á tæpasta vað, en við höfum ekki gert þarna við ágreining. „Þarna verður náttúrlega að fara með gát, þar sem um okkar grundvallarveiðiskap er að ræða." Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasamband íslands var í gær spurður álits á tillögum ráðherra: „Þessar tifJögur hafa allt frá því að núverandi ráðherra tók við vóldum verið með sama munstri og við höfum ekki neinar athugasemdir að gera við þær." Því hefur verið fleygt að fiskverð þurfi að hækka um a.m.k. 14%, til þess að sjómenn haldi tekjum þessa árs, en þorskafli á þessu ári er leyfður 450 þúsund tonn. Enginn viðmælenda Tímans í gærkveldi vildi tjá sig um hve mikið fiskverðið þurfti að hækka - þeir sögðu aðeins að málið væri á mjög viðkvæmu stigi nú. -AB ¦ Hann var af margvíslegu tagi hlífðarskófatnaðurinn sem gangandi vegfarendur í Reykjavík máttu notast við í gær í vatnselgnum og slabbinu sem rigningunni og leysingunum fylgdu. Hér má sjá eina blómarósina sem brá sér í plastpoka meðan hún öslaði yfir slnrslii PoUanna. Túnamynd KUa Ekki hægt að kynda hús á Hvolsvelli: Hitaveit- an f©rí sundur! — ívatns- elgnum f gærdag ¦ Aðveituæð hinnar nýju Hitaveitu Rangæinga fór í sundur á einum stað og var í nokkurri hættu á einum eða tveim stöðum öðrum á Rangárvöllum - milli Hellu og Hvolsvallar, um miðjan dag í gær vegna gífurlegra vatnavaxta er urðu á Suðurlandi í fyrrinótt og gærdag, er saman fór asahláka og úrhellis rigning. „Þetta er í fyrsta gilinu vestan við Djúpadal. Ræsið sem er undir hitaveitu- stokknum þar í slakkanum hefur ekki tekið við öllu því vatni sem þar rann undir veginn - enda var það stærðar fljót. Þarna grófst því um 12-15 metra skarð þar sem leiðslan féll niður og fór í sundur", sagði Sveinn ísleifsson lögregl- uþjónn áHvolsvelli sem leit á verksum merki í gær. Hópur manna vann að viðgerðum í gærkvöldi og var vonast til að tækist að koma vatninu á aftur seint í gærkvöldi eða í nótt. Að sögn Sveins mun litlu hafa munað að leiðslan færi einnig rétt við Strandar- síkið þar sem mikið íshröngl hafði lagst á hana. En fyrir harðfylgi gröfumanna þar hafi tekist að ryðja honum burt áður en tjón varð. Þá mun jarðvegur hafa runnið frá leiðslunni nokkru austan við Hellu. „Það er mjög slæmt að þetta skuli koma fyrir í fyrstu leysingum eftir að veitan er tekin í notkun", sagði Jón Þorgilsson, sveitarstjóri á Hellu. Kvað hann augljóst að ræsin undir hitaveitu- garðinn væru langt frá því nógu víð þegar svona vatnavextir verða. HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.