Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 2
MJÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 ■ Þó að Sean sé ekki nema 29 ára, er hár hennar þegar farið að grána og andlitsdrættimir bera það með sér, að líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hún segist loks vera búin að sætta sig við það, að hún muni aldrei öðlast ást föður síns, en hún á bágt með að leggja trúnað á þau orð hans, að hann hafi aldrei elskað inóður hennar. „Hvernig gátu þau verið gift í 9 ár, ef hann hefði aldrei elskað hana?“ spyr hún. GLEYMDU KONURNAR í LÍH JOHN OEREK ■ Mikið hefur verið rætt og ritað um John Derek og kon- urnar í hTi hans, eiginkonurnar Ursulu Andress, Lindu Evans og Bo Derek. En því hefur lítið verið haldið á lofti, að hann átti eina eiginkonu enn og með henni tvö böm, dótturina Sean, sem nú er 29 ára og vinnur fyrir sér sem rithöf- undur, fyrirsæta, leikkona og Ijósmyndari, og soninn Russell. Hann er 33 ára gamall og lamaður upp að mitti eftir mótorhjólsslys. Fyrsta kona Johns Derek er af rússneskum aðalsættum og bar upphaflega nafnið Pati Behrs Eristoff prinsessa. Hún fæddist í Rússlandi en ólst upp í Frakklandi. Þar gerðist hún dansmær og vakti athygli bandaríska kvikmyndajöfurs- ins Darryl Zanuck, sem fékk hana til að undirrita samning við 20th Century-Fox og koma til Hollywodd. Fljótlega fædd- ust bömin tvö og hafði Pati nóg að gera að sinna búi og bömum, og svo náttúrlega líka John. En eftir 9 ára hjónaband yfirgaf John fjölskyldu sína og tók saman við Ursulu Andress, sem þá var ekki nema 17 ára. Nú tók við hálfgerð píslar- ganga Pati og bamanna. John var ekki laus á fé til framfærslu þeirra og Ursula krafðist þess að sitja ein að allri þeirri ást, sem hann kynni að búa yfir. Hann vildi því ekkert hafa með bömin og móður þeirra að gera. Hins vegar datt honum það snjallræði í hug, að senda þau til írlands, því að þar hafði hann heyrt, að værí svo ódýrt að búa! Nú tók við níu mánaða „útlegð“, eins og Sean orðar það, í Norður-írlandi. En að þeim tíma liðnum tóku þau sig upp og fluttust til Spánar. Þar bjuggu þau í 4 ár við mikla fátækt og basl. En nú höfðu orðið þáttaskil í h'fí Johns Derek. Eftir 10 ára hjónaband yfirgaf Ursula hann og tók upp samband við franska leikarann Jean-Paul Belmondo. Hé- gómagirnd Johns var djúpt særð, en hann jafnaði sig fljótlega eftir að hann kynntist Lindu Evans. Linda hafði aðra afstöðu til bamanna en Ursula hafði haft. Henni rann til rifja að vita af þeim í örbirgð á Spáni á sama tíma og þau John lifðu í vcllystingum praktug- lega í Kalifomíu. Hún hlutaðist því til um að fá Pati, Sean og Russell aftur heim. Nú mnnu upp erfiðir timar hjá bömunum. Þau vom eins og útlendingar í sínu eigin landi og braust óánægja þeirra út í alls kyns uppreisnarathæfi. Að sögn Sean gerði faðir þeirra upp á milli þeirra syst- kinanna, hundskammaði Sean fyrir hina smæstu yfirsjón, en lét gott heita allt, sem Russeli tók sér fyrir hendur. Eini Ijósgeislinn í lífi Sean um þessar mundir var vináttan, sem komst á milli hennar og Lindu. En sá bögull fylgdi skammrífinu, að John krafðist þess af Sean, að hún veldi á milli móður sinnar og þess að umgangast hann og Lindu. Á yfirborðinu valdi hún samneyt- ið við föður sinn og Lindu, en hún hefur þjáðst af sam- viskubiti gagnvart móður sinni fram á þennan dag. Nú liðu 10 ár, en þá var enn einu sinni kominn órói í John Derek. Nú var það enn einu sinni kornung stúlka, óskrífað blað, sem átti athygli hans aUa. Þar var Bo Derek kominn í spUið og John hafði engar vöflur á heldur lét Lindu sigla sinn sjó. Það merldlega er, að aUar fyrrverandi eiginkonumar, að Pati undanskilinni, em nú hinar bestu vinkonur og Scan lítur þær nú öðmm augum en fyrr. Húr. helduur enn nánu sam- bandi við Lindu, sem henni þykir greiiúlega mjög vænt um. En föður sinn hefur hún ekki talað við síðustu 3 árin. ■ Sean óskaði eftir því að halda hátíðlegt 25 ára afmæli sitt í félagsskap eiginkvenna föður síns. I þessum fríða kvennafansi var hún sú eina, sem ekki uppfyllti skUyrði föður síns, sem viU hafa konumar sínar Ijóshærðar fegurðardísir. ■ Pabbi krefst fullkomnunar. Konurnar hans verða að vera ungar og grannar. Bo er fyllsta alvara, þegar hún lætur í Ijós ótta um að hann kunni að finna sér aðra konu, yngri og fal- legri,“ segir Sean.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.