Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 3
MIÐYIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 3 fréttir Vídeóstrlðið heldur áfram: FIMM NV LðGBANNSMAL — TrSýningin á E.T. í Ólafsvík grófasta mál sinnar tegundar hér á landi” segir Gunnar Guðmundsson, lögfræðingur rétthafa kvikmyndarinnar ■ „Við urðum að fá sett fimm lögbönn á vídeóleigur nú rétt fyrir jólin. Fjögur málin tengjast Vídeóheiminum að Tryggvagötu í Reykjavík og eitt videóleigu í Keilavík. Það voru íslenskir rétthafar myndefnis frá United Artists, Warner Brothers, EMI og CIC Video sem báðu um lögbönnin vegna ólögmætrar útleigu á kvikmyndunum frá þessum aðUum,“ sagði Gunnar Guðmundsson lögfræðingur rétthafanna í samtali við Tímann í gær. Gunnar er einnig lögfræðingur kvik- myndafyrirtækisins Universal, sem framleiddi stórmyndina E.T. en fram hefur komið í fréttum að hún var sýnd í heimildarleysi í myndbandakerfi í Ólafsvík nú um jólin og sáu hana þá um 80% íbúa á staðnum. „Þessi sýning í Ólafsvík er það grófasta sem við höfum komist í tæri við“ sagði Gunnar. „E.T. hefurekki enn verið gefm út á myndbandi af framleið- andanum og því öll sýning hennar og ■ „Nú skal segja -nú skal segja,“ kyrja börnin hástöfum á jólaböllum þessa dagana. En það er fleira sér til gamans gert en að syngja og dansa í kringum jólatré, eins og glöggt sést á þessum myndum. Litli snáðin missti blöðruna sína og lagði upp í leiðangur að nálgast þessa skemmtilegu eign sína og á innfelldu myndinni má sjá snáðanna hreykinn mjög að afloknu ætlunarverki sínu. Tímamyndir Ella. íbúðum þarf ekki að fjölga hér á landi — næsta áratuginn samkvæmt áætlun Framkvæmdastofn- unarT nema á Austurlandi ■ Áætluð þörf fyrir íbúðabyggingar hér á landi áratuginn 1981-1990 er álíka og fjöldi þeirra íbúða er fullgerðar voru á áratugnum 1971-1980, nema hvað íbúar Austurlands þurfa að auka íbúð- abyggingar sínar töluvert, samkvæmt nýrri spá Framkvæmdastofnunar um byggingarþörf á íbúðum á nýlega byrjuð- um áratug. Byggingarþörfina áætlar Framkvæmd- astofnun 20.700 til 22.500 íbúðir á árunum 1981 til 1990, en fuUgerðar íbúðir á síðasta áratug voru 20.810. Af þeim íbúðum voru 11.863 byggðar á höfuðborgarsvæðinu, en byggingaþörf yflrstandandi áratugs er áætluð á bilinu 11.400-12.000. Á Austurlandi er áætlað þörf 1.200-1.350 íbúðir á þessum áratug, en þar voru fuUgerðar 951 íbúð heldur meiri á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra heldur en iokið var við að byggja á síðasta áratug. { niðurstöðum spárinnar segir m.a. að fólki á aldrinum 30-49 ára muni hlutfalls- lega fjölga mikið á næsta áratug frá því líkindum í för með sér aukna eftirspum eftir stórum og vönduðum íbúðum. Verði þeirri eftirspum fullnægt muni í flestum tilvikum losna minni íbúðir til afnota fyrir þá er þær henta. Skýrsluhöfundar taka fram að ekki sé unnt að draga aigildar ályktanir um húsnæðisþörf út frá mannfjölda einvörð- ungu, heidur ráði efnahagslegar aðstæð- ur og miklu. Þá segja þeir upplýsingum um ýmsa veigamikla þætti húsnæðis- og byggingarmála mjög ábótavant, er tor- veldi rannsóknir á húsnæðismarkaðnum og áætlanagerð um byggingastarfsemi. Samkvæmt könnun Framkvæmdastofn- unar voru 70.800 íbúðir í landinu í árslok 1980 fyrir hina 229 þúsund íbúa landsins og íbúa hverrar íbúðar því um 3,2 að meðaltali í hverri íbúð. Tuttugu ámm áður var það hlutfall 4,5 fbúar og fjörutíu árum áður (1940) var það 5,3 íbúar. í Reykjavík hafa íbúar í íbúð jafnan verið færri en annars staðar á landinu og var hlutfallið þar 2,7 íbúar á íbúð 1980. dreifing í því formi ólögmæt. Við vitum ekki enn hvemig eða hvenær hún var sett ólöglega á myndband, en við höfum sams konar dæmi um heimildarlausa myndbandasýningu hennar í Bretlandi nú fyrir nokkru. Sennilega má rekja þetta til kvikmyndaversins í Bandaríkj- unurn." Gunnar Guðmundsson kvað sýning- una í Ólafsvík vera stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp hér á landi. „Það má nánast segja að heilt þorp hafi þarna séð myndina og þá er búið að drepa frekari sýningar hennar þar á staðnum, framleiðanda og dreifing- araðila til mikils tjóna. Þess vegna hafa skaðabótakröfur verið gerðar." „Nú um nokkurt skeið hefur verið herferð í gangi á vegum framleiðenda, dreifingaraðila og rétthafa myndbanda til að stöðva ólöglega útleigu og þróunin hefur upp á síðkastið verið mjög í rétta átt. Ástandið er orðið allt annað en það var t.d. fyrir hálfu ári.“ Gunnar sagði að í flestum tilvikum þar sem rétthafar hefðu fundið að útlánastarfsemi vfdeóleiga hér á landi hefði náðst samkomulag. Rétthafar hefðu þó í nokkrum tilvikum neyðst til að setja á lögbann þegar um ítrekað brot hefði verið að ræða. Hvort einhvers konar samkomulag gæti náðst í E.T. - máli Ólafsvíkinga kvað Gunnar velta á afstöðu rétthafa myndarinnar erlendis. GM Hiti um frostmark fram yfir áramótin ■ „Við búumst ekki við að þessi asahláka standi lengur en eitthvað fram á kvöldið", sagði Hafliði Jónsson, veðurfræðingur í gærkvöldi. Á veður- stofunni var búist við að lægðin sem var vestan við landið í gær og úrkomusvæðið sem henni fylgdi mundi ganga yfir landið um kvöldið og í nótt er leið. Eftir það bjóst Hafliði við að eitthvað mundi kólna og hiti líklega verða í kringum frostmark fram yfir áramótin. Úrkomu spáði hann helst í formi skúra og kannski slydduélja á Vestur-og Suðvesturlandi og eitthvað austur með suðurströndinni, en að úrkomuh'tið verði fyrir norðan og austan. HEI VERÐLÆKKUN OG AUKIN LÁNAKJÖR Á Nú geta allir eignast WARTBURG - Stóra bílinn á lága verðinu, með sérstökum lánakjörum. STÓR - HÁR - STERKUR Þeir sem kaupa einu sinni kaupa hann aftur og aftur. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauðagerði, sími 33560

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.