Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 5
MJÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 fréttir Sýning í Þjóðminjasafninu: ÞRÓUNARSAGA ÍSLENSKA TORFBÆJARINS Hlaðsýn í Gröf í Öræfum eins og Hörður Ágústsson hugsar sér hana. ■ Guðmundur Olafsson. ■ Þjóðminjasafn Islands og Árbæjar- safnið, Fornminjasafnið í Færeyjum, Þjóðminjasafn Grænlands og svæðis- safnið í Julianeháb í Grænlandi hafa tekið upp samstarf um farandsýningar sem ganga miUi landanna þriggja. Sam- starfsheiti þessara safna er Útnorður- safnið eða Nordatlantmuseet. Nú hefur verið opnuð sýning í Þjóðminjasafninu, sem er liður í þessu samstarfi og nefnist hún „Torfbærinn, frá eldaskála til burstabæjar“. Þessi sýning stendur til 1. febrúar á næsta ári, en þá verður hún send til safna og skóla á landsbyggðinni og síðar til nágrannalandanna, Færeyja og Grænlands. í staðinn fáum við til landsins sýningar frá þeim og hefur raunar ein slfk verið haldin, en það var sýning á færeyska bátnum, sem kom til Þjóiðminjasafnsins hér á síðastliðnum vetri. Guðmundur Ólafsson fomleifafræð- ingur og safnvörður á Þjóðminjasafninu hefur haft veg og vanda af vinnslu gagna og uppsetningu sýningarinnar. Hann sagði við blaðamann Tímans að flestir íslendingar hefðu séð gamla burstabæ- inn og enn lifði á meðal okkar fólk sem hefði búið í slt'kum bæ. Hins vegar væri ekki víst að allir gerðu sér ljóst að burstabærinn hefði komið tiltölulega seint til sögunnar og hann hefði aðeins verið lokastig í langri þróunarsögu torfbæjarins, en torf hefur verið bygg- ingarefni fslendinga allt frá landnámsöld til okkar aldar. Hins vegar hefði torfbær- inn tekið ýmsum breytingum í aldanna rás. Með aðstoð Guðmundar og sýning- arskrárinnar sem hann hefurgert skulum við athuga þessa sýningu örlítið nánar: Elsta stig torfbæjarins sem sýnt er á uppdráttum á sýningunni er eldaskálinn, en minjar um slíkan bæ hafa fundist hér á landi, m.a. á ísleifsstöðum á Mýrum. Eldaskálinn er aflangt hús sem gjarna mjókkar til beggja enda. Þar vann fólk, mataðist og svaf undir sama þaki. Útihús eða skemmur voru ekki áfastar. Hús af þessari tegund eru þekkt í grannlöndum okkar og voru algeng þar á víkingaöld. Inngangur var nálægt öðrum endanum og inni var eldstæði fyrir miðju og breiðar setur meðfram veggjum. Fornminjar frá 10. og 11. öld sýna að fljótlega hafa forfeður okkar farið að breyta til um húsagerð. Skemmur og útihús fara að tengjast skálanum sem viðbyggingar, fyrst á tilviljanakenndan hátt og síðan fer hin nýja húsagerð að taka á sig nokkuð fasta maynd. Sem dæmi má taka bæinn í Stöng í Þjórsárdal. Hann lagðist af í Heklugosi 1104. Þar hefur verið byggð afþiljið stofa við enda skálans og baka til hefur verið reistur kamar og búr. Rannsakaðar fornminjar eftir daga byggðar á Stöng eru engar fyrr en tveim öldum síðar. Næst lítum við á bæinn í Gröf í Öræfum, sem fór í eyði 1362. Þá er kornin til sögunnar algerlega ný tegund bæjar. Inngangurinn hefur færst fyrir miðju og göng liggja inn eftir bænum þverum. Skemma er fyrir við annan húsendann og við hinn endann er eldhús og snúa þessar vistarverur timb- urgöflum fram á hlað. Stofa er öðru megin ganganna og skáli hinu megin. Baka til er kamar og baðstofa. Þessi bæjargerð, gangabærinn festist í sessi en tekur þó nokkrum breytingum. Eldhúsið fluttist inn í bæinn og baðstofa var við enda ganganna og var hún eina upphit- aða vistarvera í torfbæjunum. Nefndist baðstofan fyrrum ónstofa og ofninn ónn. Þær breytingar verða helstar á þessari bæjargerð fram að tilkomu bursta bæjar- ins eru þær að eldhúsið færist inn í bæinn að baki stofunnar og baðstofan verður aðalvistarvera hússins. Þar vinnur fólk og þar sefur það. Áður hafði fólk sofið í skálanum. Hann var óupphitaður, en baðstofan eins og áður sagði áður segir eina herbergi hússins sem var upphitað. Ástæður til þessa eru vafalaust eldiviðar- skortur og kuldi. Fólk hefur orðið að flýja kuldann lengra inn í bæinn. Á síðustu öld kom fram önnur tilraun til að sigrast' á þessu vandamáli, en þar er átt við hinar svo nefndu fjósabaðstofur. Þær tíðkuðust einkum sunnanlands. Þá var fjósið flutt undir baðstofuna og hitinn frá skepnun- um notaður til að kynda upp íverustað fólksins. Þetta hefur varla getað talist þrifalegt ná sérlega vistlegt, en frekar hefur fólk viljað vinna og sofa í fjósloftinu, heldur en að verða af hlýjunni sem fékkst með þessu móti. Það var árið 1791, sem Guðlaugur Sveinsson prófastur í Vatnsfirði reit grein í rit Þess konunglega íslenska lærdómslistafélag og setti fram grein um úrbætur á íslenska torfbænum og birti skýringarmyndir með. Tillögur sr. Guð- laugs miðuðust við þrjár gerðir bæjar, smábæ , meðalstóran bæ og stórbæ. Sr. Guðlaugur vildi ráða bót á þeim göllum sem fram voru komnir á hinni hefð- bundnu húsaskipan eftir að baðstofan er orðin helsta vistarveran og frambærinn stendur eftir lítt notaður og bæjargöngin eru orðin óþægilega löng. Síðast talda gerðin, þ.e. stórbærinn eins og sr. Guðlaugur hugsaði sér hann var alger nýjung, húsunum var raðað hlið við hlið svo sem flestir íslendingar þekkja og timburstafnar sneru fram á hlað. Þessi gerð húsa varð ráðandi í húsbyggingum á íslandi á síðustu öld. Korn þar hvort tveggja til að þessi stíll þótti hentugur og einnig hitt að bursta- bærinn þótti miklum mun reisulegri en það sem áður hafði tíðkast, enda mála sannast að ekki hafa íslenskir torfbæir í gegnum aldirnar glatt fegurðarskyn manna. Þar þótti staðarlegt heim að líta þar sem nýr burstabær með hvítum stöfnum hafði risið frá grunni. Nokkur munur kom þó fram á burstabæjum á Norður- og Suðurlandi. Norðlendingar byggðu frambæinn í burstastíl en göngin fengu að halda sér svo og bakhúsin. En Sunnlendingar sögðu skilið við gamla tímann og byggðu öll húsin samhliða og á Suðurlandi hurfu þannig gömlu bakhúsin úr sögunni. Þegar horft var heim á bæina var hlaðsýnin áþekk, en mikil eðlismunur var á gerð norðlenska burstabæjarins og þess sunnlenska. Auk þess sem hér hefur verið greint frá er á sýningunni gefið yfirlit um fleiri þætti í sambandi við þróunarsögu torf- bæjarins, svo sem fýrirkomulag burðar- bita og stoða í híbýlum manna og í útihúsum. Þá eru skýringarmyndir sem sýna aðferðir við torfristur til húsagerðar og þau verkfæri sem til þess voru notuð. Þessi sýning er eins og áður sagði farandsýning og seirina á þessu ári megum við eiga von á grænlenskri sýningu hingað til lands til endurgjalds fyrir þessa. JGK Styrr um gullskipid á Alþingi ■ Við þriðju umræðu fjárlaga fyrir jól komu fram nokkrar breytingartil- lögur frá öðrum aðilum en fjárveitinga- nefnd. Voru þær flestar felldar eða dregnar til baka. Ein þeirra vakti meiri úlfaþyt á þingi cn aðrar. Var það tillaga sem upp kom daginn áður en fjárlög voru endanlega afgreidd og var á þá lund að ríkissjóður ábyrgðist 50 millj. kr. lán til að ná gullskipinu, sem menn hafa talið sig finna sandi orpið. Eftir snörp orðaskipti um tillöguna var hún dregin til baka, en boðað var að hún yrði lögð fyrir Alþingi á ný eftir jólafrí. Tillagan er svohljóðandi: Að ábyrgj- ast lán sem tekið yrði til björgunar Het Wapen frá Amsterdam, allt að 50 millj. kr., eða endurlána lán, sem tekið yrði í sama tilgangi, gegn samningum um tryggingu í verðmæti hins bjargaða, enda liggi fyrir sam- þykkt fjárveitingancfndar. Flutnings- menn eru Birgir fsl. Gunnarsson, ólafur Ragnar Grímsson, Pétur Sig- urðsson, Sverrir Hermannsson og Jón Helgason. Sem sagt þingmenn úr öllum þingflokkum nema Alþýðu- flokki. Sighvatur Björgvinsson reis fyrstur upp til andmæla og sagðist aldrei hafa séð slíka tillögu sem ekki kemur fram fyrr en við atkvæðagreiðslu fjárlaga og taldi mikið fádæmi að rfkissjóður færi að tryggja að áhugamenn um uppgröft gamals skips gætu sinnt því áhugamáli sínu án þess að þeir sjálfir bæru skaða af. Ólafur Þ. Þórðarson kvað ekki undarlegt að menn hafi áhuga á að grafa upp skipsflök, og gæti vel komið til greina að Álþingi mundi leggja slíku máli lið, en það væri dæmafátt að leggja fram fjárbeiðni sem þessa á elleftu stundu, þegar verið væri að greiða atkvæði um fjárlög. Væri eðli- iegra að málið yrði skoðað að þing- legum hætti. Taldi hann að með þessu ætti ríkið að borga brúsann af ævintýr- inu, en cinstaklingar að hljóta happið ef citthvað yrði. Sagði Ólafur að mörg skip hafi sokkið við landið og taldi hann einsætt að ef fordæmi yrði gefið mundu margir vilja fá lán og láta veð í þessum skipum í skiptum. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að hann hefði óskað að fjaliað væri af meiri alvöru um það að ná menningar- verðmætum, sem ekki eru tök á að ná eftir öðrum leiðum, en gert var á þingfundinum. Einstaklingar og einka- fyrirtæki hafa leitað skipsins í 20 ár og hafa nú nokkuð örugga vissu fyrir að flakið sé fundið og væri fengur að því fyrir lslending að bjarga þessum menn- ingarverðmætum. Taldi hann einsætt að Hollendingar væru reiðubúnir að Sa í nokkum kostnað við að reisa i fyrir skipið ef það næst þannig að íslendingar þyrftu ekki að bera allan kostnaðinn af verðmætabjörguninni og varðveislu þessara fornminja. En hann tilkynnti að flutningmenn mundu draga tillöguna tii baka, en bera hana fram síðar á betri tíma. Því kom ekki til atkvæða um hvort ríkið tæki að sér 50 millj. kr. ábyrgð á láni til björgunar gullskipsins. Flugstöðvar- lánið enn framlengt ■ Við atkvæðagreiðslu um fjárlög var óskað nafnakalls við breytingartil- lögu frá ríkisstjórnini um að taka allt að 10 milij. kr. lán vegna flugstöðvar í Keflavík. 53 guldu jáyrði við tillög- unni en 6 greiddu ekki atkvæði. Meðal þeirra sem sögðu já voru ráðherrar Alþýðubandalagsins, Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinga- nefndar og Ólafur Ragnar þingflokks- formaður. Hann gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að hér væri um framleng- ingu að ræða á samskonar tillögu frá sfðasta þingi, og með sömu skilyrðum og þá. að ekki yrði ráðist í byggingar- framkvæmdir nema með samþykki allrar ríkisstjórnarinnar. Aðrir þing- menn Alþýðubandalagsins sátu hjá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.