Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 7
7 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 JÍ.'JVJ' erlent yfirlit Nakasone umkringdur af ljósmyndurum. Nakasone er mikifil vinur Bandaríkjanna Erfitt fyrir kann að sýna það í verki ■ VAFALÍTIÐ verður uppi fótur og fit hjá fréttamönnum í Washington, þegar hinn nýi forsætisráðherra Japana, Yasuhiro Nakasone, kemur þangað innan skamms til viðræðna við Reagan forseta. Það kemur flestum saman um, að samskipti Bandaríkjanna og Japans eru nú á mjög örðugu stigi. 1 fyrsta lagi er mikill ágreiningur um verzlunina milli landanna. Útflutningur Japana til Bandaríkjanna varð 16 mill- jörðum dollara meiri árið 1981 en innflutningur frá Bandaríkjunum. Áætl- að er, að þessi munur verði 20 milljarðar dollara í ár. Ástæðan er m.a. sú að Japanir verjast innflutningi með alls konar hömlum. í öðru lagi vilja Bandaríkin að Japanir verji mun meira fé til hernaðarútgjalda en þeir gera nú og taki m. a. að sér eftirlit eða vamir á stórum hluta Kyrrahafsins, þar sem þetta er nú á vegum Bandaríkj- anna. Það er Nakasone góður stuðningur í þessum efnum, að hann hefur bæði gegnt embætti verzlunarmálaráðherra og varnarmálaráðherra. Hann erþessum hnútum því vel kunnugur. Mesti stuðningur hans er þó vafalítið sá, að hann hefur frá stríðslokum verið í hópi þeirra japanskra stjómmála- manna, sem hafa lagt ríkasta áherzlu á nána samvinnu við Bandaríkin. Hann hefur aldrei hvikað frá þeirri stefnu, þótt hann hafi fengið það viðurnefni að vera kallaður vindhani. Nafngift sú stafar einkum af því, að Nakasone hefur í tíðum átökum innan stjórnarflokksins oftast lent með meiri- hlutann hverju sinni. Fylgismenn hans segja, að þetta stafi af því, að hann hafi ekki bundið sig við persónur, en flestar deilur innan flokksins hafa snúizt meira um þær en málefni. ÞÓTT Nakasone vilji verða við óskum Bandaríkjanna innan hóflegra tak- marka, em hendur hans bundnar af mörgum ástæðum. Hann á allt annað en hægt um vik. Efnahagsstaðan hefur til þessa verið betri hjá Japönum en flestum þjóðum öðrum. Þetta er nú að breytast. Hag- vöxtur fer minnkandi og atvinnuleysi vaxandi. Mestum áhyggjum veldur þó, að gífurlegur halli er á ríkisrekstrinum og n».un fara hraðvaxandi að óbreyttri stefnu og aðstæðum. Naksone hefur heitið því að draga úr hallanum á ríkisrekstrinum, án þess að hækka skatta. Frekar vill hann draga úr þeim. Þetta veldur því, að það verður meira en örðugt fyrir Nakasone að verða við þeim óskum Bandaríkjamanna að auka framlög til vígbúnaðar. ■ Nakasone fagnar sigri Bandaríkjamenn hugsuðu sér gott til glóðarinnar, þegar Nakasone varð for- sætisráðherra, að Japanir yrðu nú fúsari til að auka vígbúnaðarútgjöldin. Naka- sone hefur verið þess fýsandi fremur flestum japönskum stjórnmálamönnum, að varnir landsins yrðu auknar og Japanir tækju að sér ýms gæzlustörf og léttu þannig á Bandaríkjunum. Eftir að Nakasone varð forsætisráð- herra, hefur hljóðið í honum nokkuð breytzt, hvað þetta snertir. Hann telur fjárhagslega erfitt fyrir Japani á þessu stigi að verja meira fjármagni til hermála en nú er gert. Nakasone gerir sér þó ljóst, að hann má ekki koma alveg tómhentur til Washington. í síðustu viku var dregið úr innflutningshömlum á ýmsum vörum, m.a. á súkkulaði og sælgæti. En böggull fylgdi skammrifi, því að jafnframt var þeim fyrirtækjum, sem kynnu að verða fyrir barðinu á þessu, heitið styrkjum, ef nauðsynlegt þætti. NAKASONE hefur af mörgum ástæð- um þótt einn af svipmestu stjómmála- mönnum Japana á síðari árum. Því veldur ef til vill meðal annars að hann er hávaxnari en Japanir eru yfirleitt og vekur því sérstaka athygli, þar sem hann fer. Jafnframt er hann vestrænni í klæðaburði og fasi en algengt er í Japan. Nakasone, sem er 64 ára gamall, er kominn af efnuðu fólki og hlaut góða menntun áður en hann gekk í sjóherinn á stríðsárunum. Hann dvaldi þá lengst- um í Indónesíu og á Formósu. Fljótlega að loknu stríðinu hóf Naka- sone afskipti áf stjórnmálum. Hann náði. kosningu til þingsins 1947 og hefur átt þar sæti síðan. Tveimur árum síðar varð hann framkvæmdastjóri Vísinda- og tæknistofnunar ríkisins og formaður kjarnorkunefndar, sem átti að vinna að uppbyggingu kjamorkuvera. Síðar hefur hann gegnt mörgum ráðherraembætt- um, m.a. verið verzlunarmálaráðherra og varnarmálaráðherra, eins og áður segir. Fréttaskýrendum kemur saman um, að Nakasone sé gæddur góðum gáfum og sé mikill starfskraftur. Þá hefur verið talið, að hann skorti ekki metnað. Hann hafi lengi haft augastað á forsætisráð- herraembættinu, en verið of ungur til að ná því marki fyrr en nú. Flestir forsætisráðherrar Japans hafa verið um sjötugt eða eldri, þegar þeim hlotnaðist það hnoss að gegna þessu mesta valda- starfi í Japan. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem farið hefur með völd í Japan síðustu áratugi, er klofinn í marga hópa, sem hver lýtur sínum foringja. Stærsti hópur- inn hefur skipað sér um Tanaka fyrrv. forsætisráðherra, en hann hefur orðið að draga sig í hlé í stjórnmálabaráttunni sökum ákæru um að hafa þegið mútur af amerískum auðhring. Samt hefur hann haldið áfram áhrifum sínum í flokknum. Nakasone naut þess nú, að hann hafði stuðning Tanaka. Kjör forsætisráðherra fer fram í tvennu lagi. Fyrst velja flokksbundnir menn milli forsætisráð- herraefnanna, en síðan þingflokkurinn. Sá, sem sigrar í fyrri kosningunni, er oftast viss í síðari kosningunni. Nú tóku um 974 þús. flokksmenn þátt í fyrri kosningunni og hlaut Nakasone 58% atkvæðanna. Hann var síðan kjörinn einróma af þingflokknum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Undirbúningsfélag Saitverksmiðju á Reykjanesi h/f. Sjóefnavinnslan h/f. Skipti á hlutabréfum. Á síðasta aðalfundi Undirbúningsfólags saltverksmiðju á Reykjanesi h/f var ákveðið að félagið sameinaðist Sjóefnavinnslunni h/f. Við sameininguna fá hluthafar ( undirbúningsfélaginu hlutabréf I Sjóefnavinnslunni h/f, sem nemur þreföldu nafnverði hlutabréfa þeirra (undirbúningsfélaginu. Hlutabréf í Undirbúningsfélagi saltverksmiðju á Reykjanesi h/f eru hér með innkölluð og fá eigendur þeirra hlutabréf í Sjóefnavinnslunni h/f í þeirra stað að viðbættri framangreindri jöfnun. Skiptin fara fram á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h/f, Vatnsnesveg 14 Keflavfk, slmi 92-3885 frá og með 5. janúar '83. Stjórn Sjóefnavinnslunnar h/f Sjóefnavinnslan hf. Hlutafjárútboð. Sjóefnavinnslan hf. auglýsir hér með hlutafjárútboð að nafnverði kr. með útboðsgengi 1.44. Hluthafar hafa forkaupsrétt að öllum aukningarhlutum i hlutfalli við hlutafjáreign sína til 31. janúar '83. Eftir þann tíma eru kaup hlutabréfa heimil öllum innlendum aðilum, en útboðið stendur til 31. mars. '83. Nánari upplýsingar og gögn eru til staðar á skrifstofu félagsins, Vatnsnesvegi 14, Keflavík, simi 92-3885. Stjórn Sjóefnavinnslunnar h/f Nýir bílar — Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - æOG SEMUR Opið iaugardaga kl. 10-16. BÍLASALAN BUK s/f Leitiö upplýsinga SÍOUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK S(MI: 86477 Kjarnaborun Tökum ur steyptum veggjum fyrir hurðlr, loftræstingu, glugga, og ýmisskonar lagnir, 2", 3", 4", 5", 6" og 7" borar. HLJOÐLÁTT OG RYKLAUST. Fjarlægum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. Kjarnaborun sf. Símar 38203-33882 / Tiilal&ina ir» \ & mmrm M f UI Wf UC1 CAR RENTAL * *' 29090 iiiaOTa 32 3 QAIHATSU REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVÍK Kvöldsimi: 82063 - Styrkir til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1983. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda islendingum að ferðast til Noregs. I þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferða- styrki til Noregs I þvf skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku I mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum." i skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. I umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæð.sem fariö er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1983.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.