Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 9
■ Frá fundi SUF um útvarpsmál. Fyrir gafli eru frummælendur og fundarstjóri. Lengst til vinstri situr Olafur Hauksson, í pontu er Helgi H. Jónsson, Jón Guðlaugur Magnússon fundarstjóri og Markús Á. Einarsson. Tímamynd Róbert. á baráttu útvarpsráðs um að fá breyting- ar á rekstri útvarpsins, en þar stæðu starfsmenn útvarpsins í vegi, hann nefndi nokkur dæmi í þessu sambandi. Markús minnti síðan á að fjölda auglýs- inga í einkastöðvum þyrfti að hefta. Síðan sagði hann frá því að hann hafi boðið starfsmönnum útvarpsins að koma með greinargerð um skoðanir sínar í þessum efnum sem yrði síðan lögð fyrir útvarpslaganefnd. Að lokum fór hann nokkrum orðum um „Rás 2“. Það kom fram í orðum Markúsar að hann teldi Ríkisútvarpið ekki tapa miklu af auglýs- ingum með tilkomu einkaútvarpsstöðva. Helgi H. Jónsson mótmælti orðum Markúsar að Ríkisútvarpið myndi tapa litlum auglýsingatekjum með tilkomu einkastöðva. Þá fór hann nokkrum orðum um útvarpsráð og sagði að mikill hluti tíma ráðsins færi í óþarfa karp. Þá lagði hann áherslu á opnun á „Rás 2“. Pá leiðrétti Helgi Ólaf í því að útvarpið fengi ekki fé í gegn um fjárlög, þá ræddi hann um sjálfræði útvarpsins, þ.e.a.s. að starfsmenn og neytendur ættu að fá að ráða meiru. Hann fór nokkrum orðum um ræðu Ólafs og lýsti sig sammála honum í sumu en ekki nærri öllu í sambandi við rekstrarform útvarpsins. Halldór Halldórsson kom fyrst inn á vídeokaplamálin. f>á lagði hann spurn- ingu fyrir Ólaf og vitnaði í grein eftir hann í Samúel þar sem hann fór mjög hörðum orðum um Ríkisútvarpið. Hann spurði Ólaf hvort eitthvað hefði breyst síðan hann reit þessa grein. Þá spurði hann Markús um fjármál útvarpsins. Að lokum spurði Halldór Helga nánar út í með hverjum hætti neytendaráð gæti haft áhrif á stjórnun útvarpsins. Jón Jóhannsson hældi fréttaflutningi útvarpsins, hann sagði að gera mætti léttu efni betri skil t.d. með næturút- varpi. Þá beindi hann fyrirspurnum til Markúsar um frjálst sjónvarp, hækkuð afnotagjöld og ráðningar fréttamanna hjá útvarpinu. Eggert Benonýsson fannst að það vantaði í áliti útvarpslaganefndarinnar að talað væri um framtíðina. Þá kom hann inn á vídeomálin. Að lokum hóf hann máls á því hvort ekki væri heppilegt að innheimta afnotagjöldin með nefskatti í stað þess sem er í dag, nefndi hann í þessu sambandi nefskatt sem innheimtur væri í þágu aldraðra. Finnur Ingólfsson spurði Markús hver ætti að veita leyfi til útvarpsrekstrar og í sambandi við eftirlit með kaplasjón- varpi. Hann spurði Ólaf hvort 8-12 ára börn væru fær um að velja sér vídeoefni til að horfa á. Og svo spurði hann Helga út í tekjustofna útvarpsins. Gunnar Baldvinsson vildi ekki.gagn- rýna útvarpið. Hann ræddi um álit útvarpslaganefndar og spurði Markús nokkurra spurninga þar að lútandi. Hann kom inn á sérstöðu íslensks þjóðfélags sem Helgi H. Jónsson kom reyndar inn á líka í sambandi við þarfir í fjölmiðiun. Þá spurði hann Helga hvort hann vildi leggja útvarpsráð alveg niður. Hann bað Ólaf að skilgreina muninn á hugtökunum „frjálst útvarp“ og „frjáls útvarpsrekstur". Hann kom inn á auglýsingaþáttinn í rekstri útvarpsins. í hans máli kom fram að hann var andvígur einkaútvarpi. Sigurjón Davíðsson minntist á þá umræðu sem fór fram um Keflavíkur- sjónvarpið fyrir 30 árum. Hann minntist síðan á breytt sjónarmið til sjónvarps- mála með tilkomu kaplasjónvarps. Þá talaði hann um misrétti fyrir lögum um útvarpsrekstur, þ.e.a.s. að öllum sem brytu þau væru ekki hegnt, aðeins sumum, og helst þeim sem eru lítilvæg- astir. Þá sagði hann að með samkeppni við vídeo væri sjónvarpinu að fara aftur í menningarlegu tilliti. Að lokum fór hann nokkrum orðum um ábyrgð opin- berra starfsmanna og mótmælti orðum Ólafs um þetta mál. Eggert Benónýsson fjallaði í upphafi um langbylgjustöðvar og taldi þær vera úreltar. Hann sagðiaðþvífjármagnisem hugmyndin væri að beina til uppbygg- ingu langbylgjustöðva ætti frekar að nota til að byggja upp „Rás 2“ á stuttbylgju. Hann vildi stækka hlut landsbyggðarútvarpanna og fjölga þeim. Hann kom með þá hugmynd að lands- menn myndu sjálfir kjósa einn fulltrúa í útvarpsráð í almennum kosningum. hann reifaði þá hugmynd að æðstu menn útvarpsins væru aðeins ráðnir til fimm ára. Hagnaðarvon eða áróður? Grímur Runólfsson sagðist hafa velt því fyrir sér hvers vegna menn stofnsettu útvarpsstöð ef ekki væri í hagnaðarvon. Hann sagði að ef ekki væri hægt að reka útvarpsstöðvar með hagnaði þá hlyti að búa annað þar á bak við þ.e.a.s. lauma áróðri til fólks á sama hátt og menn telja sér hag í að gefa út „frjálst og óháð“ dagblað eins og DV. Að lokum í almennum umræðum beindi fundarstjóri, Jón Guðlaugur Magnússon, þeirri spurningu til fund- armanna; að ef nú væri sjónvarp til staðar en prentlistin að koma til, hvort við mundum banna einkaaðilum að nota prentlistina í sína þágu, eða heimila aðeins ríkinu útgáfu á prenti. Lokaræður framsögu- manna Markús Á. Einarsson hóf mál sitt á að svara fyrirspurn um innheimtu af- notagjalda. Hann sagði að í tillögum útvarpslaganefndar væri gert ráð fyrir því að innheimtustofnun útvarpsins starfaði áfram og að innheimtuform afnotagjalda héldi sér. Hann taldi ýmis vandkvæði á því að innheimta nefskatt í stað afnotagjalda svo að nefndin féll frá þeirri hugmynd. Að lokum um þetta þá væri gert ráð fyrir því að útvarpsstjóri ákveði upphæð afnotagjalda í samráði við menntamálaráðherra, þannig að þau verði tekin út úr vísitöluleiknum. Hann hélt því fram að ef fjölbreytni væri of mikil í útvarpsmálum yrðu einhverjir að lúta í lægra haldi í mikilli samkeppni. Þá sagði hann að óheppilegt væri að hætta að útvarpa á langbylgju vegna þess öryggis sem í því fælist. Markús sagði að ákvæði um ráðningu starfsmanna í vissan árafjölda hjá útvarpinu, hafi ekki haft hljómgrunn hjá nefndinni. Hann sagði að ef drög útvarpslaganefndar væru samþykkt myndi koma á skipulag í myndbandamálum. Þá ræddi hann um hverjir ættu að fá rétt til útvarpsreksturs samkv. drögunum, talaði hann sérstak- lega um áhugasamtök í hinum ýmsu málaflokkum. Og að lokum skýrði hann frá því að samkv. drögunum væri útvarpsráði skylt að halda ráðstefnu á a.m.k. tveggja ára fresti með hlustend- um, um útvarpsmál. Helgi H. Jónsson hóf máls á „Rás 2“ og sagði það mál langt komið, áætlað að útsending hefjist snemma á næsta ári á FM. Hann vakti athygli á að ekki hefði verið stöðvaðar útsendingar á kapalsjón- vörpum og hætta á að það sama ætti sér stað með framkvæmd nýju útvarpslag- anna. Þá minntist hann á notendaráð. Þá vék hann að útsendingu létts efnis á „Rás 2“. Hann sagðist sammála því að ráða menn tímabundið hjá útvarpinu. Þá vék hannað ofbeldi og klámi í vídeói og taldi þar um varhugaverða þróun að ræða. Þá vék hann að fjármagni sem tekið væri út úr rekstri útvarpsins. Hann taldi það réttlætanlegt að menn deildu á útvarpið og það væri oftast til góðs ef það væri gert málefnalega. Næst vakti hann athygli á því að alltaf þurfi einhvern hvell til að opna umræðu um hluti eins og Ríkisútvarpið og leiddi það af sér fljótfærnisleg vinnubrögð, dæmi um þetta nefndi hann álit útvarpslaga- nefndar. Helgi sagði sig ósammála að einkaútvörp tækju tillit til menningar- sjónamiða. Að lokum sagði hann að sjónvarp og útvarp hefðu áhrif á líf hvers einstaklings á landinu og við verðum að móta þessa fjölmiðla með tilliti til þarfa og nauðsynja íslensku þjóðarinnar. Þetta mál er menningarlegs eðlis en ekki tæknilegs, þannig að vinnubrögð út- varpslaganefndar ættu að mótast af þessu sjónamiði. Ólafur Hauksson hóf sitt mál á að svara Halldóri Halldórssyni og sagði skoðun sína vera óbreytta varðandi að ríkið ætti ekki að reka útvarp. En mikið hafi breyst síðan hann reit þá grein sem Halldór vitnaði í og hefði hann linast svolítið í afstöðu sinni til útvarpsins. Hann taldi að ríkisútvarpið hefði mjög gott af samkeppni. Þá sagði hann sig ekki fylgismann þess að ung börn ættu að horfa á vondar myndir í vídeo. Þá talaði hann um nauðsyn þess að aflétta einokun í útvarpsflutningi. Og að lokum minntist hann á möguleika á hagnaði við rekstur útvarpsstöðva. landfari i IJólagjöf ársins!!! I Seint í gærkveldi þegar pósturinn fleygði bréfabunka inn á gólfið hjá mér, glaðnaði nú heldur yfir mér, því mitt í bunkanum, milli jólakorta og rukkana, var eitt „gluggabréf' með merki Fjármálaráðuneytisins á. Þær voru þá komnar „láglaunabæt- I urnar hans Ragnars", og þvílíkur léttir. Því frá því ég heyrði um þær talaðar hafa flogið um huga minn margir hlutir sem átti að framkvæma þegar þær kæmu. Það átti að kaupa þetta og gera hitt. Mig minnir að ég hafi verið með bros á vör er ég reif upp umslagið (það þurfti ekki að passa upp á frímerkið á þessu bréfi) en viti menn, brosið var fljótt að hverfa. Og ástæðan. Jú, ég einstæð móðir með tvö börn á framfæri og í tekjur á síðasta ári kr. 43.160.- fékk í bætur vegna tekjuskerðingar kr. 666.- Burt flugu draumar, en sem betur fer var stóll við höndina og ég settist niður. Ég hlaut að hafa mislesið, það varð að vera einn tölustafur í viðbót á ávísuninni. En því miður var svo ekki. Því fer ekki hjá því að margar spurningar fljúgi um hugann. Þetta áttu að vera láglaunabætur, ekki satt? Jú, það var nafnið sem þessu var gefið í upphafi. Hvers eiga þá láglaunamenn að gjalda? Þessar bætur sem voru búnar að vekja svo miklar vonir hjá mér, allt sem ég ætlaði að gera, nei það hlutu að hafa orðið mistök hjá tölvunni, hún er jú alltaf að gera mistök, ekki satt? Þetta hlaut bara að vera vitlaust. Svo ég ákvað nú að hringja daginn eftir á skattstofuna og fá þetta leiðrétt. Og með það fór ég að sofa. SOFA, ja það varð nú reyndar lítið um svefn þessa nóttina. Svo kl. 9.00 morguninn eftir hringdi ég og bað | um að fá að tala við þann er veitt gæti upplýsingar um „láglaunabætur" þessar, eftir hverju væri farið við útreikning þeirra. Jú, þær skýringar komu sem á færibandi væri. Ég var spurð um tekjur mínar á síðasta framtali, sem ég gaf upp og nú hlakkaði í mér, nú skyldi helv.. tölvan éta þetta öfugt ofan í sig. Já, sagði röddin í símanum, þetta er reiknað svona út: Tekjur á síðasta framtali h- 25.000 (fastur frádráttur) útkoman margfölduð með 12% (fastur stuðull) bætt við kr. 10.000 fyrir hvert barn (hjá einstæðum foreldrum) deilt í með 180 og niðurstaðan síðan margfölduð með 55. Og sjá, í mfnu tilfelli útkoman kr. 666.- Litli púkinn inní mér hvarf... „En því í ósköpunum eru þetta kallaðar láglaunabætur" spurði ég agndofa. Og svarið var: „Spurðu Ragnar!“ Síðan upplýsti röddin í símanum að ég væri með of litlar tekjur til að fá hærrí láglaunabætur! Takk fyrir!! Svo mörg voru þau orð. Ég fór að bera mínar bætur saman við annarra, jú þetta var rétt. Þeir sem voru mmeð hærri tekjur fengu hærri bætur. Þetta gæti virst svolítið flókið, ekki satt, en svarið við þessu er: Þeir sem unnu fulla vinnu (utan heimilis) og höfðu í heildarlaun í kringum 100-150 þús. koma hlutfallslega best út. Við hin (eins og ég) sem kusum að vinna hálfan daginn að vetrinum en allan daginn að sumrinu (til að spara dagvistunargjöld) og eyða hin- um helmingnum með börnum okkar, fáum að gjalda þeirra mistaka. Hjá mér situr önnur einstæð móðir með 1 barn sem vann 80% vinnu á síðasta ári og var með í tekjur kr. 60.197.- Hún fær í „láglaunabætur" kr. 1.238.-. Þaðervegna þessaðhún hefur hærri tekjur. Því viljum við spyrja þig Ragnar Arnalds, því að kalla þetta láglauna- bætur?? Afhverju er ekki flokkað eftir tekjum og útreikningsstuðli breytt við ákveðna tekjuflokka? Hvers eigum við einstæðar, eigna- lausar mæður að gjalda? Eða allir hinir sem eru með hliðstæðar tekjur og við? Og svona í lokin, getum við átt ánægjuleg jól þetta árið og veitt okkur það að borða skötu á Þorláks- messu, lambakjöt á aðfangadag, hangikjöt á jóladag og fisk alla hina dagana fram að áramótum, kaupa ullarsokka handa börnunum okkar í jólagjöf (hinir fá ekkert) þá er það allt að þakka „láglaunabótunum" þínum. Við vonum bara að þær dugi fyrir þessu. Sem betur fer þurfum við ekki að kaupa jólatré þar sem eitt stendur fyrir utan gluggana hjá okkur þessi jólin. Og svona í restina óskum við láglaunafólk eftir skriflegu svari hið allra fyrsta með nánari útskýringum á því afhverju ekki er tekið tillit til aðstæðna hjá hverjum þeim er bætur þessar hlýtur. Tvær cinstæðar mæður í Borgamesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.