Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 GglíS rn rnr fT' tr? Píanó- og orgelbekkir Áklæði: Leður og pluss Ljós fyrir píanó-orgel-flygla Taktmælar Kertastjakar á píanó Sendum í póstkröfu Verslun Leifur H. Magnússon hljóðfærasmiður Vogaseli 5. Sími 91-77585 VÖKVAPRESSA MÚRBROT — FLEYGUN HLJÓÐLÁT — RYKLAUS Tökum að okkur alla múrbrota- og fleygavinnu, hvar og hvenær sem er. T.d. í húsgrunnum og holræsum, brjótum milliveggi, gerum dyra og gluggaop, einnig fyrir flestum lögnum og f.l. Erum með nýja og öfluga vökvapressu. Vanir menn. VERKTAK símí 54491. 19 íþróttir Umsjón: Samúel Örn Erlir^ Vsson iróttlr ■ Guðmundur Guðmundsson í láréttri stellingu í leiknum í gær, og skorar eitt af sex mörkum sínum. Steindór Gunnarsson og Hans Guðmundsson fylgjast með, en Danirnir eru hálf spældir á svipinn. Tímamynd: Róbert STRÁKARNIR LÖGDU DANINA í HÖRKUSPENNANDI LEIK Lokatölur urðu 22 mörk gegn 21 okkur í hag eftir harðan endasprett ■ Islenska landsliðið í handknattleik sigr- aði Dani í gærkvöldi í hörkuspennandi leik. Islenska liðið hafði frumkvæðið ■ leiknum allan tímann, en mestu munaði í lokin góður sprettur Páls Ólafssonar sem hafði ekki skorað í leiknum, þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en hafði átt fallegar linusendingar. Páll skoraði sautjánda mark íslands þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 17-16, Danir jöfnuðu 17-17, Kristján Arason skoraði úr víti 18-17, Sigurður Sveinsson skoraði með þrumufleyg 19-17, Danir skoruðu 19-18, en þá hófst Páls þáttur Ólafssonar fyrir alvöru. Páll skoraði með glæsilegu langskoti 20-18, „ÓBROTINN ■ „Ég er óbrotinn", sagði Páll Ólafs- son eftir leikinn, en Danir fóru frekar óblíðum höndum um hann oft í leiknum. „Það er seigt í manni“, sagði Páll „en það var gaman að vinna, enda kominn tími til“. „Þeir tóku hart á manni, það mega þeir eiga“, sagði Guðmundur Guð- mundsson eftir leikinn „og það var dálítið erfitt að átta sig á dómunum. Mér fannst þetta ekki góðir dómarar, þeir voru ósamkvæmir sjálfur sér. En þeir dæma líka töluvert öðruvísi en gert er hér. Þeir gefa manni ekki annað tæki- færi. Ef brotið er á manni, og maður heldur áfram, en nýtir ekki færið, er bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. En að sjálfsögðu var gaman að vinna. Þetta danska lið er svipað að styrkleika og dönsk landslið hafa verið, en markvörðurinn þeirra var sériega góður í leiknum, hann varði stórkost- lega“, sagði GuðmundurGuðmundsson. Dönum brást bogalistin í næstu sókn og Páll dreif sig skemmtilega inn úr horninu um leið og íslendingar voru komnir í sókn, 21-18. Róleg byrjun Leikurinn var fremur rólegur framan af en hafði skemmtilega stígandi. Bæði liðin settu upp sóknir og léku nokkuð duglega vörn. Það var Morten Stig Christiansen fyrirliði danska liðsins sem opnaði markareikning- inn, en Bjarni Guðmundsson jafnaði af línunni. Kristján Arason tók forystuna fyrir ísland með góðu langskoti 2-1, og Steindór Gunarsson skoraði þriðja mark íslands með einkar vel útfærðu svifskoti af línunni, eftir hraðaupphlaup. íslendingar voru grimmari í hraðaupp- hlaupunum til að byrja með. Guðmundur Guðmundsson gerði fjórða markið eftir hraðaupphlaup, en þá kom lægð í leik íslenska liðsins, sem var helst til of sveiflu- kenndur lengst af. Danirnir söxuðu grimmt á forskotið og svo fór að þeir jöfnuðu 4-4. Kristján skoraði fimmta mark íslendinga úr víti, og félagi hans úr FH Hans Guðmunds- son skoraði 6-4 úr langskoti, en þar var Hans heppinn að skora, þar sem Páll Ólafsson beið honum á hægrihönd alfrír á línunni. Kristján Arason skoraði 8-5 úr langskoti, en Danir létu það ekki hræða sig og jöfnuðu aftur, smám saman að sjálfsögðu, 8-8. Hans Guðmundsson skoraði sitt annað mark og íslands níunda rétt fyrir leikhlé með lang- skoti, en Daninn er snöggur upp á lagið og jafnaði fáum sekúndum áður en flautan gall. Basl í síðari hálfleik Síðari hálfleikur var í járnum mest allan tímann, íslendingar skoruðu á undan, en Danir jöfnuðu jafnharðan. Og utan vallarins glumdi hás rödd Leif Mikkelsen þjálfara danska liðsins, en hann átti oft ýmislegt vantalað við sína menn. Kristján Arason skoraði fyrir ísland 10-9 úr víti eftir að brotið hafði verið á Guðmundi Guðmundssyni, sem gerðist nú æ atkvæðameiri í horninu og í hraðaupphlaupum. Þorgils Óttar skoraði af 'iínunni og síðan Guðmundur úr hraðaupp- hlaupi, þá Kristján Arason úr víti og Guðmundur úr horninu. Alltaf jöfnuðu Danir, en Guðmundur skoraði 16. mark íslands eftir einkar vel útfært hraðaupp- hlaup, og þá höfðu íslendingar loks náð tveggja marka forystu, 16-14. Danir skoruðu 15-16 og nú tóku leikar að æsast. Páll skorar 17-15, en Danir jafna 17-17. Kristján 18-17, Sigurður Sveinsson 19-17, Danir 19-18 og þá tók Páll Ólafsson til sinna ráða, 21-18. Lokasprettur... Danir hófu að leika maður á mann vörn í lok leiksins, og kom þar fram léttleiki Dananna og góð boltameðferð. Per Skaarup línumaður Dananna átti mikinn þátt í lokabrolti Dana, skoraði nítjánda mark þeirra og Keld Nielsen það tuttugasta. Allt varð brjálað í höllinni þegar Guðmundur Guðmundsson braust í gegn og skoraði 22. mark íslendinga og sigurinn var í höfn, 15 sekúndur til leiksloka og ómögulegt fyrir Dani að jafna. Per Skaarup átti síðasta orðið í leiknum skoraði með langskoti, og var ekki laust við að það færi honum betur, þó línumaður sé, ekki nenta svona tæpir 2 metrar á hæð. Enn er ónefndur þáttur Brynjars Kvaran í leiknum, hann varði 13 skot og mörg þeirra með miklum tilþrifum. Var oft ötrúlegt hvaða boltum hann náði. Bestir íslendinga í leiknum voru Guð- mundur Guðmundsson, Páll Ólafsson og Brynjar Kvaran. Guðmundur eitilharður allan tímann, Páll sterkur í vörninni gaf fallegar línusendingar og átti góðan loka- kafla, Brynjar traustur að baki íslensku varnarinnar. Poul Sörensen var sterkastur Dana, mark- vörður sem varði hreint ótrúlega á köflum. Þá var Michael Kisbye Ström sterkur, leikinn leikmaður og ótrúlega snöggur þó frekar stór sé. Þá var Per Skaarup skemmti- legur, ekki beint nettur línumaður, en skilar sínu og hefur fyrirmyndar framkomu á. leikvelli. Mörk fslands skoruðu Kristján 6, Guð- mundur 6, Páll 3, Hans og Bjarni 2 hvor og Steindór, Þorgils Óttar og Sigurður Sveins- son 1 mark hver. „GOÐUR SIGUR” ■ „Ég er ánægður með að leikurinn vannst", sagði Hilmar Björnsson, lands- liðsþjálfari. En við getum gert betur, það er enginn vafi“. „Leikurinn var dálítið gloppóttur, það komu kaflar sem voru hálf vand- ræðalegir, en þetta gekk allt saman. Það er mjög jákvætt og uppörvandi fyrir okkar lið að vinna leik gegn svo sterkri þjóð sem Danir eru. Þetta hefur verið hálf niðurdrepandi undanfarið. Landslið okkar er svo ungt að það þarf svo sannarlega á uppörvuninni að halda. Varnarleikurinn var betri í kvöld, en hann hefur verið undanfarið, þó að vissulega kæmu slæmir kaflar. Við fengum á okkur mörk sem voru mjög ódýr, en það er ekki hægt að skrifa þau á vörnina beint, flest þeirra komu eftir að boltinn glataðist og sem fráköst." Hilmar var spurður hvaða breytingar yrðu gerðar á liðinu. „Ég gef það ekki endanlega út fyrr en á hádegi á morgun“, sagði Hilmar. United steinlá ■ Kenny Dalglish skoraði þrjú mörk í fyrradag gegn Manchester City. En ekki tókst honum né félögum hans að gera mark gegn botnliðinu Sunderland í gærkvöldi. ■ Liverpool gerði jafntefli 0-0 við Sunderland á Roker Park í gærdag. Það hefði mátt ætla að þetta jafntefli gegn botnliðinu yrði til þess að fimm stiga forskot sem Liverpool hafði í deildinni eftir leikina í fyrrakvöld yrði til þess að hin liðin nálguðust, en óvænt úrslit gærdagsins komu í veg fyrir það. Nottingham Forest sem var fimm stigum á eftir steinlá á útivelli 3-1 gegn Everton. það voru Graeme Sharp (2) og Steve McMahon sem skoruðu fyrir Everton, en Steve Hodge svaraði fyrir Forest. Þriðja liðið fyrir leikina í gær Man- chester United, fékk heldur betur skell þegar hið efnilega lið Coventry burstaði þá 3-0. Peter Hormantschuk skoraði fyrst hjá Gary Bailey, en Bailey náði ekki að halda firnaföstu skoti hans snemma í leiknum. Mark Hatelcy skor- aði annað mark Coventry með góðum skalla, og Jim Melrose bætti við þriðja markinu í lok leiksins. Það stefnir því allt í að Liverpool verði efst á stigatöfl- unni í Englandi enn um sinn. LIVERPOOL GOÐIR — gegn Man. City, Nottingham Forest lagði Coventry ■ Liverpool átti stórleik gegn Manc- hester City er liðin mættust á Anfield Road í fyrrakvöld. Kenny Dalglish gerði þrennu, og lagði auk þess upp mark sem Ian Rush batt endahnútinn á. Phil Neal skoraði eitt, David Cross og Tommy Caton skoruðu fyrir City. Nottingham Forest lagði Coventry að velli 4-2, nóg af mörkum þar, Willie Young, John Robertson, Gary Birtles og Mark Proctor skoruðu fyrir Forest, en Steve Whitton og Jim Melrose skoruðu fyrir Coventry. Arsenal sigraði Tottenham á High- bury 2-0 þrátt fyrir að vera einum færri stærstan hluta síðari hálfleiks. Alan Sunderland og Tony Woodcock séu um að gera mörkin fyrir Arsenal, en Woodcocvar að auki potturinn og pann- an í leik Arsenal. West Ham fékk Swansea í heimsókn á Upton Park, og þar leit allt út fyrir að Swansea ætlaði heim með stigin, þar sem þeir komust í 2-0. En heimamenn réttu úr kútnum og jöfnuðu og „hömruðu" inn þriðja markinu. Bob Latchford skoraði fyrir Swansea, en Ray Stewart, Francois Van der Elst og Paul Goddard skoruðu fyrir West Ham Danny Wallace skoraði eina mark leiksins í Brighton fyrir gestina Southampton, og Clive Goodyear skoraði fyrir Luton gegn Watford. Mark Chamberlain gerði út um leikinn fyrir Stoke gegn Everton, en West Bromwich Albion og Notts County skiptu með sér stigum bróðurlega í 2-2 leik þar sem Justin Fashanu og Mark Goodvin skoruðu fyrir County en Peter Eastoe og Gary Owen fyrir Albion. Birmingham lagði Aston Villa að velli í Birmingham, og Villa má heldur betur fara að taka sig saman í andlitinu, er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni síðan þeir töpuðu heims- leiknum um daginn. Noel Blake, Ian Handysides og Mick Ferguson gerðu mörk Birmingham. Úrslit í ensku kanntspyrnunni í fyrradag urðu þessi: 1. deild Arsenal-Tottenham 2-0 Birmingham-Aston Villa 3-0 Brighton-Southampton 0-1 Ipswich-Norwich 2-3 Liverpool-Man.City 5-2 Luton-Watford 1-0 Man United-Sundcrland 0-0 Notthm. Forest-Coventry 4-2 Stoke City-Everton 1-0 West Bromwich-Notts County 2-2 West Ham-Svansea 3-2 2. Deild Barnsley-Sheffield 0-0 Bolton-Carlisle 1-0 Barnley-Blackburn 0-1 Chrystal Palace-Chariton 1-1 Fulham-Cambridge 1-1 Middlesboro-Leicester 1-1 Newcastle-Derby 1-0 Oldham-Leeds 2-2 QPR-Chelsea 1-2 Rotherham-Grimsby 3-0 Shrewsbury-Wolves 0-2 ÁFRAM r A KRÓKNUM ■ Árni Stefánsson, fyrrum landsliðs- markvörður í knattspyrnu, verður áfram þjálfari og leikmaður með 3. deildarliði Tindastóls frá Sauðárkróki. Um tíma stóð til að Árni léki næsta sumar með öðru Akureyrarliðanna, en Sauðkrækl- ingar sóttu stíft að hafa Arna áfram og var gengið frá samningum við hann skömmu fyrir jól. Litlar breytingar verða á liði þeirra Tindastóls-manna og ætla þeir sér stóra hluti í 3. deildinni næsta sumar. Þess má geta að liðið hefur verið tíður gestur í úrslitakeppni 3. deildar á undanförnum árum, en ávallt misst af 2. deildarsætinu langþráða á síðustu stundu. MOLAR Úrslit í gær 1. deild Coventry-Man.Unitcd 2 Everton-Nottingh.For. 2 Man. City-West Bromwich 2 Notts County-Stoke City 4 Sunderland-Liverpool ( Norwich-Luton 1 Soulhnmpton-Arsenal 2 Tottenham-Brighton 2 2. deild Cambridge-Chrystal Palace 1 Carlisle-Middlesborough 1 Chelsea-Fulham 0 Grimsby-Newcastle 2 Leeds-Bolton 1 Leicester-Barnsley Shellield-Rotherham 0 Wolverhampton-Burnley 2 STAÐAN 1. deild Liverpool . Nott. For. Man. Utd. West Ham Watford . . Covcntry . Man. City WBA . . . Aston Villa Tottenham Southampton Everton . Notts C. Stoke ............21 8 3 1« 27 Ipswich........... 21 7 6 8 27 Arsenal........... 21 7 6 8 27 Norwich .......... 21 6 5 10 23 Luton............. 21 5 8 8 23 Swansea .......... 20 6 4 10 22 Brightou..........21 6 4 11 22 Birmingham....... 20 4 8 8 20 Sunderland........21 4 7 10 19 2. deild Wolves QPR Fulham Shefiield Leicester Leeds Grimsby Oldham Blackburn Shrewsbury Chelsea Newcastle Rotherham Barnsley Chrystaí Pal. Charlton Carlisle Middleshoro Bolton Cambridge Burnley Derby Sóknarnýting ■ Sóknarnýting íslcnska landsliðsins var um 50% í lciknum gegn Dönum í gær. íslenska liðið skoraði 9 mörk í fyrri hálfleik úr 21 skottilraun. í siðari hállleik skoraði liðið 13 mörk úr 24 skottilraunum, en samanlagt eru það 22 mörk úr 45 skottilraunum, eða rétt tæplega 50%. Kristján Arason skoraði 6 mörk ur 10 skottilraunum, en glataðar sendingar hans voru þrjár. Steindór Gunnarsson og Sigurður Sveinsson gerðu sitt mark hvor úr jafnmörgum skottilraunum, en Guð- mundur Guðmundsson skoraði eins og Kristján Arason 6 mörk úr 10 skottil- raunum. Páll Olafsson skoraði 3 inörk úr 5 skottilraunuin. 21 13 4 4 43 21 12 4 5 40 21 11 5 5 38 21 9 6 6 33 21 10 3 8 33 21 7 10 4 31 21 9 4 8 31 20 7 9 4 30 20 8 5 7 29 20 8 7 7 29 21 7 7 7 28 21 7 7 7 28 21 7 7 7 28 21 6 9 6 27 21 6 8 7 26 20 7 4 9 25 21 7 4 10 25 21 6 7 8 25 21 5 6 10 21 21 5 6 11 21 21 4 3 14 15 20 2 9 9 15 Ámi Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.