Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 21 ■ Hér má sjá sprengjubirgðir fyrir „stórskotaliðið", risaflugelda frá Fiskakletti. Verð þeirra er frá 55-75 kr. KR selur flugelda á fimm stödum ■ Yfir 40 manns vinna í sjálfboðaliðsvinnu á tvískiptri vakt við að undirbúa og standa að sölu á flugeldum og öðrum slíkum vörum til hátíðabrigða um áramótin. Sölustaðir eru fimm og selt verður fram til klukkan 16 á gamlársdag. KR er eitt þeirra íþróttafélaga, sem versla mest við slysavarnadeildirnar (björgunarsveitirnar). Á vegum KR eru fjórar stærðir af „fjölskyldupökkum". Það eru: Barnapoki, sem kostar 250 krónur. í þeim poka er ekkert sem springur, heldur blys og stjörnuljós og fleira þess háttar. Þá er Sparipokinn á 400 krónur og „Bæjarins besti" á 550 og síðar Tröllapoki á 950 krónur. Ef keypt er fyrir 29. des. þá er 10% afsláttur gefinn. ■ Tveir af fjórum „fjölskyldupökkum“ KR. Þcssir kosta 400 og 550 krónur. Ef borið er saman verð nú og í fyrra má sjá muninn á því, að þá hefðu svipaðir pakkar kostað 175 og 270 krónur. ■ Einar Ólafsson frá Björgunarsveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði kynnir flugelda- varning, sem þeir hafa á boðstólum. ■ Fjórar björgunarsveitir hér á „suð- vestur horninu" hafa samvinnu um innflutning og sölu á flugeldum og blysum um hver áramót. Það eru Björgunarsveitimar Fiskaklettur í Hafn- arfirði, Kyndill í Mosfellssveit, Þorbjörn í Grindavík og Sigurvon í Sandgerði. Sveitirnar flytja sjálfar inn sína flugelda og blys beint frá Kína, Englandi og Þýskalandi. Innflutningsfyrirtæki þeirra heitir SVD-flugeldar. Fyrst var ætlunin að björgunarsveit- irnar flyttu eingöngu inn vörur fyrir sig, en svo kom það í ljós, að verðið var hagstætt, og þá fóru fleiri félög að falast eftir innkaupum hjá þeim. Nú er svo komið, að umsvifin hafa aukist svo á sl. þremur árum, að björgunarsveitirnar selja orðið alls 66 aðilum, íþróttafé- lögum og slysavarnadeildum. „Þetta er 'orðin heilmikil heildsala hjá okkur", sagði Einar Ólafsson, forsvarsmaður flugeldasölunnar hjá Björgunarsveitinni Fiskakletti. Þýsku flugeldarnir, sem björgunar- sveitirnar selja, eru sérstaklega öruggir í notkun, því að á kveiknum er öryggi, sem byrja verður á að taka af - áður en kveikt er í flugeldinum. Það er því síður hætta á að kviknað geti í fleiri' flugeldum af slysni, eins og stundum hefur komið fyrir, ef óvarlega hefur verið farið að. Björgunarsveitirnar flytja sjálfar inn flugeldavörur — medal annars beint frá Kína ■ Ein aðaluppistaðan í fjáröflun fyrir Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur í áratug verið flugeldasala fyrir áramótin. Landssamband Hjálparsveita skáta er innflytjandi á flugeldum og blysum erlendis frá, en hjálparsveitirnar eru einnig með flugeldavörur frá innlendum aðila, þ.e. Flugeldaiðjunni Þórsmörk í Garðabæ. Það eru einkum Joker-blysin frá Þórsmörk, sem eru vinsæl. Það má halda á þeim, ef farið er eftir leiðbeining- um. Einnig eru þar framleiddar Venus- rakettur og margt fleira. Sérstakt „stjörnuljósatilboð" er hjá Hjálparsveit skáta. Hægt er að fá í einum pakka fyrir 100 krónur: 2 pk. af litlum stjörnuljósum á 8.00, 2. pk. á 15.00 og 1 pk. á 85 krónur. Á venjulegu verði í lausasölu yrði þetta samtals 131 króna. Afslátturinn er því 31 króna, ef keypt er þetta stjömuljósabúnt. Fjölskyldupakkarnir frá Hjálparsveit- unum er á 490 krónur og 350 krónur. Á pökkunum eru mjög góðar áminningar til þeirra sem ætla að „skjóta árið út“. Þar stendur m.a. „Standið vel frá, þegar rakettu er skotið upp - Farið eftir leiðbeiningum - Notið stöðuga undir- stöðu - Geymið skotelda fjarri eldi og aldrei í vasa - Ærslist aldrei með skotelda - Kælið brunasár - og svo er símanúmer sjúkrabíls og Slökkviliðs Reykjavíkur 11100 - og síðan stendur Gleðilegt ár!“ Með þeirri áramóta- kveðju er Hjálparsveit skáta að vonast til, að þessir flugeldar og blys verði til ánægju og gleði, og fullrar varkárni verði gætt. v • ■ SVD-flugeidapakkar frá Björgunarsveitinni á 200, 380 og 600 krónur pakkinn eftir stærð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.