Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.12.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19, Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7-80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag Æk g:' \j Qivarah|utir _ ——labriel HÖGGDEYFAR Armúla 24 Sími 36510 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 fréttir .................................................................I......... I |..............| ____ „Kösturinn hefur sigiö saman í allrí rígningunni“, sagði Troels Bendtsen við Sörlaskjólsköstinn í gser, þar sem hann var ásamt nokkrum af brennuköppum sínum. Frá vinstri: Tómas Gíslason, Gunnar Richter, Kjartan Bendtsen, Guðmundur Ingi Hauksson og Ómar Bendtsen. Síðustu nóttina sögðust strákamir ætla að vaka við köstinn, búa sér þar til smá skýli, nesta sig í útileguna og halda hver öðrum vakandi með draugasögum og slíku. Tímamynd Róbert. „strAkarnir fa iítrAs FYRIR STflRFSORKUNA — Rætt við Troels Bendtsen, brennukóng við Sörlaskjól ■ „Ég á ininnstan heiðurinn af þessari brennu. Það eru strákarnir sem sjá að mestu um þetta", sagði Troels Bendtsen, brennu- stjóri í Sörlaskjúlinu scm við hittum að máli við köstinn þar í gær ásaml fimm harðsnúnum brennustrákum. „Það er kannski frekar staðsetning heimilisins sem mestu hefur ráðið um val á brennustjóranum heldur en persónan sem þar býr. Maður getur fylgst með þessu ót um gluggana hjá sér og látið strákana vita ef einhver vill t.d. koma með dól í köstinn ellegar einhverjir utanaðkom- andi aðilar eru að hrófia við þessu“, sagði Troels. - Ert þú samt ekki búinn að vera viðloð- andi þessa brennu allt frá því að þú varst smá polli? - Það má kannski segja það. Þessi brenna er eiginlega búin að vera hér framan við dyrnar hjá okkur alla tíð og lengst af verið með meiriháttar brennum í bænum. Önnur brenna hefur svo verið lengi á Ægissíðunni og því lengi verið talsverð samkeppni á milli hópanna sem að brennunum standa. Báðir hafa reynt að hafa sinn köst heldur stærri en hinn sem kannski hefur hjálpað báðum. Aðspurður kvað Troels brennustráka lítið breytast með árunum. Áhuginn og kappið sé enn það sama og þegar hann sjálfur var í þeirra hópi. „Það er gott að hafa þetta til að snúast í í skammdeginu - fá útrás fyrir starfsorkuna þegar jólunum lýkur“. Það séu í kringum 15 strákar sem aðallega sjá um brennuna þótt 5-7 út þeim hópi séu kannski mestu harðjaxlarnir við söfnunina. Við söfnunina kváðu þeir leitað til fyrir- tækja. Þetta sé dót sem styttra sé að fara með í brennuna en upp á hauga, t.d. fyrir fyrirtæki í Vesturbænum. Þetta sé líka fyrirtaks tækifæri fyrir fólk sem þarf að losa sig við allskyns dót. „Það þyrfti nánast að vera svona brenna við hverja götu í bænum svona einu sinni á ári“. f kestinum sögðu strákarnir kenna margra grasa. Þeir bentu okkur t.d. á útvarp, plötuspilara og gömul úr sér gengin leikföng. Einnig sögðu þeir brotna stóla og borð og jafnvel sófa inni í kestinum. Báðu þeir Tímann að koma því á framfæri til þeirra sem þyrfu að losa sig við eitthvert dót, að það væri þakksamlega þegið í Sörlaskjólinu fram á gamlársdag. Er löngu byrjað að safna? - Það á að byrja 1. desember - og það gerðu strákarnir við Ægissíðubrennuna. Við byrjuðum ekki fyrr en 10. desember en jöfnuðum það þó á tveim dögum, sagði Tómas. Gunnar bætti því við að í fyrstu hafi staðið til að sameina brennurnar að þessu sinni, en ekki hafi síðan orðið úr því. „Þeir héldu víst að við mundum þá lítið koma“. Ekki könnuðust þeir félagar við alvarlegar skærur á milli hópanna. Sjálfur mundi Troels aðeins eftir einu tilviki þar sem kveikt hefur verið í brennunni við Sörlaskjól fyrir gamlársdag og kvað sökina þá ekki hafa verið að finna hjá samkeppnis- hópnum. Eftir að frá þessu var sagt í útvarpinu sögðu strákarnir að menn hafi komið með fulla bíla af dóti, þannig að brennan náði aftur fullri stærð. Sömuleiðis mundi Troels aðeins eftir einu skipti þegar fresta þurfti brennu vegna þess að vindur stóð beint á húsin, en þá var kveikt í á þrettándanum í staðinn. - En koma alltaf jafn margir að horfa á á gamlárskvöld? - Þeim fjölgar frekar en hitt. Stundum er kveikt í brcnnunum hérna með svona klukkutíma millibili. Eru þá margir sem fylgjast gjarnan með þeim báðum. - HEI ALÞINGI Heiðurs- launin 80 þús. kr. ■ 15 listamenn hlutu heiðurslaun Alþúngis, 80 þús. kr. hver. Þeir eru: Finnur Jónsson, Guð- mundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Krist- mann Guðmundsson, Mar- ía Markan, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Snorri Hjartar- son, Stefán Islandi, Svavar Guðnason, Tómas Guð- mundsson, Valur Gíslason og Þorvaldur Skúlason. Þær breytingar urðu á heiðurslaunalistanum að Ásmundur Sveinsson sem lengi skipaði hann, lést nokkru fyrir úthlutun og var Sigurjón Ólafsson sett- ur á heiðurslaunalistann í hans stað. En skömmu eftir veitinguna lést hann einnig. Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólktil blaðburðar í eftirtalin hverfi: Kvisthaga Fornhaga Freyjugötu Tjarnarból Miðbraut. Wimvm sími:86300 dropar Brosið í umferðinni ■ Það er góð og gild regla að brosa í umferðinni, ekki síst nú á síðustu og verstu tímum þegar varla er akandi um götur vegna vatnselgs og snjóa til skiptis. Samt hafa allir ekki tileinkað sér þá gullnu reglu. Kona nokkur stöðvaði bif- reið sína við rautt Ijós á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. Fyrir aftan hana nam svo staðar roskinn maður á vörubifreið. Þegar græna Ijósið kom ætlaði konan að leggja af stað en drap óvart á bflnurn. Hún kom bflnum í gang um leið og Ijósin skiptust aftur. Allt fór á sömu leið næst þegar græna Ijósið kom og nú missti öku- maður vörubflsins þolinmæð- ina. Hann steig út úr bfl sínum gekk til konunnar, sem hamað- ist blóðrauð við að koma bifreiðinni í gang, og sagði: Frú mín góð. Ég ætla bara að minna þig á að þú þarft að tilkynna Hagstofunni þegar þú flytur héðan. Tíminn er dýrmætur Hafnflrðingar eru hörkulegt fólk sem vill helst ekki láta tíma sinn fara til spillis. Maður einn fór í leikhús um daginn og fyrír hreina tilviljun fékk hann sæti við hliðinaá kunningja sínum, sem er Hafnfirðingur. í hléi milli annars og þriðja þáttar stóð Hafnfirðingurinn upp, fór í rykfrakkann sinn og ætlaði út. „Hvert ert þú að fara?“, spurði sessunauturínn. „Ég er að fara heim. Ég hef engan tíma til að bíða eftir næsta þætti“, sagði Hafnfirð- ingurinn. „Hefurðu ekki lesið leikskrána maður? Það stend- ur greinilega, að þriðji þáttur gerist sex mánuðum síðar!“ Jón tekur við á ný Nú um áramótin líður að þeim tímamótum að Jón Sig- urðsson sem gegnt hcfur á- hrifastöðu fyrir hönd Norður- landanna hjá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum komi heim og taki við sínu gamla embætti sem forstjórí Þjóðhagsstofnun- ar. Frá sama tíma lætur nú- verandi forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar af störfum þar á bæ, og flytur sig um set yfir til Félags íslenskra iðnrekenda, þar sem hann mun setjast á framkvæmda- stjórastól. En maður kemur í manns stað, því þegar Ólafur Davíðsson hefur komið sér fyrir í húsinu við Hallveigar- stíg, flytur Valur Valsson, nú- verandi framkvæmdstjórí, sig niður í Lækjargötu þar sem hann tekur við stöðu banka- stjóra við Iðnaðarbankann. Krummi ... ....telur að Ólafsvíkingar ættu ekki að vanda um of val jóla- mynda sinna, með bakreikn- ingana í huga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.