Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 á vettvangi dagsins ■ Aðalfundur Skógræktarfélags ís- lands er haldinn ár hvert - gjarnan nálægt mánaðamótum ágúst-september. Svo var og nú á þessu ári. Á Akureyri v^r aðalfundurinn haldinn að þessu sinni og sótti hann fólk víðsvegar af landinu, eins og jafnan áður: Við sunnlendingarnir héldum hópinn á fundinn, norður hálendið - Sprengi- sandsleið, frá Sigöldu um hlaðið á Mýri í Bárðardal og þaðan sem leið liggur eftir vegi númer 1 til Akureyrar. Þangað komum við um sólsetursskeið eftir ágæta en fremur tíðindasnauða ferð Um öræfaslóðir mið-hálendisins þar sem fátt minnir á líf og gróður, utan kyrkingsleg - ar mosateygingar á stöku stað. Það var, jú helst í Nýjadal, innvið Tungnafells- jökul, sem litbrigði öræfagróðurs skáru sig ögn frá svartri auðninni. Fyrsta sauðféð sem við sáum á leið okkar norðan heiða var hvít tvílemba, innst í Klifberadrögum. Ekki voru þessar langferða kindur öfundsverðar af sínu hlutskipti þarna í auðninni. Hins- vegar virtist bresk fjölskylda lifa áhyggjulitlu lífi í sæluhúsinu í Nýjadal. Hafði jafnvel cinn í hópnum orð á því að veturseta þar í öræfakyrrðinni væri þessu fólki mjög að skapi. Fjölmiðlanefndin hlaut ekki árangur sem erfiði Aðalfundurinn á Akureyri hófst kl. 10 árd. föstudaginn 27. ágúst með hefð- bundnum hætti: Söng, skýrslum og reikningum. Seinna komu framsöguer- ■ Fræbeð af lerki í nýju gróðurhúsi Skógræktarfélags Eyfirðinga á Kjarna. FRODLEG KYNNINGAR- OG SKODUNARFERD UM EYFIRSK SKÓGRÆKTARSVÆÐI indi, ávörp gesta og umræður. Nefndir störfuðu eftir kvöldverðarhlé þennan dag. Við Magnús H. Gíslason frá Frosta- stöðum í Skagafirði, blaðamaður í Reykjavík, vorum tilnefndir í svokallaða fjölmiðlanefnd - sem eins og nafnið bendir til, áttum að miðla fréttum af fundinum til fjölmiðlanna-ásamt þriðja manni sem aldrei kom í leitirnar, enda við önnur skyldustörf, að sögn, þessa dagana og er hann því úr sögunni. Við Magnús tókum brátt til starfa við fjölmiðlafræðin en fengum fljótt að reyna að ekki verður ávallt árangur sem erfiði: Föstudags-síðdegi erekki vænlegt til árangurs í þessu efni. Það var Mogginn einn blaða sem átti óráðstafað pláss í laugardagsblaðinu. Önnur blöð höfðu fyllt sínar síður, flest, framyfir helgi. Jafnvel ríkisfjölmiðlarnir , útvarp og sjónvarp áttu í erfiðleikum með að uppfylla óskir okkar. Ágæt rödd í „Útvarp Akureyri1' lofaði þó að athuga málið og fulltrúi sjónvarpsins þar í bæ lofaði að „athuga málið við þá fyrir sunnan", sem hann og gerði en með harla litlum árangri. „Já, það er annað Jón eða séra Jón“ var sagt fyrrum. Eftir að við Magnús höfðum kannað og kynnt okkur fjölmiðlafræðin í höfuð- stað Norðurlands og leiðirnar þaðan (allt til hádegis næsta dag, með litlum árangri) vörpuðum við áhyggjum okkar á herðar forustumanna félagsamtakanna með úrbætur eftir helgina. Tókum gleði okkar á ný og ákváðum að láta eitt yfir báða ganga, uns fundi væri lokið og fræðsluferð í boði skógræktarfélags Ey- firðinga um skógarsvæðin þar í næsta nágrenni. Samkvæmt dagskránni átti að leggja af stað í fræðslu og kynnisferð þessa eftir hádegisverð laugardaginn 28. ágúst. Fyrst.átti að skoða Vaðlaskóg, en hann liggur í brekkunni austan við Pollinn gegnt Akureyri. Þá var fyrirhugað að aka að Grund og skoða Grundarskóg og síðast á áætluninni var Kjarnaskógur skammt sunnan við Akureyri. Gátu menn valið um bílferð frá fundarstað í Vaðlaskóg, eða sjóferð yfir Pollinn, hvað flestir kusu, enda var Akureyrar- pollur spegilsléttur í lognkyrri veður- blíðunni, svo ótti um sjóveiki var með I Hluti fundarmanna hlýðir ú mál Hallgríms Indríðasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga (lengst t.h.) í Vaðlaskógi. Greinarhöfundur, Stefán Jasonarson, er með hatt, hægra megin á myndinni. (Myndir S.BÍ.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.